Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2011
EINSTAKUR LEIKHÓPUR FRÁ LEIKSTJÓRA
PRETTY WOMAN OG VALENTINE'S DAY
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM KEMUR ÖLLUM Í HÁTÍÐARSKAP
Sarah Jessica PARKER Jessica BIEL Ashton KUTCHER Zac EFFRON
Michelle PFEIFFER Robert DE NIRO Halle BERRY Sofia VERGARA
Katherine HEIGL Josh DUHAMEL Hilary SWANK Jon BON JOVI
Abigail BRESLIN Chris "Ludacris" BRIDGES Hector ELIZONDO
Seth MEYERS Lea MICHELE Til SCHWEIGER
100/100
„MERRILY OUTRAGEOUS,
OVER-THE-TOP FUN“
-ENTERTAINMENT WEEKLY
á allar sýningar merktar með grænu SPARSPARBÍÓ 3D 1.000 kr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLLSÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI
- MARA REINSTEIN
/ US WEEKLY
HHHH
SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK
-BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH -THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHH
MÖGNUÐ
ÞRÍVÍDDARMYND
KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
"EIN BESTA MYND ÁRSINS ÞÖKK SÉ FÆRUM
LEIKSTJÓRA, LEIKURUM OG HANDRITSHÖFUNDI."
- MAGNÚS MICHELSEN, BÍÓFILMAN.IS
HHHH
"ÞAÐ FER EKKERT
ÚRSKEIÐIS HJÁ FINCHER
AÐ ÞESSU SINNI"
- RAGNAR JÓNASSON,
KVIKMYNDIR.COM
HHHH
HHH
- TÓMAS VALGEIRSSON,
KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
GLEÐ ILEG JÓL
JÓLAM
YND
FJÖLSK
YLDUN
NAR Í Á
R
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Fyrir tuttugu árum kom út kvik-
myndin Fanný og Alexander eftir
einn fremsta leikstjóra heims, Ing-
mar Bergman. Þetta átti að vera
kveðjumynd Bergmans og þakk-
arvottur hans til leikhússins. Myndin
hlaut fern Óskarsverðlaun en það
þótti og þykir enn eftirtektarvert
þegar um er að ræða kvikmynd sem
ekki er á ensku. Nú standa yfir æf-
ingar í Borgarleikhúsinu á leikriti
byggðu á myndinni og verður það
frumsýnt hinn 6. janúar næstkom-
andi. Leikritið Fanný og Alexander
var heimsfrumsýnt í þjóðleikhúsi
Norðmanna í Ósló í nóvember 2009
og er uppfærslan sú vinsælasta í sögu
leikhússins. Ida Rún Eyþórsdóttir
fór með hlutverk Fannýjar í Ósló en
hún á íslenskan föður og norska móð-
ur. Hún bjó hér á landi til sjö ára ald-
urs en flutti þá til Noregs með fjöl-
skyldu sinni. Ida var aðeins níu ára
þegar sýningar hófust í Noregi en er
nú ellefu ára. Sýnt var yfir hundrað
sinnum í 750 manna sal og því óhætt
að segja að Ida sé þrátt fyrir ungan
aldur orðin mikill reynslubolti þegar
kemur að leikhúslífinu.
„Ég er í söngleikjanámi í Bårdars-
listdansskólanum. Þjóðleikhúsið í
Ósló leitaði til Bårdars þegar það var
verið að leita að einhverjum til að
leika Fanný og ég var ein af þeim
sem voru sendar í áheyrnarprufu. Og
svo fékk ég bara hlutverkið,“ segir
Ida þegar hún er innt eftir því hvern-
ig það kom til að hún landaði þessu
stóra hlutverki. Ida átti sér draum
um að verða söngkona áður en hún
kynntist leiklistinni en nú hefur
draumurinn stækkað og breyst þar
sem hún stefnir á að gera bæði tónlist
og leiklist að atvinnugrein sinni.
Lyktin og stemningin sitja eftir
En hvernig fannst henni að standa
á sviði fyrir framan fullan sal af fólki
kvöld eftir kvöld? „Mér fannst ekki
eins og ég stæði á sviðinu. Mér fannst
meira eins og ég væri Fanný og leik-
ritið varð líf mitt. Ég sá ekki allt fólk-
ið sem sat í myrkrinu úti í salnum.“
Ida Rún segir reynslu sína dýrmæta
og að hún hafi kynnst mörgu fólki
sem henni þykir vænt um í dag. „Eft-
irminnilegast er allt leikhúslífið, lykt-
in og stemningin baksviðs,“ segir Ida
Rún. Litla leikkonan er þó hvergi
nærri hætt að leika og var einmitt
rétt í þessu að ljúka við að leika lítið
hlutverk í norskum sjónvarpsþætti.
Framundan hjá henni er stórt hlut-
verk þegar hún bregður sér í ljónslíki
og hlutverk Nölu í sýningunni Kon-
ungi ljónanna sem Bårdar setur á
svið.
Líkt og ætíð verða Íslendingar að
forvitnast um hvort Idu Rún finnist
einhver munur á að búa í Noregi og á
Íslandi. „Á Íslandi er himinninn svo
stór en í Noregi eru trén svo stór.
Annars finnst mér munurinn ekki svo
mikill.“ Aðspurð hvort hún ætli að sjá
uppsetningu Borgarleikhússins á
Fanný og Alexander þykir henni það
ólíklegt þar sem hún sér ekki fram á
Íslandsför á næstunni en hana langar
samt sem áður mikið til þess. En á
hún einhver ráð fyrir ungu leikkon-
urnar tvær sem munu skipta með sér
hlutverki Fannýjar hér á Íslandi?
„Það sem ég gerði alltaf áður en ég
fór í fyrsta búninginn minn var að
ganga einn hring um mannlaust svið-
ið og líka leikhúsið sjálft. Þegar leik-
ritið byrjaði leit ég yfir fyrstu rað-
irnar, síðan sneri ég mér við og þá
voru áhorfendurnir horfnir fyrir mér.
En það var bara mín leið. Það verður
hver og einn að finna út hvað hentar
honum. Þær eiga aðallega að hafa
gaman af því að vera á sviðinu og
leika.“
„Leikritið
varð líf mitt“
Ida Rún var aðeins níu ára þegar
hún lék Fannýju í uppsetningu norska
þjóðleikhússins á Fanný og Alexander
Hæfileikarík Ida í hlutverki Fannýjar og meðleikari hennar.
Leikhúslíf Það er oft líf og fjör á fjölunum en Ida segir stemninguna baksviðs eftirminnilega líka.