Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 11
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Áramótaförðunin skiptir miklumáli fyrir heildarútlitið. BjörgAlfreðsdóttir, verslunarstjóriMAC í Debenhams, sér hér um áramótaförðun í anda Adele. „Það má segja að ég hafi dregið förð- unarárið 2011 saman í þessari förðun. Hér er áherslan á mjög grafískan eyeliner og skarpar línur með 60’s innblæstri. Þetta hefur verið mikið á tískupöllum og Adele er oft förðuð í þessum dúr,“ segir Björg. Björg bar fyrst primer á húðina og síðan Pro Longwear meik. Á augun notaði hún eyeliner bursta til að bera augn- skuggann á til að ná fram skarpri skygg- ingu. Þá er notað nóg af eyeliner og punkturinn yfir i-ið er fölsku augnhárin sem Björg segir mjög vinsæl yfir áramótin. Á móti áberandi augum er síðan notaður látlaus varalitur í bleikgyllt- um tón. Grafískt og skarpt í áramótaförðuninni Í áramótaförðuninni er allt leyfilegt. Hér er lögð áhersla á áberandi augn- málningu með skörpum línum og 60’s innblæstri. Gerviaugnhár Trixið er að leyfa líminu að bíða á augnhárunum áður en hárin eru sett á, kennslumyndbönd á youtube reynast líka vel. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Gott er að nota síðustu daga ársins til að velta fyrir sér árinu sem er að líða. Gerðir þú allt sem þú ætlaðir þér eða þig langaði? Langar þig kannski að gera eitthvað alveg sér- stakt á næsta ári? Það getur verið fín hugmynd að búa sér til dálitla draumadagbók fyrir næsta ár. Hún þarf hvorki að vera stór né dýr og getur þess vegna verið gömul minn- isbók sem þú finnur uppi í hillu. Skrifaðu niður á eina síðu þá staði sem þig langar að heimsækja, ýmist innanlands eða utan. Skrifaðu niður á aðra síðu það sem þig lang- ar helst að koma í framkvæmd heima fyrir. Haltu þessu svona áfram þar til allt sem þú vilt koma í framkvæmd er komið á blað. Svo er bara að nýta næsta ár til að vinna sig í gegnum listana og að ári má síðan líta yfir þá og sjá svart og hvítu hverju maður hefur afkastað yfir árið. Draumadagbók Sæla Einhvern dreymir kannski um lítið athvarf á strönd í góðu veðri. Afköstin skráð á einn stað Dagbók Skráðu niður væntingarnar. 1. Haute & Naughty, svartur maskari. 2. Primer, notaður undir farðann til að hann endist lengur á húðinni. 3. Varalitur, Sandy B, ljósbleikur með gylltum tónum. 4. Pro Longwear meik. 5. Pro Longwear hyljari. 6. Metal X blautur augnskuggi í dökk- bronsrauðu. Liturinn sést ekki sem slíkur í förðuninni en Björg setti hann fyrst á augnlokin til að fá smá lit og meiri dýpt. 7. Gerviaugnhár eru alltaf jafn vinsæl um áramótin og þykkja augnhárin. SNYRTIVÖRURNAR 1 2 3 4 5 6 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.