Morgunblaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 ESB sendi búrókrata með hrað-pósti til Ítalíu og Grikklands þegar lýðræðislega kjörnir leiðtog- ar voru settir af. Endingartími þeirra virðist þó stuttur eins og Evrópuvaktin bendir á:    Ný ríkisstjórn íGrikklandi hefur misst flugið að mati Der Spiegel. Hún stendur ekki við gefin loforð, hef- ur misst tiltrú al- mennings og sund- urlyndi einkennir samskipti ráðherra. Til marks um þetta segir Spiegel, að Grikkir hafi þurft að ná samkomulagi við lánardrottna sína um 50% af- skriftir af skuldum Grikkja fyrir áramót en fyrirsjáanlegt sé að það takist ekki.    Vaxtastigið veldur ágreiningi.Grikkir hafa skuldbundið sig til að selja ríkiseignir fyrir 50 milljarða evra fyrir árið 2015 en til þessa hafa þeir selt fyrir 1,7 millj- arða evra. Skýringin er sú, að stjórnvöld segjast fyrst þurfa að ná samkomulagi um afskriftir við lán- ardrottna.    Loforð um uppsagnir 30 þúsundopinberra starfsmanna eru eitt allsherjar „fíaskó“. Búið er að segja upp 1.000 opinberum starfs- mönnum. Loforð um að skera líf- eyri niður um 15-40% hafa ekki ver- ið framkvæmd.    Stuðningur við ríkisstjórnina hef-ur hrapað úr 48% í 26%. Vantrú á Papademos forsætisráð- herra hefur aukist úr 38% í 65%.“    Og á Ítalíu gengur búrókrata-veldið ekki mikið betur, ef marka má síðasta útboð rík- isskuldabréfa þar. Papademos Búrókratar að bila? STAKSTEINAR Mario Monti Veður víða um heim 29.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -3 skýjað Akureyri -4 alskýjað Kirkjubæjarkl. -2 skýjað Vestmannaeyjar -1 snjókoma Nuuk -12 snjókoma Þórshöfn -1 skýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Stokkhólmur 5 skúrir Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 3 skúrir Brussel 7 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 skúrir London 10 skýjað París 6 skýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 5 skúrir Berlín 6 skýjað Vín 5 skýjað Moskva -2 skýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 11 skýjað Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -7 þoka Montreal -17 léttskýjað New York -3 heiðskírt Chicago 2 léttskýjað Orlando 12 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:40 ÍSAFJÖRÐUR 12:06 15:05 SIGLUFJÖRÐUR 11:51 14:46 DJÚPIVOGUR 11:00 15:00 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Nokkuð hefur dregið úr fjölda fæð- inga á landinu í ár eftir stóra ár- ganga síðustu ár en Morgunblaðið kannaði stöðuna á nokkrum fæðingardeildum á landinu í gær, þremur dögum fyrir áramót. Búið var að skrá 4.333 fæðingar á hádegi að sögn Guðrúnar Garð- arsdóttur, ritara hjá Landsskrá fæðinga. Fæðingum hefur vænt- anlega eitthvað fjölgað síðan í gær, auk þess sem inni í tölunni eru ein- hverjir fleirburar. Alls fæddust 4.907 börn á síðasta ári skv. Hag- stofu Íslands. Færri börn fæðast í Reykjavík Það sem af er árinu eru fæðingar á fæðingardeildum Landspítalans, Hreiðrinu, fæðingargangi og með- göngu- og sængurlegudeild, 3.225 en fæðst hafa fleiri börn en þessi tala gefur til kynna þar sem inni í henni eru um 50 tvíburar. Í fyrra voru fæðingarnar 3.420 og inni í þeirri tölu 62 tvíburar að sögn Guð- rúnar Eggertsdóttur, yfirljósmóður á Landspítalanum. Verulega hefur dregið úr fjölda fæðinga á Akureyri frá árinu 2010. Það sem af er ári hefur 391 kona fætt þar, þar af eru fjórar