Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Atvinnuauglýsingar
Afgreiðsla
Óska eftir starfsmanni, ekki yngri en 18 ára, til
afgreiðslu í sjoppu í Kópavogi. Vinnutími frá
10-18. Upplýsingar í síma 564 2325.
Bílstjóri
Embassy driver
Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu
bílstjóra lausa til umsóknar. Umsóknar-
frestur er til og með 30. desember 2011.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu
sendiráðsins: http://iceland.usem-
bassy.gov/vacancies.html
The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking
an individual for the position of Embassy
Driver.The closing date for this position is
December 30, 2011. Application forms
and further information can be found on the
Embassy’s home page: http://iceland.usem-
bassy.gov/vacancies.html
Please send your application and resumé
to: reykjavikvacancy@state.gov
Sérfræðingur í frjálsum og opnum
hugbúnaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir
laust til umsóknar starf sérfræðings í frjálsum
opnum hugbúnaði. Um er að ræða fullt starf
tímabundið í eitt ár er skiptist á milli verkefna
á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis
og innanríkisráðuneytis. Verkefni á vegum
mennta- og menningarmálaráðuneytis felast í
uppbyggingu gagnagrunna og upplýsingaveita
sem byggja á opnum og frjálsum hugbúnaði og
innleiðingu frjáls og opins hugbúnaðar í
skólum. Verkefni hjá innanríkisráðuneyti lúta
að framkvæmd aðgerðaráætlunar fyrir inn-
leiðingu frjáls og opins hugbúnaðar hjá opin-
berum aðilum.
Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun í
tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tölvu-
verkfræði eða aðra sambærilega menntun.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi víðtæka
reynslu af notkun og þekkingu á frjálsum og
opnum hugbúnaði og opnum stöðlum eins og
HTML 5. Góð forritunarþekking á
Python/Django/JavaScript er nauðsynleg.
Reynsla og góð þekking á kvikri
hugbúnaðarþróun (Agile) og stjórnun á hug-
búnaðarverkefnum er æskileg.
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð kunn-
átta í ensku og einu Norðurlandamáli eru
nauðsynlegir kostir ásamt ritfærni og hæfni í
mannlegum samskiptum. Konur jafnt sem
karlar eru hvattar til að sækja um.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi
Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnar-
ráðsins. Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur
Hjaltested á fjármála- og upplýsingasviði.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsferil sendist mennta- og menningar-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. janúar
2012.
Vélavörður óskast
Vélavörður óskast á Arnarberg ÁR-150
sem gerir út á línu í vetur (vélarstærð 478
kW). Skipið er gert út frá Þorlákshöfn.
Umsóknir sendist á;
audbjorg@audbjorg.is
óskar landsmönnum
og farsældar á
komandi ári
Lilja Margrét
Oddgeirsdóttir
✝ Lilja MargétOddgeirs-
dóttir, kölluð Lillý
af sínum nánustu,
fæddist í Reykjavík
6. júní 1928. Hún
lést á heimili sínu
Hólmgarði 33 4.
desember 2011.
Útför Lilju Mar-
grétar fór fram frá
Bústaðakirkju 19.
desember 2011.
Elskuleg frænka
er látin. Hún var
sjálfstæð alla tíð,
vann mikið og var
ósérhlífin og hún
var sjálfri sér nóg.
Aðspurð leið henni
alltaf vel en sagðist
stundum vera löt.
Þá hafði hún of-
keyrt sig og þurfti
á hvíld að halda.
Lillý var afskap-
lega hlý og rausnarleg við fjöl-
skylduna og hafði mikinn áhuga
á velferð og uppvexti barnanna
og lífi fullorðna fólksins. Barna-
og barnabörn bræðra hennar
kynntust henni sem Lillý
ömmu. Annað kom aldrei til
greina. Lillý annaðist foreldra
sína af stakri alúð sem og móð-
ursystur sína síðustu æviár
þeirra. Þá var líka kisan á neðri
hæðinni afar hænd að henni og
sóttist eftir að vera hjá henni.
Lillý var einstaklega fjölhæf,
listhneigð og greind kona. Hún
var líka mjög söngelsk og hafði
yndi af tónlist. Allt lék í hönd-
unum á henni og hún var með
frjóan huga alveg til hinstu
stundar. Margs konar hand-
verk liggur eftir hana og einnig
móður hennar. Þá var gott að
leita til hennar ef uppskrift
stóð í manni og fá leiðsögn.
Fyrir fáeinum árum komst
rússneskt hekl í tísku og marg-
ir hafa verið að læra það. Móðir
mín dró fram peysu sem var
unnin á þennan hátt og sagði
mér að Lillý hefði heklað á
hana á bróður minn, fjögurra
ára, 1956. Mér var skemmt yfir
nýjunginni.
Í áratugi var hún sjálfboða-
liði í Bústaðakirkju í starfi
aldraðra og var leiðbeinandi.
Hún teiknaði á dúka sem fólkið
málaði á og svo, ef fólk vildi,
lagði hún lokahönd á dúkana.
Þeir fengu sérlega fallegt yf-
irbragð við það.
Yfir hæðinni þar sem hún
bjó er háaloft. Henni fannst
heldur kalt og næða þar og fyr-
ir 10-15 árum tók hún sig til og
einangraði þar uppi með frauði
undan mjólkurvörum. Það gerði
hún sjálf með heftibyssu. Þá
var einnig þakið lagað á svip-
uðum tíma og þegar verkáætl-
un lá fyrir kom hún með ein-
faldari og betri hugmynd að
mati verktakans og eftir henni
var farið og tókst vel til.
Þá er eftir að nefna áhuga
hennar á garðrækt sem hún
sinnti fram á síðustu ár. Enn er
ótalinn ferðaáhugi hennar og
hún hafði núna í mörg ár haft
landabréfabók nærri sér, þar
sem hún fletti upp og skoðaði
hvar hinir ýmsu staðir í heim-
inum voru, sem voru í fréttum
eða dýralífsmyndum.
Lillý var mjög skipulögð og
ótrúlegt að skoða í skápa og
hirslur, ísskápinn og frysti-
kistu. Sama hvert litið var, þá
var öllu raðað á skipulegan hátt
og auðvelt að finna það sem
leitað var að.
Lilly hélt dagbók alla tíð yfir
allt sem gerðist og hafði búið til
merkjakerfi sem hún notaði til
að flýta fyrir. Eitt merki tákn-
aði að hringt var í hana og ann-
að þegar hún hringdi. Þá hélt
hún bókhald yfir allt sem hún
keypti inn og reiknaði virðis-
aukaskattinn af því. Alltaf með
kollinn í lagi. Hún átti enda-
lausa aðdáun mína í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Ég
kveð kæra frænku með söknuð
í hjarta og þakklát fyrir hennar
hlutdeild í lífi fjölskyldu minn-
ar. Drottinn helgi minningu
hennar í hjörtum allra sem
þekktu hana.
Anna Þóra og Páll.