Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Átjándi neyðarfundur ESBverður neyðarlegri eftir því sem frá líður. Seðlabanki evr- unnar virtist hafa gripið ofurdæl- una og látið evrurnar streyma ókeypis í pyngjur bankafurstanna.    En ekki er alltsem sýnist segir Ragnar Arn- alds í pistli á Vinstri vaktinni: „Nú rétt fyrir jólin reyndi Seðlabanki ESB að bæta um betur og tilkynnti að veitt yrðu neyðarlán til banka á evrusvæðinu að upphæð 489 milljarðar evra til þriggja ára með eins prósents vöxtum. Þessi aðgerð þykir mótast af sömu sýndarmennsku og ákvarðanir leiðtogafundar ESB sem ekki koma til framkvæmda fyrr en að löngum tíma liðnum og hafa því lítil áhrif í þá átt að róa pen- ingamarkaði. Þessir 489 millj- arðar evra eru fyrst og fremst fengnir með aukinni seðlaprent- un.    En það sem verra er: í ljóskom að megninu af upphæð- inni var bankinn þegar búinn að dæla út til bankanna án þess að það hefði nokkur sjáanleg eða varanleg áhrif. Auk þess er hin lága vaxtaprósenta skrumið eitt því að vextirnir verða í raun ákveðnir eftir á. Til tryggingar þessum lánum verða bankarnir að leggja fram veð sem eru 50% hærri en lánin.    Fjármagnið frá ESB-bankanumfer því fyrst og fremst í að lengja í hengingarólinni og koma í veg fyrir gjaldþrot banka. En það nýtist ekki til að afstýra þeirri kreppu og stöðnun sem breiðist nú út um allt evrusvæðið. Atvinnuleysi á Spáni er nú komið upp í 21,5% sem er það hæsta sem þekkist meðal iðnvæddra ríkja.“ Ragnar Arnalds Sjónhverfingar hverfa STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -3 skýjað Akureyri -1 skýjað Kirkjubæjarkl. -3 alskýjað Vestmannaeyjar 2 alskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 3 léttskýjað Lúxemborg 6 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 7 alskýjað London 11 skýjað París 2 þoka Amsterdam 8 alskýjað Hamborg 7 súld Berlín 7 skýjað Vín 7 skýjað Moskva 5 alskýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -18 skýjað Montreal 1 alskýjað New York 7 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 12:08 15:01 SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:42 DJÚPIVOGUR 11:01 14:57 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er misjafnt eftir vöruflokk- um. Sumt hækkar minna og annað er í kringum 10%,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, og vís- ar til verðlagsbreytinga á skoteldum í ár. Verð þeirra skotelda sem seldir eru hjá björgunarsveitunum er ákveðið af Landsbjörg sem viðmið- unarverð. Hverri björgunarsveit, eða verslun eftir tilvikum, er þó frjálst að breyta verðinu en slíkar verðbreytingar ráðast einkum af samkeppnissjónarmiðum. „Það set- ur enginn hærra verð en er í verðlist- anum, það er frekar lægra verð,“ segir Kristinn. Fram hefur komið að hækkunina megi einna helst rekja til verðlags- hækkana í Kína en jafnframt hefur flutningskostnaður til landsins auk- ist. Kristinn segir illmögulegt að lækka álagningu skotelda, eigi salan að vera fjáröflun fyrir sveitirnar. „Þetta er okkar aðalfjáröflun. Eins og komið hefur fram er þetta sú fjár- öflun sem skiptir björgunarsveitir okkar mestu máli,“ segir Kristinn og bendir á að það fé sem safnast með sölu skotelda sé notað til að endur- nýja og reka björgunartæki. Ennfremur bendir hann á að sala skotelda sé bæði áhættu- og kostn- aðarsamur rekstur. „Hagnaðurinn fer ekkert að streyma í kassann fyrr en upp úr tvö á gamlársdag,“ segir