Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 9. J A N Ú A R 2 0 1 2
Stofnað 1913 15. tölublað 100. árgangur
2 MÍNÓTUR LÝSA
HVALVEIÐUM
FÆREYINGA
ENN ÁST-
FANGIN AF
ÍSLANDI
LÍFSNAUÐSYN
AÐ HITTAST OG
SPILA SAMAN
VIÐSKIPTABLAÐ
OG FINNUR.IS HLJÓMSVEITIN BLÚSBROT 10LJÓSMYNDASÝNING 32
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Sameiningarmálin hafa verið eitt
klúður frá upphafi. Ef menn ætla að
ná árangri í þessu verður að vinna
náið með foreldrum og starfsmönn-
um skólanna,“ segir Kjartan Magn-
ússon borgarfulltrúi sem lagði fram
fyrirspurn á fundi skóla- og frí-
stundaráðs í gær til fulltrúa Besta
flokksins og Samfylkingarinnar.
Spurði hann hvernig standa ætti
að upplýsingagjöf og samráði við
foreldra og starfsmenn grunnskól-
anna í Reykjavík vegna yfirstand-
andi breytinga á skólahaldi, fyrst
meirihlutinn treysti sér ekki til þess
að eiga beint samráð við þessa
hópa. Vísaði Kjartan þar m.a. til
þess að Oddný Sturludóttir, formað-
ur skóla- og frístundaráðs, neitaði
boði foreldra í Hamrahverfi um að
koma á opinn fund í næstu viku
vegna sameiningar unglingastigs í
Hamra- og Húsaskóla við Folda-
skóla.
Bendir Kjartan einnig á að sjálf-
stæðismenn hafi í desember sl. lagt
fram tillögu um að halda opinn fund
í skóla- og frístundaráði um breyt-
ingar á skólahaldi. Sú tillaga hefði
verið felld.
Valkostur framlengdur
Vegna yfirvofandi sameiningar
fór svo gott sem heill árgangur úr
Hvassaleitisskóla í 8. bekk í Rétt-
arholtsskóla í haust, frekar en að
fara í Álftamýrarskóla.
Nemendur úr Hvassaleitisskóla
áttu, samkvæmt sameiningartillögu
frá Reykjavíkurborg, að hafa val á
milli Álftamýrarskóla og Réttar-
holtsskóla. Þetta átti að skerða nið-
ur í eitt ár en vegna athugasemda
foreldra fékkst það tímabil fram-
lengt í þrjú ár og fyrirkomulagið
endurskoðað eftir það.
„Þó að fólk sé að reyna að taka
þessu á sem jákvæðastan hátt og
gera skólann sem bestan úr því sem
komið er, þá er ennþá undirliggj-
andi óánægja,“ segir Birgitta Ás-
grímsdóttir, formaður foreldra-
félagsins í Hvassaleitisskóla. »6
Sameining klúður frá upphafi
Enn undirliggjandi óánægja, segir formaður foreldrafélags í Hvassaleitisskóla
Íslendingar lögðu Norðmenn að velli, 34:32, á Evrópumótinu í handknatt-
leik í gærkvöld, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Aron Pálm-
arsson og Arnór Atlason höfðu ástæðu til að fagna innilega í leikslok en Ís-
land er með tvö stig eftir tvo leiki og mætir Slóveníu á morgun. » Íþróttir
Sætur sigur á Noregi
Reuters
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Menn eru hundfúlir yfir þessari
óvirðingu sem stjórnvöld sýna okk-
ur, að skrifa upp á yfirlýsingu og
standa svo ekki við hana. Okkur
finnst þetta raunveruleg svik,“ segir
Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambands Íslands.
Þungt hljóð var í formönnum sam-
bandsins á löngum fundi í gær og
lýstu þeir í ályktun miklum von-
brigðum með vanefndir ríkisstjórn-
arinnar á loforðum sem gefin voru
við undirritun kjarasamninga.
