Morgunblaðið - 18.01.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
FYRIR HEIM
ILIÐ!
ÓDÝRT
– fyrst og
fremst
ódýr!
Hjörtur J. Guðmundsson
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Samkvæmt stefnu slitastjórnar
Landsbanka Íslands hefur sjö fyrr-
verandi stjórnendum bankans verið
stefnt til þess að greiða skaðabætur
auk 25 vátryggingafélaga sem gáfu
út ábyrgðartryggingar fyrir stjórn-
armenn og stjórnendur bankans.
Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri
Kristjánssyni, fyrrverandi banka-
stjórum Landsbanka Íslands, er
stefnt, fjórum af fimm fyrrverandi
bankaráðsmönnum bankans, þeim
Kjartani Gunnarssyni, Svöfu Grön-
feldt, Andra Sveinssyni og Þorgeiri
Baldurssyni, og Jóni Þorsteini Odd-
leifssyni, fyrrverandi forstöðumanni
fjárstýringar Landsbanka Íslands.
„Gerð er krafa um að hinir
stefndu stjórnendur greiði stefn-
anda skaðabætur vegna gáleysis
sem leiddi til þess að greiddir voru
verulegir fjármunir út úr Lands-
banka Íslands hinn 6. október 2008
þegar fyrir lá að bankinn var ógjald-
fær,“ segir í stefnunni.
Þann dag, sem hafi verið síðasti
starfsdagur bankans áður en hann
var tekinn yfir af Fjármálaeftirlit-
inu, hafi umtalsverðir fjármunir
runnið frá honum og til verðbréfa-
sjóða Landsvaka hf., Straums-
Burðaráss fjárfestingarbanka hf. og
MP fjárfestingarbanka.
Krefjast nær 46 milljarða
Slitastjórnin krefur fyrrverandi
stjórnendur og stjórnarmenn bank-
ans um rúmlega 31 milljarð króna.
Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri
Kristjánssyni, Kjartani Gunnars-
syni, Andra Sveinssyni, Þorgeiri
Baldurssyni og Svövu Grönfeldt er
stefnt in solidum til greiðslu 14,1
milljarðs króna, 10,5 milljóna
bandaríkjadala og 10,8 milljóna
evra, sem eru alls um 17,1 milljarður
kr. Krafist er vaxta, verðtryggingar
og dráttarvaxta. Þá er Jóni Þor-
steini Oddleifssyni stefnt in solidum
ásamt sexmenningunum til greiðslu
11,1 milljarðs kr. og á þriðja tug vá-
tryggjenda er stefnt til greiðslu nær
18 milljarða kr. með sjömenningun-
um.
Kröfuhæðin er alls um 46 millj-
arðar kr. á núverandi gengi.
Fram kemur í stefnunni að miðað
við sölugengi Seðlabanka Íslands 6.
október 2008 hafi samtals runnið
jafnvirði um 34,7 milljarða króna út
úr Landsbanka Íslands og til þessara
félaga. Kröfur sem keyptar hafi ver-
ið af Landsvaka hafi verið á umtals-
verðu yfirverði og greiðslur til
Straums og MP banka hafi verið
greiddar eftir að Geir H. Haarde, þá-
verandi forsætisráðherra, hafi til-
kynnt um yfirvofandi hrun íslenska
bankakerfisins og eftir að bankanum
hafði verið lokað þennan dag.
Bankinn ógjaldfær
„Á því er byggt að bankaráðs-
mönnum, bankastjórum og forstöðu-
manni fjárstýringar Landsbanka Ís-
lands hafi verið eða mátt vera ljóst að
frá 29. september 2008, þegar til-
kynnt var um fyrirhugaða yfirtöku
íslenska ríkisins á Glitni banka hf.,
hafi legið fyrir að Landsbanki Ís-
lands var í verulegum fjárhagslegum
erfiðleikum og uppfyllti ekki kröfur
um eigið fé,“ segir í stefnunni.
