Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Dýrleg jólaljós Þótt færðin á götum höfuðborgarsvæðisins hafi verið vond í gær vegna fannfergis er víða jólalegt um að litast, til að mynda í Móaflöt í Garðabæ þar sem þessi dýrlega jólaskreyting gleður augað í skammdeginu. Ómar Nú, þegar við kveðj- um eitt mesta land- flóttaár Íslandssög- unnar, er við hæfi að líta til baka og spyrja: Hvernig snúum við blaðinu við? Hvað er hægt að gera betur til að Íslendingar kjósi að búa hér á landi og finni hér tækifæri, von og sameiginlegan vilja til að gera vel? Reynslan sýnir að stjórnvöld, sem ekki geta stolt litið um öxl, hafa hvorki vilja né hugrekki til að leita svara við slíkum spurningum. Þess vegna mun núverandi ríkisstjórn halda áfram að hindra þjóðina í að nýta tækifærin en afneita afleiðingunum og segja enga þörf á breytingum, þrátt fyrir að hvern dag sjái hópur einstaklinga enga aðra kosti en að yfirgefa landið sitt og nánustu ættingja og vini. Það sama er að segja um borg- arstjórn. Höfuðborgin hefur því miður glatað forystuhlutverki sínu en komist í þá stöðu að vera öðrum víti til varn- aðar vegna þeirra grátbroslegu að- stæðna sem þar ríkja. Valdhafarnir þar láta það þó ekkert á sig fá. Þeir líta ekki til baka heldur yppta bara öxlum, segjast kannski gera betur næst og taka svo stærstu slagi sína gegn öspum í miðborginni og faðirvor- inu í skólum. Hagur fólksins á að vera í forgangi Ef forgangsraðað hefði verið í þágu fólksins hefðu tilraunir með að skatt- leggja þjóðina út úr kreppunni ekki verið gerðar. Engum hefði dottið í hug að hækka alla skatta og stofna til nýrra á sama tíma og kaupmáttur hef- ur rýrnað um tugi prósenta. Frekar hefði verið horft til reynslunnar sem staðfestir að hófleg skattheimta skilar meiri og varanlegri árangri. Í stað þess að taka stöðugt meira af fólki á að auka val og vald þess sjálfs. Óháð yfirlýsingum stjórnmálamanna telur fólk þetta ekki hafa ver- ið gert og því miður hefur trú þess á lýð- ræðið og stjórnvöld aldrei verið minni. Hluti þessa vanda er auðvitað að almenn- ingur upplifir ekki að tekið sé á málum hans af sanngirni eða skiln- ingi. Skjaldborgin hef- ur aldrei verið reist og enn eru fjölskyldur að missa heimili sín. Meirihlutinn í Reykjavík taldi sig heldur ekki þurfa að líta til reynsl- unnar né góðra ráða. Öll gjöld og allir skattar hafa verið hækkaðir á borg- arbúa, sem hafa nú tekið á sig 300 þúsund króna viðbótarkostnað frá kosningum. Og þrátt fyrir að ítrekað hafi verið staðfest að borgarsjóður þurfi ekki þessar miklu hækkanir er hvergi vikið frá fyrri ákvörðunum eða breytingar boðaðar. Umfang kerfisins verður að minnka Ef stjórnvöldum væri alvara með að nýta skattfé sem best væri raun- verulega verið að draga úr umfangi þess hluta kerfisins sem ekki lýtur að grunnþjónustu. Sé litið til reynslu annarra er þetta óumflýjanlegt, enda umfang hins opinbera víða orðið meira en samfélög standa undir. Þetta skilur almenningur en um- ræða um fjölgun ríkisstofnana, fleiri aðstoðarmenn ráðherra og fjölgun borgarfulltrúa staðfestir að valdhafa skortir algjörlega þann skilning. Þannig voru umfangsmiklar breyt- ingar á þjónustu við grunnskólabörn boðaðar um leið og verulega skorti á sparnað í miðlægri stjórnsýslu. Síðar var foreldrum sagt að ekki yrði ráðið frekar í leikskóla en á sama tíma var starfsfólki í Ráðhúsinu fjölgað. Og svo var þeim sem bentu á misræmið sagt að sparnaður í stjórnsýslu væri álíka skynsamlegur og „að taka af sér fótinn til að léttast“. Þau