Morgunblaðið - 18.01.2012, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012
✝ Davíð ÞórGuðmundsson
fæddist á Blöndu-
ósi 7. maí 1950.
Hann lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 7. janúar
2012.
Foreldrar hans
eru Ingibjörg Mar-
grét Kristjáns-
dóttir, f. 4. októ-
ber 1926, og
Guðmundur Eyberg Helgason,
f. 14. nóvember 1924, d. 26.
maí 1979. Systkini Davíðs Þórs
eru Margrét Sigríður, f. 19.
maí 1946, Kristján, f. 21. maí
1948, Bjarni Rúnar, f. 14. mars
1952, Ásgeir Pétur, f. 11. maí
1954, Örlygur Atli, f. 21. des.
1962, Nína Hrönn, f. 8. jan.
1968.
Davíð Þór kvæntist 24. maí
1975 Hrafnhildi Sigríði Þor-
leifsdóttur frá Súgandafirði, f.
22. apríl 1955. Foreldrar henn-
ar eru Rannveig Hansína Jón-
asdóttir, f. 26. sept. 1935 og
Víkingur Davíð Gústafsson, f.
18. júní 2010, faðir Víkings
Davíðs er Gústaf Reynir
Gylfason, f. 17. mars 1988, b)
Jón Kristján Jónsson, f. 9.
október 1993, faðir Rakelar
Báru og Jóns Kristjáns er Jón
Ólasson, c) Sigurjón Þór
Kristinsson, f. 14. apríl 2004,
d) Kristín Þórunn Krist-
insdóttir, f. 21. apríl 2005, fað-
ir þeirra er Kristinn Þór Sig-
urjónsson. 2) Rakel Bára
Davíðsdóttir, f. 2. september
1974, d. 18. mars 1990. 3)
Sunna Rannveig Davíðsdóttir,
f. 21. júní 1985, dóttir hennar
er Anna Rakel Arnardóttir, f.
7. sept. 2004. Faðir Önnu Rak-
elar er Örn Steinar Viggós-
son, f. 10. des. 1983.
Davíð Þór ólst upp á Ytri-
Kárastöðum á Vatnsnesi V-
Hún. Hann var á Héraðsskól-
anum á Reykholti í Borg-
arfirði og lauk þaðan lands-
prófi. Hann starfaði lengi við
sjómennsku og um tíma við
lögreglustörf, en síðustu árin
við leigubílaakstur í Reykja-
vík. Davíð Þór var alla tíð í
hestamennsku og var mikið
náttúrubarn.
Útför Davíðs Þórs fer fram
frá Neskirkju í dag, 18. janúar
2012, og hefst athöfnin kl. 15.
Þorleifur Hall-
bertsson, f. 27.
apríl 1931, d. 27.
okt. 2010. Eig-
inmaður Rann-
veigar Hansínu er
Jón Friðrik Zóp-
hóníasson, f. 1.
okt. 1933. Systkini
Hrafnhildar Sig-
ríðar eru: Guðrún
Jóna Gísladóttir,
Hallgrímur Þór
Gunnþórsson, Soffía Gunn-
þórsdóttir, Elsa Kolbrún
Gunnþórsdóttir, Inga Jóna
Gunnþórsdóttir, Jónas Gunn-
þórsson, Kristján Þorleifsson,
Ingunn Margrét Þorleifs-
dóttir, Sigurbjörg Þorleifs-
dóttir og Sigþór Þorleifsson.
Börn Davíðs og Hrafnhildar
eru: 1) Þórhildur Sandra Dav-
íðsdóttir, f. 24. júlí 1972, sam-
býlismaður hennar er Sigfús
Bergmann Önundarson, f. 25.
júlí 1968. Börn Söndru eru: a)
Rakel Bára Jónsdóttir, f. 9.
júlí 1991, sonur hennar er
Elsku besti pabbi minn, nú
kveður þú í hinsta sinn. Á eftir
vetri kemur ekkert vor en þú ert
hér enn og ég minnist þín.
Hjartað slær sem ljúfur blær,
eitt sinn varstu lítill drengur á
sveitabæ. Kaldir vindar blása og
húmið hrím, elsku pabbi ég
sakna þín. Sterkur og stór og
alltaf með slór en núna varstu
fljótur að flýta þér að ganga
þann langa veg. Þú óskaðir þér
að hitta englanna her, Rakel og
afa sem eitt sinn voru hér. Pabbi
ég bið að heilsa þér. Vaka englar
og þú flýgur nú þar sem þú trúð-
ir að Rakel þín var og saman þið
eruð nú í sveitadans á dýrðarinn-
ar skýjaglans. Brostu nú því ég
trúi að þú fylgir mér hvert sem
ég fer sem betur fer veit ég af
þér. Frelsi og friður fylgir þér,
sumarið senn kemur og sólin
með hvernig sem fer þá bjarga
ég mér.
Nú ertu farinn og verður
brátt grafinn, eftir er krakka-
skarinn. Ég vildi óska að ég
skildi hví þú fórst í svo miklu
skyndi en ég vona að það var það
sem hann vildi. Eftir allt sem þú
hafðir stritað held ég að þú hafir
það vitað.
Alltaf svo góður en líka mjög
hljóður. Hjartað svo stórt að þér
var ekki rótt eina einustu nótt.
Við berjumst gegn hörðum
hörðum vindi í þessu lífi sem á
það til að vera svo mikið yndi. Til
að sjá hvað hann þyldi? Ég veit
að það sem þú vildir var að ég
hann þyldi og gerði það sem ég
vildi. Senn mun lægja og þá
munum við hlæja. Pabbi og
mamma, draumar munu rætast
og þið munuð kætast þegar úr
þessu mun rætast. Vertu nú
glaður því senn kemur nýr dag-
ur og honum fylgir fallegur
bragur.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þín dóttir,
Sunna Rannveig.
Elsku afi var góður maður og
var góður við alla. Hann var allt-
af mjög góður við mig. Við afi
fórum stundum með Víking Dav-
íð litla frænda mínum í göngutúr
og keyptum ís og vínber. Við afi
spiluðum oft Olsen Olsen og þá
leið okkur vel. Hann leyfði mér
að hafa hátt þó að hann væri að
reyna að leggja sig og fór með
mér út á svalir að sprengja á
þrettándanum. Afi fór með mér
út að hjóla, það var gaman. Við
fórum í búðina og hann leyfði
mér að sitja frammi í í leigubíln-
um. Mér þótti mikið vænt um
hann. Ég á eftir að sakna hans
mjög mikið.
Elsku afi, minning þín er ljós í
lífi okkar.
Kveðja
Anna Rakel.
Elskulegur sonur minn, bróð-
ir okkar, mágur og frændi.
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast þín, elsku Davíð Þór.
Sárt er að sjá á eftir þér, kæri
Dabbi, þú sem áttir og átt svo
stórt rými í okkar hjarta. Nú
hefur verið höggvið stórt skarð í
okkar raðir stórfjölskyldunnar
er kennir sig gjarnan við Kára-
staði. Fjölskyldu sem er sam-
rýmd og afar náin. Óhætt er að
segja að á síðustu árum höfum
við reynt að vera dugleg að
rækta vinskapinn og huga hvert
að öðru. Einn liður í því hefur
m.a. verið að halda systkinapartí
og „lítil ættarmót“. Slíkt mót var
einmitt haldið heima hjá þér og
Hrafnhildi konu þinni síðastliðið
vor, og við vitum fyrir víst að þér
þótti afar vænt um þessa fundi
okkar fjölskyldunnar eins og
okkur þykir öllum. Það eru slík-
ar stundir sem standa upp úr
þegar horft er til baka. En hin
miskunnarlausa klukka lífsins
eirir engu og keyrir áfram hið
mikla gangverk lífsins og áfram
höldum við stórfjölskyldan. En
eitt mátt þú vita að þó svo að þú
sért farinn á undan okkur í
ferðalagið mikla elskulegi sonur,
bróðir, mágur og frændi, þá
munt þú ávallt lifa með okkur í
hjarta vor og huga.
Við eigum fagrar og hlýjar
minningar um góðan dreng.
Náttúrubarn sem var í senn ljóð-
elskur, bókhneigður og elskur að
listum, og sérlega elskur að fjöl-
skyldu sinni, konu og börnum og
umfram allt hjartahlýr maður.
Gaman var og ljúft á góðum
stundum að njóta leiftrandi húm-
ors þíns og góðra gáfna er þér
voru gefnar, og rammur varst þú
að afli og vel af Guði gerður. Þú
varst einn af stóru hlekkjunum í
keðju okkar fjölskyldu, einn af
okkur, við erum eitt fjölskyldan
frá Kárastöðum.
