Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 eins og er hjá þeim systkinunum öllum, enda var gott að heim- sækja hana. Hún hafði unun af því að segja sögur af ferðalögum sínum og því sem á dagana hafði drifið. Það var auðvelt að lifa sig inn í frásögnina sem var lifandi og skemmtileg eins og Inga sjálf. Inga lést í Kína eins og áður sagði. Þar var hún í langþráðri heimsókn hjá dóttur sinni, henni Kristínu. Kannski var í takt við hennar líf að hún skyldi fara í miðju ævintýri, þótt okkur sem eftir sitjum í sárum hafi fundist það allt of snemmt. Inga var góður trúnaðarvinur og skemmtilegur félagi, hvort sem var í Hesteyrarferðum eða öðrum sameiginlegum viðburð- um og uppátækjum fjölskyldunn- ar. Það er svo margt sem við átt- um eftir að ræða og upplifa saman, en minningin um góða konu stendur eftir. Mig langar með þessum orðum að þakka fyr- ir að hafa átt hana fyrir frænku og vin. Henni tókst á sinni ævi að gleðja marga og gera líf þeirra ríkara. Sorgin og söknuðurinn er mikill og ég bið góðan guð að blessa minningu yndislegrar frænku og vinkonu og styrkja börnin hennar, þau Kristínu, Birnu og Ívar, og alla ástvini í þessari miklu sorg. Guðmundur Einarsson. Í dag kveðjum við yndislega frænku okkar, Ingu Vagns. Við systkinabörnin vorum heppin að mamma, pabbi, Aggi og Binna voru svo náin að við ólumst nán- ast upp sem ein stór fjölskylda. Samgangur var mikill á milli heimilinna og flestöllum fríum eyddum við saman. Allar góðu samverustundirnar á Hesteyri eru ógleymanlegar, mikið fjör, sungið, spilað og leikið. Eins skemmtilegu ferðalögin sem við fórum saman í fjölskyldurnar, sérstaklega á hvítu og rauðu Cortínunum, Í 401 og Í 483. Það var svo gaman að hlusta á Ingu segja frá, sögurnar hennar voru svo lifandi og skemmtilegar, sérstaklega ferðasögurnar henn- ar en hún hafði mikla ánægju af því að ferðast um heiminn. Við sátum ósjaldan dolfallin í eldhús- króknum á Þjóðólfsvegi 5 og hlustuðum á hana. Inga var einstaklega smekk- leg og hafði gott auga fyrir fal- legum munum enda er heimilið hennar stórglæsilegt. Hún var mjög gestrisin og vinmörg og var heimili hennar ávallt opið. Stórt skarð er höggvið í okkar hóp við ótímabært fráfall elsku Ingu en minningin um yndislega frænku mun lifa í huga okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku Kristínu, Birnu, Ív- ar, Binnu og aðra ástvini í þess- ari miklu sorg. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson) Börn Addýjar og Dengsa, Guðmundur, Hrólfur, Daðey, Soffía Þóra, Jón Þorgeir, Jóhanna og Hólmfríður. Há og brött eru fjöllin sem umkringja Bolungarvík. Ógn- vekjandi fyrir suma en öðrum þykja þau veita vernd og skjól. Efst hamrar og skriðurunnar hlíðar en grænt og gróið hið neðra. Það er sem bærinn liggi í lófa risastórrar handar. Úti fyrir er sjórinn í sínu stórbrotna veldi og fjölbreytni. Allt frá fegurstu sumarkvöldum þegar miðnætur- sólin gyllir hvern bárufald til hamfara brimsins er brotnar á Bolungarvíkurmölunum. Enn lengra sést inn í töfraheima Jök- ulfjarða. Þetta var sjónarsvið og vett- vangur Ingu frá barnæsku. Hún ólst þar upp í stórum og glöðum systkinahópi sjómannsfjölskyldu er lifði og hrærðist í þeirri veröld sem átti allt sitt undir sjónum og duttlungum hans. Því lífi fylgja bæði gleði og sorgir. Vagn Hrólfsson faðir Ingu fórst ásamt tengdasyni sínum, það var þungt högg og mikil sorg en fjölskyldan stóð saman og hélst í hendur á erfiðum tímum. Og enn er þung- ur harmur kveðinn að fjölskyld- unni við fráfall Ingu, þótt sjórinn eigi þar ekki hlut að máli í þetta sinn. Inga var vel af guði gerð eins og hún átti ættir til. Létt í skapi með fallega