Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 kg 25 SEK 2 4 6 Bláar fallegar kúlur sem skjótast upp og springa. Niður fellur rautt regn með brestum og silfurlituðum stjörnum. Mögnuð kaka. 2 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Ég hjóla alltaf í vinnuna, en það er erfitt núna í snjónum,“ segir Petrún Björg Jónsdóttir, íþróttakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, sem þessa dagana fer á gönguskíðum til vinnu sinnar frá Reykjavík. „Ég er tæpan klukkutíma á leiðinni.“ Petrína er Austfirðingur og segist ferðast á þennan hátt þar. Hún segir snjóleysi í Reykjavík hamla því að hún geti nýtt sér þennan ferðamáta eins oft og hún vildi. annalilja@mbl.is Erfitt að hjóla í snjónum – tekur fram skíðin Morgunblaðið/Sigurgeir S Íþróttakennari fer á gönguskíðunum til vinnu sinnar frá Reykjavík til Garðabæjar Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Það er kraftaverki líkast að lands- liðsskíðakonan unga Fanney Guð- mundsdóttir skuli hafa lifað af skíða- slys sem hún lenti í á aðfangadag, að sögn föður hennar, Guðmundar Ás- geirs Björnssonar. Aðgerð sem hún gekkst undir á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló í gær gekk vonum framar. „Það gekk bara ótrúlega vel. Hún á reyndar eftir að fara í röntgen- myndir til að skoða festingar og ann- að en ég talaði við báða skurðlækn- ana sem gerðu aðgerðina og þetta gekk alveg lygilega vel. Maður er bara fullur bjartsýni,“ segir hann. Þrír hálsliðir og tveir hryggjarlið- ir brotnuðu í Fanneyju þegar hún missti undan sér skíðin og flaug á tré í brekku í Geilo þar sem hún stundar nám við skíðamenntaskóla. Auk þess hlaut hún rifbeinsbrot, handarbrot og marðist á lungum. Þegar aðstoðarþjálfari kom að henni strax eftir slysið var hún með- vitundarlaus og andaði ekki. Hún var með hjálm sem mölbrotnaði við höggið og hefur hann að öllum lík- indum bjargað lífi hennar. Var alveg lömuð fyrst Faðir hennar þakkar skjótum og réttum viðbrögðum þjálfarans að ekki fór verr. Hann hafi líklega bjargað henni frá varanlegum heila- skaða með því að koma henni í læsta hliðarlegu. Þyrla var kölluð á slys- staðinn og flaug með hana á Ullevål- sjúkrahúsið í Osló þar sem hún ligg- ur nú. Fyrst eftir slysið var Fanney al- veg lömuð fyrir neðan háls því það blæddi inn á mænuna eftir höggið. Um klukkustund eftir slysið fór hún hins vegar að geta hreyft tærnar og segir faðir hennar að þróunin hafi verið jákvæð hingað til. „Það er náttúrlega kraftaverk að hún skuli hafa lifað þetta af og ef hún kemur út úr þessu ólömuð er það al- veg ótrúlegt. Stelpan er í góðu standi og við erum vongóð um að hún verði sjálfbjarga aftur,“ segir hann. Fanney þarf að vera með háls- kraga í þrjá mánuði auk þess sem hún mun gangast undir langa end- urhæfingu sem hefst strax í dag. „Hún er ótrúlega sterk. Hún hefur sýnt gríðarlegan dugnað, því það fylgja þessu ótrúlegir verkir,“ segir faðir Fanneyjar. Heppin að sleppa lifandi  Ung íslensk skíðakona var lömuð fyrir neðan háls fyrst eftir skíðaslys í Noregi  Gekkst undir vel heppnaða aðgerð á hálsi í gær og hefur endurhæfingu í dag Skíðakona Fanney Guðmunds- dóttir er við nám í Geilo í Noregi. Töluverð fjölgun hefur orðið á umsóknum um skólavist í leiklistardeild Listaháskóla Íslands en umsóknarfrestur rann út 9. desember sl. Þá höfðu 173 umsóknir borist deildinni en þær voru 163 árið 2010, síðast