Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. D E S E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 306. tölublað 99. árgangur
VILL HEFJA
HEKLIÐ TIL VEGS
OG VIRÐINGAR
DANS-
SÝNINGAR
ÁRSINS
FORVITINN, KÁTUR
OG MÁLGLAÐUR
AFMÆLISSTRÁKUR
ÞAÐ BESTA Í LISTUM 30 FIMM ÁRA AÐALSMAÐUR 31ÞÓRA – HEKLBÓK 10
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Fannfergi setti daglegt líf höfuðborgarbúa úr
skorðum í gær. Víða voru bílar fastir í snjósköfl-
um og komust hvorki aftur á bak né áfram.
Fimmtíu snjóruðningstæki voru að störfum í
borginni frá klukkan fjögur í fyrrinótt til tíu í
gærkvöldi. Ekki tókst að hreinsa allar götur af
snjó, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri
á framkvæmda- og eignasviði borgarinnar. Hann
ári um tuttugu milljónir, þar af var kostnaðurinn í
gær um tvær milljónir.
Úrkomubakki kemur upp að suðurströndinni
nú í morgunsárið. Honum fylgir snjókoma og
hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu. „Við búumst
við að það fari að snjóa og hvessa um níuleytið,“
segir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veður-
stofu Íslands. „Síðan bætir smám saman í vind,
það fer í snjókomu og svo slyddu og rigningu. Við
áætlum að það verði um þrjú- til fjögurleytið á
höfuðborgarsvæðinu,“ segir Árni. »14-15
segir erfitt að segja til um hvenær því verki muni
ljúka. „Þetta er geysistórt verkefni. En það er
ekkert til sparað, þetta er í forgangi.“ Sighvatur
segir kostnað við ruðning í ár meira en 300 millj-
ónir.
Í Kópavogi voru tuttugu snjóruðningstæki að
störfum frá fjögur í fyrrinótt og fram á kvöld í
gær. Ekki tókst að ryðja allar götur bæjarins en
stefnt er að því að það verði gert í dag. Að sögn
Örnu Schram, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæj-
ar, er kostnaður bæjarins við snjóruðning á þessu
Reykjavík á kafi í snjó
Áframhaldandi snjókomu spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag Kostnaður
við snjóruðning hleypur á milljónum Mokstur nánast allan sólarhringinn
Fastur í snjó Margir ökumenn á höfuðborgarsvæðinu lentu í því í gær að festa bíla sína í snjó. Gangi spár eftir mun snjóa áfram í dag.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Búvörur hækkuðu mun meira í verði
á síðasta ári en tvö ár þar á undan.
Verðið hækkaði um 2,1% árið 2009
og 1,5% árið 2010, en hækkunin í ár
er 11%. Í ár hækkuðu innfluttar mat-
ar- og drykkjarvörur um 4%.
Það eru ekki síst kjötvörur sem
hækkuðu í ár, en nauta-, svína- og
lambakjöt hækkaði um 19-20%.
Kjúklingar hækkuðu um 9,5%,
mjólkurvörur um 9% og egg um
16%. Verðbólga á árinu var 5,3%.
Guðrún Jónsdóttir, deildarstjóri á
vísitöludeild Hagstofunnar, telur að
ýmislegt skýri þessar hækkanir á
búvöru. Hækkun á innfluttum hrá-
efnum sem landbúnaðurinn þarf á að
halda eins og olíu, áburði og kjarn-
fóðri hafi skilað sér seint í vöruverð
til neytenda. Markaðsaðstæður á
kjötmarkaði hafi einnig verið aðrar í
ár en undanfarin ár. »12
Búvöruverð hækkaði mikið
í ár eftir litlar hækkanir
Morgunblaðið/RAX
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Óánægja er innan stjórnarflokkanna með
fyrirhugaðar breytingar á ráðherraskipan,
sem kynntar verða þingmönnum formlega
síðdegis í dag. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins var staðan þannig á hádegi í gær
að Árni Páll Árnason, efnahags- og við-
skiptaráðherra, og Jón Bjarnason, landbún-
aðar- og sjávar-
útvegsráðherra,
voru á leið úr ríkis-
stjórn og ekki von
á öðrum í þeirra
stað.
Heimildir innan
stjórnarflokkanna
hermdu í gærkvöldi
að staðan væri
óbreytt og að á
þingflokksfundum
stjórnarflokkanna
síðdegis í dag yrðu
lagðar fram tillögur
um að þessir tveir
ráðherrar vikju úr
embættum. Sömu
heimildir herma að
væntanlega verði
einnig stefnt að stofnun nýs atvinnuvega-
ráðuneytis en ekki sé eining um það innan
þingflokks Samfylkingarinnar hvort Árni
Páll eða Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
taki við því.
Af samtölum við þingmenn og ráðherra
mátti merkja óánægju með þessa fyrir-
ætlan. Innan Samfylkingarinnar eru menn
ósáttir við veikingu ráðuneytis efnahags-
mála og það að setja Árna Pál út úr ríkis-
stjórn. Þá hefur Jón notið mikils stuðnings
meðal félagsmanna VG að undanförnu og
má búast við úrsögnum úr flokknum fari
svo að hann verði látinn víkja sem ráðherra.
Óánægja
vegna
breytinga
Jón og Árni Páll lík-
lega á leið úr ríkisstjórn
Þreifingar
» Oddvitar rík-
isstjórnarflokkanna
hafa að undanförnu
átt í viðræðum við
þingmenn Hreyfing-
arinnar þar sem far-
ið hefur verið yfir
mögulega aðild
flokksins að rík-
isstjórninni.
» Hreyfingin segist
ekki gera kröfu til
embætta.
Morgunblaðið/Golli
Spara Fólk sem sparar í lífeyrissjóð
er líka að spara fyrir ríkið.
Þeim fækkar stöðugt sem fá greidd-
an grunnlífeyri frá Tryggingastofn-
un ríkisins. Ástæðan er sú að þegar
greiðslur úr lífeyrissjóðum aukast
skerðist lífeyrir frá TR.
Á síðasta ári fengu um 2.800 færri
einstaklingar greiddan grunnlífeyri
frá TR en árið 2008 þrátt fyrir að
eldri borgurum hefði fjölgað á þessu
tímabili.
Grunnlífeyrir Tryggingastofnun-
ar er núna 32.775 kr. á mánuði. Hann
byrjar að skerðast þegar tekjur elli-
lífeyrisþega fara upp í 215 þúsund á
mánuði og fellur alveg niður þegar
lífeyrisþegar eru með 332 þúsund
krónur í tekjur á mánuði.
Kári Arnór Kárason, fram-
kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa,
gagnrýnir þessar skerðingar. Verið
sé að skerða lífeyri fólks með meðal-
tekjur. Fólk sem sparað hafi í
lífeyrissjóð alla starfsævina spyrji
eðlilega hver sé tilgangurinn þegar
ríkið taki hluta sparnaðarins til sín í
formi skerðingar á grunnlífeyri.
Fyrir 10 árum námu ellilífeyrir og
tekjutrygging Tryggingastofnun
1,7% af landsframleiðslu. Í fyrra var
þetta hlutfall 1,4%. »6
Margir fá ekkert frá TR
Eldri borgurum fjölgar en sífellt færri fá ellilífeyri frá TR
MRáðherraspilin stokkuð »4