Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Snjórinn hefur kannski ekki verið mjög mikill en hann hefur verið með allra þrálátasta móti,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur og vísar til þeirrar veðráttu sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Segir hann þó ekki úti- lokað að nýtt snjóhulumet verði sett fyrir höfuðborgarsvæðið í des- embermánuði sem nú er að líða en jörð hefur verið alhvít 25 daga af 27. Norðan meginskila Að sögn Trausta hefur hiti á höf- uðborgarsvæðinu verið undir með- allagi í desembermánuði en slíkt mun einnig eiga við um hita á Ak- ureyri. „Hitinn er svona rúmum tveimur stigum undir meðallagi í höfuðborg- inni og svipað er að segja annars staðar á landinu. Akureyri er tveimur og hálfu stigi undir,“ segir Trausti og bendir á að þrátt fyrir að um sé að ræða talsvert vik frá meðaltali séu mörg dæmi um svip- að áður. Í því samhengi nefnir hann t.a.m. að tölur frá árinu 1981 séu á svipuðu róli og í ár. Ástæða fyrir kuldatíðinni er að sögn Trausta fremur margþætt. „Við höfum verið norðan við það sem við köllum meginskilin, þau hafa lítt snert okk- ur í þessum mánuði,“ segir Trausti og bendir á að aðfangadagur sé þar undanskilinn en þá gekk djúp lægð yfir landið. Ekki er von á miklum umhleyp- ingum í veðri á næstunni en gert er ráð fyrir áframhaldandi snjókomu á höfuðborgarsvæðinu. Þó er vert að geta þess að líkur eru taldar á spilliblota á gamlársdag. „Það sem er allra verst við þetta núna er þessi hálka en það fer að hlána eitthvað og bleyta í þessu. Það á a.m.k. að hlána eitthvað á gamlársdag en það gæti snjóað fram að þeim tíma,“ segir Trausti. Áframhaldandi snjókoma í höfuð- borginni en spillibloti um áramótin  Nýtt snjóhulumet kann að falla fyrir höfuðborgarsvæðið í desembermánuði sem senn er á enda Morgunblaðið/Golli Frost Börnin í höfuðborginni hafa skemmt sér vel í snjónum að undanförnu og leynir gleðin sér ekki. Á heimasíðu Veðurstofu Íslands kemur m.a. fram að mesta snjó- dýpt sem mælst hefur hér á landi er 279 sentimetrar en sú mæling átti sér stað 19. mars árið 1995 við Skeiðsfossvirkjun. Snjódýptarmælingar hafa verið stundaðar í Reykjavík allt frá árinu 1921 en ekki er hægt að segja með fullri vissu hver mest mælda snjódýpt sé því margir þættir geta orsakað ónákvæm- ar mælingar. T.a.m. er skafrenn- ingur ekki til þess fallinn að unnt sé að mæla hann á ná- kvæman hátt. Snjódýptarmetið í Reykjavík virðist þó hafa verið sett 18. janúar árið 1937 en þá benda tölur til að snjólag hafi mælst 55 sm. Óhætt er að segja að snjó- dýptin í höfuðborginni í dag blikni við fyrri met í Reykjavík og á landsvísu en hún mælist nú vera um 21sm. Snjódýpt 21 sm í Rvk MÆLINGAR Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer Næg bílastæði www.lifstykkjabudin.is Gleðilegt nýtt ár! Vinningar Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 17. janúar nk. Jólahappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur24. desember 2011 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr. 1388 4279 7029 7263 7624 7926 11176 12110 12953 14675 15490 17077 17280 18203 18448 19639 21701 23388 25860 25962 27398 27487 28082 28254 29571 29636 29857 31488 33014 34148 34233 34785 36434 36639 37511 37790 40719 40915 41741 46208 47274 48704 50000 50513 50731 51706 52494 53143 53672 56476 56650 56728 57099 57107 57314 58306 60970 62651 63487 64803 67332 67672 68593 69348 71251 75872 76956 80873 80985 82357 82709 83051 83137 83839 84737 84869 84870 85219 87522 90141 90298 92855 93982 95859 97241 100132 101807 102145 102530 104253 107691 108094 109818 109909 109946 110261 110930 111168 112170 114274 117223 117297 118009 119024 120038 120055 120466 120874 122410 124710 126633 127651 128307 128372 128922 132701 133534 134699 135495 136761 136791 137441 137765 139126 139652 140474 141495 141774 142291 143379 143592 143858 145183 145310 145858 Bi rt án áb yr g› ar Kia Rio EX 1.4, 3.198.000 kr. 14417 129815 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð, 1.000.000 kr. 84780 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. 4372 6750 19256 20424 23164 24892 25746 26231 27702 37318 37696 40703 41172 45481 46094 49112 50622 51661 53466 58073 61801 62114 63406 63721 65429 66962 69014 70611 75545 86117 87103 100081 103134 103343 105634 107682 109161 112519 116102 117560 118631 120030 127503 132359 133287 138003 138779 142044 144658 145090 www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Jón Ellert Tryggvason sölumaður og einn dyggasti stuðnings- maður knattspyrnu- félagsins Fylkis, lést á Landspítalanum á að- fangadag, 44 ára að aldri. Hann var fæddur 29. júlí 1967. Jón Ellert var sonur Ingu Ásgeirsdóttur og Tryggva Sveins Jóns- sonar, ólst upp í Árbæj- arhverfinu og bjó þar alla tíð. Jón Ellert stundaði bæði handbolta og knattspyrnu með Fylki á sínum yngri árum og var síðan ötull stuðnings- maður félagsins alla tíð. Hann kom að ýmsum stjórnar- og nefndastörfum fyrir félagið, sér- staklega hvað varðaði fjáröflun fyrir knatt- spyrnudeildina. Jón Ellert var mjög vel þekktur í íslenskum knattspyrnuheimi, og víðar, því hann var með mikil og sterk tengsl við enska félagið Liver- pool og hafði milligöngu um komu manna þaðan til Íslands, m.a. Ian Rush sem var góður vinur hans. Hann var þekktur í herbúðum enska félagsins á An- field sem „Big John from Iceland“. Þá var Jón Ellert stjórnarmaður í félagi sjálfstæðismanna í Árbæ þegar hann lést. Jón Ellert Tryggvason Andlát - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Leyfisveiting fyrir ræktun erfða- breyttra lífvera í tilraunagróð- urhúsum LBHÍ að Reykjum í Ölfusi er óásættanleg, að mati hóps fólks, félaga og stofnana sem hefur skoð- að hvaða áhrif það gæti haft í för með sér. Hópurinn gerir alvarlegar athugasemdir við leyfisveitinguna og gagnrýnir m.a. að grennd- arkynning hafi ekki farið fram. Þá segir í greinargerð að saga Hvera- gerðis og Ölfuss sé samofin nýtingu náttúrugæða á umhverfisvænan máta, og því orðspori verði stefnt í hættu með ræktun erfðabreyttra lífvera á svæðinu. Skorað er á bæj- arstjórnir í Ölfusi og Hveragerði að beita sér fyrir afturköllun starfs- leyfisins. Umhverfisvænu orð- spori stefnt í hættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.