Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 20
VIÐTÖL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það hefur verið nóg að gera á að- ventunni hjá Þráni Haraldssyni, presti í miðbæ Álasunds. Hann und- irbýr nú fyrstu jólin sín í Noregi og auk þess að vera með fjölskyldunni messar hann í dag, jóladag og annan í jólum. Þráinn er einn átta íslenskra presta í Noregi, sem hafa flutt til Noregs síðustu ár, flestir á síðustu mánuðum. Að auki eru einn prestur og djákni að líkindum á leið til starfa í Noregi og Arna Grétarsdóttir er prestur íslenska safnaðarins í Noregi. Eiginkona Þráins er Erna Björk Harðardóttir hjúkrunarfræðingur og fékk hún auðveldlega starf á hjúkrunarheimili í Álasundi. Dóttir þeirra, Heiðrún Ása, er á leikskóla í Álasundi. Þráinn er 27 ára gamall og vígðist sem prestur síðastliðið vor. Hann hafði meðal annars starf- að áður við Digraneskirkju og Hjallakirkju í Kópavogi. Koma sér fyrir og finna sig í starfi „Við lítum á flutninginn til Nor- egs sem ákveðið tækifæri fyrir okk- ur,“ segir Þráinn. „Heima hefur kirkjan þurft að draga saman seglin vegna niðurskurðar og lítið er um að prestsstöður séu auglýstar. Það kann að breytast á næstu 5-10 árum því meðalaldur presta er nokkuð hár. Hér í Noregi er hins vegar skortur á prestum víða og ekki nægilega margir sem hafa menntað sig sem guðfræðingar, hver sem skýringin er á því.“ Íslensku prestarnir í Noregi hafa verið í sambandi innbyrðis og stefna að því að hittast fljótlega á nýju ári. Flest þeirra eru nýkomin og eru enn að koma sér fyrir og finna sig í starfi. Flestir íslensku prestanna hafa fengið stöður í Niðarós- biskupsdæmi, en Álasund er í Möre- biskupsdæmi. Í Álasundi búa um 50 þúsund manns og er bærinn milli Þrándheims og Bergen, þó nær fyrrnefnda staðnum. Þráinn segir margt svipað með bænum og mynd- arlegu sjávarplássi á Íslandi, en bærinn er frá fornu fari mikill fiski- bær. Skipulagðir Norðmenn Í Álasundi eru fimm söfnuðir og þjónar Þráinn ásamt tveimur öðrum prestum við gömlu kirkjuna í mið- bænum. Hann segir að Norðmenn hafi tekið sér vel en hann hóf störf í Noregi í ágústmánuði. „Norskan kom nokkuð fljótt hjá mér, en í starfi prestsins þarf maður eðlilega að nota tungumálið mikið og það er einfald- lega besti skólinn. Mállýskur hvers staðar og hvers svæðis koma svo hægt og bítandi.“ Þráinn segir að margt sé svipað í norsku samfélagi og á Íslandi. Það sem helst skilji á milli sé aginn og reglan, en Norðmenn séu mjög skipulagðir. En hversu lengi ætlar Þráinn að vera í Noregi? „Okkur hefur verið vel tekið hérna og tím- inn verður bara að leiða í ljós hve- nær við komum heim.“ Átta íslenskir prestar starfa nú þegar í norskum söfnuðum, flestir í Niðarós-biskupsdæmi Starfið í Álasundi er ákveðið tækifæri Ljósmynd/Árni Svanur Daníelsson Starfa í Noregi Þráinn vígðist til starfa síðastliðið vor og á myndinni eru f.v.: Østeinn Flø prófastur, Arndís Ósk Hauksdóttir, Ingeborg Midttømme, biskup i Møre, Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og Þráinn Haraldsson.  