Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísérkennilegriviðveru íKastljósi á dögunum sýndi Össur Skarphéð- insson rétt einu sinni á spil Sam- fylkingarinnar. Það voru mikil roð. Samfylkingin hefur lengi agnúast út í þá atvinnuvegi þjóðarinnar, sem lengst hafa lifað með henni og verið hvað þarfastir, sjávarútveg og land- búnað. Mikið hefur verið fyrir því haft að stimpla landbún- aðinn sem ölmusugrein al- mennings, vegna þess að stjórnvöld hafa lengst af viljað tryggja að niðurgreidd fjölda- framleiðsla utanlands gengi ekki af innlendri framleiðslu dauðri. Gerðist það verður ekki aftur snúið. Engin þjóð vill verða ófær um að sjá um grunnframleiðslu af slíku tagi og verða algjörlega öðrum háð. En nú er reynt að halda þeirri fullyrðingu á lofti að „ölmusan“ frá ESB til íslensks landbúnaðar yrði jafnvel enn ríkulegri en sú innlenda, sem svo hart og ákaft hefur áður verið fordæmd. Komi „ölmusan“ frá Brussel virðist eðli hennar breytast. Jafnvel þótt það sé svo að Ís- land myndi auðvitað borga öll slík framlög sjálft og með þeim að auki. En svo voru það ummælin um sjávarútvegs- málin í Kastljósinu. Frumvarpi Jóns Bjarnason- ar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða, sem lagt var fram sl. vor, mætti að sögn Össurar Skarphéðinssonar helst líkja við meiriháttar „bíl- slys“. Og svo bætti hann því við að enda hefði hann ekki lagt þetta laga- frumvarp fram. Þessi ummæli voru í senn röng og einkar ómerki- leg og ódrengileg. Hið umrædda frumvarp var stjórnarfrum- varp, afgreitt í ríkisstjórn og lagt fram sem stjórnarfrum- varp og þar með á ábyrgð rík- isstjórnarinnar allrar. Undan því getur enginn ráðherra vik- ið sér, hversu mikill loddari sem hann vill sýnast í augum þjóðar sinnar. En það var ekki eingöngu svo að þetta tiltekna frumvarp lyti sömu lögum og önnur stjórnarfrumvörp. Það hafði nefnilega mun ríkari stöðu en þau flest. Það var lagt fram vegna þess að um slíkt hafði verið samið í stjórn- arsáttmála. En það sem meira var, að í greinargerð frum- varpsins var sérstaklega und- irstrikað að það hefði verið unnið „undir formerkjum mjög viðamikils samráðs milli stjórnarflokkanna. Að því samráði komu sex stjórn- arþingmenn allt frá því í nóv- ember 2010, ásamt fjórum ráð- herrum sem að málum komu á seinni stigum“. Á þetta benti Óli Björn Kárason m.a. í grein í Þjóð- málum nýlega. Ummæli ráð- herrans úr stjórnarliðinu í kastljósþætti sínum voru því ekki aðeins ódrengileg, heldur beinlínis sett fram til að draga upp ranga mynd af aðdrag- anda hins mikilvæga máls, sem setti allt í uppnám í at- vinnugreininni. Fólkið í landinu er orðið ýmsu vant en þarna var jafn- vel lengra gengið en áður hef- ur sést. Maðurinn sem for- dæmdi „bílslysið“ sat við stýrið með hinum} „Slys“ eða ósvífni? Þeir eru ekkimargir Ís- lendingarnir sem hlotið hafa ámóta viðurkenningu fyrir störf sín og Tómas Már Sigurðsson, for- stjóri Alcoa-Fjarðaáls. Í gær var greint frá því að hann muni í byrjun næsta árs taka við sem forstjóri Alcoa í Evr- ópu og jafnframt hafa með höndum yfirstjórn álfram- leiðslusviðs fyrirtækisins í álfunni. Alcoa er gamalgróið fyr- irtæki og er í hópi stærstu og öflugustu fyrirtækja ver- aldar með starfsemi víða um heim og tugþúsundir starfs- manna. Þegar Íslendingi er falin slík ábyrgðarstaða í þess háttar fyrirtæki hlýtur það að vekja athygli. Um leið ætti viðurkenning af þessu tagi að vera öðrum hvatning, ekki síst ungu fólki sem er að afla sér menntunar eða reynslu á vinnumarkaði. Tækifærin eru víða í þeim al- þjóðlega heimi sem við hrær- umst í og þau getur verið að finna bæði innan og utan landsteinanna, hjá inn- lendum fyrirtækjum eða