söngrödd, atorkusöm og óvílin, lagði gjörva hönd á hvað sem var og einstak- lega ljúf og elskuleg, trygg og traust. Hún var í sambúð með syst- ursyni mínum Katli Helgasyni. Þau eignuðust þrjú elskuleg börn og bjuggu í Bolungarvík. Þangað kom ég í heimsókn og naut gest- risni þeirra og hlýju sem báðum var í blóð borin. Eins og oft ger- ist skildi leiðir þeirra Ingu og Ketils en það breytti engu um af- stöðu fjölskyldu hans; hún var áfram Inga okkar, öllum kær og hugþekk og samskipti góð eftir sem áður. Því var mikið áfall að heyra fréttina af andláti hennar. Glöð og eftirvæntingarfull fór hún til Kína í heimsókn til Krist- ínar eldri dóttur sinnar sem þar er búsett, engum gat til hugar komið að hennar stund væri svo nálæg. Sorg barna hennar, móður og systkina er mikil og sár svo og ættingja og vina. Sannarlega máttum við ekki missa hana en að því er ekki spurt. Í dag er hún kvödd í Bolungarvík, þeim stað sem hún unni og vann af heilum hug. Dýrmætar minningar fylla huga og vitund þeirra sem eftir eru. Við frændsystkini mín lang- ar mig að segja: Minningar um elskulega og umhyggjusama móður er fjársjóður ykkar inn í framtíðina. Eins og sjónhringur tær var þinn svipur skær þegar sólskinið flæðir inn eins og háfjallasnær og heiðarblær var höndin og rómur þinn. (K.I.) Ég sendi fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Ása Ketilsdóttir. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Það er með sorg í hjarta sem við minnumst Ingu Vagns æsku- vinkonu okkar og bekkjarsystur. Hljóðar stöndum við frammi fyr- ir lífinu og hverfulleika þess, að kraftmikil kona á besta aldri skuli vera hrifin brott frá börn- um sínum og fjölskyldu er þyngra en tárum taki. Hann var stór og kraftmikill árgangurinn fæddur 1957 sem ólst upp í Bolungarvík. Á þeim tíma var mikill uppgangstími í plássinu, frjálsræði mikið og for- réttindi að fá að alast þar upp. Í bekknum okkar voru strákarnir fleiri og fyrirferðarmeiri með öll- um sínum uppátækjum. Stelp- urnar færri og prúðari en höfðu lúmskt gaman af prakkarastrik- um strákanna. Inga var ótrúlega þroskuð í okkar hópi, heilsteypt og prúð. Hún var elst í stórum systkinahópi og ólst upp í sterkri og samheldinni fjölskyldu. Ábyrgðartilfinningin var rík sem elsta systirin og það skilaði sér inn í bekkinn okkar. Hún var ró- leg og yfirveguð, viðkvæm en þó svo sterk, sem kom síðar sann- arlega í ljós. Inga var mjög lagin í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur, allt lék í höndunum á henni og varð svo fallegt og smekklegt. Hún var alin upp við mikla iðju- semi og byrjaði t.d. snemma að vinna í Holtakjöri, búð mömmu sinnar, og að aðstoða hana við heimilishaldið. Við fengum að vera þátttakendur í hennar lífi, og þar var nú aldrei lognmolla. Hún var svo heppin að eiga Ingu ömmu, Sossu ömmu og Tóta afa sem hún var mjög hænd að og dvaldi oft hjá. Við vorum samtaka í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, vorum saman í saumaklúbb þar sem hæfileikar Ingu nutu sín vel. Eins fórum við saman í skátana og því fylgdu margar skátaútil- egur og skátamót, bæði innan- lands og erlendis. Sérstaklega minnumst við ævintýranna þegar við fórum 14 ára gamlar á skáta- mót til Noregs en þar kynntumst við krökkum alls staðar að úr heiminum. Var það mikil upplif- un fyrir okkur sem flest vorum að fara í fyrsta sinn til útlanda og kannski var það kveikjan að ferðaáhuga Ingu um heiminn síð- ar meir. Það er sárt og ótímabært að kveðja okkar kæru æskuvinkonu sem átti svo mörgu ólokið í þessu lífi. Við hugsum til barnanna hennar, Binnu og systkinanna allra og biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tím- um. Margrét