Þráinn Haraldsson segir prestsstarfið góðan málaskóla 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir mess- ar þrívegis í dag, aðfangadag, í Opp- dal í Niðarós-biskupsdæmi, klukkan 12, 14 og 16. Klukkan 17 eru jólin síðan hringd inn í Noregi og fjöl- skyldan safnast saman á sama tíma og margir Íslendingar fara til kirkju. Þá verður Brynja komin heim til sín og sest við jólaborð hlöðnu íslenskum hamborgarhrygg og meðlæti, malti og appelsíni og heimagerðum ís í eftirrétt. „Það er óhætt að segja að mikið álag sé á prestum hátíðisdagana sem eru framundan, en allt er þetta jafn skemmtilegt og gefandi,“ segir Brynja Vigdís. „Við erum tveir prestarnir hérna í Oppdal og skipt- um störfunum á milli okar. Í fyrra átti ég frí á aðfangadag, en messaði alla hina dagana, það er á jóladag, annan dag jóla og nýársdag. Núna verð ég hins vegar með þrjár jóla- guðsþjónustur á aðfangadag og þá er bara að hafa nestisbox með sér í kirkjuna til að hafa orku í þetta maraþon.“ Tala ekki um íslenska prestinn Brynja Vigdís hefur starfað frá því haustið 2010 í Oppdal og þjónaði sem prestur fyrri veturinn án þess að hafa tekið vígslu eins og heimilt er í Noregi. Hún var síðan vígð til Oppdals síðastliðið vor, en þar eru auk Oppdal-kirkju, Fagerhaug- kirkja og Lönset-kirkja. Ástæðan fyrir því að Brynja hélt til Noregs var sú hversu erfitt er að fá prests- starf á Íslandi. Í Oppdal búa tæplega sjö þúsund manns og er bærinn meðal annars þekktur fyrir mikil og góð skíðasvæði og snjalla skíða- menn. Eiginmaður Brynju er Ólafur Thordersen og starfar hann sem rekstrarstjóri starfsstöðva Íslenska gámafélagsins á Suðurnesjum og Vesturlandi. Hann „pendlar“ á milli eins og Brynja orðar það og verður í Noregi yfir hátíðarnar. Helga Vig- dís, sex ára dóttir þeirra, er á fyrsta ári í grunnskóla og er með mömmu sinni í Oppdal og erfið mállýska bæj- arins vefst ekki fyrir henni. Sjálf hafði Brynja nokkurt forskot í norskunni þar sem hún bjó í Noregi í eitt ár um síðustu aldamót. „Ég viðurkenni að ég þreyttist á því að tala norskuna stöðugt fyrstu tvo mánuðina,“ segir Brynja. „Þetta gekk samt vel og mér er sagt að nú hafi ég tileinkað mér mállýskuna. Ég heyri það ekki sjálf, en inn- fæddir eru að minnsta kosti hættir að tala um íslenska prestinn. Mér líkar vel hérna og er búin að kaupa mér gönguskó og skíði og kannski fæ ég bakpoka í jólagjöf! Okkur langar samt að starfa á Íslandi og ætlum okkur heim aftur.“ Bara presturinn í búðinni Brynja segir Norðmenn mun ró- legri heldur en Íslendinga og segir fólk koma afslappað í kirkju á að- fangadag. „Jólastressið er miklu minna hérna og sem dæmi get ég nefnt að ég fór í verslun á aðfanga- dag í fyrra og hélt að þar yrði örtröð eins og gjarnan á Íslandi. Það var nú aldeilis ekki, ég var ein í versluninni auk afgreiðslufólksins. Norðmenn eru helst ekki á síðustu stundu með hlutina og þennan aðfangadag var bara íslenski presturinn í búðinni að bjarga því sem gleymst hafði.“ Með þrjár jólamessur á aðfangadag í Oppdal Ljósmynd/Siv Storløkken/Opdalingen Í vinnunni Við skírn í Fagerhaug-kirkju í Oppdal, en þar hefur Brynja Vig- dís starfað í hálft annað ár og segir Norðmenn rólega og jólastressið minna.  Sest niður með fjölskyldunni þegar Íslendingar fara til kirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.