er- lendum. Ísland mun alltaf njóta þess, hvort sem er beint eða óbeint, ef Íslendingum geng- ur vel. Þetta á við um alþjóð- legan heim viðskiptanna sem önnur svið mannlífsins. Þess vegna er rík ástæða til að fagna því þegar Íslendingur nær slíkum árangri. Það er ánægjuefni þegar Íslendingar ná langt á sínu sviði} Mikilvæg viðurkenning Í dag er níundi dagurinn af 10 daga yf- irlýstu sorgartímabili í Norður-Kóreu vegna fráfalls einræðisherrans Kims Jong-ils. Útförin fer jafnframt fram í dag og má því gera ráð fyrir að sorg- artímabilið nái ákveðnu hámarki, sé það yf- irleitt mögulegt. Að því gefnu að þeir hlýði fyrirskipunum munu íbúar Norður-Kóreu fyr- ir lok dagsins hafa lagt leið sína 27 sinnum á opinbera staði til að sýna harm sinn í verki. Eins og fleiri datt ég í hömlulausa neyslu á því sem kalla mætti Norður-Kóreu-klám fyrir Vesturlandabúann, dagana eftir dauða Kims Jong-ils, og tilnefni hér með myndskeiðin af harmkvælunum á götum Pyongyang sem óhugnanlegasta fréttaefni ársins. Hvorki flóð- bylgjunni í Japan né hungursneyðinni í Sóm- alíu tókst að vekja hjá mér jafnmikinn hroll og vanlíðan og þessi tryllingslegu viðbrögð norðurkóresku þjóðarinnar við dauða kúgara síns. Helst er það upp- takan af síðustu mínútunum í lífi Múammars Gaddafis, blóðugs og yfirbugaðs, sem komst nálægt því. Fjölmiðlar um allan heim hafa reynt að ráða í hegðun Norður-Kóreubúa síðustu daga, en það er erfitt að skilja hvað býr að baki. Sjálf er ég búin að rýna í myndskeiðin, í andlit fólksins, augnaráð þess, í leit að einhverju raun- verulegu á bak við látalætin. Vísbendingarnar eru marg- ar þótt ómögulegt sé að fullyrða hvað þær þýða. Í einum rammanum er miðaldra maður í forgrunni á fjórum fót- um, að því er virðist yfirkominn af sorg. Í bakgrunni sjást hins vegar tveir tvístígandi unglingsstrákar, sem virðast ekki vita hvern- ig þeir eiga að haga sér, en krjúpa svo á knén og hylja andlitið innan um aðra syrgjendur. Á öðrum stað er þysjað inn á konu sem gefur frá sér eintóna væl, hálffelur sig í úlpunni en augun hvarfla flóttalega til hliðanna – og framan í myndavélina sem fylgist með. Full- orðnir menn sem berja í skrifborðin sín, grát- andi þurrum tárum. Ef maður tekur hljóðið af gætu þeir allt eins verið að hlæja. Manni virðist augljóst að þetta sé allt saman tilgerð. Lögboðinn hópgrátur. Tilfinningarnar eru hins vegar sennilega flóknari en svo að hægt sé að afgreiða þær annaðhvort sem leik eða afleiðingar heilaþvottar. Óöryggi, uppnám, ótti og óreiða, jafnvel ör- vænting. Sennilega upplifir fólkið sem við sjáum á skján- um allt þetta. Múgæsing er ógnvænlegri en nokkrar náttúruhamfarir, en að sama skapi vaknar forvitnin, sem jaðrar við að vera pervers. Það er næstum því jafn heillandi og það er truflandi að sjá svona skýra birting- armynd þess hvernig hægt er að kúga heilt milljóna- samfélag til undirgefni og fylgispektar. Stóra spurningin sem eftir situr er hvort maður sjálfur myndi bregðast við með sama hætti í þessum aðstæðum. Svarið hlýtur að vera já, því þrátt fyrir allt er þetta fólk alveg eins og við. una@mbl.is Una Sig- hvatsdóttir Pistill Kóresk krókódílatár STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Allmörg loðnuskip halda tilleitar og veiða strax eftiráramót. Þá heldur rann-sóknaskipið Árni Frið- riksson til mælinga á loðnustofn- inum 3. janúar. Jafnframt er stefnt að því að veiðiskipin fari skipulega yfir svæðið og miðli upplýsingum um hvar loðnuna er að finna. Þannig getur rannsóknaskipið einbeitt sér að mælingum þar sem loðnan er, í stað þess að eyða tíma í leit á stóru hafsvæði. Skipulag samvinnu Haf- rannsóknastofnunar og útgerðar- manna verður nánar útfært á föstu- dag. Rannsóknir töfðust um tvo mán- uði í haust vegna verkfalls á rann- sóknaskipunum og síðan torvelduðu hafís og veður rannsóknir þegar far- ið var af stað í byrjun desember. