Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 4
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Um tuttugu umferðaróhöpp olíu-
flutningabíla hafa ratað í fréttirnar
síðustu tíu árin og í helmingi tilvika
lak olía út í umhverfið. Í engu tilviki
virðast hafa orðið alvarleg umhverf-
isspjöll.
Betur fór en á horfðist í vikunni
þegar olíuflutningabíll valt í hálku í
Hestfirði við Ísafjarðardjúp. 25 þús-
und lítrar af bensíni láku úr tanki
bílsins en útlit er fyrir að megnið hafi
náðst upp.
Áætla má að um áttatíu olíu-
flutningabifreiðir séu í rekstri hér á
landi, á höfuðborgarsvæðinu og í bæj-
um úti um landið. Akstur með elds-
neyti á þjóðvegum hefur aukist vegna
þess að stærri hluti flutninganna hef-
ur færst af sjó upp á land.
Í reglugerð um flutning á hættu-
legum farmi á landi eru ströng
ákvæði um búnað, merkingar og rétt-
indi ökumanna. Eru þetta svokall-
aðar ADR-reglur sem ættaðar eru
frá Evrópusambandinu.
Heimildir eru einnig til að tak-
marka flutninga á hættulegum efnum
um ákveðin svæði. Þannig hefur lög-
reglustjórinn í Reykjavík bannað
eldsneytisflutninga um Hvalfjarð-
argöng á mestu annatímum. Flutn-
ingar eru ekki bannaðir um önnur
jarðgöng og ekki um þjóðvegi sem
liggja nálægt vatnsverndarsvæðum.
Strangari vinnureglur
Olíudreifing, sem annast birgða-
hald og olíudreifingu fyrir N1 og Olís,
hefur vinnureglur sem ganga lengra
en hinar opinberu reglur. Hörður
Gunnarsson forstjóri segir að reynt
sé að aka ekki út frá þéttbýlisstöðum
á kvöldin og nóttunni og ekkert frá
miðnætti til sex á morgnana. Reynsl-
an sýni að það sé hættulegasti tími
sólarhringsins. Þá hafi verið dregið
aðeins úr hraða bílanna, niður fyrir
lögleyfðan hámarkshraða.
Loks nefnir Hörður að í samvinnu
við tryggingafélag Olíudreifingar hafi
verið unnið að skráningu á óhöppum
til að draga úr óhöppum í framtíðinni.
Telur hann að það hafi þegar skilað
árangri.
Þrátt fyrir allar öryggisreglur
verða slys í umferðinni, eins og dæm-
ið úr Hestfirði og önnur slík á und-
anförnum árum sýna.
Í hættumati sem gert var fyrir fá-
einum árum segir að gera megi ráð
fyrir því að á 50 ára fresti lendi olíu-
flutningabíll í umferðaróhappi á Suð-
urlandsvegi, innan vatnsvernd-
arsvæðanna. Einnig er talið að vænta
megi tveggja umferðaróhappa á ári
þar sem ökutæki með stóra eldsneyt-
isgeyma eigi hlut að máli.
Það er alvarlegt mál þegar olíubíll
veltur og olía fer að leka. Sprengi-
hætta getur skapast og hætta á um-
hverfisslysi. Þá þarf gjarnan að loka
mikilvægum þjóðvegum um lengri
eða skemmri tíma. Fyrstu viðbrögð
geta skipt miklu máli. Olíufélögin eru
með sérfræðinga til að bregðast við
og aðstoða viðbragðsaðila á stöðunum
og taka síðan við til að hreinsa upp ol-
íu og eftir atvikum mengaðan jarð-
veg.
Hörður segir að Olíudreifing hafi
samvinnu við Umhverfisstofnun og
starfsmenn þess séu hluti af við-
bragðsteymi stofnunarinnar. Starfs-
menn fyrirtækisins fara reglulega á
námskeið til að vera betur í stakk
búnir til að takast á við verkefnin.
Eitt alvarlegt
umferðaróhapp á ári
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Hreinsun Um 10 þúsund lítrar af bensíni láku úr olíubíl sem valt út af veg-
inum í Ljósavatnsskarði. Mikið verk var að hreinsa upp eftir óhappið.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012
Umferðaróhöppin sem olíubílar
hafa lent í undanfarin ár eru
flest minniháttar. Mörg má
rekja til hálku eða slæmra vega.
Tvö til þrjú þúsund lítrar af
svartolíu láku niður eftir að ol-
íubíll valt í lausamöl á Hólma-
hálsi við Eskifjörð í október
2008.
Í júlí 2006 fór olíubíll út af
veginum í Ljósavatnsskarði. Tal-
ið var að 10 þúsund lítrar af
eldsneyti hefðu lekið úr bílnum.
Í ágúst sama ár valt bíll í Jök-
ulsárhlíð þegar kantur vegarins
gaf sig. Eitthvert eldsneyti lak
niður.
Sama var upp á teningnum
þegar olíubílar ultu út af slæm-
um vegarkafla í Bitrufirði á
Ströndum með tveggja ára
millibili í byrjun síðasta áratug-
ar. Vegurinn bar ekki þunga
bílanna.
Hálka og
slæmir vegir
OLÍA LAK ÚR BÍLUM
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi
Samfylkingar, segir að það hafi átt
sér stað breytingar á skipuriti bæj-
arins í fyrra og þær breytingar í
raun ekki tekið að fullu gildi, þegar
spurt er hvað átt sé við með því að
tala um breytingar á stjórnsýslu.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar,
Vinstri grænna og Lista Kópavogs-
búa, nýfallins meirihluta í Kópavogi,
sendu í fyrradag frá sér yfirlýsingu
þar sem segir að erfitt hafi reynst
fyrir Guðrúnu Pálsdóttur bæjar-
stjóra að fylgja eftir breytingum á
stjórnsýslu bæjarins og því ljóst að
annar einstaklingur þyrfti að taka
við því verkefni.
