Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Útsölutímabil stóru verslana-
miðstöðvanna hefst fljótlega eftir ára-
mót, en nokkrar verslanir tóku for-
skot á sæluna og hófu útsölur sínar á
fyrsta opnunardegi eftir jól, í gær.
Þannig hófst útsalan í IKEA í
gær, en þar er afsláttur á bilinu 10-
70%. Stefán Dagsson, verslunar-
stjóri IKEA á Íslandi, segir að versl-
unin hafi verið með útsölu á þessum
tíma árs í fjölda ára. „Við erum að
fylgja dagatali sem er sett upp af
IKEA erlendis. Við megum halda
tvær útsölur á ári; eina í lok sumars
og aðra eftir jól,“ segir Stefán. Hann
segir að þessi tími sé valinn til að
losna við ýmislegt sem tengist jólum
og til að rýma fyrir nýjum vörum, en
þær koma í verslunina í febrúar. Að
sögn Stefáns eru allir vöruflokkar
verslunarinnar á útsölunni og um
einn fjórði hluti alls varnings er nú á
niðursettu verði. „Hér var allt fullt í
morgun,“ sagði Stefán í gær. „Það
hefur líklega verið um 70% nýting á
bílaplaninu, sem er miklu meira en á
venjulegum þriðjudegi.“
Útsalan hófst einnig í húsgagna-
versluninni ILVA í gær. Þar er af-
sláttur á bilinu 20-60% og nær hann
til varnings úr öllum vöruflokkum.
„Þetta eru alltaf stórir og annasam-
ir dagar á milli jóla og nýárs,“ segir
Róbert Valtýsson framkvæmda-
stjóri. ILVA er dönsk versl-
unarkeðja og Róbert segir að útsal-
an í Danmörku hafi hafist fyrir jól.
„En það er helst til snemmt.“
Útsala í tæpan klukkutíma
Epli.is, Apple á Íslandi, auglýsti í
gær umtalsverðan afslátt af nokkr-
um vörutegundum. Það virðist hafa
vakið áhuga margra, en þegar versl-
unin var opnuð biðu tugir manna
fyrir utan búðina í von um að fá
tölvur með meira en 100 þúsund
króna afslætti. Þeir allra hörðustu
höfðu beðið í á þriðja tíma. Að auki
var hægt að fá ýmsar sýning-
arvörur, eins og iPad 2 og iPod með
20-40% afslætti og Apple-aukahluti
með verulegum afslætti. Allar þær
vörur sem voru á tilboði í Epli.is
seldust á fyrsta klukkutímanum eft-
ir að verslunin var opnuð klukkan
eitt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góð kaup Allmargir lögðu leið sína í IKEA í Kauptúni í gærdag og fram á kvöld til að gera sem best kaup á útsölunni. Eins og í fleiri verslunum voru fjölmargar vörur á lækkuðu verði.
Útsölunni lauk á innan við klukkutíma
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Biðraðir Íslendingar eru þolinmóðir þegar kemur að því að bíða á útsölum enda þýðir ekkert annað í örtröð.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Útsala Tugir manna tóku sér stöðu fyrir utan Epli.is, Apple á Íslandi, í gær en þar var ýmis varningur boðinn á
lækkuðu verði. Allar þær vörur, sem voru á útsölunni, seldust á innan við klukkutíma eftir að hún hófst.
Tugir innpakkaðra jólagjafa lágu
enn undir jólatrénu í Smáralind í
gær, en gjafirnar höfðu verið gefnar
í hina árlegu söfnun Pakkajól Bylgj-
unnar. „Pakkarnir eru að safnast
saman alveg fram á aðfangadag.
Það er alltaf nokkuð um afgangs-
pakka,“ segir Kristján Þórir Hauks-
son, sölu- og auglýsingastjóri hjá út-
varpssviði 365. Hann segir að
pakkarnir verði líklega sóttir í dag.
„Þetta verður þá notað sem af-
mælisgjafir yfir árið, Mæðrastyrks-
nefnd og Fjölskylduhjálp sjá um að
útdeila þeim eins og þau kjósa.“
annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Afgangspakkar undir tré