Morgunblaðið - 30.12.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 30.12.2011, Síða 11
Látlaus Kjóll sem svipar nokkuð til hefðbundins sarís. Litríkt Áberandi, bleikur litur. Stílhreint Jakki og pils skreytt á fal- legan hátt með belti og tölum. Höfuðdjásn Indversk áhrif. Lagerfeld dró ekki úr glæsilegheitunum og breytti Grand Palais í stórt matarboð. Ingibjörgu og Lilju Birg- isdætur. Inga er myndlist- arkona en Lilja ljósmyndari og þær hafa unnið mikið saman. Þær eru ótrúlega flinkar konur þessar tvær og allt sem þær snerta verður fallegt. Og þessi áhersla á útlitið hefur skilað sér, ég er afskap- lega ánægð með útkomuna.“ Heklaði upp úr sér En hvers vegna heitir bókin Þóra? „Þetta er nafn langömmu minnar, ömmu Lólu, en hún kenndi mér að hekla þegar ég var tíu ára. Amma Lóla féll frá þegar ég var 13 ára en ég tók heklkunnáttuna með mér út í lífið og heklaði áfram þótt enginn væri að kenna mér. Ég kunni ekkert að fara eftir uppskrift, gerði bara það sem ég kunni og heklaði upp úr mér alls konar fjör, þótt ég vissi ekkert hvað lykkjurnar hétu. Ég heklaði heilu teppin og ég prjón- aði ekkert annað en ullarsokka í mörg ár, en ég hef alltaf verið mikil hannyrðakona og mér er umhugað um nýtni og hverskonar heimilis- iðnað. Ég var orðin 25 ára þegar ég lærði að fara eftir hekluppskrift, en það var einmitt uppskrift með táknum. Það höfðaði til mín að hafa þetta sjón- rænt og ég ákvað að hafa þetta þannig í bókinni. Ég rakst á slíka uppskrift í Mexíkó og í framhaldinu fór ég að hekla skipulega, þó svo að ég breyti alltaf einhverju. Það er mjög gott að kunna að lesa uppskrift af því þannig lærir maður nýja tækni og verður fyrir vikið enn færari í því að gera sitt eigið.“ Ekki bara frumsamið Uppskriftirnar eru ýmist hann- aðar af Tinnu eða gamlar og góðar sem hafa lengi verið til. „Þetta er rík- ur menningararfur og það er mikið til af uppskriftum sem eiga sig bara sjálfar. Ég vildi ekki hafa allar upp- skriftirnar frumsamdar af mér af því það er galið að sleppa öllum þessum grundvallarhlutum sem til eru, þó svo að hver og einn geti útfært eftir eigin höfði. Ég vil halda heklinu á lofti og miðla áfram því sem heklandi konur hafa verið að gera í gegnum aldirnar,“ segir Tinna sem var ein þeirra sem tóku þátt í ullargraffinu, að setja hekl utan um tré. „Ég og vin- kona mín Auður Alfífa skreyttum tré í Lækjargötu og það var hluti af vinnunni fyrir bókina af því mig lang- aði svo til að hafa mynd af þessu í bókinni, til að sýna hvernig hægt er að nota heklfestuprufur til að skreyta umhverfið.“ Hekluð bókamerki Eina af fallegu síðunum í bókinni. Teppi Eitt af dásamlegu teppunum í bókinni. Morgunblaðið/Ómar Ullargraff Tréð góða í Lækjargötu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Nú árið er næstum því lið-ið og ég á eftir að gerasvo margt sem ég lofaðiað gera síðasta gaml- árskvöld.“ Fyrir áramótin verður mér oft hugsað til þessa söngtexta sem sunginn var í áramótaskaupinu fyr- ir allmörgum árum. Gott ef það var ekki bara árið 1990 og eitthvað. Eða þar um bil. Nokkuð langt síð- an, í það minnsta. Mig minnir að ég hafi ekki lofað miklu síðasta gamlárskvöld. (Nema það hafi verið eftir nokkur freyði- vínsglös og það er ekki að marka). Alla vega finnst mér ég hafa náð að gera flest það sem ég ætlaði mér þetta árið. Aðallega ætlaði ég mér að ljúka meistaranámi mínu. Eftir nærri níu mánaða meðgöngu tókst mér að skila lokaverkefninu. Svo það væri kannski réttast að kalla 2011 meistaraárið. Eða ár meist- aranna. Ég var jú nærri grátandi af gleði á stofugólfinu þegar KRingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum mánuðum. Mér hefur reyndar ekki tekist enn þá að taka til í skrifstofu- herberginu né geymslunni. Því lof- aði ég sjálfri mér eftir ritgerðar- skrifin. En svo bara skrapp ég til Akureyrar, fór svo í nokkur partí, fann mér mann og átti góðar stund- ir með þeim sem eru mér kær- astir. Ég veit ekki með þig en mér finnst oft skemmtilegra að gera bara það sem býðst hverju sinni. Þess vegna er best að vera ekkert að lofa allt of miklu. Eða lofa sér í hitt og þetta. Hæfilegi kæru- leysisgírinn er bestur, held ég bara. En nú stytt- ist í gamlárs- kvöldið og það hefur alltaf sinn sjarma. Maður verður dálítið meyr (það kemur smám sam- an með aldrinum) og umfram allt þakk- látur og glaður. Það er viss spenna sem fylgir þessu kvöldi. Flest- ir eru í miklu stuði og bíða spenntir eftir að geta hakkað í sig matinn og síðan skaupið. Jafnvel áð- ur en það er byrjað. Gamlárskvöldi fylgir líka það að klæða sig upp og ég set oft spöng í hárið með fjöðrum og skrauti. Mér finnst það tilheyra á gamlárskvöld að líta dálítið út eins og glitrandi flugeldur. Svo er bara að fagna nýja árinu, skreppa á brennu og horfa á okkur Íslend- ingana fíra upp flugeldum eins og enginn sé morgundagurinn. Segja má að Íslendingar missi lítillega vitið á gamlárskvöld. Ja, sé miðað við þær upphæðir sem við skjótum upp í loftið. En þetta til- heyrir jú þjóðarsálinni og gamlárs- kvöldið væri ekki eins án æsings- ins. Ég viðheld þeirri hefð að koma ekki nálægt eldamennskunni á þessu ágæta kvöldi. Held mig frek- ar við það sem ég kann og gríp hristarann í hönd. Ætla ekki einu sinni að lofa sjálfri mér að vera búin að læra að elda kalkún næsta gaml- árskvöld enda á ég örugg- lega ekkert eftir að standa við það ... Þrátt fyrir það er ég viss um að ég eigi eftir að upplifa margt og læra eitthvað nýtt á næsta ári. Það er einmitt það sem er svo spennandi við hvert nýtt ár. PS: Bókin virkaði að lokum. Lofa sjálfri mér að skipta um mynd árið 2012. »Aðallega ætlaði égmér að ljúka meist- aranámi mínu. Eftir nærri níu mánaða meðgöngu tókst mér að skila lokaverk- efninu. Svo það væri kannski réttast að kalla 2011 meistaraárið. HeimurMaríu María Ólafsdóttir maria@mbl.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.