Morgunblaðið - 30.12.2011, Page 6

Morgunblaðið - 30.12.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Sífellt stærri hópur eldri borgara fær engar greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins vegna skerð- inga. Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, segir stefna í að fólk sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla starfsævina fái ekkert frá ríkinu. Hann gagnrýnir þetta og segir skattlagningu lífeyris allt of mikla. Árið 2008 fékk 27.881 greiddan ellilífeyri frá Tryggingastofnun, en í fyrra fengu 25.072 greiddan ellilífeyri. Þessi fækkun varð þrátt fyrir að eldri borgurum sé að fjölga. Um síðustu áramót voru 33.883 einstaklingar eldri en 67 ára. Árið 2000 var 16% munur á fjölda þeirra sem fengu ellilífeyri frá TR og þeirra sem voru 67 ára og eldri, en í fyrra var þessi mun- ur 35%. Fyrir 10 árum nam ellilíf- eyrir og tekjutrygging TR 1,7% af landsframleiðslu. Í fyrra var þetta hlutfall 1,4%. Byrjar að skerðast við 215 þúsund króna mánaðarlaun Kári Arnór sagði að lífeyris- sparnaður væri mjög mikið skatt- lagður í dag. „Í fyrsta lagi greiða menn fullan tekjuskatt þegar af greiddum lífeyri lífeyrissjóðanna. Í öðru lagi hefur þessi ríkisstjórn og ríkisstjórnir þar á undan sífellt verið að tekjutengja meira af greiðslum frá Tryggingastofnun, sem er auðvitað ekkert annað en skattlagning á þennan sparnað. Núna eru lífeyrissjóðirnir komnir með um 60% af öllum greiddum lífeyri í landinu og ríkið er hægt og bítandi að losa sig alveg út úr því að greiða eftirlaun til lands- manna. Það stefnir í það að mjög stór hópur Íslendinga muni ekki fá eina einustu krónu frá ríkinu. Ég er þá að tala um fólk sem er með meðallaun. Þegar það er búið að borga í lífeyrissjóð alla starfsæv- ina fær það ekki neitt frá ríkinu.“ Kári Arnór sagði að menn hefðu ætlað að byggja upp lífeyriskerfi sem hvíldi á þremur stoðum, þ.e. á grunnlífeyri frá TR, lífeyri frá líf- eyrissjóðum og séreignasparnaði sem væri valfrjáls. Nú væri ríkið að taka í burtu eina stoðina, sem er grunnlífeyririnn. Grunnlífeyrir TR er í dag 32.775 kr. á mánuði. Grunnlífeyririnn byrjar að skerðast þegar tekjur ellilífeyrisþega fara upp í 215 þús- und á mánuði og falla alveg niður þegar lífeyrisþegar eru með 332 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Ef fólk er með 270 þúsund krónur í tekjur greiðir TR um 19 þúsund krónur til viðbótar í ellilífeyri og tekjutryggingu. Þegar búið er að draga skatt af greiðslunum sitja eftir 186.667 krónur.  Eftir því sem lífeyrissjóðir styrkjast og greiða meira í ellilífeyri dregur ríkið úr greiðslu grunnlífeyris  Framkvæmdastjóri Stapa gagnrýnir mikla skattlagningu ríkisins á greiðslur úr lífeyrissjóðum Sífellt fleiri fá ekkert frá TR Fjöldi ellilífeyrisþega hjá Tryggingastofnun Ellilífeyrisþegar hjá TR 67 ára og eldri 34.000 32.000 30.000 28.000 26.000 24.000 22.000 20.000 2000 2010 Heimild: TR 25.123 25.072 27.881 (2008) 29.097 32.408 33.883 Lífeyrissjóðurinn Stapi ætlar ekki að taka þátt í fjármögnun nýs Landspít- ala vegna nýrrar skattlagningar á líf- eyrissjóðina. Sjóðurinn þarf á næsta ári að greiða um 100 milljónir í þenn- an skatt sem er álíka mikið og allur rekstarkostnaður sjóðsins. Breytingar voru gerðar á frum- varpi um skattlagninguna og for- sætisráðherra og fjármálaráðherra gáfu fyrirheit um að tekið yrði tillit til skattlagningarinnar þegar ákvarðanir yrðu teknar um jöfnun lífeyrisréttinda. Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa, segir yfir- lýsingar ráðamanna óljósar og menn viti ekki hvort hægt sé að treysta þeim. Stapi skrifaði velferðarráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráð- herra bréf fyrr í þessum mánuði þar sem segir að líf- eyrissjóðurinn muni ekki taka þátt í að fjár- magna byggingu nýs spítala. Kári Arnór segir Stapa ekki treysta sér til að fara í samstarf við ríkið um þetta verkefni meðan ríkið sé að taka ný skref í skattlagn- ingu á lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóð- irnir höfðu áður heitið því að taka þátt í fjármögnun nýs spítala. Kári Arnór segir að ekki sé komið að því að sjóðirnir þurfi