Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 43
DAGBÓK 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VISSI ÞAÐ ÆI NEI ÞAÐ ER POSTULÍNS- DÚKKUSÝNING Í DAG DRÍFUM OKKUR! ÉG SÆKI KÁPUNA MÍNA ÞÚ VERÐUR AÐ STOPPA MIG ÞEGAR ÉG GERI SVONA ÉG BIÐ AÐ HEILSA DÚKKUNUM HANN ER AÐ BIÐJA MIG AÐ „ADDA” SÉR SEM VINI OJBARASTA EF ÞÚ SENDIR MÉR AFSAL AF GÓÐRI SUMARBÚSTAÐARLÓÐ ÞÁ ER ÞAÐ ANNAÐ MÁL *SNIFF* ÞÓ ÞÚ HAFIR SKEMMT BLÖÐINMÍN ÞÁ HEFÐI ÉG EKKI ÁTT AÐ MISSA STJÓRN Á SKAPI MÍNU GETUM VIÐ EKKI BARA SEST NIÐUR OG SPJALLAÐ SAMAN EINS OG FULLORÐIÐ FÓLK? TALAÐU VIÐ HURÐINA ÞETTA ER EKKI GOTT HANN SKAUT SUNDUR VEFINN MINN, EN ÉG Á MEIRA TIL! HVAÐ KOM FYRIR HANN? HANN ER AÐ REYNA AÐ DREPA MIG TÍMI KOMINN TIL AÐ TAKA HARÐAR Á HONUM ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ ÞÚ SKULIR REYNA AÐ MÚTA RÍKISSTARFSMANNI MEÐ PYNGJU AF GULLI! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Þegar heimspekingar eru spurðir,hver sé tilgangur lífsins, svara þeir flestir með skírskotun til full- komnunarkenningar þeirra, sem gríski spekingurinn Aristóteles setti einna fyrstur fram. Menn eiga að full- komna sjálfa sig, sækja á brattann, þroska hæfileika sína, ekki leita að- eins fullnægingar efnislegra þarfa. Þeir vitna iðulega í John Stuart Mill, sem skrifaði í Nytjastefnunni (1861): „Betra er að vera vansæll maður en sælt svín, og betra er að vera óánægður Sókrates en ánægður heimskingi.“ Sigurður Nordal, prófessor í nor- rænum fræðum, talaði í svipuðum anda í frægum fyrirlestrum um ein- lyndi og marglyndi, sem hann flutti í Reykjavík veturinn 1918-1919. „Hamingjan er oft ekkert annað en merki þess, að vér séum að vaxa, og vér tökum sársauka, sem þroskar, fram yfir gleði, sem ekkert skilur eft- ir.“ Enn sagði Sigurður: „Persónu- legur þroski er fyrsta og sjálfsagð- asta skylda hvers einstaklings. Tilveran stefnir öll í þessa átt, en þar sem þroskinn er jurtum og dýrum ósjálfráður, er hann manninum sjálf- ráður að miklu leyti, og því sjálfráðari sem um hærri tegundir hans er að ræða.“ Páll Skúlason prófessor fylgdi sömu leiðarstjörnu á ráðstefnu Bandalags háskólamanna um menntun í októ- berlok 1977: „Með þroska á ég einfald- lega við vöxt eða fullkomnun þeirra eiginleika, sem eru mönnum eðl- islægir. Að menntast er þá að verða meira maður – ekki meiri maður – í þeim skilningi, að þær gáfur eða eig- inleikar, sem gera manninn mennsk- an, fái notið sín, vaxi og dafni eðlilega.“ Sjálfur er ég sammála þessum ágætu spekingum. Vel er mælt. En vandinn er jafnan að vita, hvað mað- urinn á að rækta í eigin eðli, hvaða eig- inleika honum ber að þroska betur með sér. Á þetta benti danski heim- spekingurinn Søren Kierkegaard á gamansaman hátt í bókinni Enten- Eller (1843): „Það að vera fullkomin manneskja er æðra en allt annað. Nú er ég kominn með líkþorn, það er þó alltaf í áttina.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Fullkomnunarkenningin og líkþornið Áhverjum jólum rifja ég upp jóla-vísu Jóns Þorsteinssonar á Arn- arvatni: Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit og hjarðsveinn á aldri vænum. – Í hverri einustu Íslands sveit og afkima fram með sænum nú stendur hún jólastundin há með stjörnuna yfir bænum. Eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson eru tvær ferhendur, sem hann kallar „Jólin. (Brot).“: Nú eru jólin að nálgast, notar þau hver sem má, barnið við gjöfunum brosir, batnar og ellinni þá.. Helg eru jólin þar heima, sem hreiður mitt áður ég bjó, en eins og hver annar ungi með aldrinum burtu ég fló. Jólaósk Hannesar Blöndals var ort árið 1886. Hún lýsir vel þeim hlýja hug sem okkur er eiginlegt að bera hvert til annars á jólum: Gleðileg jól þér gefi drottins náð, minn góði vinur, og í lengd og bráð þér gleði öll og farsæld falli í skaut og fylgi þér á ævi þinnar braut. Stephan G. Stephansson sendi Jóni frá Sleðbrjót þessa stöku 1922: Jólaeldur innri þinn út yfir kveld þitt logi! Skuggaveldin aldrei inn að þér heldur vogi. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi sendi þessa jólakveðju í bréfi: Unaðsgeisli frá uppheima sól í anda þér brosfagur glói, svo veturinn lífsins, hann verði þér jól, þótt veraldar haglélum snjói; hún skíni æ hærra í hjartanu þér, uns himneska vorið þú ljómandi sér. Björg Jónsdóttir, lengi á Brúnum undir Eyjafjöllum og síðar á Ásólfs- skála, orti Jólavísu: Í húsi mínu er hlýtt og rótt, það húmar og líður á daginn. Á kerti mínu ég kveiki hljótt, því komin er heilög jólanótt, og býð þér, Jesú, í bæinn. Jólakvöldið 1918 hafði Jón S. Berg- mann ekki annað gesta en kött einn: Þótt mér bregðist hyllin hlý, hæfir síst að kvarta, meðan ég á ítök í einu kattarhjarta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nú stendur hún jólastundin há Heimspeki húsmæðra Andlegu bækurnar og guðfræðiritin í her- bergi mínu skipta hundruðum. Þetta eru bækur, sem ég hef viðað að mér í gegnum árin til að hjálpa mér að leysa lífsgátuna miklu. Ég hef eytt hátt í fjörutíu árum í þessa leit, sem engan raun- verulegan árangur hef- ur borið þótt sum af þessum heimspeki- og trúarritningum hafi ég lesið oftar enn einu sinni og bætt við nýjum reglulega frá hinum ýmsu heimshlutum. Móðir mín er ekki eins mikið fyrir bókina. En hún hefur sinnt húsmóðurhlutverk- inu með mikilli prýði í gegnum ára- tugi á meðan ég hef legið í bókum og eytt tíma mínum, sem hefði verið hægt að nota við praktískari iðju. En loksins hefur mér skilist hver sönn heimspeki og trúrækni er, þótt hún móðir mín hafi öðlast þær á annan hátt en með lestri bóka. Ég sé að sanna heimspeki og trúrækni er að finna í hjörtum ósérhlífinna mæðra, sem hugsa vel um heimili sitt og börn- in sín og kunna að baka góðar pönnukökur og kleinur með kaffinu. Ef til vill er móðurástin og umhyggjan sú heim- speki, sem kemur að hve bestu gagni á lífs- leiðinni og er það vega- nesti, sem kennir okk- ur að lifa í sátt og samlyndi við aðra menn. Það er nefnilega göfug heim- speki og trúrækni að borða gómsætar pönnukökur í ró og næði með vinum sínum. Það gerir enginn neitt illt af sér á meðan. Einar Ingvi Magnússon. Velvakandi Ást er… … að finnast þú elskuð og metin að verðleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.