tvíbura- fæðingar og því alls fædd 395 börn á Akureyri í ár. Á sama tíma í fyrra voru 511 fæðingar og urðu alls 515 að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, yfirljósmóður á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að meðaltali hafi fæðst um 430 börn á Akureyri síðustu 20 árin og árið í ár verði því undir með- altalinu. Hún segir ekki óeðlilegt að aftur dragi úr fæðingum eftir svo stór ár sem 2009 og 2010 voru og þetta komi þeim því ekki á óvart. Væntanleg nýársbörn? Fæðingum hefur einnig fækkað á Akranesi eftir metár í fyrra þegar fæðingar voru 360. Í ár stefnir í að þar fæði 300 konur en skráðar fæð- ingar eru 299, þar af þrjár tvíbura- fæðingar, og tvö til þrjú börn eru á leið í heiminn næstu daga. Í Neskaupstað hefur fæðingum fækkað nokkuð frá fyrra ári. Þá fæddust 87 börn en nú við lok árs hafa fæðst 63 börn. Engir fleirburar fæddust þar á tímabilinu. Á Ísafirði fjölgar lítið eitt. Þar hafa 59 börn fæðst í ár en eitt eða tvö gætu bæst við í lok árs. Í fyrra fæddust þar 55 börn. Alltaf er eitthvað um heimafæð- ingar og í ár er búið að skrá um 93 yfir landið en í fyrra voru þær 83. Færri börn fæðast í ár eftir aukningu á undanförnum árum  Heimafæðingum fjölgar milli ára og þegar eru skráðar 93 á landinu öllu Morgunblaðið/Kristinn Nýfædd Íslendingum fjölgar ekki eins hratt í ár og síðustu ár. Andri Karl andri@mbl.is Heildarvelta í viðskiptum með kreditkortum frá Visa jókst í októ- ber, nóvember og desember þessa árs ef miðað er við sömu mánuði í fyrra. Mest var aukningin í október og það í öllum flokkum. Bendir það til að jólaverslunin hafi hafist óvenju snemma þetta ár. Valitor birti í gær svonefnda Val- itor-vísitölu sem sýnir þróun kredit- kortaviðskipta undanfarna mánuði. Margt athyglisvert má sjá úr þeim tölum, ekki síst þegar veltan er bor- in saman við sömu mánuði í fyrra. Þannig má sjá, að notkun ís- lenskra Visa-kreditkorta erlendis var 20,7% meiri í október á þessu ári en því síðasta og 13,8% meiri í nóv- ember á þessu ári en sama mánuði í fyrra. Lítið keypt í desember Þegar aðeins er skoðuð velta í matvöruverslunum og stórversl- unum sést bersýnilega að Íslend- ingar voru tímanlega á ferðinni þeg- ar kom að innkaupum fyrir jól. Ef bornir eru saman október í ár og í fyrra má sjá að 23,1% aukning var á veltunni milli ára. Í nóvember nam aukningin tæpum tólf prósentum en dróst hins vegar saman um heil 17,4% í desembermánuði. Svipuð þróun var þegar litið er til matvöru, eldsneytis og áfengis en aukningin í október milli ára nam 22,4%, í nóvember 12,5% en veltan dróst saman um rúm átta prósent í desember. Þetta er ekki síst athygl- isvert þegar litið er til þess að velta í áfengisverslunum jókst um tæp átta prósent milli desembermánaða, og um rúm fjögur prósent á sölustöðum eldsneytis. Samdráttur í desember Þegar litið er til heildarveltu Visa-kreditkorta innanlands má sjá að hún jókst um 17,2% milli október sl. og á síðasta ári, um 8,7% í nóv- ember en 3,9% milli desember í ár og fyrra. Þá er miðað við tímabilið frá 22. hvers mánaðar til 21. næsta mánaðar. Þegar hins vegar er skoð- að tímabilið 1.-24. desember má sjá að 4,5% samdráttur varð milli ársins í ár og fyrra. Jólaverslunin hófst óvenju snemma  Töluverð aukning í veltu íslenskra kreditkorta utanlands síðustu mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.