Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Landsliðskona slasaðist 2. Andlát: Ágúst Einarsson 3. Slys í lokaþætti X-Factor 4. Pamela í Dallas eldist ekkert »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Varsjárbandalagið heldur áramótapartí á Café Rósen- berg í annað sinn í ár. Í fyrra komust færri að en vildu. Sérstakur gestur sveitarinnar í þetta sinnið er Gréta Salóme Stefánsdóttir á fiðlu. Varsjárbandalags- áramót á Rósenberg  Fárið í kringum Mugison virðist engan enda ætla að taka. Nú hafa 30.000 eintök farið í búðir og eru þau óðum að hverfa ofan í Mug- isonóðan landann. Morgunblaðið tók púlsinn á innanbúðarmönnum hjá Kimi Records, sem dreifir plötunni, og forvitnaðist um næstu skref í upp- lagsmálum. »33 Mugison tæmdur úr öllum verslunum  Hljómsveitin Low Roar heldur út- gáfutónleika vegnar samnefndrar plötu á Kex hosteli á morgun kl. 20.00. Sveitin er verk- efni Ryans Josephs Karazija sem hefur verið búsettur hér- lendis í tvö ár. Platan kom út í haust og hefur vakið at- hygli hjá erlend- um miðlum, m.a. NME og Boston Globe. Low Roar spilar á Kex hosteli Á fimmtudag Vestlæg átt, 8-13 m/s SV- og V-lands, en austlægari vindur annars staðar. Víða snjókoma eða él. Frost 0 til 8 stig. Á föstudag Snjókoma SV-lands.Víða frostlaust S- og V-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi SA-átt á V-helmingi landsins, 8-15 m/s undir kvöld með snjókomu, en hægari vindur eystra og létt- skýjað. Frost 0 til 10 stig, minnst við SV-ströndina. VEÐUR Tottenham ætlar sér greinilega að berjast við Manchester-liðin, City og United, um enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu þetta tímabilið. Tottenham saxaði á for- skot City og United í gærkvöldi með öruggum sigri á nýliðum Norwich á Carrow Road þar sem hinn snjalli Gareth Bale skoraði bæði mörk Lundúnaliðsins. »3 Tottenham styrkti stöðu sína Teitur Þórðarson, fyrrverandi þjálf- ari KR-inga í knattspyrnu, gæti ver- ið á leið til Indlands en hann ku vera í samningaviðræðum við félag þar um að taka við þjálfun þess. Teitur hefur starfað sem þjálfari í 24 ár. Hann var síðast við störf í Kanada þar sem hann stýrði liði Vancouver Whitecaps en var leystur frá störf- um í vor. »1 Tekur Teitur Þórðarson við liði í Indlandi? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Hér er komið fullt af snjó, mikið púður og gott færi. Það er spáð góðu veðri og við vonumst til að sem flest- ir mæti í fjöllin. Við erum mjög glöð með þetta,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, en skíða- svæðið í Bláfjöllum var opnað í gær. Veðurfar síðustu daga hefur verið skíðafólki hagstætt og að sögn Magnúsar verður opið frá klukkan 14 til 21 alla vikuna svo lengi sem veður leyfir en styttra á gamlársdag og nýársdag. „Það er búið að vera umhleypingasamt. Það hefur bæði rignt og snjórinn þést, svo hefur líka bætt talsvert í,“ segir hann. Það sem af er vetri hefur verið opið í sjö daga í Bláfjöllum en Magnús segir það ekki sjálfgefið að hægt sé að opna fyrir jól. Að vísu hafi verið opnað 10. nóvember í fyrra en þá hafi verið lokað aftur í byrjun desember og ekki opnað aft- ur fyrr en í febrúar. „Við erum nú þegar komin með svipaðan tíma sem hefur verið opið fyrir jól og vonandi bætist enn eitt- hvað við á milli jóla og nýárs,“ segir Magnús. Búast við 1.500 manns á dag Í Hlíðarfjalli við Akureyri skemmti fólk sér einnig á skíðum í gær en þar verður opið frá kl. 10 til 19 í þessari viku. Að sögn Guð- mundar Karls Jónssonar, forstöðu- manns skíðasvæðisins, lítur veður- spáin ágætlega út fyrir vikuna með breytilegri vindátt og þriggja til sex stiga frosti. „Það er góður snjór í skíðaleiðum þar sem við höfum framleitt snjó og safnað saman. Veturinn hefur verið alveg ágætur. Við opnuðum 3. des- ember og aðsókn hefur aukist. Ver- tíðin byrjar nú samt sjaldnast á fullu fyrr en á milli hátíðanna,“ segir Guðmundur Karl. Búast megi við að um 1.500 manns heimsæki Hlíðarfjall að meðaltali næstu fjóra dagana. Guð- mundur Karl segir að frá því að snjóframleiðsla hófst á Akureyri árið 2005 hafi það færst í aukana að fólk stundi skíði á milli jóla og nýárs. „Það er vegna þess að við erum farin að geta tryggt snjó á milli hátíðanna. Fyrir 2005 opnuðum við á bilinu 1. nóvember til 1. febrúar og eiginlega aldrei í sama mánuðinum tvö ár í röð. Þetta hefur skapað meiri stöðugleika. Við opnum í sömu tveimur vikunum í stað þremur mánuðum áður fyrr,“ segir Guð- mundur Karl. Víðar var opið á skíðasvæðum á landinu í gær. Þannig var opið í Tindastól í Skagafirði og verður opið út vikuna frá kl. 12 til 16. Þá var op- ið í skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði í gær og verður opið fram að helgi frá kl. 14 til 19. Hvítar brekkur víða um landið  Opið í Bláfjöllum, Hlíðarfjalli, Tinda- stól og Oddsskarði á milli hátíðanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Bláfjöll Gríðarleg aðsókn var í brekkur Bláfjalla í gærdag og dæmi um að skíðamenn biðu í röð í um tvær klukkustundir eftir kortum í skíðalyfturnar. Skíðasvæði höfuðborgarsvæð- isins fengu í haust lánaða snjó- byssu sem verið er að undirbúa að nota í Ártúnsbrekku. Magnús Árnason segir að ekki sé ennþá hægt að nota hana í Bláfjöllum því vatn skorti þar. Byssan hefði getað breytt verulega miklu í vetur þar sem logn og kuldi buðu upp á góða framleiðslu. „Við hefðum framleitt gríð- arlegt magn af snjó þá sem hefði enst okkur langt fram eftir vetri,“ segir Magnús. Snjóbyssa breyti miklu SNJÓFRAMLEIÐSLA Dagur Sigurðsson hefur náð óvænt- um árangri með þýska handknatt- leiksliðið Füchse Berlín. Það hefur skotið sterkum liðum aftur fyrir sig og er í öðru sæti. „Það hefur geng- ið virkilega vel að koma handbolt- anum á kortið í Berlín,“ segir Dagur í ít- arlegu viðtali við Morg- unblaðið. »2-3 Gengið vel að koma handboltanum á kortið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.