Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heilsa Vilt þú bæta heilsuna þína? Auka orkuna eða koma þér í form? Prófaðu Herbalife! Hafðu samband: 774 2924, Baldur. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta ERFÐASKRÁR Meistaranemi í lögfræði tekur að sér samningu erfðaskráa, þannig að öllum lagaskilyrðum sé fullnægt. Aðstoða einnig við málarekstur í stjórnsýslunni og fyrir ýmsum úrskurðarnefndum. Hilmar Þorsteins- son, s. 696 8442, netf. hth56@hi.is Ýmislegt Þráðlaus Kjöthitamælir fyrir grill og ofna 7.490 TRYGGÐU RÉTTA STEIKINGU MEÐ KJÖTHITAMÆLI 3.990 Verð frá Bílar Renault Trafic stuttur 7/2007 Diesel. Ekinn 107 þús. km. Einn eigandi. Vel með farinn. Ódýrasti 2007 bíllinn á markaðinum. Verð: 1690 þús. með vsk. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið 12-18 virka daga. Bílaþjónusta Hjólbarðar Kebek vetrardekk Hönnuð og prófuð í Kanada. 175/65 R 14 11.900 kr. 185/55 R 15 13.900 kr. 185/65 R 15 12.400 kr. 195/65 R 15 12.900 kr. 205/55 R 16 14.900 kr. 205/60 R 16 16.900 kr. 215/60 R 16 17.500 kr. 215/65 R 16 17.990 kr. 205/50 R 17 17.900 kr. Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '11. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Auris '11. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Atvinnuauglýsingar Afgreiðsla Óska eftir starfsmanni, ekki yngri en 18 ára, til afgreiðslu í sjoppu í Kópavogi. Vinnutími frá 10-18. Upplýsingar í síma 564 2325. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Félagar í Félagi skipstjórnarmanna Almennur félagsfundur verður í dag, mið- vikudaginn 28. desember, kl. 14.00 á veit- ingastaðnum Strikinu, Skipagötu 14, Akureyri. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Tilboð/útboð Deiliskipulag Stekkjarholt Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010 er hér með lýst eftir at- hugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Stekkjarholts, frístundabyggð í landi Kala- staðakots Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða frístundabyggðasvæði 13 ha að stærð, alls 10 lóðir. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við samþykkt aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Tillagan ásamt skipulags- og byggingar- skilmálum liggur frammi á skrifstofu Hval- fjarðarsveitar, Innrimel 3, frá 28. desember 2011 til 1. febrúar 2012 á skrifstofutíma, 10.00 til 15.00. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Hval- fjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi, fyrir 1. febrúar 2012 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi.Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20:00 Tekið á móti Jesú Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Bæna- og þakkarstund. Allir hjartanlega velkomnir. Skrifstofan og Basarinn verða lokuð til 2. jan. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ✝ Guðrún Magn-ea Tómasdóttir fæddist 29. apríl 1935 í Rang- árvallasýslu. Hún lést 17. desember síðastliðinn á Landspítalanum, Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Tómas Sig- urðsson ættaður úr Rangárvallasýslu, f. 1890, d. 1983, lengi bóndi á Reynifelli, Rangárvallasýslu, og kona hans, Hannesína Kristín Einarsdóttir, f. 1904, d. 1990, ættuð úr Borgarfirði. Systkini Guðrúnar eru Sig- urður, Ásgeir, Fanney, Guð- jón, Trausti, Unnur, Ármann Reynir sem er látinn og Birg- ir. Guðrún giftist 31. desember 1960 Rögnvald Kjartanssyni, f. 18. júlí 1932, d. 16. júní 2003. Foreldrar hans voru Kjartan Jónsson, lengi bóndi í Bitru, Hraungerð- ishreppi, f. 1908, d. 1984, og kona hans, Sesselja Gísladóttir, f. 1912, d. 2006. Börn Rögnvalds og Guðrúnar eru: 1) Hanna Ósk, f. 1960. 2) Kjartan, f. 1962. 