og Ragna. Nú stillt og rótt ein stjarna á himni skín sú stjarna leiðir huga minn til þín. (Ól. Jóh. Sigurðsson) Þetta vísubrot kemur upp í hugann þegar ég sest niður til að skrifa nokkur minningarorð um æskuvinkonu mína Ingibjörgu Vagnsdóttur, eða Ingu Vagns, eins og hún var ævinlega kölluð. Amma Ingu, og nafna, var ömmusystir mín og því lágu leið- ir okkar saman strax á unga aldri þegar Inga heimsótti ömmu sína sem bjó við hliðina á æskuheimili mínu. Uppvaxtarárin okkar í Bol- ungarvík voru góð og mikið um að vera, leikir af ýmsu tagi allan ársins hring. Þetta var lífið í litlu sjávarplássi þar sem allir þekktu alla. Bolvískt atvinnu- og bæjarlíf mótaði Ingu eins og aðra krakka þar og hún tók þátt í því bæði í leik og starfi. Leiðir okkar lágu saman nær alla tíð í skólagöngu sem endaði með samveru okkar í tækniteikn- aranámi við Iðnskólann á Ísa- firði. Eftirminnilegast frá unglings- árum okkar er ferð með Sossu systur hennar til nokkurra landa Evrópu. Þessi ferð var eitt æv- intýri frá upphafi til enda og góð- ar minningar um hana hafa oft verið rifjaðar upp. Inga átti hug- myndina að ferðinni og var sennilega fæddur heimsborgari með ríka útrásarþörf og þarna held ég að áhugi hennar á að ferðast og skoða ókunn lönd hafi fyrir alvöru vaknað. Margar stundir heima hjá for- eldrum Ingu, Binnu og Agga, á Þjóðólfsveginum eru einnig eft- irminnilegar og meðal þeirra eru stundir þegar Aggi spilaði á harmonikkuna og allir sungu með. Uppvaxtarár Ingu voru söngur og gleði sem mótaði létt- leika hennar og húmor enda var hún spaugsöm og hrókur alls fagnaðar, eins og hún á ættir til. Inga var fjölhæf kona og mik- ill Bolvíkingur. Hún var áhuga- söm um eflingu byggðarlagsins og tók virkan þátt í atvinnulífi bæjarins með rekstri ferðaþjón- ustu í samvinnu við Sossu systur sína. Missir Bolungarvíkur er því mikill. Inga var samt fyrst og fremst góð húsmóðir og um- hyggjusöm móðir barnanna sinna sem hún hafði mikinn metnað fyrir. Þeirra er missirinn mestur. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Elsku fjölskylda. Við Kristján sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð vera með ykkur á erfiðum stund- um. Blessuð sé minning Ingu æskuvinkonu minnar. Ég minn- ist hennar með hlýhug og hafi hún þökk fyrir allt. Oddný H. Jóhannsdóttir. Elsku, yndislega Inga okkar, það er sárt að kveðja þig á þenn- an hátt. Við kynntumst þér árið 1998 þegar þú hjálpaðir okkur að koma til Íslands. Hjálpsemi þín gerði dvölina í Bolungarvík auð- veldari og við fundum enn á ný fyrir öryggi og ást. Fjölskylda þín tók okkur með opnu hjarta og okkur fannst við strax vera hluti af fjölskyldu þinni, skyldmenni og kærir vinir. Við kölluðum þig systur og yndislegu systkini þín urðu systkini okkar, mamma Birna varð okkar íslenska mamma. Í hjarta þínu var nóg af ást, umburðarlyndi og skilningi og þið fjölskyldan voruð okkur sem akkeri og bjarghringur í nýju umhverfi. Þú tókst á öllu með jafnaðargeði og bros á vör, sama hvaða erfiðleikar steðjuðu að, ár- angur okkar allra var líka þinn árangur. Þú varst ljós í myrkrinu sem sýndir okkur aftur rétta veginn og þú gafst okkur nýtt líf. Við höfum aldrei kynnst manneskju sem var eins full góð- mennsku og þú elsku systir. Það er ótalmargt sem við getum sagt um þig, það var heiður að vera í kringum þig og hafa kynnst þér. Það er ósanngjarnt, elsku besta Inga, að þú sért farin alltof snemma. Með andláti þínu missti heim- urinn engil en við erum viss um að þú verður fallegasti engillinn hjá Guði. Yndislega Inga, þú munt lifa í hjörtum okkar það sem við eigum ólifað. Megi góður Guð gefa fjöl- skyldu