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsókna- stofnunar, segir að vissulega sé tals- verð óvissa um stærð loðnustofnsins. Bæði fullorðin loðna sem og yngri aldurshópar hafi síðan um aldamót haldið sig norðar og vestar en áður vegna hlýnunar sjávar. Þegar sé komið fram í desember sé erfitt að ná marktækum mælingum vegna hafíss á þeim slóðum sem loðnan heldur sig. Miðað við mælingar á ungloðnu haustið 2010 má telja líklegt að að- eins hafi náðst að mæla hluta stofns- ins núna í desember. „Magn kyn- þroska loðnu var miklu minna en búast hefði mátt við eftir ungloðnu- mælingar haustið 2010,“ segir um þetta í frétt stofnunarinnar fyrir jól. Sjávarútvegsráðherra gaf í sept- ember út upphafsheimild til ís- lenskra loðnuveiðiskipa til að veiða 181.269 lestir af loðnu á vertíðinni. Að loknum leiðangrinum nú í janúar leggur Hafrannsóknastofnun til aflamark fyrir yfirstandandi vertíð. Óvissa með ungloðnu Ef aðstæður leyfa verður einnig reynt að mæla magn ungloðnu í leið- angrinum í janúar, það er loðnu frá vorinu 2010 sem verður uppistaðan í veiðinni vertíðina 2011/12. Lítið mældist af henni í leiðangrinum í desember og var fjöldi ungloðnu svipaður og í lélegu árunum frá 2004-2009 og aðeins um 10% af því sem mældist haustið 2010, að því er segir í frétt frá Hafrannsóknastofn- un. Á grundvelli þessara mælinga reyndist ekki unnt að mæla með upphafsaflamarki haustið 2012. „Í fyrrahaust voru ungloðnumæl- ingarnar gerðar á tímabilinu 24. september til 11. október eða um tveimur mánuðum fyrr. Þá var hluti ungloðnunnar á því svæði sem unnt var að kanna nú en langmest af loðnunni, bæði ungloðnu og eldri loðnu, var á grænlenska land- grunninu og norður með Austur- Grænlandi allt norður fyrir Scores- bysund (71° n.br.), eða á svæði sem ekki var unnt að kanna núna vegna íss. Ekki verður fullyrt um hvort dreifing loðnunnar er með sama hætti og í fyrra en ef það er raunin var stærstur hluti loðnustofnsins ut- an rannsóknasvæðisins í ár,“ segir í fréttinni. Það kann að vera vandkvæðum bundið að mæla ungloðnuna eftir áramót þó hún hafi þá skilið sig frá veiðistofninum. Að líkindum verður umtalsverður hluti hennar undir ís fram undir vor þegar fæðuskil- yrði batna í sjónum. Þegar líður fram á vorið breytir hún um atferli og flytur sig upp undir yfirborð sjávar og þá er hún illmælanleg þar sem dýptarmælar ná mjög illa til fisks sem heldur sig við yfirborð. Loðnuleit í samvinnu veiðiskipa og Hafró Morgunblaðið/Ómar Vertíð Haustið var erfitt vegna veðurs og hafíss og aðeins hafa veiðst um 8.400 tonn af loðnu frá 1. október. Vonir eru bundnar við góða veiði í vetur. „Það er í raun engin ástæða til annars en bjartsýni,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, um loðnu- vertíðina framundan. „Haustið var mjög erfitt vegna veðurs og hafíss og veiðin var því lítil þrátt fyrir talsvert úthald. Eigi að síður erum við miklu slak- ari fyrir þessa vertíð heldur en flestar aðrar undanfarin ár. Vísbendingar eru um að vertíðin geti orðið góð og nú er verkefnið að finna þessa loðnu, mæla hana, veiða og vinna. Árgangurinn frá 2009 mun bera uppi veiðina í vetur og merkin sem við höfum sýna að hann á að vera sterk- ur. Ef hann skilar sér eins og framreikningar frá ungloðnumæling- unni í fyrrahaust gefa vonir um þá getur kvóti Ís- lands orðið yfir 500 þúsund tonn.“ Bjartsýnir á vertíðina VONIR UM 500 ÞÚS. TONN Þorsteinn Sigurðsson Friðrik J. Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.