Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 Margt er sérkennilegt í lífinu oger pólitíkin þar ekki undan skilin eins og menn þekkja. Aldrei hefur hún þó verið eins sérkennileg og nú um stundir. Í Morgunblaðinu í gær mátti rekast á nokkur dæmi um þetta, svo sem þessi tvö:    Fram kom að í forsætisnefnd Al-þingis sæti enn föst beiðni um- hverfis- og samgöngunefndar þings- ins um að Hagfræðistofnun HÍ verði fengin til að vinna úttekt á Vaðla- heiðargöngum.    Mikið lá á að fá einn milljarð tilgangagerðarinnar á auka- fjárlögum og var stjórnin nánast að veði. Síðan hefur allt verið gert til að hindra að málið sé skoðað, fyrst hjá Ríkisendurskoðanda, sem aldrei þessu vant taldi sig vanhæfan, og nú strandar málið hjá forsætisnefndinni að beiðni fjármálaráðuneytisins.    Um svipað leyti urðu gríðarleglæti yfir því að einn ráð- herranna ákvað að fara að lögum og leyfa ekki stórfellda landsölu til er- lends aðila. Talað var um stjórnarslit vegna þessa og fullyrt að nú væri hinn kínverski fjárfestir runninn Ís- lendingum úr greipum.    Tjónið var sagt mikið en síðanhafa borist ítrekaðar fréttir af því að fjárfestirinn hafi enn áhuga. Nú síðast í viðtali við eitt af mál- gögnum kínverska kommúnista- flokksins.    Þau síendurteknu upphlaup,taugaveiklunarlegu viðbrögð og hótanir um stjórnarslit sem ein- kenna stjórnmálin í dag geta ekki verið til góðs. En því miður bendir ekkert til að þeim fari fækkandi. Sérkennileg pólitík STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 hagl Bolungarvík -2 snjóél Akureyri -1 skýjað Kirkjubæjarkl. -5 skýjað Vestmannaeyjar 2 léttskýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló 2 alskýjað Kaupmannahöfn 7 þoka Stokkhólmur 5 alskýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 6 súld Brussel 7 skýjað Dublin 5 skúrir Glasgow 2 léttskýjað London 11 skúrir París 8 alskýjað Amsterdam 8 súld Hamborg 8 súld Berlín 8 þoka Vín 4 súld Moskva -5 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 12 heiðskírt Aþena 7 skýjað Winnipeg -7 alskýjað Montreal -2 snjókoma New York 8 skýjað Chicago -1 léttskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:24 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:36 DJÚPIVOGUR 11:02 14:52 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is „Rannsóknir hafa sýnt að einstæðir foreldrar eru sá hópur sem er verst staddur fjárhagslega í kjölfar krepp- unnar og gjaldskrárhækkunum á leikskólum er ekki bætandi á þann hóp,“ segir Kristín Erna Arnardótt- ir, formaður Félags einstæðra for- eldra. Þótt einstæðir foreldrar fái af- slátt á dagvistargjöldum séu gjöldin samt sem áður að hækka. Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir ráðið eiga eftir að kynna sér betur boðaðar gjaldskrárhækkanir. „En í rauninni er það svoleiðis að alltaf þegar gjöld hækka, sérstak- lega eins og með skráningargjöldin í Háskólanum, er talað um einhverja námslánahækkun, sem er ekki það mikil,“ segir Lilja Dögg og bætir við að námsmenn hafi það erfitt fjár- hagslega og megi ekki við frekari gjaldahækkunum. „Leigumarkaður- inn er líka erfiður þannig að margir borga miklu hærri leigu en maður myndi vilja sjá,“ segir hún. Engin hækkun á Ísafirði Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu vísa sveitarfélög til verðlags- breytinga þegar fyrirhugaðar hækk- anir leikskólagjalda eru rökstuddar. Síðustu 12 mánuði hefur verðlag hækkað um 6% en á mörgum stöðum hækka leikskólagjöldin meira. Þegar kannaðar eru fyrirhugaðar gjald- skrárbreytingar hjá fimm sveitar- félögum af handahófi má sjá allt frá óbreyttum gjöldum upp í 16% gjald- skrárhækkun. Ísafjarðarbær hefur löngum verið með hæstu leikskólagjöld á landinu. Það vekur því athygli að bærinn ætl- ar ekki að hækka gjaldskrá vegna leikskóla á nýju ári. „Það var ákveðið að hlífa foreldrum við frekari hækk- unum og koma til móts við þá á þess- um niðurskurðartímum,“ segir Hálf- dán Bjarki Hálfdánsson, upplýsinga- fulltrúi Ísafjarðarbæjar. Þó verður lagður af sá afsláttur sem verið hefur síðustu ár fyrir fjögurra tíma vistun fimm ára barna í leikskólum Ísa- fjarðarbæjar. Breytingar á afslætti Auk gjaldskrárhækkana eru einn- ig ýmsar breytingar á afslætti. Yf- irleitt njóta námsmenn og einstæðir foreldrar afsláttar af leikskólagjöld- um. Þegar litið er á gjaldskrár Kópa- vogsbæjar sést að nú er þess krafist frá áramótum að báðir foreldrar séu í námi til að njóta afsláttar. Einnig verði felldur niður systkinaafsláttur af afsláttargjaldi. Mosfellsbær er ekki á grafinu hér til hliðar en þar hefur verið tilkynnt að afsláttur verði frá áramótum tekjutengdur og geti þá numið 20%-40% af dvalar- gjöldum. Fæði er þar ekki talið með. Einstæðir foreldrar ráða illa við hækkun gjalda  Sveitarfélög hækka gjaldskrár sínar um allt að 16% um áramótin  Talsmenn námsmanna og einstæðra foreldra segja þá ekki mega við frekari gjaldahækkunum Gjaldskrár leikskóla - 8 tímar með fullu fæði Almennt gjald Afsláttargjald 1. janúar 2011 1. janúar 2012 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 G ja ld ík ró nu m 27 .1 30 21 .7 60 2 6. 80 3 25 .0 78 34 .3 42 31 .4 80 24 .5 0 1 29 .5 60 26 .8 15 34 .3 42 22 .0 10 25 .4 80 12 .8 60 14 .4 77 20 .0 43 21 .9 92 19 .6 18 20 .9 46 25 .5 98 25 .5 98 +16% +13% +10% +7% 0% +16% +13% +10% +7% 0% Re yk jan es bæ r Re yk jav ík Ak ure yra rbæ r Kó pa vo gu r Ísa fjö rða rbæ r Re yk jan es bæ r Re yk jav ík Ak ure yra rbæ r Kó pa vo gu r Ísa fjö rða rbæ r (Breyting milli ára) Morgunblaðið/Ómar Í leikskólanum Börnin í Hagaborg una sér glöð í sandkassanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.