þegar inntöku- próf voru þreytt um nám í leiklistardeild. Sérskipuð inn- tökunefnd hefur það hlutverk að velja 8-10 einstaklinga úr hópi umsækjenda sem síðan er boðin skólavist og ljóst að hún á mikið verk fyrir höndum á næstu vikum en nið- urstöður munu liggja fyrir í lok janúar. Steinunn Knútsdóttir, deildarstjóri leiklistar í LHÍ, segir erfitt að gera nákvæma grein fyrir því hvað veldur aukinni aðsókn. Skýringin gæti þó legið í breytingu á fyr- irkomulagi inntöku í deildina, en nemendur eru nú teknir inn annað hvert ár í stað hvers árs eins og áður tíðkaðist. Sama fyrirkomulag er á inntöku í fræði og framkvæmd og dansdeild. Frekari breytingar verða gerðar á náminu á næsta ári, en það verður þá stytt úr fjórum árum í þrjú með afnámi Nemendaleikhúss Listaháskólans sem hingað til hefur sett upp leikverk á fjórða ári. Í framhaldi af því verður svo boðið upp á meistaranám á sama sviði. Steinunn segir mikla áherslu lagða á alhliða þjálfun nemenda ásamt per- sónulegri leiðsögn sem miði að því að þeir öðlist sjálf- stæði í sköpun sinni. gudrunsoley@mbl.is Fleiri vilja í leiklistarnám Morgunblaðið/Sigurgeir S. Aðsókn Alls 173 sóttu um nám við leiklistardeild Lista- háskólans í ár, sem er talsverð aukning frá árinu áður.  Átta til tíu valdir úr hópi 173 umsækjenda um námið „Þetta er mjög spennandi verkefni en ég ætla ekki að tjá mig mikið um þetta í bili, þetta bar nokkuð brátt að,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa- Fjarðaáls, sem tekur við sem for- stjóri Alcoa í Evr- ópu með aðsetur í Genf 1. janúar næstkomandi. Fram kemur í samtali Morg- unblaðsins við eiginkonu hans, Ólöfu Nordal, alþingismann og vara- formann Sjálfstæðisflokksins, að hún muni búa hér áfram með börn þeirra sem eru í skóla. „En ég er mjög stolt af honum,“ segir Ólöf. Tómas Már mun hafa með höndum yfirstjórn álframleiðslusviðs Alcoa í álfunni. Starfsfólki Fjarðaáls, um 480 manns, var tilkynnt um breytinguna í gær en skýrt verður frá því síðar hver taki við eystra. „Tómas Már tekur við stöðunni af Marcosi Ramos sem var nýlega ráð- inn forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) Alcoa í löndum Suður-Ameríku og í Karíbahafi. Tómas mun bera ábyrgð á samræmingu aðgerða allra starfs- stöðva Alcoa í Evrópu, sem eru um fimmtíu talsins. Sem forstjóri álfram- leiðslusviðs (GPP) í Evrópu mun Tómas jafnframt bera ábyrgð á rekstri álvera Alcoa á Íslandi, Ítalíu, Spáni og í Noregi, auk súrálsverk- smiðju Alcoa á Spáni,“ segir m.a. í fréttatilkynningu Alcoa í gær. Mikið verður um ferðalög Reyðarál er þriðja stærsta ál- bræðsla Alcoa sem er meðal öfl- ugustu fyrirtækja á sínu sviði í heim- inum. Álverið á Reyðarfirði tók til starfa 2007. Stöðvar Alcoa í Evrópu eru í 13 löndum með hátt í 20 þúsund starfsmenn, Tómas Már segist því munu þurfa að ferðast mikið milli landa. Einn Íslendingur starfar þeg- ar hjá móðurfélaginu í Evrópu, hann vinnur reyndar frá Reykjavík. Tómas Már segir að eftir að um- svifin hófust hér hafi margir Íslend- ingar fengið störf hjá Alcoa víða um heim, í Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu og víðar. Þetta sýni að ráðamenn fyr- irtækisins meini það sem þeir segi þegar þeir lýsa vilja til að fólk fái að vaxa innan fyrirtækisins. kjon@mbl.is Tómas yfir Alcoa í Evrópu Tómas Már Sigurðsson  Ólöf Nordal mun búa áfram á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.