Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Bræðurnir Viktor Örn og Ásmundur Steinar Ingvarssynir, sjö ára og
eins árs, þekkja mikilvægi þess að nota ávallt hlífðargleraugu í kring-
um flugelda. Þeir voru ásamt foreldrum sínum að kaupa stjörnuljós og
skottertur í flugeldasölu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi.
„Þetta byrjar alltaf mjög rólega. Það er tvo síðustu dagana sem er
eitthvert fútt í þessu,“ sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttavef Morgun-
blaðsins, mbl.is, í gær. Hann hvetur fólk þó til að vera tímanlega enda
geti orðið þrengsli á morgun.
Kristinn á von á að salan verði svipuð og í fyrra, enda sé yfirleitt
fylgni á milli sölunnar fyrir jól og flugeldasölu.
Bræður kaupa stjörnuljós fyrir gamlárskvöld
Morgunblaðið/Ómar
Mikilvægt að muna eftir
hlífðargleraugunum
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Gosverksmiðjan Klettur ehf. hefur
verið tekin til gjaldþrotaskipta, en
tilkynning þess efnis birtist í Lög-
birtingablaðinu í gær. Líftími verk-
smiðjunnar varð því ekki langur,
fyrstu drykkirnir komu á markað 6.
desember 2010.
Klettur framleiddi drykkina
KlettaGOS og KlettaVATN, með
ýmsum bragðtegundum. Fram-
leiðsla stöðvaðist nú síðsumars þeg-
ar ekki tókst að fá endurfjár-
mögnun. Gosverksmiðjan var
fjölskyldufyrirtæki, stofnað af 25
manna hópi skyldmenna og vina.
Fram kom í tilkynningu, þegar
verksmiðjan var vígð í fyrra, að hug-
myndin hefði vaknað þegar nokkrir
einstaklingar sem höfðu um árabil
starfað erlendis fluttu heim til Ís-
lands og vildu leggja sitt af mörkum
við uppbyggingu atvinnulífsins. Í
hópnum var enginn fagfjárfestir og
enginn þekktur fjárfestir.
Að sögn Magnúsar Guðlaugs-
sonar hrl. sem skipaður hefur verið
skiptastjóri þrotabúsins er ekki um
miklar eignir að ræða því stærstur
hluti af vélasamstæðunni var í eigu
erlenda fyrirtækisins Meeco, sem
seldi fyrirtækinu hana með eign-
arréttarfyrirvara. 9,5% voru fjár-
mögnuð af Ergo, fjármögnunar-
þjónustu Íslandsbanka, og er niður-
rifsverðmæti þess hluta véla-
samstæðunnar metið á um 12
milljónir kr. Eignir fyrirtækisins
sjálfs, sem samanstanda að mestu af
vélahlutum, eru metnar á um þrjár
milljónir en skuldir á 111 milljónir.
Kröfuhafar hafa nú tvo mánuði til að
lýsa kröfum sínum í búið.
Gjaldþrotaskipti
á ársafmælinu
Fjölskyldufyrir-
tæki sem fram-
leiddi gos og vatn
lifði ekki lengi
Sala á smjöri frá MS í desember
jókst um 25% milli ára. „Desember
er yfirleitt toppmánuður í sölu á
smjöri en núna var selt fjórðungi
meira en í fyrra,“ segir Einar Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri MS.
„Við höfðum búið okkur undir
meiri sölu, vorum t.d. íhaldssamir
að flytja út smjör sem var mjög
gott því salan hefur aldrei verið
eins góð og nú. Íslenski jólabakst-
urinn var greinilega tekinn með
trukki og dýfu,“ segir hann en að
auki jókst sala á rjóma um 5% milli
ára.
Aukinn áhugi á matreiðslu
Spurður hvernig standi á þessari
miklu aukningu segir Einar að svo
virðist sem fólk hafi viljað gera vel
við sig í eldamennskunni um jólin.