þinni styrk í sorginni. Þín serbnesku systkini, Ranka Inga, Zdravko, Branka, Milan, Bosko, Krystyna og börn. Það er mér mjög þungbært að þurfa að skrifa þessi orð, að þurfa að horfa upp á vini mína kveðja móður sína. Það var svo margt eftir. Kristín, Birna og Ív- ar eru ekki bara að kveðja mömmu heldur líka vinkonu og fyrirmynd. Þegar ég kynntist Kristínu í menntaskóla kynntist ég Ingu um leið. Aldrei hafði ég hitt neinn sem talaði jafnmikið um mömmu sína og Kristín. Þeg- ar ég kom í fyrsta skiptið í Holta- stíginn leið mér eins og ég væri komin heim. Slíkar voru móttök- urnar. Engin formlegheit bara: „Hææ eeelskan!“ Þetta var frá- bær mamma, eins og Kristín hafði svo oft sagt mér. Oft fór ég vestur og alltaf tók Inga jafnvel á móti mér. Ómetanlegt var það svo fyrir okkur vinkonurnar þeg- ar vinátta tókst með Ingu og for- eldrum mínum. Heimsóknir Ingu í Þingholts- strætið til Birnu voru alltaf jafn- skemmtilegar. Það var lítið mál fyrir hana að gista uppi í hjá mér þegar Dóri var hjá Birnu, og hún blandaði sér óhikað í öll okkar umræðuefni, hvort sem þau sneru að mömmulegum hlutum eða bara strákum. Við vorum yf- irleitt með sterkar skoðanir en með einlægni var Inga fljót að snúa okkar skoðunum á hvolf. Lífrænu vörurnar sem við Birna keyptum dýrum dómum fannst Ingu mjög ómerkilegar og hún SJÁ SÍÐU 24 ✝ Okkar ástkæri SIGMUNDUR JÓNSSON bóndi frá Vestari-Hól í Fljótum, lést mánudaginn 12. desember. Útför hans fer fram frá Barðskirkju í Fljótum föstudaginn 30. desember kl. 14.00. Ólína Guðmundsdóttir og aðstandendur. ✝ Hjartkær faðir minn, tengdafaðir, afi og föðurbróðir, SIGURÐUR R. ÓLAFSSON frá Ísafirði, Ásgarði 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 22. desember. Útför hans mun fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélag Íslands. Kristrún Arnardóttir, Ævar Einarsson, María Ævarsdóttir, Sigríður Freyja Ævarsdóttir, Einar Árni Ævarsson, Garðar Hilmarsson, Ragnar Hilmarsson, Sigurlaug Hilmarsdóttir, Freyja Hilmarsdóttir, Ólafur Hilmarsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, EINAR OLGEIRSSON, Sóltúni 11, Reykjavík, lést á sjúkrahúsinu í Volda, Noregi miðviku- daginn 21. desember. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. janúar kl. 13.00. Emilía Sigurjónsdóttir, Septína Selma Einarsdóttir, Arne Lothe, Rannveig Eir Einarsdóttir, Hilmar Þór Kristinsson, Óskar Einarsson, Nina Skjong, Sveinn Geir Einarsson, Guðlaug Björnsdóttir, Kristinn Maríus Einarsson, Hólmfríður Guðrún Einarsdóttir, Sævar Hafsteinsson, Olgeir Einarsson, Unnur Skúladóttir, Gunnar Olgeirsson, Rafnkell Olgeirsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GEIRLAUG GRÓA GEIRSDÓTTIR, Gógó, frá Ólafsvík, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 24. desember. Hún verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 3. janúar kl. 13.00. Alda Jóhannesdóttir, Magnús Þórðarson, Fanney Jóhannesdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Vigfús Vigfússon, Jóhannes Jóhannesson, Björg Guðlaugsdóttir, Margeir Jóhannesson, Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Aðalheiður Jóhannesdóttir, Heimir Einarsson, Edda Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, RANNVEIG MARÍA GARÐARS, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugardaginn 24. desember. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 2. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag nýrnasjúkra. Maríanna Alexandersdóttir, Garðar Þór Middleton, Guðrún Stefánsdóttir, Sigríður Emilía Bjarnadóttir, Bragi Sigurðsson og barnabörn, Anna Garðarsdóttir, Marinó Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.