Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Engar eignir fengust upp í skuldir eignarhaldsfélagsins Muska ehf., sem var í eigu Guðmundar Hjaltasonar, fyrr- verandi framkvæmdastjóra fyr- irtækjasviðs Glitnis, en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 28. september sl. Samtals námu lýstar kröfur í búið tæp- lega 332 milljónum króna. Guðmundur Hjaltason var nýlega ákærður, ásamt Lárusi Welding, fyrrum bankastjóra Glitnis, af sérstökum sak- sóknara fyrir umboðssvik. Málið snertir tugmilljarða lánveitingar frá Glitni til eignarhaldsfélaganna Svartháfs og Vafnings í febrúar 2008. Engar eignir fengust upp í skuldir Muska ● Bandaríska smá- sölukeðjan Sears tilkynnti í gær að 100-120 Sears- verslunum og Kmart-verslunum yrði lokað á næstunni. Þetta kom fram í af- komuviðvörun frá Sears en útlit er fyrir að afkoma Sears verði verri á fjórða ársfjórðungi en áður var vænst. Skýrist það meðal annars af minni sölu. Sala Sears hefur dregist saman um 5,2% á fjórðungnum og rekstrarhagn- aðurinn verður væntanlega mun minni. Sears birtir afkomuviðvörun ● Af þeim sex félögum sem skipuðu Úrvalsvísitöluna árið 2011 hafa aðeins tvö þeirra hækkað á árinu, Icelandair og Marel. Hin fjögur félögin hafa lækkað en mesta lækkunin hefur verið hjá Atlantic Petroleum og BankNordik. Mest hefur veltan verið með bréf Marel. Þetta kem- ur fram í Markaðspunktum greining- ardeildar Arion banka en miðað er við dagslokagengi á markaði hinn 21. des- ember. Heildarmarkaðsverðmæti félag- anna nam rúmlega 250 milljörðum króna (að Högum meðtöldum). Einungis tvö félög hafa hækkað á þessu ári Hörður Ægisson hordur@mbl.is Sala á nýjum fólksbílum hefur aukist um ríflega 62% það sem af er árinu borið saman við árið 2010. Forsvars- menn stærstu bílaumboðanna á Ís- landi eru flestir hverjir sammála um að salan sé heldur meiri en spár þeirra gerðu ráð fyrir í upphafi árs. Þeir benda hins vegar á að það sé mikilvægt að hafa í huga að mark- aðurinn með nýja fólksbíla sé mjög lítill um þessar mundir. Af þeim sök- um þarf ekki mikla sölu til að það skili sér í hlutfallslega mikilli prósen- tuaukningu milli ára. Á síðustu þremur árum hefur sala á nýjum fólksbílum til bílaleigu vegið þungt í öllum sölutölum. Árið 2010 nam sala á fólksbílum til bílaleigu um 60% af heildarsölunni – en í ár hefur hlutfallið lækkað í 50%. Að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, má vænta þess að hlutfallið nálgist 30% á næsta ári samfara því að sala á nýjum bílum til almennings eykst. Bílaumboðin eru hóflega bjartsýn fyrir næsta ár. Ef bílaleigur halda áfram að endurnýja sína bíla á sama tíma og sala til einstaklinga og fyr- irtækja eykst þá má reikna með 10- 20% vexti í sölu á nýjum bílum á næsta ári. „Við getum ekki neitað því að þetta hafa verið mögur ár að undanförnu en vonandi er þetta að fara að snúast til betri vegar,“ segir Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi. Hægfara bati í bílasölu  Sala á nýjum fólksbílum hefur aukist um meira en 60% það sem af er árinu  Það er hins vegar enn mjög langt í að salan nái meðaltali síðustu tuttugu ára Bílasala eykst annað árið í röð *Til 22. desember Heimild: Umferdarstofa.is Fjöldi nýskráninga nýrra fólksbíla 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11* 7. 24 8 6. 93 7 9. 88 8 1 1. 96 4 18 .0 58 17 .1 51 15 .9 44 9. 0 28 2. 21 1 3. 0 95 5. 0 19 Toyota VW Hyundai Nissan Ford Honda Subaru Skoda Suzuki Chevrolet Vinsælustu bílteg. 2003: 2.712 1.018 698 569 512 Vinsælustu bílteg. 2006: 4.798 1.206 1.087 979 931 Vinsælustu bílteg. 2009: 448 339 284 202 183 Vinsælustu bílteg. 2004: 3.201 1.070 936 788 702 Vinsælustu bílteg. 2007: 3.666 1.259 1.023 977 898 Vinsælustu bílteg. 2010: 667 437 369 319 274 Vinsælustu bílteg. 2005: 4.292 1.455 1.349 1.200 1.141 Vinsælustu bílteg. 2008: 2.311 667 594 587 560 Vinsælustu bílteg. 2011*: 778 610 515 453 439 ● Í síðasta mánuði var 55 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um at- vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 64 utan þess. Heildarfast- eignamat seldra eigna á höfuðborg- arsvæðinu var 5.958 milljónir króna en 1.092 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 17 um versl- unar- og skrifstofuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu. Atvinnuhúsnæði selt fyrir 7 milljarða                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +0.-00 ++0-12 ,+-1/3 ,.-121 +3301 +4.-21 +-/2/0 +55-+, +/0-/2 +,,-41 +0+-1/ ++0-5+ ,+-/, ,.-/,1 +3-512 +4+ +-/3./ +55-25 +2.