Guðríður vill ekki vilja tjá sig um
starfslok bæjarstjórans og segir það
hafa orðið að samkomulagi bæjar-
fulltrúanna að gera það ekki.
Aðspurð segir hún innleiðingu á
fyrrgreindum breytingum ekki enn
lokið. „Það þarf
að flytja verkefni
á milli starfs-
manna og mögu-
lega endurskoða
kjör og fleira.“
Í sumum tilfell-
um þurfi breytt
vinnubrögð segir
Guðríður og
hafnar aðspurð
því að frekari
uppsagnir á starfsfólki hafi verið
fyrirhugaðar. „Þetta lýtur ekki að
því. Það standa ekki fyrir dyrum
neinar kollsteypur,“ segir Guðríður
heldur þurfi að fylgja eftir þeim
ákvörðunum sem þegar hafa verið
teknar. Það sé auðvitað ekki hægt
að útiloka að það geti einhverjar
frekari skipulagsbreytingar verið
framundan.
„En það er ekkert í líkingu við
það sem var fyrir ári.“
Hvað myndun nýs meirihluta
varðar segir Guðríður enn sem kom-
ið er aðeins óformlegar þreifingar í
gangi og stöðuna í raun óbreytta.
sigrunrosa@mbl.is
Þarf eftirfylgni
með ákvörðunum
Guðríður
Arnardóttir
Innleiðingu á
breytingum í
skipuriti ólokið
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.isár drekans
Heilsumeðferð
· opnar orkuflæði
· slökun
· losar um spennu og kvíða
· dregur úr verkjum
· styrkir líkamann
· o.fl.
Jafnvægi fyrir
líkama og sál
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Fjörugar pallborðsumræður um stefnu
stjórnmálaflokkanna í sjávarútvegsmálum
fóru fram í Iðnó síðdegis í gær. Umræð-
urnar voru liður í árlegum markaðsdegi Ice-
land Seafood International og tóku þing-
mennirnir, Bjarni Benediktsson, Björn
Valur Gíslason, Ólína Þorvarðardóttir og
Gunnar Bragi Sveinsson, þátt í þeim. Þór-
hallur Gunnarsson fjölmiðlamaður stýrði
umræðunum.
„Það eru auðvitað rekstrarlegar forsendur
sem verður að horfa til í því samhengi og ég
held að það sé ágætt að byrja á að velta því
fyrir sér hvort 25 ár geti verið nóg en það
fer auðvitað eftir því hvernig endurskoð-
unarákvæðið spilar saman með lengd nýt-
ingarsamningsins,“ sagði Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
aðspurður hversu langan nýtingarsamning
hann vildi sjá gerðan. Bjarni gagnrýndi
einnig hugmyndir um auðlindasjóð og sagði
þær byggðar á misskilningi.
Óvissan skaðar greinina mest
„Það sem skiptir mestu máli er að við
sjáum til framtíðarinnar og það er ekki síð-
ur það sem þarf að leysa, óvissan sem er bú-
in að vera hérna í mörg ár og er áfram á
meðan að menn geta ekki svarað þessum
lykilspurningum, hún er að fara að skaða
greinina mest og þessi eilífa umræða um að
það séu einungis bófar og ræningjar í þess-
ari grein, hún er algjörlega óþolandi,“ sagði
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, í umræðunum í gær. Gunn-
ar benti jafnframt á að byggðavandamálið
yrði ekki leyst með því að láta einstaka bæi
eða sveitarfélög fá nokkurra þúsunda tonna
kvóta. Að hans sögn þyrfti að styrkja innviði
þessara samfélaga og skapa nýtt umhverfi í
þeim ef ætlunin væri að fá til baka það unga
fólk sem farið hefði suður að læra.
„Ef við skoðum í fullri sanngirni þá um-
ræðu sem átt hefur sér stað síðustu misseri
hefur hún í raun og veru verið þannig að
það hefur alltaf verið keyrt á einhvern áróð-
ursvegg,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, og ásakaði um
leið hagsmunaaðila um að hafa sett sig upp
á móti öllum tillögum sem fram hefðu komið
í umræðunni og sagði þá hafa misfarið með
þau tækifæri sem þeir hefðu fengið til þess
að taka þátt í henni.
Sameiginlegt átak
Eitt af helstu málefnunum sem rædd voru
á pallborðsumræðunum var það hvort
stjórnvöld ættu að aðstoða við sameiginlegt
kynningarátak á sviði sjávarútvegs. Allir
þátttakendurnir virtust meira og minna
sammála um að slíkt væri eðlilegt en þau
lögðu þó öll áherslu á að sjávarútvegsfyr-
irtækin yrðu sjálf að hafa frumkvæðið að
slíku átáki.
„Auðvitað á hið opinbera að taka þátt í
markaðssetningu sjávarútvegsins og afurð-
anna, en það verður ekki leitt öðruvísi en af
sjávarútveginum sjálfum,“ sagði Björn Val-
ur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, að-
spurður hvort hið opinbera ætti að aðstoða
við kynningarátak á íslenskum sjávarútvegi.
Þingmenn deildu um sjávarútveg
Morgunblaðið/Kristinn
Pallborðsumræður Fjörugar umræður mynduðust í Iðnó í gær þegar þingmenn tóku þátt í
kappræðum um stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum og svöruðu síðan spurningum úr sal.
Formaður Sjálfstæðisflokksins velti fyrir sér 25 ára nýtingarsamningi Þingmaður Framsóknar-
flokksins sagði óvissuna valda mestu tjóni Voru öll sammála um markaðs- og kynningarátak