Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 24
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
Munið að
slökkva á
kertunum
Ekki setja kerti
ofan í hvað sem er
- falleg glös geta
hitnað og sprungið
með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum
ef kerti eru sett
ofan í þau
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Fyrir níu árum stofnaði Einar Örn
Einarsson veitingastað ásamt
æskuvini sínum Emil Lárussyni.
Staðurinn heitir Serrano og þeir eru
orðnir sex á Íslandi í dag og fé-
lagarnir hafa í ofanálag stofnað
fjóra slíka staði í Stokkhólmi, höf-
uðborg Svíþjóðar.
„Við vorum báðir nýútskrifaðir úr
háskólanum og okkur langaði ekki
til að fara að vinna í banka eins og
flestir félagar okkar gerðu,“ segir
Einar Örn í samtali við Morgun-
blaðið. „Emil hafði útskrifast úr við-
skiptafræði í Háskólanum í Reykja-
vík og ég hafði útskrifast úr
hagfræði í North Western-háskól-
anum í Chicago.
Konseptið af Serrano er í grunn-
inn svona mexíkóskur skyndibiti.
En það er áhersla á hollan mat þar
sem þú getur valið sjálfur hvernig
grænmeti eða kjöt þú færð þér og
hversu mikið.
Á þeim tíma sem við byrjuðum
með fyrsta staðinn var lítið í boði ef
maður vildi fá hollari skyndibita.
Það er miklu meira í boði núna en
var árið 2002. Við tókum við plássi í
Kringlunni þar sem hafði verið
kjúklingaveitingastaður á undan
okkur og við þurftum ekki að gera
mikið til að byrja með staðinn. Við
unnum mikið við hann sjálfir en vor-
um jafnframt í annarri vinnu með-
fram til að hafa í okkur og á. Árið
2007 opnuðum við síðan stað númer
tvö. Þá var fólk búið að kynnast
okkur og sannreyna gæðin. Síðan
þá hefur þetta undið hratt upp á sig.
Núna erum við með sex staði á Ís-
landi, í Kringlunni, Smáralind, tvo á
N1-bensínstöðvum, einn á Höfða-
torgi og einn í Hafnarfirði.
Árið 2009 stofnuðum við fyrsta
staðinn í Stokkhólmi. Það voru svip-
aðar aðstæður í Stokkhólmi eins og
hér að það var lítið í boði ef menn
vildu hollari skyndibita. Pizzur og
hamborgarar voru ráðandi á
skyndibita markaðnum.“
Aðspurður hvort það hafi ekki
verið erfiðara að koma sér fyrir á
nýjum sósíalískum markaði, hvort
löggjöfin og kerfið hafi ekki verið
þyngra og erfiðara að eiga við segir
hann að sumu leyti ekki en að öðru
leyti hafi svo verið. „Það að stofna
stað er ekkert flóknara. Það eru
gerðar svipaðar kröfur og eftirlitið
er svipað. En maður hefur ekkert
tengslanet í Svíþjóð, þannig að það
er erfiðara að redda öllu. Maður
getur ekki hringt í Kalla frænda og
beðið hann um að redda einhverju
fyrir sig.
Svo er vinnulöggjöfin mun erf-
iðari þar. Ef maður ræður starfsfólk
að þá er ekkert hægt að segja þeim
upp. Manni finnst það kerfi svolítið
skrítið. Ef maður er með starfs-
mann að þá er sama hvað hann er
lélegur að hann getur hangið á
starfinu það sem eftir er nema mað-
ur borgi honum einhverjar himinhá-
ar upphæðir til að hætta. Maður
áttar sig ekki alveg á því hverjum
þetta kerfi á að hjálpa. Ekki hjálpar
það ungu fólki, það er víst. Það er
reyndar sex mánaða prufutímabil
og maður sér að sum fyrirtæki mis-
nota það og gera allt til að komast
undan því að fastráða fólk. Ég þekki
stelpu sem vinnur hjá Ericson og
hún segir að ekkert af unga fólkinu í
kringum hana fái neina fastráðn-
ingu. Eldra fólkið sem sé komið með
fastráðningu er síðan í rúma tvo
tíma í mat og er öruggt með sig.“
Þeir félagarnir eru núna komnir
með fjóra Serrano veitingastaði í
Stokkhólmi og aðspurður hvers-
vegna þeim gangi svona vel, hvort
þeir hafi verið heppnir með stað-
setningu eða hvort hugmyndin hafi
hitt í mark hallast hann frekar að
því að það hafi verið hugmyndin.
„Það er erfitt að koma sér fyrir á
besta stað í bænum þegar maður er
nýr á markaðnum. Við byrjuðum á
mjög slökum stað en staðsetning-
arnar okkar hafa batnað með tím-
anum. Við höfum fengið virt verð-
laun, svokölluð Arla Guldko
verðlaunin, þar sem staðurinn okk-
ar var valinn besti skyndibitinn. En
við erum enn lítið þekkt konsept.
En það sem skiptir máli er að við
spyrjumst vel út og fasteignafyr-
irtæki hafa núna mjög oft samband
við okkur þegar þeir eru með versl-
unarkjarna í byggingu og þess hátt-
ar. Þeir vilja fá okkur til sín.
Ef þú ætlar að fá góða staðsetn-
ingu þarftu að kaupa upp gamlan
stað og þá eru það gríðarlegar upp-
hæðir sem menn vilja fá fyrir stað-
inn. Þess vegna höfum við frekar
einbeitt okkur að því að vera í ný-
byggingum.“
Morgunblaðið/Ómar
Félagarnir Með fjóra veitingastaði í Stokkhólmi og eru að hugsa um að auka við sig þar.
Eftirspurn eftir
hollari skyndibita
Með sjö veitingastaði á Íslandi og fjóra í Svíþjóð
Þegar þeir Einar Örn og Emil voru
að byrja með fyrsta Serrano-
veitingastaðinn í Stokkhólmi gekk
þeim ekki vel og því fengu þeir til
sín reynslumikinn sænskan kokk
að nafni Alex Sehlsted sem meðal
annars hefur stýrt eldhúsi á Mic-
helin-veitingastað. Sehlsted yf-
irfór réttina og lagfærði með góð-
um árangri fyrir söluna. Í
samræðum við hann kviknaði hug-
mynd að nýjum veitingastað sem
myndi einbeita sér að asískum
mat. Nýlega hrintu þeir hugmynd-
inni í framkvæmd og opnuðu stað-
inn Nam á N1-bensínstöðinni á
Bíldshöfða.
Hugmyndin er af svipuðum toga
og sú sem var grunnurinn að Serr-
ano-stöðvunum. Fólk velur sér
sjálft í réttinn og boðið er upp á
hollustu. „Við sáum ákveðna glufu
á markaðnum í asískum réttum,“
segir Einar Örn. „Asískir staðir
hafa verið svolítið einhæfir, flestir
með áherslu á taílenska mat-
argerð. Við ákváðum að hafa okkar
stað undir miklum kínverskum og
víetnömskum áhrifum. Ef vel
gengur með þennan stað munum
við opna fleiri slíka og þá líklega í
öðru umhverfi en á bensínstöð.“
Frá Serrano til Nam
NÝR VEITINGASTAÐUR