Morgunblaðið - 30.12.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011
Ár hvert höld-
um við upp á
hátíð ljóss og
friðar – jólin.
Frá örófi alda
hafa menn ýmist
fagnað end-
urkomu sól-
arinnar eða fæð-
ingu frelsarans,
Jesú Krists, á
þessum tíma
árs. Jólin létta
okkar lund og gera okkur
mögulegt að doka dágóða
stund í faðmi fjölskyldu og
vina.
Á jólunum uppskerum við
eins og við sáum. Umbunin
felur í sér frið í hjarta, ynd-
islegar samverustundir með
góðum kunningjum, glitrandi
jólaljós og allar þær kræs-
ingar sem bornar verða á
borð á hverju heimili. Og
hvort sem okkur líkar það
betur eða verr er það kapít-
alisminn, ljós friðar og frels-
is, sem gerir þúsundum
manna það kleift, að gleyma
stund og stað í örskamma
stund og njóta augnabliksins
ár hvert.
Uppganga markaðs-
hagkerfisins hefur lyft grett-
istaki í vestrænum ríkjum og
gefur jólahá-
tíðin – hátíð
uppskerunnar –
okkur tækifæri
til að gleðjast
yfir þeim vexti,
sem kapítalism-
inn færir okkur,
hvort sem um
andlegan vöxt
eða hagvöxt er
að ræða.
Á jólunum
snæða margir
dýrindis kalkún
frá Bandaríkj-
unum með íslenskum kart-
öflum og rauðkáli fluttu inn
frá Danmörku. Síðan er
drukkið franskt vín og ítalsk-
ur ís snæddur. Jólagjafirnar
eru margar gerðar í Asíu,
sérstaklega í Kína og
Indónesíu, og fluttar hingað
til lands í tonnavís. Það er
yndislegt til þess að hugsa að
milljónir manna um gervalla
veröld vinna saman við að
skapa verðmæti og skiptast á
vörum og þjónustu. Öll sjá
þau heiminn með mismun-
andi augum og hafa ólíka siði
en vinna samt sem áður sam-
an í gangverki markaðarins.
Frjáls markaðsviðskipti
hafa leitt til þess að jarð-
arbúar hafa aldrei notið eins
mikillar efnahagslegrar vel-
ferðar og nú á tímum. Við-
skipti manna á milli hafa rutt
leiðina úr ánauð og gert, svo
dæmi sé tekið, okkur Íslend-
ingum kleift að flytja inn
vörur, sem dýrt og óhag-
stætt væri að framleiða hér-
lendis.
Verkaskipting felur það í
sér að skósmiðurinn saumi
ekki föt sín sjálfur, heldur
ráði til þess klæðskera og að
klæðskerinn kaupi frekar skó
af skósmiðnum í stað þess að
búa til sína eigin. Með þeim
hætti er fjármagni sem og
vinnuafli varið betur en ella.
Við skulum hafa þessi
sannindi í huga yfir jólahá-
tíðina. Leiðum hugann að
góðmennsku jólasveinsins,
hinum sanna kapítalista, og
njótum afraksturs markaðs-
hagkerfisins.
Hátíð kapítalismans
Eftir Kristin
Inga Jónsson » Það er yndislegt
til þess að hugsa
að milljónir manna
um gervalla veröld
vinna saman við að
skapa verðmæti og
skiptast á vörum og
þjónustu.
Kristinn Ingi
Jónsson
Höfundur er mennta-
skólanemi.
Almáttugi,
kærleiksríki og
eilífi Guð, höf-
undur og full-
komnari lífsins!
Ég þakka þér
fyrir árin öll og
trúfesti þína
sem varað hefur
frá kyni til kyns.
Þú ert í dag
hinn sami og um aldir. Og
það er gott að geta treyst því
að þú skulir ekki yfirgefa þín
elskuðu börn, sem eru þér
svo óendanlega dýrmæt.
Blessaðu allar minningar
okkar jafnt ljúfar sem sárar.
Gefðu að þær verði að perlum
sem við getum tekið með okk-
ur inn í nýja tíma. Dýrmætri
reynslu sem við getum lært
af og nýtt okkur.
