Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Ný eyja hefur skotið upp koll- inum í Rauðahafi en þar sáu fiski- menn 30 metra háa hraunstróka skömmu fyrir jól, að sögn msnbc- vefjarins. Nú sé eyjan risin úr sæ en menn efist þó um að hún verði langlíf. Eyjan er við vesturströnd Jemens en á svæðinu er fjöldi svipaðra eyja. Efnið í nýju eyjunni er sagt vera að miklu leyti gjall en vísindamenn fylgjast grannt með henni til að átta sig á því hvort hún verði varanleg. Það fer eftir því hve hraungosið á hafsbotni verður öflugt. Haft er eftir Erik Klemetti, eld- fjallafræðingi við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum, að eyjar af þessu tagi endist oft stutt en fyrirbærið sé ekki óþekkt. Hann nefnir Surtsey, einnig eyju í Indónesíu, skammt frá Krakatau og loks eyju í Tonga- eyjaklasanum á sunnanverðu Kyrra- hafi. kjon@mbl.is Ný eyja er komin í heiminn  Gos varð á hafsbotni í Rauðahafi fyrir jól Loftmynd af eynni. Niðurstöðum kosninga í mexík- óska ríkinu Mic- hoacan fyrir skömmu hefur verið hnekkt, meðal annars vegna þess að hnefaleikamaður var með merki Stofnanaflokks byltingarinnar, PRI, á brókunum þegar hann keppti í Las Vegas 12. nóvember. Milljónir sjónvarpsáhorfenda í Mexíkó sáu landa sinn, Juan Manuel Marquez, berjast við Filippseying- inn Manny Pacquiao og sigra. En al- ríkisdómstóll komst að þeirri nið- urstöðu að með því að bera merki PRI hefði Marques rekið áróður eft- ir að kosningabaráttunni var form- lega lokið og því brotið lög. Ef til vill hefði hann þannig fengið einhverja kjósendur í höfuðborg Michoacan- ríkis, Morelia, til að kjósa PRI. Einnig hefðu sumir frambjóð- endur flokksins komið fram í sjón- varpi og samanlagt væru brotin svo stór að kjósa yrði aftur. kjon@mbl.is Boxari með áróður á brókunum Juan Manuel Marquez Kristján Jónsson kjon@mbl.is Spenna fer nú vaxandi milli Banda- ríkjamanna og Írana vegna hótana hinna síðarnefndu um að loka fyrir all- ar siglingar um Hormuz-sund við mynni Persaflóa. Olía frá Írak, Sádi- Arabíu, Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum (F.A.S.), Kúveit og fleiri löndum fer um sundið sem er liðlega 50 km þar sem það er mjóst. Vesturveldin beita nú Írana við- skiptaþvingunum sem samþykktar voru í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnavopnadeilna en hyggjast herða mjög þær aðgerðir á næsta ári. Liðlega þriðjungur allra siglinga með olíu í heiminum fer um Hormuz-sund. Bandaríkjamenn, Frakkar og fleiri þjóðir hafa varað Írana við, um sé að ræða alþjóðlega siglingaleið. Floti Írana er nú að æfingum á Hormuz en þar sást í gær til bandarísks flugvélamóður- skips. 200 km Íranar hóta að loka Hormuz-sundi Heimildir: Globalsecurity.org, Energy Information Administration Persaflói Ómanflói Katar Íran Írak Kúveit Sádi-Arabía S.A.F. Óman Bandar Abbas er aðalbækistöð íranska flotans Helstu hafnir 17% af öllum olíu- flutningum heims fara um sundið 15,5 milljónir tonna af olíu fara daglega um Hormuz Íranski flotinn Kafbátar Freigátur 11 3 3 Þyrlur 30 Mannafli 18,000 Tundurduflaslæðarar Korvettur 2 Hormuz- sund Lögsaga Siglingaleiðir út og inn sundið, hver þeirra er um km að breidd. Íran U.A.E. Mikil spenna við Persaflóa  Bandarískt flugmóðurskip við Hor- muz þar sem Íransfloti er að æfingum Aðrar hafnir? » Fullyrt er að Sádi-Arabar og fleiri þjóðir við Persaflóa kanni nú leiðir til að flytja olíu út frá öðrum höfnum, líklega við Rauðahaf. » Bandaríkin hafa að jafnaði herskip á Persaflóa, ekki síst til að tryggja olíuflutninga. » Truflanir á olíusiglingum gætu haft slæm áhrif á efna- hagsmál í heiminum. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kristnir menn í Nígeríu, nær helm- ingur þjóðarinnar, óttast nú mjög um sinn hag vegna hryðjuverka ofstæk- isfullra múslíma í hreyfingunni Boko Haram. Um 40 manns féllu í árásum sem gerðar voru á kirkjur og fleiri staði um jólin, í fyrradag var fleygt sprengju inn í skóla, nokkur lítil börn særðust. Leiðtogum kristinna finnst að músl- ímaklerkar beiti sér ekki nógu mikið gegn ofstækinu, þeir bregðist hlutverki sínu. BBC hefur eftir Ayo Oritsejafor, formanni Sambands hvítasunnusafn- aða í Nígeríu, að margir líti nú á árás- irnar sem atlögu gegn öllu kristnu fólki í landinu. Hann segist ekki hvetja til hefndarárása „en kristnir menn ættu að vernda sig... með öllum ráðum“. En hvaða samtök eru Boko Haram? Þau voru stofnuð 2002 til að boða bók- stafstrú íslamista og nafnið mun merkja „Vestræn fræðsla er bönnuð“. Markmiðið er að gera sharia-lög ísl- ams að lögum allrar Nígeríu, ekki bara í norðurhlutanum þar sem músl- ímar eru þorri íbúa. Ránsfeng deilt út meðal fólks Andstaða hefur lengi verið meðal íbúanna í héruðum múslíma við að láta börnin ganga í ríkisskóla. Boko Ha- ram stofnaði því eigin skóla sem hafa notið vinsælda meðal fátæklinga enda öll opinber þjónusta nígerískra stjórn- valda, þ. á m. skólar, í skötulíki. Sam- tökin hafa einnig rænt banka og deilt þýfinu meðal íbúanna. En frá 2009 hafa Boko Haram gert fjölda árása á lögreglustöðvar og eru nú talin standa fyrir árásunum á kristna. Samtökin eru grunuð um samstarf við al-Qaeda. Sprengja kirkjur og skóla í Nígeríu  Markmið íslamistahópsins Boko Haram er að koma á sharia-lögum íslams í landinu öllu Boko Haram Nokkrir liðsmenn, gráir fyrir járnum og huldir blæjum. Tvær fylkingar » Æðstu embættum hefur að jafnaði verið skipt milli helstu trúarfylkinga í landinu. En oft hefur komið til átaka síðustu árin og hundruð manna fallið. » 160 milljónir manna búa í Nígeríu. Um 90.000 hafa flúið heimili sín í norðausturhluta landsins vegna árásanna. Kim Jong-un var í gær opinberlega hylltur í Norður-Kóreu sem „æðsti yfirmaður „flokksins, ríkisins og hersins“ á útifundi um milljón manna í Pjongjang að lokinni útför föður hans, Kim Jong-ils. Kim Yong-nam, sem að nafninu til er næst-æðsti valdamaður landsins, sagði að harm- urinn vegna fráfalls föðurins myndi nú breytast í afl sem yrði „þúsund sinnum öflugra undir for- ystu félaga Kim Jong-uns“. Háttsettur hershöfð- ingi, Kim Jong-gak, ávarpaði einnig mannfjöld- ann og sagði að herinn myndi þjóna hinum nýja leiðtoga og ljúka „Songun-afrekum hins mikla leiðtoga, Kim Jong-ils“. Songun er heitið á þeirri stefnu að herinn, með sína 1,1 milljón liðsmanna, skuli ávallt hafa forgang í útgjöldum ríkisins. Kim Jong-un tekur formlega við æðstu völdum í N-Kóreu að föður sínum látnum Reuters Þjóðin verði „þúsund sinnum“ öflugri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.