Kristinn. Hann segir að sölustaðir séu nú jafnframt orðnir dýrari í rekstri en áður tíðkaðist og má í því samhengi nefna auknar kröfur til að- búnaðar á sölustöðum, t.a.m. í formi brunaviðvörunarkerfis og sólar- hringsgæslu. Flestallir skoteldar á uppleið  Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir illmögulegt að lækka álagningu á skoteldum  Helsta tekjulind sveitanna  Kostnaðar- og áhættusamur rekstur Verðbreytingar á flugeldum Nafn á vöru Verð 2010 Verð 2011 Breyting í % Handblys - Kúlublys 650 kr. 600 kr. -7,7% Handblys - Stórt handblys 650 kr. 700 kr. +7,7% Stjörnuljós - 30 cm 250 kr. 250 kr. 0,0% Stjörnuljós - 40 cm 290 kr. 350 kr. +20,7% Stjörnuljós - 70 cm 500 kr. 500 kr. 0,0% Fjölskyldupakki - Trítill barnapakki* 3.500 kr. 3.600 kr. +2,9% Raketta - 1,9”Green coconut 2.200 kr. 2.500 kr. +13,6% Raketta - 2,5”Color coconut timerain 4.000 kr. 4.400 kr. +10,0% Raketta - 3”Miðnæturbomban 6.500 kr. 7.200 kr. +10,8% Raketta - Kúluraketta 2.200 kr. 2.500 kr. +13,6% Terta - Gunnar á Hlíðarenda II 8.900 kr. 9.800 kr. +10,1% Terta - Grettir Ásmundarson II 10.900 kr. 11.900 kr. +9,2% Terta - Saturn missel 50 skota 1.300 kr. 1.400 kr. +7,7% *Innihald fjölskyldupakanna hefur verið endurskoðað og því eru forsendur fyrir verðsamanburði ekki sambærilegar milli ára. Hækkun á fjölskyldupökkummilli ára er um 10%. Dæmi um verð hjá flugeldamörkuðum björgunarsveitanna Herdís Albertsdóttir á Ísafirði, elsti Vestfirðingurinn og einn helsti stuðningsmaður íslenska karla- landsliðsins í handbolta, andaðist á öldrunardeild Sjúkrahússins á Ísa- firði á aðfangadag, 103 að aldri. Herdís fæddist 19. nóvember árið 1908 í Sundstræti 33 á Ísafirði og bjó þar til 99 ára aldurs, að hún fluttist á öldrunardeildina. Hún ólst upp í stórum systkinahópi á Ísafirði og gekk þar hefðbundinn mennta- veg. Foreldrar hennar; Albert Jóns- son járnsmiður og Magnea Guðný Magnúsdóttir, eignuðust 12 börn og sjö komust til fullorðinsára. Herdís vann ýmis störf allt fram á efri ár, m.a. í fiski, við þvotta og ræstingar en hún skúraði hjá Verkalýðsfélaginu á Ísafirði í rúm 40 ár. Herdís var sem fyrr segir mikill stuðningsmaður „strákanna okkar“ í handboltalandsliðinu og missti varla af leik með þeim í sjónvarp- inu. Styrkti hún Handknattleiks- sambandið mánaðarlega um tíma með hluta af ellilífeyrinum. Hafði hún jafnan mikinn áhuga á fótbolta og handbolta, enda voru bræður hennar liðtækir íþróttamenn á sín- um yngri árum. Handboltalands- liðið kunni vel að meta stuðning hennar og á 100 ára afmælinu árið 2008 fékk hún gullmerki HSÍ og áritaða treyju frá sínum uppáhalds- leikmanni, Kristjáni Arasyni. Eftir Ólympíuleikana í Kína fékk hún sent áritað plakat af landsliðinu. Eiginmaður Herdísar var Þor- valdur Ragnar Hammer, norskur að ætt, en hann lést árið 1932. Þau eignuðust eina dóttur, Guðnýju Al- bertu Hammer, og barnabörnin eru fimm talsins. Herdís ól einnig upp nokkur systkinabörn og dótt- urdóttur sína, Kristjönu Sigurð- ardóttur, sem annaðist ömmu sína á seinni árum. Útför Herdísar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju laugardaginn 7. jan- úar nk. og hefst kl. 14. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Stuðningsmaður Herdís Albertsdóttir, kölluð Dísa Alberts, var mikill stuðningsmaður handboltalandsliðsins. Hér horfir hún á leik 101 árs. Herdís Alberts- dóttir látin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.