Hjálpaðu mér á nýju ári að
rækta betur tengslin við þau
öll sem ég elska og eru svo
mikilvæg í tilveru minni.
Blessaðu samskipti okkar og
öll þau verkefni sem bíða
okkar á nýju ári. Hjálpaðu
mér að lifa þannig að það
mætti verða þér til dýrðar,
samferðafólki mínu til bless-
unar og sjálfum mér til heilla.
Ég þakka þér að ekkert
getur slitið mig úr þínum
náðarfaðmi. Gefðu að hvert
andartak, æðarslag og fótmál
mætti vera í takt við lífið og
vilja þinn og hjálpaðu mér að
missa aldrei
sjónar af til-
gangi mínum
hér á jörð.
Blessaðu
framtíð íslensku
þjóðarinnar. Gef
ráðamönnum
hennar visku og
vísdóm til að
leggja sig fram
og leiða okkur
upp úr þeim
öldudal sem við
höfum verið að
fara í gegnum að undanförnu.
Gefðu að heiðarleiki og heil-
indi mætti auðkenna sam-
skipti okkar og að okkur
mætti auðnast að huga sér-
staklega að þeim sem hallar á
á einhvern hátt. Veit okkur
að standa saman og efl með
okkur víðsýni og umburð-
arlyndi.
Fyrirgefðu mér öll þau
fjölmörgu skipti sem ég hef
hlaupið á mig, brugðist vit-
laust við eða breytt rangt
gagnvart samferðafólki mínu,
fjölskyldu og vinum. Hjálp-
aðu mér að leitast við að gera
betur frá degi til dags og lifa í
kærleika og sátt við umhverfi
mitt og alla menn.
Hjálpaðu mér í nútíð og
framtíð að leyfa þér að hafa
áhrif á framkomu mína og
veru alla, skoðanir, viðbrögð
og verk. Og gef að áformum
mínum muni framgengt
verða svo framarlega að þau
séu samferðafólki mínu til
blessunar og þér til dýrðar.
Rammaðu líf mitt inn með
kærleika þínum og leyfðu
mér að upplifa hann frá degi
til dags. Og ég þakka þér fyr-
ir að fá að taka þátt í því æv-
intýri sem lífið er. Leyfðu
mér að njóta þess í þínu ljósi
og veit mér til þess æðruleysi
og þolinmæði, þolgæði og
þrautsegju.
Ég bið þig algóði Guð að
gefa okkur náðarár. Ár tæki-
færa og uppskeru, þrátt fyrir
allt sem á undan er gengið.
Hjálpaðu okkur að end-
urmeta stöðu okkar og
kenndu okkur að meta það
sem gott er, hin raunverulegu
gildi og gæði lífsins.
Hjálpaðu okkur svo að lok-
um að dýpka í þér og bera
ávöxt. Fella múra öfga, for-
dóma og sinnuleysis.
Alls þessa leyfi ég mér, í
barnslegri einlægni en fátæk-
legri trú, að biðja þig, höf-
undur, gjafari og fullkomnari
lífsins. Í trausti þess að þú
munir vel fyrir sjá.
Í nafni frelsarans okkar,
Jesú Krists.
Bæn í tilefni nýs árs
Eftir Sig-
urbjörn
Þorkelsson
»Hjálpaðu mér í
nútíð og framtíð
að leyfa þér að hafa
áhrif á framkomu
mína og veru alla,
skoðanir, viðbrögð
og verk.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur.
Inga var glaðlynd og hlý og
vildi ávallt öllum vel. Gæska
hennar og gjafmildi var mikil og
minnumst við hennar með mikilli
væntumþykju. Inga bjó mesta
hluta ævi sinnar í Vesturbænum.
Fyrst á Bragagötu, síðan á Víði-
Inga Þorkelsdóttir
✝ Inga Þorkels-dóttir hár-
greiðslumeistari
fæddist 9. október
1943. Hún lést á
líknardeild Landa-
kots 3. desember
2011.
