Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.12.2011, Qupperneq 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Sudoku Frumstig 8 5 4 6 3 1 3 8 2 5 2 5 1 6 8 7 3 1 4 5 2 7 2 6 4 6 1 4 9 3 6 1 9 7 9 3 4 7 6 2 7 4 3 6 8 2 8 1 2 2 4 9 6 4 1 7 8 5 3 7 9 1 6 7 4 6 5 2 1 3 2 8 7 6 8 9 3 5 4 1 2 5 1 2 4 6 7 8 9 3 9 4 3 2 1 8 5 7 6 6 8 7 5 9 2 3 4 1 4 3 9 6 8 1 2 5 7 2 5 1 3 7 4 6 8 9 1 7 5 8 2 3 9 6 4 3 9 4 7 5 6 1 2 8 8 2 6 1 4 9 7 3 5 1 5 6 9 3 2 4 7 8 7 4 8 5 1 6 9 3 2 2 9 3 4 8 7 5 1 6 4 3 2 1 9 8 7 6 5 8 7 1 6 5 4 3 2 9 9 6 5 2 7 3 1 8 4 3 1 4 8 2 5 6 9 7 5 2 9 7 6 1 8 4 3 6 8 7 3 4 9 2 5 1 1 9 5 7 6 2 4 8 3 4 3 2 1 8 5 6 7 9 7 6 8 3 4 9 1 5 2 2 5 7 9 1 3 8 6 4 8 1 6 2 7 4 9 3 5 3 4 9 8 5 6 2 1 7 5 7 4 6 2 1 3 9 8 6 2 3 5 9 8 7 4 1 9 8 1 4 3 7 5 2 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 30. desember, 364. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Fyrir margt löngu var Víkverji áskemmtun á Hótel Sögu og þegar út var komið var útlitið eins og í gærmorgun. Bíllinn var á kafi í snjó og auk þess hafði snjó verið rutt upp að honum við hreinsun Brynj- ólfsgötu. Víkverji sá fram á að verða hreinlega úti en þá komu vaskir KR- ingar til bjargar og hreinlega báru bílinn út á götuna. Síðan hefur Vík- verji alltaf keypt KR-flugelda til styrktar barna- og unglingastarfi fé- lagsins. Bæjarins besti hefur auk þess alltaf verið hagstæðastur. x x x Gegndarlaus áróður fyrir flug-eldasölu björgunarsveitanna er ástæða þessarar upprifjunar. Starf björgunarsveitanna verður aldrei fullþakkað og sama á við um barna- og unglingastarf íþróttafélaga lands- ins. Nánast einu tekjur íþróttafélag- anna á þessum árstíma eru vegna flugeldasölu og áður hélt hún þeim gangandi fram á vor. Hlutur þeirra í þessari samkeppni hefur samt stöð- ugt minnkað og má ætla að björg- unarsveitirnar séu með um 80% söl- unnar. Þrengt er að íþrótta- félögunum úr öllum opinberum áttum og Víkverja fannst það dóm- greindarleysi þegar ritstjóri Kast- ljóss Rúv, sem vill láta taka sig al- varlega, tók þátt í fallhlífarstökki og sýndi tilburði sína í lofti í fyrrakvöld til að árétta mikilvægi flugeldasölu fyrir björgunarsveitirnar. x x x Stjórnendur Samherja á Akur-eyri, eins umsvifamesta sjávar- útvegsfyrirtækis landsins, styðja vel við bakið á íþróttafélögum nyrðra. Reksturinn hefur gengið vel og und- anfarin fjögur ár hefur fyrirtækið styrkt ýmis samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu og einkum barna- og unglingastarf íþrótta- og æskulýðsfélaga. Í fyrradag veitti fyrirtækið 75 milljónir króna til þessara verkefna, en Víkverji hefur ekki heyrt af neinum ríkisstarfs- manni renna sér á skíðum norðan heiða í tilefni þessa rausnarlega framtaks. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 svipuð, 4 lófatak, 7 úthlaup, 8 þurrkuð út, 9 kvendýr, 11 dauft ljós, 13 ókeypis, 14 lina, 15 þurrð, 17 skran, 20 óhræsi, 22 losar allt úr, 23 afturelding, 24 sér eftir, 25 nam. Lóðrétt | 1 mánuður, 2 hlíf- ir, 3 úrræði, 4 útungun, 5 sár, 6 erfiðar, 10 tákn, 12 umdæmi, 13 skip, 15 dramb, 16 snákur, 18 ótti, 19 kjarni, 20 ókyrr, 21 baldin. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrekkvísi, 8 afber, 9 lævís, 10 píp, 11 skima, 13 afræð, 15 stekk, 18 stæra, 21 agn, 22 stirð, 23 álkan, 24 ástleitni. Lóðrétt: 2 rebbi, 3 karpa, 4 vilpa, 5 Sævar, 6 haus, 7 ósið, 12 mók, 14 fát, 15 sess, 16 efins, 17 kaðal, 18 snáði, 19 æskan, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Grandhrærivélin. N-AV. Norður ♠G963 ♥D ♦ÁK82 ♣G1082 Vestur Austur ♠ÁKD ♠107 ♥ÁKG ♥65432 ♦D1043 ♦G5 ♣K43 ♣Á975 Suður ♠8542 ♥10987 ♦976 ♣D6 Suður spilar 2♠. Hollendingarnir Bas Drijver og Sjo- ert Brink nota 9-12 punkta léttgrand á hagstæðum hættum. Skiptingin á strangt tekið að vera jöfn, en hver nennir að bíða eftir nákvæmlega réttu spilunum. Ekki sjóarinn Brink, alla vega. Hann var í norður og opnaði á grandi, þrátt fyrir staka ♥D. A-V voru Chris Willenken og Mich- ael Rosenberg, liðsmenn bandarísku sveitarinnar í Sport Accord mótinu. Willenken passaði og Drijver hóf flótt- ann með 2♣, hálitaspurningu. Kom þá til kasta Rosenbergs með kólguna. Hann doblaði – pass og pass til suðurs. Drijver redoblaði í flóttaskyni og Brink galdraði fram frumlegt svar: 2♥ á einspilið! Nú doblaði austur, Brink SOS-redoblaði, Drijver sagði 2♠ og all- ir pass! Tveir niður, en hinum megin unnu Hollendingar 4♥ í A-V. 30. desember 1880 Gengið var á ís úr Reykjavík út í Engey og Viðey og upp á Kjalarnes. Þetta var mikill frostavetur. 30. desember 1887 Bríet Bjarnhéðinsdóttir flutti fyrirlestur um kjör og réttindi kvenna. „Þetta er í fyrsta sinn sem kvenmaður hér á landi heldur opinberan fyrirlestur,“ sagði í Fjallkonunni. „Munu fæstir hafa búist við jafn góðri frammistöðu af sjálfmennt- uðum kvenmanni,“ sagði í Ísa- fold. 30. desember 1935 Níu manns fórust er eldur kom upp á jólatrésskemmtun í samkomuhúsi ungmenna- félagsins í Keflavík. Um 190 manns komust út, þar af nokkrir slasaðir. „Hryllilegur stórbruni,“ sagði Morgun- blaðið. Þetta var sagt mesta manntjón í eldsvoða á síðari árum. 30. desember 1980 Landflótta Frakka, Patrick Gervasoni, var vísað úr landi eftir miklar deilur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Það er nú ekki mikið. Bjóða fólki upp á kaffi og kökur og kannski rauðvínstár þegar líður á kvöld- ið,“ segir Anna K. Kristjánsdóttir vélfræðingur um hvernig hún fagnar sextugsafmæli sínu í dag. Hún stefnir að því að slappa af með kisum sínum, nánustu ættingjum, vinum og kunningjum „eða þeim sem vilja þekkja mig“. Anna starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur við stjórnstöð vatns. „Ég er í fríi þessa dagana þótt það sé allt vitlaust að gera.“ Utan vinnunnar segist hún á kafi í félagsmálum eins og transmálefnum en einnig í mannréttindamálum og er virk innan Íslandsdeildar Amnesty International og hlaupandi upp um öll fjöll á sumrin. Þegar tími gefst frá vinnu og félagsmálum dettur Anna í bók- lestur. „Ég er eitthvað farin að letjast í pólitíkinni en bækurnar mínar eru alltaf klassískar. Ég les aðallega þjóðlegan fróðleik og ættfræði en er lítið að lesa skáldsögur.“ Anna skreppur líka af og til á sjóinn, til að viðhalda þekkingu, og fer þá aðallega á millilandaskip. „Það liggur við að maður sé farinn að bíða eftir að fara á eftirlaun til að geta sinnt öllum áhugamálunum, þótt vinnan sé reyndar áhugamál út af fyrir sig.“ sigrunrosa@mbl.is Anna K. Kristjánsdóttir vélfræðingur 60 ára Upp um öll fjöll á sumrin Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 30. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.51 0,9 10.10 3,6 16.26 0,9 22.34 3,4 11.22 15.40 Ísafjörður 5.53 0,5 12.05 1,9 18.34 0,5 12.06 15.05 Siglufjörður 2.25 1,0 8.12 0,3 14.40 1,1 20.48 0,2 11.51 14.46 Djúpivogur 0.54 0,3 7.09 1,8 13.28 0,5 19.24 1,7 11.00 15.00 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Í lífinu er mikilvægt að gæta jafn- vægis. Allir þurfa ást og allir eru færir um að gefa hana. Fáðu hlutlausan aðila til aðstoðar því hann sér málið öðrum augum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Dagurinn í dag er ákjósanlegur til þess að gera langtímafjárhagsáætlanir. Rétt mat- aræði, útivist og hreyfing gera kraftaverk. Verið viss um hvað þið viljið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert með augun opin fyrir ást- arævintýrum eða spennandi dægrastyttingu. Leyfið öðrum að njóta með ykkur; það er miklu skemmtilegra og gleður það vini ykkar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fólkið sem þú rekst á virðist tala bara til að geta hlustað á sjálft sig og reynir sífellt að sýnast betra en náunginn. Reyndu ekki að leysa vanda allra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni. Settu skoð- anir þínar fram með greinargóðum hætti. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Sýndu sérstaka varúð í umferðinni, hvort sem þú ert á bíl, gengur eða hjólar. Sambandið er á hreinu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert að breyta um lífsstíl. Treystu innsæi þínu en hafðu jafnframt í huga að vin- ur þinn vill vel. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Óvæntur gestur veitir þér nýja sýn á mál sem þú hefur lengi verið að glíma við. Vertu fyrri til að rétta fram sáttahönd, því sjaldan veldur einn þá tveir deila. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú veist hvað er best fyrir þig og þar af leiðandi hvað er best fyrir aðra – þó að þeir komi kannski ekki auga á það. Láttu óþolinmæðina ekki ná tökum á þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getir ekki reynt aftur síðar. Kepptu við sjálfa/n þig og þú munt nýta alla þína hæfileika. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú finnur að öllum líkindum til árásargirni í dag. Vertu raunsæ/r og sann- gjarn/gjörn um leið svo allt fari vel. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ekki er allt gull sem glóir og þú græðir á því að skoða hlutina. Hver segir að maður megi ekki gera ekki neitt í einhvern tíma? Stjörnuspá Björn H. Karls- son, bóndi Smá- hömrum, verður áttræður í dag, 30. desember. Hann verður ekki heima á af- mælisdaginn. 80 ára 1. c4 g6 2. g3 Bg7 3. Bg2 c5 4. Rc3 Rc6 5. Rf3 e5 6. a3 Rge7 7. 0-0 d6 8. b4 0-0 9. bxc5 dxc5 10. Bb2 Be6 11. d3 h6 12. Re1 Dd7 13. Rc2 Had8 14. Re3 b6 15. Red5 Rd4 16. e3 Rdf5 17. a4 Rd6 18. De2 Hfe8 19. Hfe1 Rc6 20. Kh1 Bg4 21. Df1 e4 Staðan kom upp í 1. deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fór fram í Rimaskóla sl. haust. Hjörvar Steinn Grétarsson (2.442) hafði hvítt gegn danska alþjóðlega meistaranum Nikolaj Mikkelsen (2.384). 22. Rxe4! Rxe4 23. Bxg7 Rd2 24. Bc3! Rxf1 25. Rf6+ Kf8 26. Rxd7+ Bxd7 27. Hxf1 Re5 28. Bxe5! Hxe5 29. Ha3 hvítur er nú sælu peði yfir í endatafli. 29. … He6 30. Hb1 Bc6 31. Hbb3 Bxg2+ 32. Kxg2 h5 33. a5 Kg7 34. h4 Hdd6 35. Kf3 Kf6 36. axb6 Hxb6 37. Hxb6 axb6 38. Ha7 og hvítur inn- byrti vinninginn nokkru síðar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.