Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi Miðvikudagur 28. des. kl. 11.00 - 18.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 20.00 Fimmtudagur 29. des. kl. 11.00 - 19.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 20.00 Föstudagur 30. des. kl. 11.00 - 20.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 20.00 Laugardagur 31. des. kl. 10.00 - 13.00 Sunnudagur 1. jan. Lokað Mánudagur 2. jan. Lokað vegna talningar Opið eftir talningu í eftirtöldum Vínbúðum: Skeifan kl. 16.00 - 20.00 Austurstræti, Borgartún, Mosfellsbær, Stekkjarbakki, Akureyri, Selfoss og Reykjanesbær kl. 16.00 - 18.00 E N N E M M /S ÍA /N M 49 00 0 Mikil mildi þótti að rúmlega eins árs barni skyldi ekki takast að setja upp í sig ró sem það náði af barna- vagni sem það lá í, en atvikið átti sér stað hjá dagmóður. Í tilkynningu frá Herdísi L. Stor- gaard, verkefnastjóra Árvekni – slysavarna barna og unglinga, seg- ir að atvikið hafi verið tilkynnt Neytendastofu. Sjálf telur Herdís að frágangur á rónni sé ekki full- nægjandi. Bendir hún foreldrum og forráðamönnum barna á þessa hættu meðan málið er grandskoðað af hálfu Neytendastofu. Biður hún um að þess sé gætt að allar rær á barnavögnum, kerrum eða öðrum búnaði sem er notaður fyrir börn séu hertar. Morgunblaðið/Golli Barnavagn Lausar rær eru varasamar. Varasamar rær Grunnskólanemum með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu gefst nú kostur á að kaupa nemakort Strætó bs. en hingað til hafa þau einungis verið í boði fyrir nema á framhalds- og háskólastigi. Nemakortið verður persónukort, sem nemar á aldrinum 6-18 ára fá keypt með staðfestingu á aldri sam- kvæmt þjóðskrá. Nemar 18 ára og eldri geta líkt og fyrr keypt sín kort samkvæmt staðfestingu á skólavist frá viðkomandi skóla. Sala á nemakortunum hefst 27. desember á www.strætó.is. Þau taka gildi 1. janúar 2012 og gilda til 31. maí. Aðeins verður hægt að greiða fyrir kortið með kreditkorti. Nemakortið kostar 15.000 kr. fyrir önnina og verður sent heim til þeirra sem það kaupa. Grunnskólanemar fá nemakort í Strætó Náttúruverndarsamtök Suðvest- urlands fagna nýlegri ákvörðun Grindavíkurbæjar um stofnun jarð- minjagarðs, eða Geopark, á Reykja- nesi. Þau telja að slík ráðstöfun sé vel til þess fallin að auka almenna vit- und um mikilvægi náttúruverndar á svæðinu. „Verði rétt á málum haldið getur slíkur garður auðveld- lega skapað fjölda starfa og tæki- færa í ferðaþjónustu enda liggur Reykjanesskaginn vel við slíku.“ Fagna jarðminja- garði á Reykjanesi Byrjað verður að taka á móti efni í áramótabrennur Reykjavíkur í dag og verða þær á sömu stöð- um og í fyrra. Í tilkynningu frá borginni segir að vel sé fylgst með því hvað fari á brennurnar og eru um það skýrar reglur hvað má fara í bálkestina. Best sé að fá hreint timbur á brennurnar en plast, gúmmí og unnið timbur á ekki erindi á köstinn. Starfsmenn hverfastöðvanna verða á vettvangi og leiðbeina þeim sem koma með efni. Hætt verður að taka á móti efni þegar brennurnar eru orðnar hæfilega stórar. Tekið á móti efni í áramótabrennur Brenna Hreint timbur er vel þegið. STUTT Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þá tillögu í Íþrótta- og tómstundaráði að skipaður verði starfshópur vegna framtíðar- skipulags Vesturbæjarlaugar. „Hugmyndir um viðbyggingu við Vesturbæjarlaug með innisund- laug á neðri hæð og líkamsræktarstöð á vegum einkaaðila á efri hæð eru hluti af hugmyndum okkar um það hvernig starfsemi laugarinnar og sundlaugartúnsins verði sem best nýtt til fram- tíðar í þágu barna- og fjölskylduvænnar tóm- stundaiðkunar,“ segir Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mögulega viðbyggingu við Vesturbæjarlaug. Áætlað er að 500 milljónir króna fari í viðhald og endurbætur á sundlaugum Reykjavíkur á næsta ári og falla fyrirhugaðar tillögur ekki undir þá fjárhæð. Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, telur að skoða þurfi tillögur Sjálf- stæðisflokksins mjög vel og fá umsögn frá hverf- isráði Vesturbæjar áður en málið fari lengra innan stjórnkerfis borgarinnar. „Það eru margir spennandi möguleikar og tækifæri í sundlaugum borgarinnar en þegar fara á út í stórar fram- kvæmdir sem snúa ekki að viðhaldi er m.a. æski- legt að heyra sjónarmið íbúa í grennd við laug- arnar,“ segir Eva sem ennfremur telur að í sundlaugunum borgarinnar séu fólgin ýmis tæki- færi, meðal annars í því að laða að erlenda ferða- menn og skoða aukna þjónustu þar sem við á bæði með og án þátttöku einkaaðila. Viðbygging við Vesturbæjarlaug Morgunblaðið/Jim Smart Sund Vesturbæjarlaugin, ein elsta sundlaug borgarinnar, varð 50 ára á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.