Útför Ingu fór
fram í kyrrþey 12.
desember 2011.
mel, þar sem hún
rak hárgreiðslu-
stofu á sínum tíma,
og loks síðustu árin
í fallegu parhúsi
sínu á Reynimeln-
um.
Inga var mjög
músíkölsk og spilaði
á píanó og orgel eft-
ir eyranu og naut
hún þess að hlusta á
góða tónlist. Við
minnumst hennar syngjandi
glaðri með hinum ýmsu dægur-
lögum hér á árum áður og fannst
henni mjög gaman að syngja og
dansa, og sótti hún m.a. nám-
skeið í þjóðdönsum. Það kemur
því ekki á óvart að dætur hennar
hafi erft þennan áhuga og hæfi-
leika, Fríða sem óperusöngkona
og Gréta sem danskennari.
Minning Ingu er björt og um-
lukin hlýju og væntumþykju.
Þótt stundum hafi á móti blásið
og erfiðleikar steðjað að munum
við hana eins og hún var upp á
sitt besta, brosandi og glöð. Það
var alltaf notalegt að koma í
heimsókn til hennar þar sem hún
tók svo vel á móti gestum sínum
og reiddi fram kaffi og kræsingar
á svipstundu. Að heimsókn lok-
inni vorum við oft leyst út með
gjöfum og minnumst við hennar
sérstaklega þar sem hún stóð í
dyragættinni og horfði á eftir
okkur og veifaði í kveðjuskyni.
Elsku Gréta, Fríða og Jökull,
við sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja ykkur á erfiðum tímum.
Unnur systir og börn.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið birtir alla
útgáfudaga aðsendar um-
ræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að
hafna greinum, stytta texta
í samráði við höfunda og
ákveða hvort grein birtist í
umræðunni eða í bréfum til
blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starf-
semi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða
til að kynna viðburði, svo
sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins.
Smellt á Morgunblaðslógóið
í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn
minningargrein“, valinn úr
felliglugganum. Ekki er
lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti
og greinar sem sendar eru
á aðra miðla eru ekki birt-
ar.
Í fyrsta skipti sem formið
er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið, en
næst þegar kerfið er notað
er nóg að slá inn netfang og
lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
✝ Pálína fæddistá Folafæti í
Ísafjarðarsýslu 27.
júní 1925. Hún lést
19. desember 2011.
Foreldrar Pál-
ínu voru: Jón Guð-
jón Kristján Jóns-
son, f. 23. ágúst
1892 á Skarði á
Snæfjallaströnd, N-
Ís., d. 30. sept. 1943
og Halldóra María
Kristjánsdóttir, f. 19. mars 1892
í Laugalandsseli, Nauteyrarhr.,
N-Ís., d. 19. maí 1944.
Systkini Pálínu voru: Hall-
fríður Kristín, f. 1920, d. 1985,
Bjarney Guðrún, f. 1921, Kristín
Guðrún, f. 1928, Halldóra Mar-
grét, f. 1930, d. 1965, Hermann,
f. 1931, d. 1932, Kristinn Jón, f.
1934, d. 2003 og Höskuldur, f.
1937.
Pálína giftist 26.
júlí 1946 Guðmundi
Sigurðssyni, f.
1916, d. 1980. Börn
þeirra eru: 1) Sig-
urður Hróar, f.
1947, búsettur í
Reykjavík. Hann á
þrjú börn. 2) Jón, f.
1949, búsettur á
Seyðisfirði. 3) Þór-
bergur Austri, f.
1954, búsettur á
Nýja-Sjálandi. Hann á þrjú börn.
4) Hermann Vestri, f. 1955, bú-
settur í Reykjavík. Hann á tvö
börn. 5) Einar Hólm, f. 1961, bú-
settur á Seyðisfirði og 6) Sig-
urjón Þórir, f. 1965, búsettur á
Seyðisfirði. Hann á þrjú börn.