Við syrgjum þig sárt, elsku
Dabbi, og munum minnast þín
um aldur og ævi. Við viljum trúa
því að nú líði þér vel og sért
kominn á góðan áfangastað í
faðm kærra ástvina er á undan
hafa gengið og sért umvafinn ást
og hlýju. Stóra akkerið og ástin í
þínu lífi var Hrafnhildur kona
þín, og saman eignuðust þið ynd-
islegar og fagrar dætur, barna-
börn og barnabarnabarn og
þeim og ykkur öllum sendum við
okkar allra bestu og hlýjustu
samúðarkveðjur. Við viljum enda
þessa hinstu kveðju okkar með
hluta úr ljóði eftir móðurafa okk-
ar systkina, Kristján Sigurðsson:
Áður saman áttum vist
eygði sjónhring fríðan
geislastaf og grænan kvist
geymi frá þér síðan.
Lífs þíns hurð í fals er felld
finn ég klökkvann undir
við hinn bjarta arineld
urðu góðar stundir.
Þá ég met og veg á vog
vinar kynninguna,
er sem norðurljósalog
leiki um minninguna.
(Kr. Sig.)
Hinstu kveðjur, elskulegur
Davíð Þór, blessuð sé minning
þín.
Þín
mamma, Margrét Sigríður,
Kristján, Bjarni Rúnar,
Ásgeir Pétur, Örlygur Atli,
Nína Hrönn og fjölskyldur.
Davíð Þór
Guðmundsson
✝ Óskar ÞórÓskarsson
fæddist á Eskifirði
17. febrúar 1932.
Hann lést 9. jan-
úar 2012. For-
eldrar hans voru
Lára María Arn-
órsdóttir, f. 24.
maí 1901, d. 2.
mars 1980, og
Óskar Tómasson,
kaupfélagsstjóri á
Eskifirði, f. 19. mars 1900, d.
27. nóvember 1946. Óskar átti
tvo bræður, Arnór Erling, f.
1925, d. 1982, og Tómas Pét-
ur, f. 1926, d. 2010.
Óskar kvæntist 28. mars
1959 Guðnýju S. Steingríms-
dóttur, f. 17. mars 1931. For-
eldrar Guðnýjar voru Stein-
grímur Steingrímsson, f. 4.
f. 18. febrúar 1954. Börn: Sig-
ursteinn, Steingrímur Páll,
Guðrún Dís og Sigurjón Hreið-
ar. Barnabarnabörnin eru
átta.
Óskar ólst upp á Eskifirði
til 14 ára aldurs, þá fluttist
hann til Reykjavíkur ásamt
móður sinni eftir andlát föður
síns. Fyrstu árin í Reykjavík
starfaði hann hjá Olíuverslun
Íslands við olíuafgreiðslu, síð-
an hóf hann störf við blikk-
smíði, fyrst hjá Glófaxa og síð-
an Sörla, einnig var hann tvö
ár til sjós á flutningaskipinu
Hofsjökli. Síðustu 23 ár starfs-
ævi sinnar starfaði hann hjá
Breiðfjörðsblikksmiðju.
Útför Óskars verður gerð
frá Fella- og Hólakirkju í dag,
18. janúar 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
október 1900, d.
25. janúar 1982,
og Katrín Að-
alheiður Að-
alsteinsdóttir, f.
15. september
1910, d. 5. október
1937. Börn Óskars
og Guðnýjar eru:
1) Unnar Erling, f.
5. nóvember 1954.
Börn: Guðný Ósk
og Guðrún Sif. 2)
Tómas Pétur, f. 12. janúar
1959, maki Ásta Jónína Odds-
dóttir, f. 24. janúar 1957.
Börn: Magnús og Örvar. 3) El-
ín, f. 14. apríl 1967. Fyrir átti
Guðný dóttur, Aðalheiði Sig-
ríði Steingrímsdóttur, f. 5.
janúar 1952, sem ólst upp hjá
föður Guðnýjar og seinni konu
hans, maki Emil Sigurjónsson,
Elsku pabbi minn. Ekki óraði
mig fyrir því þegar ég fór með
þig á spítala aðfaranótt 9. janúar
sl. að þú kæmir ekki aftur heim í
faðm fjölskyldunnar. Síðasta ár
var búið að vera þér mjög erfitt
vegna ýmissa veikinda.