-.+ ,+5-1202 +,,-24 +0+-0+ +,.-+2 ,+-/54 ,.-/51 +3-505 +4+-42 +-/3/+ +50-,1 +2.-12 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á „Þetta er heldur meiri vöxtur í sölu en við reiknuðum með í upphafi ársins,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar hf. „En það ber líka að hafa í huga að við er- um að tala um aukningu frá mjög lágum grunni.“ Að sögn Egils fór sala á nýjum fólksbílum að aukast umtalsvert síðastliðið vor og frá þeim tíma hefur verið samfelld 50-60% söluaukning á mánuði borið saman við árið 2010. Egill bendir á að samfara því að fjármálastofnanir ljúka bráðlega endurskipulagningu á lánum heimila og fyrirtækja þá skapist mun skýrari línur. „Það eru liðin þrjú ár frá hruni og það er því til staðar mikil endurfjármögnunarþörf.“ Egill segist sæmilega bjartsýnn á komandi ár. „Meðan gengi krónunnar helst jafn veikt og um þessar mundir þá býst maður ekki við því að salan taki mikinn kipp upp á við. Kannski má vænta 10% söluaukningu.“ Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar „Miklu skýrari línur“ „Þetta er mjög nálægt okkar væntingum um sölu á þessu ári,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. „Einka- og fyrirtækjamarkaðurinn er farinn að taka við sér á ný.“ Að sögn Friðberts hafa bílaleigurnar ekki endilega keypt fleiri nýja fólksbíla á síðustu árum. „Þær hafa haldið sínum hlut hvað fjölda bíla varðar – í kringum 2500 bíla á ári – en hins vegar hefur hlutfall þeirra af heildarfjölda nýskráðra fólksbíla farið hækkandi sökum þess að algjört hrun varð í sölu á bílum til heimila og fyr- irtækja.“ Friðbert býst við ágætis söluaukningu á næsta ári. „Við erum bjartsýn fyrir næsta ár en reiknum engu að síður ekki með neinni sprengju. Salan mun kannski verða á bilinu 6 til 7 þúsund fólksbílar.“ Friðbert bendir jafnframt á að neyslumynstrið sé að breytast. „Fólk er meira upptekið af bensíneyðslunni en áður og horfir því frekar til lítilla og sparneytinna bíla.“ Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu „Bjartsýnir á næsta ár“ „Salan er meiri en við bjuggumst við,“ segir Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi. „En þegar markaðurinn er lítill þarf ekki mikla sölu til að það skili sér í mikilli prósentuaukn- ingu.“ Kristinn bendir á að frá árinu 1990 hafi salan á nýjum fólksbifreiðum að meðaltali numið tæplega 11 þús- undum á ári. „Salan er því talsvert frá því að komast í eðlilegt horf. Við spáum því að salan á nýjum fólksbílum fari ekki umfram 10 þúsund fyrr en 2014.“ Að Kristins er ljóst að það er mikil uppsöfnuð endurnýjunarþörf. „Það var aukning í sölu á nýjum fólksbílum til einstaklinga og fyrirtækja í hverj- um einasta mánuði á þessu ári borið saman við 2010. Það er í okkar huga ágætis mælikvarði á að viðsnúningur hefur átt sér stað – þótt hægur sé.“ Kristinn G. Bjarnason, sölu- og markaðssvið Toyota „Hægur viðsnúningur“ „Salan fylgir bara efnahagsástandinu. Ef það fer að lagast þá mun það skila sér í aukinni sölu á nýjum fólks- bílum. Ég sé hins vegar það ekki endilega gerast,“ segir Úlfar Hinriksson, framkvæmdastjóri Suzuki-bíla. Að sögn Úlfars hefur salan í ár verið í samræmi við það sem hann reiknaði með í upphafi árs. Hann spáir hóflegum vexti í sölu á nýjum fólksbílum á næsta ári. „Ég vænti þess að salan verði á bilinu 6000 til 6500 bílar á næsta ári. Það er hins vegar mjög langt í að salan kom- ist aftur í eðlilegt horf.“ Úlfar segir ljóst að sá hópur fólks sem yfirleitt sé stórtækastur þegar kemur að kaupum á fólksbifreiðum – fólk á aldrinum 30-50 ára – haldi að sér höndum um þessar mundir. „Það er frekar eldra fólk sem er að kaupa.“ Úlfar Hinriksson, framkvæmdastjóri Suzuki-bíla „Eldra fólk sem kaupir“ „Þetta eru svipaðar sölutölur og ég bjóst við á þessu ári,“ segir Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna. Hann bendir jafnframt á að um helmingur af sölunni sé vegna sölu á fólksbílum til bílaleigu. Að sögn Bendikts má hins vegar reikna með því að sala til almennings muni aukast á næsta ári en að sama skapi dragi eitthvað úr sölu á bílaleigubílum. Benedikt segir hins vegar að fólk haldi að sér hönd- um meðan óvissa er enn til staðar í efnahagsmálum. „Það er enginn uppbygging í atvinnulífinu. Fólk er ekkert að fjárfesta í óvissu.“ Útlitið er því ekki of bjart, að mati Benedikts. „Markaðurinn mun rétta úr kútnum en þó ekki með neinum látum.“ Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna „Fjárfesta ekki í óvissu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.