munu ekki gera betur Nú er stutt í að nýtt ár gangi í garð. Í landi sem er fullt af tækifærum, áskorunum og auðlindum er aðeins eitt sem stendur í vegi fyrir því að nýtt ár verði betra en það fyrra: Stjórn- völd. Þannig mun hver dagur með stefnu ríkisstjórnarinnar þýða að minnst fimm einstaklingar flytja af landi brott. Á þeim 483 dögum sem eftir eru til þingkosninga munu 2.145 flytja úr landi, sem jafngildir því að allir íbúar Hveragerðis velji sér búsetu erlendis. Í Reykjavík munu íbúar í rúm tvö ár til viðbótar þurfa að búa við algjört metnaðar- og ábyrgðarleysi sem í lok kjörtímabilsins mun hafa kostað með- alfjölskyldu minnst tvenn mán- aðarlaun. Ríkisstjórnin og borgarstjórn Reykjavíkur hafa fengið ítrekuð tæki- færi til að gera rétt og snúa af þeirri röngu leið sem þau völdu í upphafi kjörtímabila sinna. Því miður virðast þau ekki læra af reynslunni og stjórn- arhættir þeirra eru komnir á enda- stöð. Það er því miður útséð um að þau muni gera betur. Um leið og ég óska landsmönnum farsældar á nýju ári vona ég að íslensk þjóð megi sem fyrst njóta þeirrar gæfu að hér taki við ný stjórnvöld sem vinni að sameiginlegum verkefnum al- mennings án uppgjafar, afsakana eða ódýrra brandara. Stjórnvöld sem um áramót hafa raunverulegt hugrekki til að spyrja: Hvað getum við gert betur? Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur » Í landi sem er fullt af tækifærum, áskor- unum og auðlindum er aðeins eitt sem stendur í vegi fyrir því að nýtt ár verði betra en það fyrra. Stjórnvöld. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þau munu ekki gera betur Hvað skyldi vera eftirminnilegast úr mannheimi á árinu 2011? Upp í hug- ann koma atburðir sem minna okkur á takmörk og hættur þess umhverfis sem við hrærumst í. Kjarnorkuslysið í Fukushima varpaði ljósi á áhættusækni manna og virðing- arleysi gagnvart náttúruöfl- unum, kreppan sem tröllríður voldugustu iðnveldum jarðar af- hjúpaði sem aldrei fyrr ósjálf- bært efnahagskerfi og í Durham mistókst alþjóðasamfélaginu nú í desembermánuði að koma bönd- um á manngerðar loftslagsbreyt- ingar. Með hverju ári sem líður fjarlægist mannkynið sem heild það markmið að tryggja fjöregg sitt með því að ná tökum á sjálf- bærum búskaparháttum. Höfða- tala manna sem jörðina byggja fór á árinu yfir sjö milljarða sem er meira en þreföldun á einni öld. Helsta vonin felst í því að aukin þekking á hnattrænum vanda fái menn til þess í tæka tíð að breyta um kúrs til að kom- ast hjá syndaflóðinu. Tvísýnt heimsmet Íslendinga Nýlega hefur verið varpað ljósi á svonefnt vistspor Íslend- inga, en það er mælikvarði á hversu miklu af náttúrulegum gæðum er fórnað fyrir neyslu. Niðurstöður benda til að við eig- um ótvírætt heimsmet á þessu sviði, margfalt miðað við alræmt meðaltal hjá Bandaríkjamönn- um. Meginskýringin er gegnd- arlaus neysla á innfluttum varn- ingi og gjaldeyrisöflun sem tekur sinn toll af náttúru lands- ins. Síðasta stóra strikið í þeim reikningi er Kárahnjúkavirkjun. Niðurstaðan um vistspor Íslands virðist koma mörgum á óvart enda hefur því verið haldið á lofti að endurnýjanlegar nátt- úruauðlindir skapi Íslandi já- kvæða sérstöðu. Til að leiðrétta vistsporið er mikið verk að vinna. Í þeim efnum hefur að undanförnu verið unnið að stefnumörkun sem bætt gæti stöðuna ef efndir fylgja orðum. Þar á ég m.a. við hugmyndir um eflingu græns hagkerfis, ramma- áætlun um vernd og nýtingu virkjanakosta, sem brátt mun koma til kasta Alþingis, útgáfu hvítbókar til undirbúnings að