Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011
Jólasnjór Óhætt er að segja að það sé fallegt um að litast í höfuðborginni enda skjannahvítur snjór hvert sem litið er. Þá er um að gera að klæða sig vel, fara út og njóta fegurðarinnar.
Golli
Tókýó| Stjórnvöld í
Norður-Kóreu til-
kynntu 17. desember
að „leiðtoginn ást-
kæri“, Kim Jong-il,
hefði dáið í járnbraut-
arlest í einni af mörg-
um skoðunarferðum
sínum frá því að hann
fékk heilablóðfall árið
2008 – ferðum sem
virtust vera liður í til-
raunum ráðamann-
anna til að eyða óvissu um heilsu-
far hans. Dauði leiðtogans ástkæra
leiddi til valdaskipta innan fjöl-
skyldunnar og athygli heimsins
beindist ekki aðeins að syni og út-
völdum arftaka Kims Jong-ils,
Kim Jong-un, heldur einnig að því
hver yrði raunverulegur leiðtogi
landsins.
Þótt Kim Jong-il hefði fengið
völdin frá föður sínum, Kim Il-
sung, fyrsta leiðtoga Norður-
Kóreu, bendir sagan til þess að
hrein valdatilfærsla frá föður til
sonar sé undantekning frekar en
regla. Á þrettándu öld varð Mina-
moto Sanetomo þriðji shogun eða
herstjóri Japans [shogun var titill
japanskra yfirhershöfðingja af
erfðastétt sem voru raunverulegir
stjórnarherrar í Japan frá 1192 til
1867] á Kamakura-tímabilinu
[1185–1333] og hann varð þar með
æðsti maður samúræja, her-
mannaaðalsins, tólf ára að aldri.
Raunverulegu völdin voru þó í
höndum Hojo Masako, tengdadótt-
ur fyrsta herstjórans, og annarra í
Hojo-ættinni, meðal annars föður
hennar, Hojos Tokimasa. Sam-
etomo var einfaldlega of ungur og
óreyndur til að stjórna samúræj-
unum.
Hjá samúræjunum
skipti bardagareynsla
og aldur leiðtogans
höfuðmáli. Samúræjar
hefðu orðið argir ef
þeir hefðu þurft að
hlýða skipunum ung-
mennis með enga
bardagareynslu. Það
var af þessari ástæðu
sem Hojo-ættin komst
til valda.
Svipuð dæmi má
finna í sögu Kína.
Ríkisstjóri í tíð Gu-
angxu keisara, sem varð ellefti
keisari Qing-ættarinnar þriggja
ára að aldri, var Cixi keisaraekkja.
Guangxu var í raun strengbrúða
Cixi þar til hann lést árið 1908.
Bæði þessi dæmi varpa ljósi á
ríkiserfðabaráttuna sem hafin er í
Pjongjang. Kim Jong-un er 28 ára
(eða 29 ára eins og Norður-
Kóreumenn telja aldursárin), patt-
aralegur ungur maður sem hefur
enga bardagareynslu. Menn hafa
því miklar efasemdir um að gömlu
yfirmennirnir í her Norður-Kóreu,
sem börðust margir hverjir í
Kóreustríðinu fyrir sex áratugum,
geti svarið ungum og óreyndum
pappírshershöfðingja hollustu.
Þetta hjálpar okkur að skilja
hvers vegna áróðursvél ráðamann-
anna í Norður-Kóreu leyndi raun-
verulegu dánarorsökinni – Kim
Jong-il dó af völdum krabbameins
en ekki hjartaáfalls. Hann var orð-
inn svo veikur að hann gat ekki
tekið ákvarðanir undir lokin, þann-
ig að systir hans, Kim Kyong-hui,
tók ákvarðanirnar fyrir hönd hans.
Með öðrum orðum var tvískipt
valdakerfi að taka á sig mynd í
Pjongjang fyrir dauða Kims Jong-
ils.