Handlaginn varstu, sama
hvað þú tókst þér fyrir hendur.
Eftir að þú lést af störfum
fórstu til Siglufjarðar að hjálpa
Tomma bróður og hans konu við
að koma upp veitingastað þar í
bæ. Þeir urðu ekki bara einn,
því þeir urðu fjórir áður en yfir
lauk.
Þér leið alltaf vel á Sigló í
faðmi sonar, tengdadóttur og
tveggja sona þeirra. Síðustu ár-
in urðu ferðirnar til Sigló færri
vegna heilsubrests hjá þér.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Elín.
Það hefur alltaf verið svo
gaman að koma í Álftahólana.
Langamma hefur beðið í dyra-
gættinni og tekið á móti okkur á
meðan langafi hefur setið í
stólnum sínum með útbreiddan
faðminn og gefið mér knús. Þeg-
ar ég hef lokið við að heilsa öll-
um og skoða mig örlítið um þá
hefur Ella komið með mér í leið-
angur að ná í dótakassann inn í
herbergi. Dótakassanum var
stillt upp á miðju stofugólfinu
svo ég gæti náð mér í dót til að
leika við langafa. Ég og hann
fórum iðulega í læknisleik þar
sem hann leyfði mér að hlusta
sig, skoða í eyrun sín og mæla
blóðþrýstinginn. Hann þáði líka
alltaf ímyndaðan kaffisopa og
bakkelsi af silfruðu glasamott-
unum sem eru í miklu uppá-
haldi. Það verða mikil viðbrigði
að koma næst í heimsókn, eng-
inn langafi til að hnoðast á og
spjalla við.
Elsku langafi, takk fyrir allar
dýrmætu stundirnar sem ég átti
með þér og fyrir að vera alltaf
svona blíður og góður við mig.
Ég á eftir að sakna þín og bið til
Guðs að þér líði vel hjá engl-
unum á himnum.
Þín
Aðalheiður Helga
Kristjánsdóttir.
Óskar Þór Óskarsson
✝
Móðir okkar,
HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Súluholti,
Fannborg 8,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 15. janúar.
Guðmundur Viðar Karlsson,
Eiríkur Karlsson.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HULDA INGÓLFSDÓTTIR,
Löngumýri 17,
Akureyri,
sem lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi
föstudaginn 13. janúar, verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. janúar kl. 10.30.
Baldur Arngrímsson,
Birgir Baldursson, Elínborg Loftsdóttir,
Ása Birna Birgisdóttir, Per B. Rönning,
Hulda Sif Birgisdóttir, Nikola Trbojevic,
Elín Rún Birgisdóttir, Hlynur Örn Sigmundsson,
Elvar, Sindri og Bjarki.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
ANDREAS VIDAR OLSEN
byggingatæknifræðingur,
Hvammsgötu 1,
Vogum,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 15. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. janúar
kl. 13.00.
Nanna Sigurðardóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR HELGI SIGURÐSSON,
Furugrund 66,
Kópavogi,
er látinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Valur Þór Einarsson, Helga Pálsdóttir,
Sigurður Oddur Einarsson, Álfheiður Mjöll Sívertsen,
Eva Nína Einarsdóttir, Tómas Höskuldsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn og vinur, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON
framhaldsskólakennari,
Þorláksgeisla 33,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss-
vogi aðfaranótt sunnudagsins 15. janúar.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. janúar kl. 15.00.
Hjördís Vigfúsdóttir,
Vignir Jónsson, Þorbjörg Kolbeinsdóttir,
Heimir Jónsson, Jóhanna Kristín Jónsdóttir,
Fríða Jensína Jónsdóttir, Auðunn Gísli Árnason,
Hörður Jónsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
KRISTÍN SIGRÍÐUR KLEMENZDÓTTIR,
Brekku,
Svarfaðardal,
lést á heimili sínu mánudaginn 16. janúar.
Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju mánu-
daginn 23. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri eða
Krabbameinsfélagið á Akureyri.
Gunnar Jónsson,
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,
Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir,
Steinunn Elva Gunnarsdóttir,
Klemenz Bjarki Gunnarsson, Margrét Víkingsdóttir,
Guðrún Elín Klemenzdóttir,
Sigurður Marinósson,
Kristín Kolka, Þorsteinn Jakob, Úlfhildur Embla,
Þuríður Oddný, Gunnar Logi og Valgerður Freyja.