Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 31

Morgunblaðið - 30.12.2011, Side 31
Geturðu lýst þér í fimm orðum? Kátur, afmælisstrákur, málglaður, klifurköttur og forvitinn. Ertu ekki búinn að vera þægur og góður aðalsmaður? (spyr síðasti að- alsmaður, Kertasníkir) Jú, ég er oftast þægur nema þegar ég þarf að taka til. Hver er uppáhaldsbókin þín? Fíasól, Prinsessan á Bessastöðum og Glósubók Ævars. Hvernig er að eiga afmæli á gamlársdag? Gaman, ég fæ köku og svo eru líka sprengjur, flugeldar og blys. Hvernig heldurðu að það sé að vera fimm ára? Þá veit maður meira en þegar maður er fjögurra ára. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fá pylsu, teikna, föndra, fara út að leika og búa til leikrit, tónleika og hljómsveit. Það er líka gaman að sjá Brúðubílinn úti á Klambratúni á sumrin. En hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka til og hlýða. Hvað ætlarðu að starfa við þegar þú verður fullorðinn? Mig langar að verða kaupmaður, leikari og skrifa bækur. Hvað ætlarðu að gera á afmælis- daginn? Ég ætla að halda veislu og í henni sprengjum við afmælisrakettuna mína. Svo ætla ég líka að fá nammi í poka. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Askasleikir, af því hann gaf mér súkkulaðijólasvein í skóinn. Hvað fékkstu í jólagjöf? Stjörnukíki og gallaða myndavél frá ömmu en hún gaf mér svo í staðinn fjarstýrðan Carsbíl sem átti samt að vera afmælisgjöfin mín. Hvað langar þig að fá í afmælisgjöf? Spýtur, svona dót sem maður heng- ir í eyrað til að heyra betur í leikur- unum, saumavél, búta til að sauma saman í saumavélinni, tölvu og iPad. Hver er besti vinur þinn? Katla, Brynhildur, Bjarki og Frið- bert á Nóaborg og svo Sólrún systir mín, Eydís, Karen og Agnes frænk- ur mínar og litli bróðir minn. Hvað finnst þér skemmtilegast að spila á fiðlu? Rússakóngur Ragnar sem er fyrst á A-streng, svo D, svo E og svo aftur A. Ég spila þetta fjórum sinnum og svo hoppa ég og segi hei! Hvað færðu að vaka lengi á afmæl- isdeginum? Frá átta til næsta dags. Ef það væri til rakettan Brynjar Bragi, hvernig raketta væri það? Þegar hún væri sprengd kæmu ský út úr henni með mynd af mér. Hvernig afmælisköku ætla mamma og pabbi að baka handa þér? Legókubbaköku eins og Sólrún systir mín fékk. Nú hefur Morgunblaðið frétt af því að þú sért mikill sundgarpur, ætl- arðu að vera duglegur í sundi á næsta ári? Já, mig langar það. Mig langar að læra bringusund en núna kann ég skriðsund á fótum, froskastökk, höfrungastökk, koddabaksund og að láta mig hringsnúast í dótinu. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Ef ég ætti leyndan hæfileika lang- aði mig ekki að segja neinum frá honum nema vinum mínum. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Hvað veist þú mikið um heiminn? Legókubbakaka og afmælisraketta Aðalsmaður vikunnar, Brynjar Bragi Einarsson, verður fimm ára á morgun, gamlársdag. Afmæli Brynj- ari Braga Ein- arssyni finnst gaman að eiga afmæli á gamlársdag. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÍSLENSKTTAL -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH THE SITTER Sýnd kl. 8 - 10 GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO Sýnd kl. 6:45 - 10 MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 7 - 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 (700kr.) - 4 - 6 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL 88/100 -CHICAGO SUN TIMESH.S.S. - MBL HHH HHH AK. DV - MAGNÚS MICHELSEN, BÍÓFILMAN.IS HHHH Miðasala og nánari upplýsingar -bara lúxus sími 553 2075 Gleðilega hátíð www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% THE SITTER KL. 3.20 - 6 - 8 – 10 14 GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.45 - 8 - 9 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 5.50 L MI-GHOST PROTOCOL KL. 5 - 8 - 10.50 16 MI-GHOST PROTOCOL LÚXUS KL. 2 - 5 - 8 - 10.50 16 STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 2D KL. 1 (TILBOÐ) L H.V.A., FBL. TOM CRUISE Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! “STÆRRI, BETRI OG FYNDNARI.” - EMPIRE SHERLOCK HOLMES KL. 6 - 8 - 10.40 12 GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 3.30 (TILBOÐ) - 6.45 - 9 - 10 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 4 (TILBOÐ) - 6 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.30 (TILBOÐ) L JACK AND JILL KL. 10.10 L ÆVINTÝRI TINNA KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 7 GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 8 - 10.50 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 4 - 6 L ELÍAS KL. 4 - 6 12 MIDNIGHT IN PARIS KL. 8 - 10 L The Sitter Gamanmynd sem segir af húðlöt- um, ungum manni, Noah, sem rek- inn hefur verið úr framhaldsskóla og býr hjá móður sinni. Móðir hans felur honum að gæta þriggja barna nágrannakonu sinnar á heimili hennar. Það virðist einfalt verkefni en fer fljótlega úr böndunum, nán- ar tiltekið þegar Noah býðst að hafa mök við stúlku sem hann telur vera kærustu sína, með því skilyrði að hann færi henni eiturlyf. Stúlkan er stödd í teiti einni og ákveður Noah að stela bíl konunnar sem hann er að gæta barna fyrir, finna eiturlyf fyrir kærustuna og færa henni með tilheyrandi verðlaunum. Sendiförin fer allsvakalega úr böndunum og ljóst að letinginn Noah er ein versta barnapía sem sögur fara af. Leikstjóri er David Gordon Green og í aðalhlutverkum Jonah Hill, Ari Graynor og Sam Rockwell. Metacritic: 39/100 Variety: 50/100 The Hollywood Reporter: 50/100 Barnapían Jonah Hill leikur Noah sem falið er að gæta þriggja barna fyrir nágrannakonu sína. Fljótlega fer allt gjörsamlega úr böndunum. Letingi og barnapía í leit að eiturlyfjum Bíófrumsýning Í fyrradag kom út platan Halftime með tónlistarmanninum Intro Beats á vegum Möller Records. Platan hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið. Intro Beats, eða Addi Intro, hef- ur verið lengi að. Hann er hluti af Forgotten Lores-hópnum og hann hefur áður gefið út eina sólóplötu, Tivoli Chillout, en þar fékk hann 15 gestarappara til að hjálpa sér við gerð plötunnar. Halftime er fyrsta plata kappans þar sem hann leikur sér með raf- tónlistarlistformið, en öll verkin eru samin á hljóðsmölunarverkfæri og tekin upp í heima hljóðveri Intro Beats. Hægt verður að nálgast plöt- una á vefsvæði Möller Records. Nýtt Tónlistarmaðurinn Intro Beats hefur gefið út aðra sólóplötu sína. Intro Beats gef- ur út Halftime

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.