3) Tómas Þröstur, f. 1968. Útför Guðrúnar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 28. desember 2011, og hefst at- höfnin klukkan 13. Mig langar að minnast móð- ur minnar Guðrúnar Magneu Tómasdóttur. Hún var uppalin á bænum Reynifelli í Rangárvallasýslu hjá foreldrum sínum, Tómasi og Hannesínu, ásamt átta systkinum. Mamma talaði oft um sveitina, uppvaxtarárin, foreldra sína, systkini og þá sérstaklega Guðjón bróður sinn en þau voru mikið saman sem börn. Dýrin á bænum voru henni kær, sérstaklega hest- arnir sem hún hafði yndi af og liðu henni aldrei úr minni. Heklugosið 1947 hófst þegar hún var í heimavist á Strönd fjarri Reynifelli. Hún varð smeyk við gosið og varð fegin þegar pabbi hennar kom til að sækja hana á hesti. Skólaganga var stutt, eins og títt var á hennar uppvaxtarárum, tveir vetur í barnaskóla og eitt ár í húsmæðraskóla á Varmalandi í Borgarfirði. Dvölin á Varma- landi var henni mjög minnis- stæð og skemmtileg. Sem ung kona skiptist hún á við systkini sín að vinna fyrir sér og að dvelja á Reynifelli til hjálpar foreldrum sínum. Fór meðal annars á vertíð til Vest- mannaeyja, í vist í Reykjavík og sem kaupakona á bæinn Tungufell í Biskupstungum. Dvölin á Tungufelli var henni kær. Mamma giftist Rögnvaldi Kjartanssyni á gamlársdag 1960. Þau eignuðust þrjú börn, Hönnu Ósk, Kjartan og mig, Tómas Þröst. Einnig átti hún Maríu Berglindi sem tengda- dóttur, sambýliskonu mína. Foreldrar mínir áttu lengst af heima í Kópavogi þar sem þau byggðu sér hús í Víðigrund og bjuggu þar bæði til æviloka. Rögnvald lést árið 2003. Ævin leið við heimilisstörf og störf utan heimilis þegar tími vannst til. Meðal annars í fiski og við ræstingar í Snælandsskóla. Henni fannst það mjög miður þegar heilsan leyfði ekki frek- ari störf í skólanum. Hún var heimakær og vildi lítið fara frá heimilinu en hafði yndi af að fá gesti. Hún taldi mikilvægt og ánægjulegt að hugsa vel um sína á heimilinu. Á sumrin var farið í ferðalag um Ísland þeg- ar kostur var á. Ein ferð var ofarlega í huga hennar, óbyggðaferð á jeppum um Gæsavatnaleið sem farin var 1988. Ávallt hafði hún ánægju af leikhúsferðum og af dýrum og átti nokkra ketti í seinni tíð sem voru henni mjög kærir og skiptu hana mjög miklu máli. Dýrin endurguldu gott atlæti og voru mjög hænd að henni. Árið sem er að líða var mömmu þungbært. Verulega var dregið af henni og í nóv- ember þurfti hún að leggjast inn á spítala. Hún var farin að hressast nokkuð í byrjun des- ember og var beðið eftir plássi á endurhæfingardeild til að byggja upp þrek svo hún kæm- ist aftur heim sem hún þráði mikið og talaði um á hverjum degi. Ekki var búist við öðru en hún kæmist heim um jólin. En þá dundi ógæfan yfir og hún varð skyndilega mjög veik. Það var virkilega sárt fyrir að- standendur að horfa upp á miklar þjáningar hennar og dauðastríð. Þrátt fyrir að henn- ar verði óskaplega mikið sakn- að þá er það viss ró að vita að hún skuli ekki þjást meira og sé búin að fá hvíld. Móðir mín var ósérhlífin, gjafmild, óeig- ingjörn og góðhjörtuð mann- eskja. Það vita þeir sem til þekkja. Tómas Þröstur Rögnvaldsson. Ég vil kveðja elskulega móð- ur mína. Þú varst búin að vera lengi veik og á spítala síðan í nóv- ember. Samt vorum við að vona að þú gætir komið heim í húsið þitt um jólin eins og þú þráðir svo mikið. Þá skall ógæfan yfir. Þér hrakaði mjög mikið og þú lést nokkrum dögum seinna. Mamma var óvenjuleg kona að mínu mati. Hún var jákvæð og óeigingjörn. Höfðingi heim að sækja. Það skapgerðarein- kenni sem einkenndi hana þó mest var hjartahlýja hennar. Sem var einstök. Elsku mamma mín, þín verð- ur sárt saknað. Hvíl í friði. Þín dóttir, Hanna. Guðrún Magnea Tómasdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, "Senda inn minning- argrein", valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eft- ir birtingu á útfarardegi verð- ur greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín- ur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.