Þá segir að á þeim degi þegar um-
ræddar greiðslur áttu sér stað hafi
Landsbanki Íslands verið
ógjaldfær meðal annars
að kröfu breska fjár-
málaeftirlitsins um taf-
arlausa greiðslu á 200
milljónum punda til þess
að styðja við útflæði fjár-
muna af Icesave-
innlánsreikn-
ingunum í
Bretlandi.
Stefna sjö fyrrver-
andi stjórnendum
Slitastjórn Landsbankans krefst skaðabóta vegna gáleysis
Morgunblaðið/Kristinn
Bankastjórar Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson eru meðal
þeirra sjö fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands sem stefnt er.
BAKSVIÐ
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Ein af ástæðum þess að atvinnuleysi
hefur minnkað hægar á Suður-
nesjum en í öðrum landshlutum er
að mikið framboð er af leiguhúsnæði
á Suðurnesjum á lægra verði en á
höfuðborgarsvæðinu. Atvinnulaust
fólk leitar eftir því að komast í ódýr-
ari leigu og flytur því á Suðurnesin.
Þetta segir Hjördís Árnadóttir,
framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fé-
lagssviðs Reykjanesbæjar.
Atvinnuleysi hefur lengi verið
meira á Suðurnesjum en í öðrum
landshlutum. Það mælist núna
13,1% og þó að það sé minna en fyr-
ir ári er batinn þar hægari en í öðr-
um landshlutum.
Hjördís segir að ýmislegt skýri
þetta mikla atvinnuleysi á Suður-
nesjum. Atvinnulífið hafi orðið fyrir
miklu áfalli þegar varnarliðið fór frá
landinu. Ný atvinnutækifæri sem
menn hafi bundið vonir við hafi ekki
skilað sér. Ennfremur sé ljóst að
húsaleiga á Suðurnesjum sé lægri
en á höfuðborgarsvæðinu og því leiti
fólk þaðan eftir því að komast á
Suðurnesin í ódýrari leigu. Þar sé
talsvert mikið framboð af leigu-
húsnæði. Hluti leigjenda hafi ekki
vinnu.
Hjördís segir að þessu fylgi mikið
álag fyrir félagsmálakerfið á Suður-
nesjum því atvinnuleysið sé oft ekki
eini vandinn sem fólk eigi við að
stríða.
Missir bætur eftir að
hafa verið án vinnu í 4 ár
Hjördís segist hafa miklar
áhyggjur af þeim einstaklingum
sem hafi verið án atvinnu í fjögur ár
og hafi dottið eða séu að detta út af
atvinnuleysisskrá, en samkvæmt
lögum fellur bótaréttur niður þegar
fólk hefur verið á atvinnuleysisskrá
í fjögur ár. Ef einstaklingur í þess-
ari stöðu á maka sem er með vinnu
á viðkomandi ekki rétt á fjárhags-
aðstoð frá bænum og því lækka
tekjur fjölskyldunnar um 160 þús-
und krónur á mánuði. Hjördís segir
að þessar fjölskyldur eigi mjög erf-
itt.
„Það sem þarf að gerast er að það
fjölgi atvinnutækifærum á Suður-
nesjum. Þá batnar fjárhagsstaða
fjölskyldanna og það skilar sér til
sveitarfélagsins í formi meiri skatt-
tekna og jafnframt minnka útgjöld
til félagsmála,“ segir Hjördís og
bættir við að þrátt fyrir allt sé
seigla í fólki. Fólk treysti því að
verkefni eins og gagnaver á Ásbrú
og kísilverksmiðja í Helguvík verði
að veruleika fyrr en seinna.
Leita í ódýrara
húsnæði á
Suðurnesjum
Um 13% atvinnuleysi á svæðinu
Morgunblaðið/Kristinn
Atvinnuleysi Atvinnuástandið á
Suðurnesjum er ekki gott.
Erfitt atvinnuástand
» Þegar ástandið var verst á
Suðurnesjum fór atvinnuleysið
upp í 15%, en í desember
mældist það 12,8%.
» Það er fyrst og fremst at-
vinnuleysi meðal karla sem
hefur minnkað. Atvinnuleysi
meðal kvenna mældist 13,8%
sem er aðeins meira en fyrir
ári.