Pálína verður jarðsungin frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag, 30.
desember 2011, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Hún Pálína tengdamóðir mín
hefur nú kvatt þennan heim. Hún
var á margan hátt óvenjuleg
kona, svo blíð og góð en þó svo
hörð ef henni fannst á lítilmagn-
anum brotið. Ég og Svava vin-
kona mín komum til Seyðisfjarð-
ar sumarið 1976 til að vinna í
fiski. Það æxlaðist þannig að við
Hermann rugluðum saman reyt-
um og ég fór að venja komur
mínar í Wathnes-húsið. Ég man
enn þegar ég kom fyrst hvað hún
Pálína var hlý og yndisleg og
hvað hún tók vel á móti mér.
Kannski var ég fyrir henni dótt-
irin sem hún hafði aldrei eignast
enda reyndist hún mér eins og
besta mamma.
Í Wathnes-húsinu bjuggu Pál-
ína og Guðmundur. Oftar en ekki
voru heima við fjórir eða fimm
synir þeirra og í eldhúsinu var
Pálína og veitti stöðugt eins og
hún ætti nægtaborð sem aldrei
þryti. Eldhúsborðið var stórt en
samt var þar yfirleitt þétt setið. Í
kaffitímum mættu flestir bræð-
urnir með vini sína og við komum
oft úr frystihúsinu tvær til þrjár
og við borðsendann sat Guð-
mundur og var hrókur alls fagn-
aðar. Þarna voru iðulega 8 til 10
manns og stundum fleiri. Þau
voru svo félagslynd hjónin og
nutu þess að fá fólk í heimsókn.
Mér fannst alltaf og finnst enn
í dag ótrúlegt afrek hjá ykkur að
ala upp sex syni sem hver um sig
taldi að hann væri nafli alheims-
ins. Drengirnir voru talsvert fyr-
irferðarmiklir og stríðnir, en allt-
af tókstu minn málstað. Á
nægtaborðinu hjá þér var ævin-
lega nógur matur og í minning-
unni varstu yfirleitt að undirbúa
eða framreiða mat. Það væri
gaman að hafa tölu á öllum þeim
kleinum sem þú steiktir eða þá
pönnukökunum sem þú bakaðir.
Allt hvarf þetta eins og dögg fyr-
ir sólu og þú varst ánægðust ef
þú gast veitt öðrum. Þú varst ein-
stök manneskja svo hjartahlý og
gefandi. Alltaf komu aðrir á und-
an þér í röðinni. En samt hafðir
þú sterkar skoðanir og varst
mikil kvenréttindakona og lagðir
ríka áherslu á að jafnræði væri
með okkur Hermanni og varst
alltaf tilbúin að aðstoða og
hlusta. Þegar kom að ömmuhlut-
verkinu varstu í essinu þínu. Þú
varst frábær amma stelpnanna
minna, alltaf tilbúin að passa og
allt var látið eftir þeim. Ef þær
vildu grjónagraut eða pönnukök-
ur var það bara útbúið í róleg-
heitunum og ef við foreldrarnir
settum út á þessa eftirlátssemi,
fengum við gjarnan að heyra,
hvað –stelpurnar langaði í þetta
og þetta var nú það minnsta sem
ég gat gert.
Ég sakna dillandi hlátursins
og það gera eflaust fleiri. Þú
hafðir þennan smitandi hlátur
svo að allir hlógu ósjálfrátt með,
enda varstu í fámennum hópi
þeirra sem oft var boðið á sýn-
ingar hjá leikfélaginu svo áhorf-
endur gætu gleymt sér og hlegið
með þér. Svo hafðir þú líka tíma
til að stunda vinnu á sjúkrahús-
inu, vera í kvenfélaginu og
syngja í samkórnum Bjarma og
svo varstu mörg ár í kirkjukórn-
um. Pálína, þú varst stórbrotin
kona.
Við vissum öll hvert stefndi
undir lokin, en samt er það svo
óvænt, svo sárt. Ég veit að þú ert
nú hjá himnaföðurnum og líður
vel, því loksins eftir 31 ár hittirðu
Guðmund aftur og þið sláið upp
veislu og bjóðið öllum að nægta-
borðinu ykkar.
Þórhildur Elfarsdóttir.
Elsku hjartans amma okkar,
það er erfitt að kveðja þig.
