Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Ómar Gleðileg jól Börnin fara að hlakka til Bræðurnir Hákon og Hinrik Dagur Gunnarssynir slá taktfasta tóna í tilefni þess að jólin eru í þann mund að ganga í garð. L A U G A R D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  302. tölublað  99. árgangur  www.jolamjolk.is SKYRGÁMUR OG BJÚGNAKRÆKIR Á VAPPI MUGISON Í MÁLI OG MYNDUM UNDARLEGT AÐ VINNA JÓLA- PLÖTU AÐ SUMRI SUNNUDAGSMOGGINN JÓLAPLATA KK OG ELLENAR 48ENDURNAR VILJA EKKI SKYR 10 Anna Lilja Þórisdóttir Börkur Gunnarsson Íslenskt athafnafólk hefur náð ár- angri í rekstri á ýmsum sviðum erlendis. Nefna má fiskverslanir í Kaupmannahöfn og nágrenni og í Stokkhólmi reka Íslendingar fjóra skyndibitastaði. Systkinin Vigdís og Björgvin Finnsbörn reka keðju fiskverslana á Kaupmannahafnarsvæðinu undir nafninu Boutique Fisk. Fyrsta verslun þeirra var opnuð í jan- úarmánuði 2007 og síðan hafa þrjár verslanir verið opnaðar til viðbótar og um tuttugu manns ráðnir til vinnu. Ein verslananna er til húsa í Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg og hinar þrjár í matvöruverslunum Super Best víðsvegar um borgina. Úrvalið verður að teljast til fyrirmyndar, í boði eru ýmsar ferskar fiskafurðir á borð við rauðsprettu og lax en einnig eru réttir á borð við fiski- salat og tapas-rétti á boðstólum. Æskuvinirnir Einar Örn Ein- arsson og Emil Lárusson, stofn- endur Serrano á Íslandi, hafa nú opnað fjóra veitingastaði í Stokk- hólmi, höfuðborg Svíþjóðar, til við- bótar við sex Serrano-staði hér á landi. Fyrsti veitingastaður þeirra í Stokkhólmi var stofnaður árið 2009. Hasla sér völl í sölu á fiski og skyndibitum  Hafa náð árangri í rekstri á ýmsum sviðum erlendis Gæði og fjölbreytni » Boutique Fisk fiskversl- anirnar leggja mikla áherslu á gæði matvörunnar og fjöl- breytni í úrvali. » Stofnendur Serrano útiloka ekki að þeir opni fleiri veit- ingastaði. MHollusta erlendis »22, 24  Veðurstofan spáir slæmu veðri um allt land í dag, aðfangadag. Veður verður slæmt í öllum lands- hlutum á mismunandi tímum í dag. Sunnan til er spáð úrkomu og talsverðu hvassviðri undir morgun og fram yfir hádegi má búast við hvassri norðanátt á Vestfjörðum með snjókomu. Á austurhluta landsins er spáð NV stormi með snjókomu seinnipart dags og geta vindhviður farið yfir 40 m/s undir kvöld. Á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, verður náið fylgst með frétt- um af veðri og færð fram eftir degi. Morgunblaðið/RAX Óveður Varað er við slæmu veðri í dag. Vonskuveðri spáð um allt landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.