» Réttur til greiðslu atvinnu-
leysisbóta var í 4 ár, en dæmi
er um að fólk hafi fullnýtt
þennan rétt og sé dottið út af
bótum.
Kjartan Gunnarsson, fyrrver-
andi bankaráðsmaður í Lands-
banka Íslands, hefur sent frá
sér yfirlýsingu í tilefni af stefnu
slitastjórnar Landsbankans á
hendur honum þar sem hann
segir það mat sitt og lögmanna
sinna að málshöfðunin standist
ekki skoðun. Hann segist ekki
kvíða niðurstöðu dómstóla í
málinu og tekur fram að þær
greiðslur sem málið varði hafi
ekki komið á nokkru stigi til um-
fjöllunar hjá bankaráði enda
ekki þess eðlis að þær ættu er-
indi þangað.
Kjartan segir að Landsbank-
inn hafi verið gjaldfær í upphafi
dags 6. október 2008. „Bankinn
átti nægt fé í íslenskum krónum
og beiðni um gjaldeyrisaðstoð
var til afgreiðslu hjá Seðla-
banka Íslands. Forsendur til að
loka bankanum í upphafi þess
dags voru því alls ekki fyrir
hendi og slík aðgerð hefði skað-
að bæði bankann sjálfan gríðar-
lega og sett af stað keðju-
verkun með ófyrirséðum
afleiðingum.“
Stenst ekki
skoðun
KVÍÐIR EKKI NIÐURSTÖÐUM
Kjartan
Gunnarsson
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vatns- og fráveitugjöld Orkuveitu
Reykjavíkur hækkuðu til samræm-
is við byggingavísitölu um 10,69%
um áramót miðað við gjaldskrá 1.
maí 2011 en um 18% miðað við jan-
úar 2011. Fráveitugjald fyrir 100
fm íbúð í Reykjavík er liðlega 40
þúsund krónur og vatnsgjaldið um
25 þúsund eða um 10 þúsund kr.
hækkun milli ára.
Orkuveitan tók við innheimtu
vatns- og fráveitugjalda í fyrra en
áður höfðu þau verið innheimt með
fasteignagjöldum sveitarfélaga.
Orkuveitan á og rekur vatnsveit-
una í Reykjavík, á Akranesi, í
Borgarbyggð og á Álftanesi en nú
bætist við innheimta á vatnsgjöld-
um í Stykkishólmi, Grundarfirði,
Hvalfjarðarsveit og Úthlíð í Bisk-
upstungum.
Fasteignamat og stærð
Áður tók fráveitugjaldið eða hol-
ræsagjaldið mið af fasteignamati
en eftir að OR tók við inn-
heimtunni hefur einnig verið miðað
við stærð húsnæðis rétt eins og
með vatnsgjaldið. Um er að ræða
fastagjald á hverja matseiningu í
fasteignamati og hins vegar er
ákveðið gjald fyrir hvern fermetra
húsnæðis.
Fráveitugjaldið fyrir 100 fm íbúð
hækkaði um 3.878 kr. og vatns-
gjaldið um 2.420 kr. Fastagjaldið í
Reykjavík er 8.263,17 kr. í ár og
breytilega gjaldið 318,95 kr. á
hvern fermetra.
Í fyrra hækkaði fráveitugjaldið
um 18,5% í Reykjavík miðað við
2010. Um 82% húseigna í borginni
eru minni en 200 fm og hækkaði
fráveitugjald þeirra um 12% að
meðaltali.
Gjöld OR hækkuð um 18%
Greiða þarf 65 þús. kr. fyrir 100 fm íbúð í Reykjavík
Vatns- og fráveitugjöld OR
Íbúð í 2011 2012
Reykjavík Vatnsgjald Fráveitugjald Samtals Vatnsgjald Fráveitugjald Samtals Mism. ISK Mism.%
100 m2 22.639 32.528 55.167 25.059 40.158 65.217 10.050 18%
250 m2 49.639 71.281 120.920 54.945 88.001 142.945 22.026 18%