Við söknum þín svo mikið og
þú átt sérstakan stað í hjarta
okkar. Þú hefur alltaf verið til
staðar og gefið þér tíma fyrir
okkur.
Við komum ósjaldan í heim-
sókn til þín á spítalann þegar þú
vannst þar í eldhúsinu. Við feng-
um að fara með þér með mat-
arvagninn upp á deild til gamla
fólksins. Þú sagðir að það gleddi
gamla fólkið að sjá ungt fólk.
Þú hvattir okkur áfram, að
sækja okkur menntun. Þú trúðir
því að nú væri tækifæri fyrir ung-
ar konur, tækifæri sem þú fékkst
ekki, svo sem að velja þér mennt-
un og starf eftir áhugasviði. Þú
varst vel lesin og vel að þér í sam-
félagsmálum, og þótt að við vær-
um börn varstu alltaf tilbúin að
ræða þau og önnur fullorðins
málefni við okkur ef við sýndum
því áhuga. Okkur fannst auðvitað
að þú tækir mikið mark á okkur!
Yfirleitt fóru þessar umræður
fram við eldhúsborðið hjá þér.
Við ræddum um lífið og tilveruna
og stundum dauðann líka. Það
var ekkert sem þú varst ekki
tilbúin að spá í með okkur.
Oft var gripið í spil. Þegar
okkur langaði að spila var spilað
aftur og aftur; kasínu, kvikk,
veiðimann og þjóf. Það vildi svo
skringilega til að við unnum í
langflestum tilvikum. Stundum
stóðum við yfir pottunum með
þér á meðan þú varst að elda
bara af því það var svo gott að
vera í kringum þig. Það var helst
í kringum uppvaskið sem við átt-
um það til að láta okkur hverfa,
en þú pirraðir þig ekkert á því.
Oft þurftir þú að elda marga rétti
þar sem við höfðum sitt hvora
skoðunina á því hvað ætti að vera
í matinn. Við þrættum til dæmis
oft um hvor væri betri;
makkarónugrautur eða hrís-
grjónagrautur. Enginn gerði
betri grauta en þú, amma.
Ekki má heldur gleyma
pönnukökunum, þær voru alveg
dásamlegar, enda var vinsælt að
fá að koma með okkur í heimsókn
til þín. Uppi í skáp voru til súkku-
laðidropar og í frystinum ísblóm.
Þú mættir á allar samkomur
sem við buðum þér á og við viss-
um hvar þú varst í salnum því
einstaki hláturinn þinn hljómaði í
gegn: tíhíhíhí. Eins varstu alltaf
til í ævintýri með okkur, ófáar
fjallgöngur voru farnar upp
brekkuna hjá Wathnes-húsinu,
þar settumst við með nesti við
lækinn og létum okkur dreyma.
Elsku amma, það var svo nota-
legt þegar við systurnar fengum
að gista hjá þér. Þú fylltir rúmið
af hitapokum til að tryggja að
okkur yrði ekki kalt. Síðan fórstu
með kvöldbænirnar, sagðir sögur
eða fórst með þulur fyrir okkur.
Þú kenndir okkur svo margt fal-
legt og gott sem við búum að í
dag. Þegar börnin okkar skríða
upp í faðminn okkar segjum við
við þau: „Elsku hjartað hennar
mömmu sinnar“, rétt eins og þú
sagðir alltaf elsku hjartað hennar
ömmu sinnar við okkur.
Þú hefur leiðbeint, huggað,
glatt og síðast en ekki síst hlustað
á okkur og verið okkar besti vin-
ur. Það dýrmætasta sem þú gafst
okkur var tíminn þinn. Við sökn-
um þín sárt en vitum að þú ert
komin á góðan stað þar sem ein-
hver mun hugsa um þig eins og þú
hugsaðir um okkur. Þú varst ekki
bara sú besta amma sem hægt er
að hugsa sér, heldur sú allra ynd-
islegasta manneskja sem við vit-
um um.
Elfa Hermannsdóttir og
Líney Hermannsdóttir.
Pálína Jónsdóttir