Til að mynda hefur Jang Sung-
taek, eiginmaður Kim Kyong-hui,
fengið mikla athygli frá dauða
Kims Jong-ils. Á listanum yfir 232
menn sem áttu sæti í útfar-
arnefndinni var Kim Jong-un í
efsta sæti, Kyong-hui í fjórtánda
og Jang Sung-taek í nítjánda.
Kyong-hui var gerð að hershöfð-
ingja eins og Kim Jong-un í sept-
ember á síðasta ári. Hún á einnig
sæti í forsætisnefnd Verka-
mannaflokks Norður-Kóreu.
Eiginmaður hennar var gerður að
varaformanni landvarnaráðsins og
á að fá sæti í forsætisnefndinni.
Kim Kyong-hui er 65 ára dóttir
Kims Il-sungs og Kim Jong-suk.
Móðir hennar dó þegar Kyong-hui
var fjögurra ára. Barnfóstrur ólu
hana upp og flókið samband henn-
ar við stjúpmóður sína og hálf-
systkin eru talin hafa stuðlað að
því að hún þykir ströng og harð-
neskjuleg. Hún olli bróður sínum
oft vandræðum. „Enginn getur
stöðvað systur mína þegar hún
hegðar sér illa, ekki einu sinni ég,“
á Kim Jong-il að hafa sagt um
hana.
Þótt Kim Jong-un sé lýst sem
arftaka Kims Jong-ils er líklegt að
völdin færist í raun til Kim Kyong-
hui sem er þekkt fyrir að vera öf-
undsjúk og hafa mikla unun af því
að sigra aðra. Svo við snúum okk-
ur aftur að dæmunum í sögu Jap-
ans og Kína má benda á að Sane-
tomo var síðar myrtur og Hojo tók
völdin í sínar hendur og að Xinhai-
byltingin varð til þess að Qing-
ættin missti völdin í Kína þremur
árum eftir að keisaraekkjan dó.
Norður-Kórea 21. aldarinnar er
auðvitað ekki Japan Kamakura-
tímabilsins eða Kína Qing-
ættarinnar, en þótt sagan end-
urtaki sig ekki nákvæmlega getur
þessi samanburður verið lærdóms-
ríkur. Þótt Kimarnir hafi fært
efnahag Norður-Kóreu aftur til
miðalda er orðið algengara en áð-
ur að Norður-Kóreumenn geti not-
að netið og farsíma. Um milljón
farsíma eru nú þegar í notkun í
Norður-Kóreu og hægt er að
sneiða hjá strangri ritskoðun og
öðrum aðgerðum til að hindra upp-
lýsingamiðlun með því að skiptast
á upplýsingum nálægt landamær-
unum. Einnig er hægt að koma
upplýsingum til Norður-Kóreu
með því að nota loftbelgi til að
dreifa bæklingum.
Haldi þessi þróun áfram færist
Norður-Kórea nær dæmunum í
sögu Japans og Kína. Fari svo er
ef til vill ekki langt í byltingu í
Norður-Kóreu, einkum ef tengslin
milli gömlu hershöfðingjanna og
Kim-ættarinnar byrja að trosna.
Eftir Yuriko Koike
» Þótt Kim Jong-un sé
lýst sem arftaka
Kims Jong-ils er líklegt
að völdin færist í raun til
Kim Kyong-hui sem er
þekkt fyrir að vera öf-
undsjúk og hafa mikla
unun af því að sigra
aðra.
Yuriko Koike
Höfundur er fyrrverandi varnar-
málaráðherra Japans og þjóðarör-
yggisráðgjafi. ©Project Syndicate,
2010. www.project-syndicate.org.
Samúræja-reglur Norður-Kóreu
Reuters
Kim Jong-un „Arftakinn mikli“ (fyrir miðju), með nokkrum af æðstu yfir-
mönnum hersins í Norður-Kóreu við minningarathöfn í Pjongjang.