nýjum lögum um náttúruvernd og tillögur um orkustefnu til langs tíma. Í öfuga átt stefnir hinsvegar umsókn um aðild Ís- lands að Evrópusambandinu, sem myndi m.a. lama íslenskan landbúnað í stað þess að treysta stoðir innlendrar framleiðslu. Háskalegt efnahagskerfi Til sjálfbærra lífshátta þarf þrjár meginstoðir: Jákvæða um- hverfisstefnu, heilbrigt efna- hagslíf og félagsmál með jöfnuð að leiðarljósi. Á alla þessa þætti skortir í alþjóðlegu tilliti og mest hallar á efnahagsþáttinn, sem allur er úr lagi genginn. Þar tal- ar sínu máli gífurleg skuldasöfn- un þjóða sem hingað til hafa ver- ið taldar með þeim best stæðu. Verri er þó staðan ef litið er á sjálfan grundvöll alþjóðlegs efnahagskerfis sem byggist á hagvexti sem haldið er uppi með ósjálfbærri neyslu og sem talin er skilyrði fyrir sæmilegu at- vinnustigi. Atvinnuleysi í Evr- ópusambandinu og Bandaríkjunum er nú að meðaltali um 10% og nær 23% á Spáni þar sem ástandið er verst. Vonir margra stjórnmálamanna um úrbætur tengj- ast fyrst og fremst sólund og kaupgleði þeirra betur settu, en lækkun skulda með niðurskurði ríkisframlaga og skattheimtu virkar í öfuga átt. Við þetta bætist síðan síbreikkandi bil milli ríkustu samfélagshópanna og þeirra lakast settu. Í umhverfislegu og félagslegu tilliti er slíkur bú- skapur fáránleikinn uppmál- aður. Dapurlegast er að þrátt fyrir yfirstandandi kreppu ríg- halda forystumenn þjóða og ráðandi sérfræðingar í efna- hagsmálum í óbreytt kerfi. Það er dæmigert fyrir skammsýnina að í alþjóðlegri umræðu er vart minnst á umhverfisvá þessi misseri en þess í stað snýst flest um að örva ósjálfbæran efnahagsvöxt. Hérlendis hafa forráðamenn í atvinnulífi ein- blínt á álbræðslur og virkjanir í þeirra þágu og byrjað á öfugum enda eins og nú blasir við í Helguvík. Á tímum sem menn kenna við upplýsingu eru það m.a. fjölmiðlar sem hafa brugð- ist við að sýna fram á hvert stefnir. „Örlagaár fyrir Evrópu“ Sú er fyrirsögn í áramótahefti þýska tímaritsins Die Zeit, sem ekki verður sakað um að fara offari. Umhverfismál eru þar heldur ekki áhyggjuefnið heldur evran sem gjaldmiðill. Þótt þýsk fyrirtæki gangi enn vel eru óveðursský á himni að mati greinarhöfundar. „Síðustu mán- uðir hafa sýnt að aðstæður geta breyst skyndilega. Fall í fram- leiðslu, gjaldþrot eins banka, uppboð þar sem kaupendur bíta ekki á, ríkisgjaldþrot í Grikk- landi – allt þetta getur leitt til óðagots. Sé þá ekki nægt fé við höndina til bjargar og til að róa markaðina eru komnar upp að- stæður sem allir óttast, því að í ringulreiðinni geta ríki og bank- ar farið um koll – og að lokum einnig sameiginlegi gjaldmiðill- inn. Á fjármálamörkuðum er fall evrusvæðisins eitt af því sem talið er geta gerst.“ Þessar horfur raska hins veg- ar ekki ró íslenskra samninga- manna um aðild að ESB, sbr. grein í Fréttablaðinu 27. desem- ber sl.: „Enginn þarf að óttast að viðræðurnar einkennist af asa eða óðagoti. Þvert á móti ráða gæði starfsins hraðanum og viðræðum mun ekki ljúka fyrr en góður samningur liggur fyrir.“ Loksins hughreystandi orð á óvissutímum! Spurningin er aðeins í hvers umboði þau eru mælt og hver það er sem heldur á fjöreggi þjóðar við ysta haf. Eftir Hjörleif Guttormsson » Til að leiðrétta vist- sporið er mikið verk að vinna. Í þeim efnum hefur verið unnið að stefnumörk- un sem bætt gæti stöð- una, ef efndir fylgja orðum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Um fjöregg mann- kyns og þjóða á tímamótum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.