Björn segir ljóst að verkalýðs-
hreyfingin geti ekki treyst stjórn-
völdum. „Við semjum við oddvita
ríkisstjórnarinnar en svo láta ráð-
herrar yfir ákveðnum málaflokkum
eins og það hafi ekkert verið talað
við þá og þá þurfi þeir ekki að standa
við það sem samið var um. Þetta er
bara stjórnleysi.“
Endurskoðun kjarasamninga á að
vera lokið 20. janúar og hafa þrjú af
aðildarfélögum SGS lýst því yfir að
þau vilji að kjarasamningum verði
sagt upp. Samninganefnd Flóafélag-
anna; Eflingar, Hlífar og VSFK
samþykkti hinsvegar á fundi í gær-
kvöld einróma ályktun þar sem veitt
var umboð til framlengingar kjara-
samninga.
Á fundinum voru stjórnvöld engu
að síður gagnrýnd harðlega fyrir að
vinna gegn markmiðum samning-
anna um stöðugleika og atvinnuupp-
byggingu og grafa undan langri hefð
fyrir árangursríku samstarfi aðila
vinnumarkaðar og stjórnvalda.
„Það vantraust sem stjórnvöldin
bera fulla ábyrgð á verður ríkjandi
áfram þar til stjórnin stendur að
fullu við þau fyrirheit sem gefin voru
við síðustu kjarasamninga.“
Dýrmætar kauphækkanir
Hjá Einingu-Iðju, sem Björn er
formaður fyrir, var einnig kosið með
framlengingu kjarasamninga. „Við
metum það svo að það sé skárri kost-
urinn því 1. febrúar koma dýrmætar
kauphækkanir sem fólki munar um.
Þrátt fyrir vanefndir ríkisstjórnar-
innar hafa atvinnurekendur staðið
við það sem við sömdum um.“
Óánægja með
svikin loforð
stjórnvalda
Vilja samt framlengingu samninga
Atvinnurekendur hafi staðið við sitt
Svo kann að
fara að senn
verði minnst
einn ráð-
herrabíll knú-
inn rafmagni.
Ríkiskaup
stóðu fyrir út-
boði vegna kaupa á ráðherra-
bifreiðum og vinna nú úr til-
boðum bílaumboðanna. Sex
umboð sendu tilboð og var um-
boðið Even hf. meðal þeirra.
Rætt er við Gísla Gíslason, stjórn-
armann hjá Even, í Morgun-
blaðinu í dag og kemur þar fram
að rafbíllinn Tesla Model S kosti
á bilinu 8 til 12 milljónir króna.
Hann telur að endurnýja þurfi 8
til 9 ráðherrabíla á næstu árum
og áætlar að kostnaður við
hverja bifreiða sé um og yfir tíu
milljónir. Endurnýjunin kosti því
milljónatugi. »8
Ráðherrum býðst
rafknúin drossía
Landhelgisgæslan hefur lagt til
að skemmtiferðaskip, sem leggi
leið sína til Grænlands og norður að
Svalbarða, sigli tvö og tvö saman til
þess að auðveldara sé að bregðast
við stórslysi.
Halldór Nellett, skipherra og
framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
hjá Landhelgisgæslunni undanfarin
ár, bendir á að ekki sé auðvelt að
koma yfir 4.000 manns frá borði á
skömmum tíma svo langt frá stjórn-
stöð í Reykjavík og því þurfi að
setja reglur um ferðirnar. »12
Skemmtiferðaskip
sigli tvö saman
Slys Costa Concordia á hliðinni skammt
frá ítölsku eyjunni Giglio.
Miðstjórn Samiðnar kemur saman í dag og þar verður tekin sameiginleg
ákvörðun um afstöðu til framlengingar kjarasamninga. Formannafundur
ASÍ verður einnig haldinn í dag, þar sem félögin hafa samráð sín á milli,
en endanleg ákvörðun um endurnýjun kjarasamninga eða uppsögn er í
höndum samninganefndar ASÍ og viðsemjendanna í svonefndri for-
sendunefnd. Sú ákvörðun þarf að liggja fyrir í síðasta lagi fyrir kl. 16 á
föstudaginn þegar endurskoðun kjarasamninga á að vera lokið.
Þarf að liggja fyrir á morgun
FUNDAÐ VERÐUR ÁFRAM UM KJARASAMNINGA Í DAG
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG