Morgunblaðið - 18.01.2012, Side 8

Morgunblaðið - 18.01.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 Jón Magnússon, fv. alþingis-maður, fjallar um grein innan- ríkisráðherra hér í blaðinu, sem vakti mikla athygli, og segir m.a.:    Sú umfjöllun Ög-mundar sýnir enn og aftur að um pólitíska ákæru var að ræða á hendur Geir H. Haarde.    Grein Ögmundarí Morgun- blaðinu er merkileg fyrir fleiri hluta sakir en þá eina að hann ætlar sér að greiða atkvæði með því að fallið verði frá ákæru á hendur Geir.    Í fyrsta skipti fjallar þingmaðurstjórnarflokkanna málefnalega og af hlutlægni um orsakir banka- hrunsins og hverjir bera ábyrgð á því. Ögmundur Jónasson dregur upp stærri mynd og raunsannari á or- sökum og ábyrgð á hruninu en al- mennt hefur verið gert hingað til af stjórnmálamönnum.    Ekki er að finna svigurmæli eðafordæmingar í garð pólitískra andstæðinga eða þeirra blóra- böggla sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa gert ábyrga fyrir hruninu.    Það er regindjúp á milli þeirrasjónarmiða sem Ögmundur setur fram um orsakir og aðdrag- anda hrunsins og þeirra ómálefna- legu og röngu upphrópana sem Jó- hanna og Steingrímur grípa jafnan til í þeim pólitíska loddaraleik sín- um að koma ábyrgðinni á pólitíska andstæðinga í stað þess að beina at- hyglinni að því sem raunverulega var um að kenna og hverjir báru ábyrgð í raun.“ Ögmundur Jónasson Merkileg grein STAKSTEINAR Jón Magnússon Veður víða um heim 17.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 slydda Bolungarvík -1 heiðskírt Akureyri 0 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 2 rigning Vestmannaeyjar 4 alskýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 8 þoka Ósló -2 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 2 heiðskírt Brussel 3 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 6 alskýjað London 6 heiðskírt París 3 heiðskírt Amsterdam 2 heiðskírt Hamborg 2 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 0 snjókoma Moskva -6 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 11 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 8 heiðskírt Aþena 5 léttskýjað Winnipeg -23 snjókoma Montreal -6 snjókoma New York 5 alskýjað Chicago 1 slydda Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:49 16:28 ÍSAFJÖRÐUR 11:19 16:08 SIGLUFJÖRÐUR 11:03 15:50 DJÚPIVOGUR 10:25 15:51 ígrunduðu máli. „Stefán Már Stefáns- son lagaprófessor skrifaði grein í blaðið hjá ykkur í dag, þar sem hann bendir á að ekki séu forsendur í máls- skjölunum fyrir þeirri aðgreiningu sem Alþingi greip til þegar ákveðið var hver yrði ákærður. Og Stefán Már bendir á að þingmenn þurfi að byggja ákvörðun sína á raunveruleg- um sakargiftum á lagalegum grund- velli.“ Andri segir að þingmenn hafi hins- vegar ekki getað metið málið fyllilega, þar sem þeir hafi aðeins haft hluta af gögnum málsins. Ekki með gögnin sjálf „Í raun voru þeir aðeins með rann- sóknarskýrsluna og örfá önnur skjöl, en aldrei gögnin sjálf. Síðan þegar bú- ið var að ákæra fór saksóknari að kalla eftir gögnum og þá kom ýmis- legt í ljós, sem ekki var í samræmi við ályktanir þingnefndarinnar að okkar mati.“ Aðspurður hvort fleiri þingmenn verði kallaðir til sem vitni svarar Andri: „Nei, við höfum haldið okkur við þá þingmenn sem lögðu þetta til. Aðrir komu ekki að rannsókninni með beinum hætti, þó að það hafi verið þeirra að ákveða hvort þeir greiddu atkvæði eða ekki, og það hafi skilað þeirri niðurstöðu að farið var út í breytingar á tillögu þingnefndarinnar án þess að neinar forsendur væru til þess.“ Andri skilaði greinargerð og vitna- lista til landsdóms 9. janúar síðastlið- inn. Saksóknari er einnig með vitna- lista og verða allt í allt fimmtíu manns kallaðir fyrir landsdóm, þar á meðal samráðherrar Geirs og starfsmenn fjármálafyrirtækja. Meirihluti þingmannanefndar yrði kallaður fyrir landsdóm  Verjandi Geirs H. Haarde segir að farið verði yfir gögn með þingmönnunum Morgunblaðið/Kristinn Í Þjóðmenningarhúsinu Landsdómur kemur saman á fyrsta fundi. Fjölluðu um skýrsluna » Þingmannanefnd var falið að fjalla um rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Sigurður Ingi Jó- hannsson og Eygló Harðar- dóttir, Atli Gíslason, Lilja Rafn- ey Magnúsdóttir og Birgitta Jónsdóttir voru í meirihluta. » Unnur Brá Konráðsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem tók sæti Ásbjörns Óttars- sonar, voru í minnihluta. VIÐTAL Pétur Plöndal pebl@mbl.is Meirihlutinn í níu manna þingnefnd, sem kjörin var til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, verður á meðal þeirra vitna sem Andri Árnason, hrl. og verj- andi Geirs H. Haarde, mun kalla fyrir landsdóm. „Ég vil ekki tjá mig endanlega um vitnalistann, en reikna með að hann verði birtur þegar nær dregur dóms- meðferðinni og boðanir hefjast,“ segir Andri. Tengist efnahag bankanna „Það má hins vegar staðfesta að á listanum eru m.a. aðilar sem tengjast upplýsingum um efnahag bankanna enda ganga tveir ákæruliðir nú út á að Geir hafi átt að hafa áhrif á sölu eigna bankanna á árinu 2008, sem við telj- um að hafi verið algjörlega óraunhæft á þeim tíma. Síðan er miðað við að þingmenn sem sátu í þingnefndinni og sem lögðu til ákæru, þ.e. þingmenn úr Atla- nefndinni, komi fyrir dóm og geri grein fyrir rannsókn sinni. Mikilvægt er að fara nákvæmlega yfir rannsókn- argögnin með viðkomandi þingmönn- um, enda önnuðust þeir rannsóknina á meintri ráðherraábyrgð á vegum þingsins,“ segir Andri. Grafalvarlegur hlutur Þá er einnig gert ráð fyrir að nefnd- armenn í rannsóknarnefnd Alþingis komi fyrir dóm og geri grein fyrir sín- um rannsóknum og niðurstöðum. „Vörnin mun að einhverju leyti mið- ast við að ekki sé samræmi milli rann- sóknargagna sem nú liggja fyrir og niðurstaðna þessara aðila um ábyrgð ákærða,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að menn átti sig á því að það sé grafalvarlegur hlut- ur að leggja til að menn séu ákærðir og það verði ekki gert nema að „Ég mun tjá mig um málið á föstu- daginn. Ég er að vonast til að mál- ið fari fyrir nefnd milli umræðna og svo tek ég mína faglegu af- stöðu í atkvæðagreiðslu,“ segir Atli Gíslason, þingmaður og for- maður þingmannanefndar sem fal- ið var að fjalla um rannsóknar- skýrsluna, spurður um afstöðu sína til þeirrar tillögu Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, að draga beri lands- dómsmálið á hendur Geir til baka. Atli reiknar með að málið fari í 2. umræðu um mánaðamótin. Hann styður ekki hugsanlega til- lögu um að vísa frá tillögu Bjarna. Spurður um fyrirhugað framboð Lilju Mósesdóttur kveðst Atli geta hugsað sér að taka sæti neðarlega á lista. Nýr flokkur í febrúar Lilja segir framboð að verða til. „Ég … vinn núna að því að stofna nýjan flokk. Við munum í febrúar kynna grundvallarstefnu flokksins og gera fólki kleift að ganga til liðs við hann,“ segir Lilja og bætir því við að forysta VG „muni ekki linna látum“ fyrr en henni hafi tekist að koma Ögmundi Jónassyni og Guð- fríði Lilju Grétarsdóttur úr flokkn- um. baldura@mbl.is Vill kjósa um tillögu Bjarna FORMAÐUR NEFNDARINNAR ANDVÍGUR FRÁVÍSUNARTILLÖGU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.