Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 16

Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Seðlabanki Danmerkur seldi nýlega tvo flokka af ríkisvíxlum með neikvæð- um vöxtum. Slíkar aðgerðir af hálfu seðlabanka þykja afskaplega sjaldgæf- ar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frétt á vefsíðu danska við- skiptablaðsins Børsen. Í öðrum flokkinum voru ríkisvíxlar með mínus 0,21% vöxtum og 59 daga lánstímabil. Í hinum flokknum voru síð- an ríkisvíxlar með mínus 0,07% vöxtum og 151 dags lánstímabil. Að sögn Steens Bocians, aðal- hagfræðings Danske Bank, bendir þetta til þess að fjárfestar sækist eftir örugg- ari fjárfestingum en áður. Mínusvextir á víxlum ● Fjárfestingafélag Hannesar Smárasonar, FI fjárfestingar ehf., hef- ur verið tekið til gjald- þrotaskipta, samkvæmt tilkynningu í Lögbirt- ingablaðinu. Félagið, sem áður hét Fjárfestingafélagið Primus ehf., fékk tvö lán hjá Glitni í lok ársins 2007, sem standa nú í 4,7 milljörðum. Hannes gekkst í 400 milljóna króna sjálfskuld- arábyrgð vegna lánanna og fellur hún því á hann þar sem þrotabú félagsins á ekki fyrir skuldum. Héraðsdómur hefur staðfest fyrsta veðrétt í atvinnuhúsnæði Hannesar og fimm sumarbústaðalóðum. Félag Hannesar Smára- sonar gjaldþrota ● Eignarhaldsfélag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Capital ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, sam- kvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. 101 Capital ehf. átti fyrir hrun meðal annars hlutabréf í FL-Group, en þær eignir félagsins voru í apríl 2008 færðar yfir í Styrk Invest, sem áður hét BG Capital og varð síðar gjaldþrota. Sérstakur saksóknari hefur til rann- sóknar lánveitingar Glitnis banka fyrir hrun til Baugs, Landic Property og 101 Capital vegna kaupa á danska fast- eignafélaginu Keops. 101 Capital tekið til gjaldþrotaskipta Jafnmargir símar seldust fyrir þessi jól hjá Símanum og í jólaversluninni árið 2007. Að sama skapi var með- alverð þeirra síma sem seldust mest um tvöfalt hærra en það var árið 2007. Snjallsímar seldust best og voru 67% allra seldra farsíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Símanum þar sem haft er eftir Margréti Stefánsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Símans, að „við fáum ekki betur séð en að fólk hafi verið tilbúið að eyða meiri fjármunum í símana nú en 2007“. Hún segir að þrátt fyrir að spjaldtölvur hafi verið vinsælar fyr- ir þessi jól þá virðist það hafa verið snjallsímar sem voru jólagjöfin í ár. „Við sjáum gríðarlegan vöxt í seld- um snjallsímum frá því í fyrra en þá var hlutfall snjallsíma 33%, en var núna 67%. Sá sími sem var í öðru sæti hjá okkur yfir mestu seldu sím- ana er Samsung Galaxy S II og kostar tæplega hundrað þúsund krónur.“ Í tilkynningu frá Símanum segir auk þess að vöxtur í sölu á Android- snjallsímum hafi verið meira en þre- faldur á milli ára, en í fyrra nam hlutfall slíkra síma 15% en var kom- ið í 56% fyrir þessi jól. Jafnmargir símar seld- ust um þessi jól og 2007  Meðalverð mest seldra síma um tvöfalt hærra en árið 2007 Vinsæll Samsung Galaxy S II, sem kostar tæplega 100 þúsund, er næstmest seldi síminn hjá Símanum á þessu ári. FRÉTTASKÝRING Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þegar skoðaðar eru tölur frá Hag- stofu Íslands sést aukning í innflutn- ingi sjónvarpstækja á milli áranna 2010 og 2011. Fyrstu tíu mánuði árs- ins 2010 voru flutt inn 15.940 sjónvörp en fyrstu tíu mánuði ársins 2011 voru flutt inn 17.951 sjónvörp. Það er aukning uppá tæp 8% á milli ára. Þeg- ar innflutningur á þvottavélum á sama tímabili er skoðaður er munur- inn nánast enginn, eða 9601 á fyrstu tíu mánuðum 2010 en 9686 á árinu 2011. Þessar niðurstöður ríma við til- finningu þeirra aðila sem eru á mark- aðnum og Morgunblaðið ræddi við. Hrun eftir hrunið Eins og sést á grafinu sem unnið er eftir upplýsingum frá Hagstofu Ís- lands náði innflutningur á sjónvarps- tækjum og þvottavélum hámarki árið 2007 en þá voru 33.917 sjónvarpstæki flutt inn, að verðmæti 1,8 milljarðar króna. Árið 2009 er innflutningur á sjónvörpum kominn niður í 14.486, að verðmæti 1 milljarð króna. Sama á við hvað varðar innflutning á þvottavél- um en 2007 voru fluttar inn 22.839 vélar að virði 651 milljónir króna en 2009 var innflutningur dottinn niður í 10.170 vélar að verðmæti 491 millj- ónir króna. „Já, salan hrundi árið 2008,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko en það fyrirtæki er stórt á raf- tækjamarkaði. „Við erum í góðum samskiptum við