að skrifa undir skuldbindingar í þessu máli og því óljóst hvort fleiri séu sömu skoð- unar. egol@mbl.is Lífeyrissjóðurinn Stapi fjár- magnar ekki nýjan spítala Kári Arnór Kárason Mannanafnanefnd kvað nýlega upp þrjá úrskurði um skráningu eiginnafna á mannanafnaskrá. Eftirfarandi nöfn hlutu samþykki nefndarinnar: Fjarki, Tía, Bertram, Aðaldal, Jósebína, Trú, Krossdal, Þeódís, Marínó, Sólín, Koggi, Kaspar, Ólivía, Silli, Sæi og Gunnharða. Þau voru því öll skráð inn á mannanafnaskrá sem samþykkt eiginnöfn. Hins vegar sá Mannanafnanefnd sér ekki fært að samþykkja nafnið Emilia, en ritháttur þess nafns þótti ekki vera í samræmi við almennar rit- reglur íslensks máls þar sem bókstafurinn „a“ er ekki ritaður á eftir ein- hljóðinu „i“. Þrátt fyrir að samtals níu konur beri þetta nafn hérlendis, og sú elsta þeirra hafi fæðst árið 1992, taldi nefndin að ekki væri hefð fyrir þessum tiltekna rithætti. Nefndin hafnaði því nafninu með tilvísun til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. skulih@mbl.is Fjarki og Tía heimil nöfn en ekki Emilia Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa í mörgu að snúast þessa dagana því auk þess að sjá um að ryðja burt snjó eru þeir í óðaönn að undirbúa áramótabrennur um alla borg en kveikt verður í bálköstunum að venju á gamlárs- kvöld. Brennurnar verða tíu talsins á Reykjavíkursvæð- inu í ár, fjórar stórar og sex sem eru minni í sniðum. Að sögn Þorgríms Hallgrímssonar, rekstrarstjóra á hverfastöð framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur- borgar, hafa starfsmenn borgarinnar verið uppteknir við snjómoksturinn og því fór undirbúningur við brennurnar örlítið seinna af stað en vanalega. Talsverð vinna liggur í þeim undirbúningi sem felst meðal annars í því að taka á móti efniviði auk þess sem setja þarf sand á öll eldstæði. Sandpúðum er staflað undir eldiviðinn sem síðan eru fjarlægðir á nýársdag ásamt öllu því afgangsdóti sem liggur eftir. Eldiviðurinn í brennurnar kemur að langstærstu leyti frá fyrirtækjum sem losa sig við vörubretti og afgangs- timbur. Þannig leggja þau til hreint timbur sem er, að sögn Þorgríms, besta efnið í brennurnar. Eitthvað er einnig um að sölustaðir jólatrjáa losi sig við afgangstré. Það er hins vegar liðin tíð að íbúar hverfanna leggi sjálfir til eldivið en mörg ár eru síðan tíðkaðist að tína til dót úr bílskúrum og geymslum á brennur, enda í mörgum til- vikum um hættuleg efni að ræða sem henta alls ekki til brennslu. Bannað að vera með flugelda við brennur Áramótabrennur eru fyrir löngu orðnar hluti af ný- ársfögnuði landsmanna og eru að margra mati nauðsyn- legur liður í hátíðarhaldinu. Þorgrímur segir brennurnar halda vinsældum sínum milli ára og fjöldi gesta sem þær sæki standi nokkurn veginn í stað. Þær eru vinsælar hjá fjölskyldum enda þyki börnunum spennandi að fylgjast með eldinum loga, hitta vini og kveikja á stjörnuljósum. Hlutverk brennanna er því ekki síst að vera samkomu- staður nágranna, ættingja og vina og hjá mörgum hefur skapast sú hefð að hittast árlega við brennu og jafnvel skála þar fyrir nýju ári. Aðspurður um slys við brennur segist Þorgrímur ekki vita til þess að nein slys hafi orðið við brennur síð- ustu ár. Eflaust spilar þar inn í meðvitund foreldra um hættur sem af eldinum kunna að stafa auk þess sem bannað er að vera með flugelda í námunda við brenn- urnar þrátt fyrir að þær reglur séu í einhverjum tilfellum virtar að vettugi. Stærð brennanna ræðst enn fremur af mati Eldvarnareftirlitsins og af aðstæðum á hverjum stað fyrir sig þannig að öryggis er gætt í hvívetna. Brennurnar tíu verða haldnar á sömu stöðum og í fyrra svo fólk getur leitað á kunnuglegar slóðir til að fagna nýju ári í góðra vina hópi. Hefð að skála fyrir nýju ári við brennur  Slys fátíð í tengslum við þessa vinsælu fjölskylduskemmtun Morgunblaðið/Kristinn Brenna Í ár eru tíu áramótabrennur víðs vegar um höfuðborgina, en þær njóta stöðugra vinsælda. 15% afsláttur Fæst án lyfseðils N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R af öllum styrkleikum og pakkningastærðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.