Morgunblaðið - 30.12.2011, Page 15

Morgunblaðið - 30.12.2011, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Munið að slökkva á kertunum Munið að algengasta orsök kertabruna er röng meðferð kerta Slökkvilið höfuborgasvæðisins Morgunblaðið/Kristinn afnvel skafrenningi sem fer yfir í slyddu og rigningu síðdegis og í kvöld. Morgunblaðið/RAX Ófærð Margir borgarbúar þurftu að grípa til skóflunnar góðu í gær. Morgunblaðið/RAX Uppstytta Jólalegt var um að litast í borginni þegar stytti upp á milli élja. Snjódýptin sést hér vel ef mið er tekið af drengjunum ungu sem örkuðu ásamt hundi eftir gangstétt sem búið var að ryðja í Reykjavík. Morgunblaðið/RAX Leikur Þótt snjórinn væri mörgum til trafala leiddist þessum krökkum ekki að leika sér í stórum snjósköflunum í hverfinu sínu. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna snjómoksturs stendur í rúm- um 300 milljónum króna á þessu ári, en gæti átt eftir að hækka enn meir miðað við umfangið í gær. Þá voru um 50 ruðningstæki og 75 manns að störfum við moksturinn í Reykjavík, bæði borgarstarfsmenn og verktakar. Meira gæti þurft að moka í dag og á morgun. Sighvatur Arnarsson, skrif- stofustjóri á framkvæmda- og eignasviði borgarinnar, segir kostnaðinn í desember skipta tug- um milljóna króna og enn eigi reikningar eftir að koma í hús. Áætlun ársins hljóðaði upp á 200 milljónir króna, sem er sambærileg tala og moksturinn kostaði á síð- asta ári. Árið 2009 var kostnaður- inn 260 milljónir, á verðlagi þess árs, og 380 milljónir árið 2008, sem aðallega var vegna hálkuvarna frekar en mikils snjómoksturs. Sighvatur segir nægar saltbirgð- ir fyrir hendi, eða 650 tonn, til að dreifa á snævi þaktar götur borg- arinnar og von sé á saltskipi 2. jan- úar nk. með 3.500 tonn. Að jafnaði fara um 50 tonn af salti á dag í Reykjavík að vetri til en hefur mest farið upp undir 200 tonn. 50 ruðningstæki að störfum í borginni í gær og kostnaðurinn yfir 300 milljónir í ár Morgunblaðið/Kristinn Heildarakstur snjóruðningstækja í desember er áætl- aður um 400.000 kílómetrar, eða um tífalt ummál jarðar, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Kostnaður Vegagerðarinnar á fyrstu ellefu mánuðum ársins við vetrarþjónustu nam 1.421 milljón króna. Allt stefnir í að kostnaðurinn verði 1.900 milljónir króna í ár í vetrarþjónustu, þar af er kostn- aðurinn um 500 milljónir króna í desember einum. Heildarfjárveitingar til vetrarþjónustu voru 1.630 millj- ónir króna fyrir árið 2011 en G. Pétur segir þörf hafa verið á 2.500 milljóna króna fjárveitingu. Hann segir ár- ið hafa verið óvenjuerfitt og þá sér í lagi vegna þess að hálkuvarnir stóðu fram í miðjan júní eða einum og hálfum mánuði lengur en venja er. Saltnotkun í desember er um 4.000 tonn sem þýðir saltkostnað upp á um það bil 100 milljónir króna, að sögn G. Péturs, en hann bendir jafnframt á að salt hafi hækkað mjög í verði. Moksturinn hjá Vegagerðinni í desember jafngildir tíu ferðum umhverfis jörðina Mokið meiri snjó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.