„Frá hruni höfum við orðið varir
við meiri sölu á
vörum sem not-
aðar eru í
heimamatreiðslu
og -bakstur. Það
er sérstaklega
áberandi í kring-
um hátíðirnar en
þó aldrei eins og
nú.“ Þá segir
hann aukinn
áhuga á mat-
reiðslu einnig hugsanlega skýr-
ingu. „Ef við lítum á sjónvarps-
dagskrána og dagblöðin hefur
aldrei verið jafnmikið af efni um
matreiðslu og nú.“
Að sögn Einars hefur smjör-
neysla á Íslandi, sem og almennt í
Evrópu, aukist undanfarin ár og
má rekja það til breytts viðhorfs í
garð náttúrulegrar fitu. ylfa@mbl.is
Sala á smjöri fyrir jólin
jókst um 25% milli ára
Smjör Gott í elda-
mennskuna.
„Hún er ekki farin að skella á af nein-
um þunga ennþá, en hins vegar sjáum
við fleiri tilkynningar um inflúensulík
einkenni,“ segir
Haraldur Briem
sóttvarnarlæknir,
aðspurður hvort
árstíðabundna
inflúensan sé
byrjuð að dreifa
sér. Fyrsta inflú-
ensutilfelli vetr-
arins var staðfest
á veirufræðideild
Landspítalans
fyrir um mánuði, í
lok nóvember, en það greindist í ís-
lenskum ferðamanni sem var að
koma frá Suður-Asíu.
Flensan kemur gjarnan fyrst upp á
höfuðborgarsvæðinu en dreifist svo
smám saman í norður og austur í
aðra landshluta. Haraldur segir að
útbreiðslan virðist fara rólega af stað
en munstrið sé kunnuglegt.
„Þetta gerist alltaf svona, fyrst
koma nokkur tilfelli en svo fer þetta
að snaraukast. Það hefur ekki gerst
ennþá en má búast við því hvað úr
hverju.“
Landlæknisembættið fylgist vel
með gangi bólusetninga og eru þær á
góðu róli að sögn Haraldar.
una@mbl.is
Flensan
fer rólega
af stað
Má búast við því
að tilfellum snarfjölgi
Haraldur
Briem
„Áramótaveðrið
verður alveg
þokkalegt, milt
og gott framan af
gamlársdegi. Það
er spáð sunnan-
eða suðvestanátt,
5-10 m/sek.,“ seg-
ir Árni Sigurðs-
son, veðurfræð-
ingur á Veður-
stofu Íslands.
„Það verða einhverjar skúrir suð-
vestan- og vestanlands, jafnvel él,
því það fer að frysta á gamlárskvöld.
En það verður bjartviðri um norðan-
og austanvert landið.“ Árni segir að
þótt ganga muni á með éljum á suð-
ur- og vesturhluta landsins muni
þeim slota og á milli koma stjörnu-
bjartir kaflar. annalilja@mbl.is
Þokkalegasta
veður, él sunn-
an- og vestantil
Áramót Éljagang-
ur verður víða.
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is
Sérfræðingar í bílum
BFGoodrich
JEPPADEKK
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Meira en 40% allra frétta í íslenskum
prentmiðlum á árinu sem er að líða
birtust í Morgunblaðinu og rúmt
31% frétta á netmiðlum var á mbl.is,
sem er jafnframt sá fjölmiðill lands-
ins sem birti flestar fréttir, eða
25.860. Þetta kemur fram í úttekt
áramótablaðs Viðskiptablaðsins.
Netmiðlar birtu flestar fréttir, eða
82.802, í prentmiðlum voru 58.882
fréttir og ljósvakamiðlar fluttu
21.572 fréttir árið 2011.
Stjórnmálamenn verma efstu sæt-
in á lista yfir helstu viðmælendur
ljósvakamiðla. Oftast var talað við
Steingrím J. Sigfússon, Jóhanna
Sigurðardóttir er í öðru sæti og Ög-
mundur Jónasson í því þriðja. Af
þeim 20 sem mest er talað við eru 15
karlar og fimm konur. Helstu um-
fjöllunarefni fjölmiðla á árinu voru
stjórnarflokkarnir Vinstrihreyfingin
– grænt framboð og Samfylkingin.
Morgunblaðið og mbl.is í
sérflokki í fréttafjölda 2011
Fjöldi frétta
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
DV Frétta-
blaðið
Morgun-
blaðið
mbl.is visir.is dv.is ruv.is
Prentmiðlar Netmiðlar
7.571
19.471
24.252
25.860
18.102
6.737
14.072