viðgerðarverkstæði og eftir hrunið fór allt á yfirsnúning hjá þeim. Þá fór fólk að fara með tæk- in sín í viðgerð frekar en að kaupa strax nýtt. En þetta er aðeins byrjað að pikka sig upp aftur, sérstaklega á raftækjamarkaði. Sjónvörp og tölvur hafa lækkað í verði á milli ára. Nú eru reyndar þessi internetsjónvörp og 3-D sjónvörp komin á markað sem kosta um hálfa milljón. En annars er hægt að komast í góð sjónvörp á ágætisverði. Meðalverð á sjónvarpi sem við erum að selja í dag er um 100.000 krónur. Rétt fyrir hrunið var meðalverðið yfir 200.000 krónur. Verðfallið skýrist meðal annars af tækniþróuninni og minni almennri þörf eða getu til að vera með það allra nýjasta og flottasta. En hvað þvottavélar og þurrkara varðar myndi ég halda að aukningin í sölu á þeim sé ekki undir 15% hjá okkur frá árinu 2010. Salan á því hafði hrunið milli 2007 og 2008, líklega um 50%. Fasteignamarkaðurinn hefur líka áhrif á sölu stærri heimilistækja. Ef það er lítið verið að byggja ný hús er minni hreyfing á grunneiningum eins og ísskápum, uppþvottavélum og eldavélum. Sala á þessháttar vörum fór niður um 70% um tíma í hruninu. Við merkjum töluverða aukningu í sölu á sjónvörpum hjá okkur, en það er svipuð krónutala sem kemur til okkar þegar talið er uppúr kössunum, sem þýðir að við erum að selja ódýrari tæki en meira af þeim. Hagstofan var einmitt að gefa út tölur um verðhjöðnun á raftækjum á markaðnum um 9% á þessu ári. Það sýnir að þessi markaður er mjög lif- andi auk þess að það eru örar tækni- breytingar á markaði. Þar sem tækniþróunin er ör getur verð á vörum lækkað mjög hratt,“ segir Gestur Jóhann Viðarsson hjá Heimilis- tækjum tekur undir með Gesti. „Sjón- varpssalan er að aukast,“ segir Jó- hann. „Það er hægt að sitja lengi í gamla sófanum, en bilað sjónvarps- tæki verður að laga eða endurnýja.“ Sjónvarpstækjasala að aukast á milli ára  Eftir algjört hrun á raftækjamarkaðnum 2008 er hann aðeins að taka við sér Lægra meðalverð » Árið 2001 voru flutt um 18 þúsund sjónvörp til landsins en innflutningurinn fór upp í tæp 34 þúsund sjónvörp árið 2007. Eftir hrunið hefur innflutning- urinn verið um 15 - 20 þúsund sjónvörp á ári. » Þegar bornir eru saman fyrstu tíu mánuðir ársins 2010 og fyrstu tíu mánuðir ársins 2011 sést að um 8% aukning er í innflutningi á sjónvörpum. » Meðalverð seldra sjónvarps- tækja er mun lægra eftir hrunið. Innflutningur á sjónvarpstækjum og þvottavélum, 2001 - 2011 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2.000 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 Fj öl di tæ kj a al ls (s úl ur ) C IF * ím ill jó nu kr ón a (l ín ur ) * CIF í milljónum króna: Cif-verð (Cost, Insurance, Freight) = fob verð að viðbættum kostnaði sem fellur á vöruna þar til henni er skipað upp í innflutningslandi. ** Aðeins eru komnar tölur fyrir fyrstu tíu mánuði þessa árs. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011** 457 1.829 1.056 290 651 445 Fjöldi innfluttra þvottavéla Fjöldi innfluttra sjónvarpstækja CIF-verð* þvottavéla CIF-verð* sjónvarpstækja ● Um 6.600 kaupsamningum hefur verið þinglýst í ár á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir rúmlega 170 milljörðum króna. Með- alupphæð á samning var um 26 millj- ónir króna. Til samanburðar var veltan tæplega 119 milljarðar 2010, kaup- samningar rúmlega 4.700 og með- alupphæð samnings um 25,2 milljónir króna. Aukningin er 45% milli ára og er veltan á þessu ári svipuð og árið 2008. Svipuð velta á fast- eignamarkaði og 2008 Mestir fjármunir söfnuðust í frumútboðum árið 2011 á kín- verska hluta- bréfamark- aðnum. Þetta er þriðja árið í röð sem Kína er stærsti mark- aðurinn í frum- útboðum. Að sögn sérfræðinga endurspeglar sú staðreynd hvernig fjármálavaldið er óðum að færast frá Vest- urlöndum austur til Asíu. Alls voru seld hlutabréf fyrir 73 milljarða Bandaríkjadala í frum- útboðum í Kína á þessu ári – næstum tvöfalt meira en selt var í Bandaríkjunum. Hins vegar er um að ræða 50% samdrátt frá 2010. Mest voru umsvifin í kauphöll- inni í Hong Kong – þriðja árið í röð – þar sem fyrirtækjum tókst að sækja sér fjármagn fyrir tæp- lega 31 milljarð dala í frum- útboðum. Kína stór- tækast í frumútboðum Kauphöllin í Hong Kong.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.+ +/0.+1 +,2.23 ,+.-4, ,2.44+ +1.103 +-2.,4 +.3/21 +//.4, +3/.50 +,-.-0 +/0.5- +,2.4 ,+.424 ,2.32+ +1./41 +-2.5 +.3/3- +//.0/ +30.+- ,+1.1053 +,-.5/ +02.20 +,2.13 ,+.455 ,2.35+ +1./00 +-2.05 +.3/00 +/0.34 +30.31 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.