Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 • Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 57 60 5 12 /1 1 VIÐ ERUM Á VAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN Við erum til taks Við treystum sjaldan meira á orkuna en um jól og áramót. StarfsfólkOrkuveitu Reykjavíkur er í viðbragðsstöðu til að tryggja þér birtu og ylum hátíðirnar. Gleðilega hátíð! Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s staðfesti í gær, að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins haldist óbreytt, Baa3 með neikvæðum horfum. Þrátt fyrir að deilunni um inn- stæðutryggingar hafi verið vísað til EFTA-dómstólsins hefur það ekki áhrif á lánshæfismatið þar sem end- urheimtur úr þrotabúi Landsbankans séu meiri en upphaflega var gert ráð fyrir, segir Moody’s. Matsfyrirtækið mun fylgjast grannt með því hvaða áhrif hugsanleg aflétting gjaldeyrishafta muni hafa á gengi krónunnar og fjármálastöðug- leika á Íslandi. Fram kemur í Morgunkorni Ís- landsbanka að í raun sé lítið nýtt í þessari tilkynningu Moody’s og inni- hald hennar hið sama og þegar það birti álit um lánshæfiseinkunnir rík- issjóðs um miðjan síðasta mánuð. Þar kom fram að það sem getur leitt til þess að lánshæfiseinkunn verði hækkuð eru merki um kröftug- an og varanlegan efnahagsbata, að- hald í ríkisfjármálum og stöðug króna á meðan á afléttingu gjaldeyrishaft- anna stendur. Það sem getur leitt til lækkunar er ef slakað yrði á aðhaldi í ríkisfjármálunum eða ef Icesave leiðir til miklu hærri skuldbindingar fyrir hið opinbera en nú er vænst.“ Morgunblaðið/Kristinn Icesave Deilan hefur ekki áhrif. Moody’s staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn Íslands  Vísun Icesave til EFTA-dómstólsins hefur ekki áhrif Niðurstöðukrafa í útboði Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) á LSS24-skulda- bréfaflokknum var sú langlægsta frá upphafi, en þó reyndist áhugi fjár- festa á útboðinu nú minni en í síðasta útboði sjóðsins sem fram fór í lok októbermánaðar. Frá þessu er greint í Morgunkorni Íslandsbankana Alls bárust tilboð fyrir 705 millj- ónir króna í skuldabréfaútboðinu sem haldið var á miðvikudaginn. Ávöxtunarkrafan var á bilinu 2,9%- 3,4%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 255 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,91%. Til saman- burðar var niðurstöðukrafan 3,41% í síðasta útboði LSS, en hæst hefur hún farið í 6,63% á vordögum árið 2009. Fram kemur í Morgunkorni Ís- landsbanka að þetta sé í annað sinn sem krafan í útboði LSS er undir 3,5% uppgjörsviðmiði lífeyrissjóð- anna. Það vekur athygli enda hafa ríkistryggð skuldabréf verið þau einu á verðtryggða skuldabréfamarkaðin- um sem gengið hafa kaupum og söl- um á kröfu undir þessu viðmiði. „Gef- ur þetta vísbendingu um það að fjárfestar horfi í minna mæli á upp- gjörsviðmið lífeyrissjóða og þá held- ur meira í þá umframávöxtun sem LSS-bréfin gefa gagnvart íbúðabréf- um.“ Útboð LSS var það síðasta á árinu. Krafan aldrei lægri  2,91% ávöxtunar- krafa í útboði LSS Aðalhagfræðing- ur Evrópska seðlabankans, Jürgen Stark, hefur varað við því að Alþjóða- gjaldeyrissjóður- inn (AGS) verði látinn bjarga illa stöddum ríkjum á evrusvæðinu. Óskað hefur verið eftir því að ríki leggi sjóðnum til meira fé. Í viðtali við þýska blaðið Die Welt í gær segir Stark, sem brátt lætur af störfum hjá bankanum, að með því að láta AGS sjá um björgunina sé verið að fara á skjön við reglur seðla- bankans sem gilda um beina fjár- hagslega aðstoð til ríkja á evrusvæð- inu. Þrátt fyrir að það komi ekki beint fram, þá snúist þetta um að veita þeim stuðning, því ljóst sé að það séu evruríkin sem eigi eftir að fá pen- ingana. Ósáttur við þátt AGS Jürgen Stark Seðlabanki Rússlands hefur lækkað stýrivexti bankans um 0,25 prósent- ur – úr 8,25% í 8%. Þetta er í fyrsta skipti síðan í júnímánuði 2010 sem Seðlabankinn lækkar stýrivexti þar í landi. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að rekja megi lækk- unina til óvissu sem ríkir um hag- vaxtarhorfur á heimsvísu um þess- ar mundir. Samkvæmt hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er gert ráð fyrir 4% hagvexti í Rúss- landi á þessu ári og því næsta. Verðbólga mælist hins vegar um 8%. Rússar lækka vexti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.