Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012
Rætt er um að auka öryggiskröfur
til þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í
sumar með myndavélum, betri lýs-
ingu og öflugri gæslu. Þetta segir
Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í
Vestmannaeyjum, en hann, ásamt
bæjarstjóra og framkvæmdastjóra
ÍBV, fékk bréf frá 100 körlum sem
lýsa yfir áhyggjum af nauðgunum á
þjóðhátíð.
Hópurinn sendi sýslumanninum,
auk Elliða Vignissonar bæjarstjóra
og Tryggva Más Sæmundssonar,
framkvæmdastjóra ÍBV, bréf í vik-
unni þar sem þeir voru spurðir um
kynferðisofbeldi á þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum og áhrif þess á fram-
tíð hátíðarinnar. Í bréfunum segir
m.a. að fjöldi nauðgana á þjóðhátíð
síðasta sumar greini hátíðina frá
öðrum fjöldaviðburðum á landinu
og það hljóti að kalla á sérstök við-
brögð. Þá eru bæjarstjórinn og
framkvæmdastjóri ÍBV spurðir
hvers vegna hluta af ágóðanum af
hátíðinni sé ekki varið til áróðurs
gegn nauðgunum.
Auknar
kröfur á
þjóðhátíð
Hafa áhyggjur af
fjölda nauðgana
Morgunblaðið/Ómar
Herjólfur Helsta samgöngutækið.
Ekki hafa jafn fáir verið á vinnu-
markaði frá því að vinnumarkaðs-
mælingar hófust árið 1991. Þetta
kemur fram í tölum Hagstofunnar
fyrir fjórða ársfjórðung á síðasta ári.
Samkvæmt mælingu Hagstofunn-
ar voru 175.500 manns á á vinnu-
markaði, þ.e. 78,4% atvinnuþátttaka.
Atvinnuþátttaka mælir hlutfall
bæði þeirra sem eru starfandi og at-
vinnulausir af mannfjölda og sam-
kvæmt tölum mælist hún yfirleitt
minni á fyrsta og fjórða ársfjórðungi.
Mun meiri atvinnuþátttaka mæld-
ist meðal karla en kvenna á fjórða
ársfjórðungi í fyrra, 82,7% hjá körl-
um en 74% á meðal kvenna..
Mælt á sex ára tímabili var at-
vinnuþátttaka á fjórða ársfjórðungi
mest árið 2006 en þá var hún 82,1%.
Þegar litið er á tölur um atvinnuleysi
mældist atvinnuleysi 6% að meðal-
tali á fjórða ársfjórðungi 2011 og
fækkaði bæði í hópi starfandi og at-
vinnulausra. Starfandi voru 165.100
manns eða 73,7% af mannfjölda.
Aðeins dregur úr langtímaat-
vinnuleysi á milli ára en skilgreining
Hagstofu á langtímaatvinnuleysi er
að einstaklingur hafi verið atvinnu-
laus í ár eða lengur. Á fjórða árs-
fjórðungi í fyrra voru 2.600 sem
höfðu verið svo lengi án atvinnu eða
1,5% af vinnuafli. Árið á undan voru
3.200 manns svo lengi án atvinnu eða
1,8%. sigrunrosa@mbl.is
Atvinnuþátttaka í lágmarki
Minnsta atvinnuþátttaka frá því rannsóknir hófust 1991
Bæði starfandi og atvinnulausum hefur fækkað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppskipun Færri störf eru nú á vinnumarkaði en verið hafa í 20 ár.
Aldís Hafsteins-
dóttir, bæjar-
stjóri í Hvera-
gerði, gefur kost
á sér til embættis
2. varaformanns
Sjálfstæð-
isflokksins en
kosið verður í þá
stöðu í fyrsta sinn
á fundi flokksráðs
í lok mars.
„Skipi reyndur sveitarstjórn-
armaður þetta embætti myndi slíkt
án vafa styrkja og breikka forystu
flokksins,“ segir Aldís í frétta-
tilkynningu.
Aldís hefur verið formaður sveit-
arstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins í
nokkur ár. Hún á sæti í stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga auk
þess að hafa verið bæjarstjóri í
Hveragerði í tæp sex ár. Þá hefur
hún gegnt fjölda annarra embætta
bæði heima í héraði sem utan.
Býður sig
fram sem 2.
varaformaður
Aldís
Hafsteinsdóttir
KONJAK náttúruleg hjálp við ofþyngd
Það er auðvelt að taka ákvörðun um að losa sig við
umfram þyngd en það er öllu erfiðara að koma sér af
stað. Kannski hefur baráttan við aukakílóin varað í
áraraðir án þess að gerðar hafi verið þær breytingar á
martaræði og hreyfivenjum sem við vitum að eru
nauðsynlegar.
Það er mikil vinna að ná af sér umframþyngd en ávinn-
ingurinn er svo sannarlega fyrirhafnarinnar virði.
Þegar KONJAK er notað samhliða léttu mataræði má
auka þyngdartap um allt að 60%. Það þýðir að fyrir
hvert kíló sem þú missir af eigin rammleik getur þú
með hjálp KONJAK misst allt að 1,6 kg. Þannig getur
KONJAK hjálpað til við að viðhalda hvatningunni sem
nauðsynleg er til að ná árangri.
Hvað er KONJAK
KONJAK er ný grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd.
KONJAK inniheldur náttúrulegar trefjar, þær fyrstu
sem sérfræðingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu
hafa viðurkennt sem fæðubótarefni sem raunverulega
flýtir þyngdartapi.
Trefjarnar heita glucomannan og eru unnar úr konjak
plöntunni sem vex í Asíu. Glucomannan eru vatns-
uppleysanlegar trefjar sem eru þeim eiginleikum
búnar að þær geta dregið til sín 2-300 falda þyngd
sína af vatni. Þegar töflurnar leysast upp í maga mynd-
ast því massi sem fyllir upp í magann og flýtir fyrir
seddu tilfinningu.
Hvernig þú nærð hámarks árangri
með KONJAK
Það er mikilvægt að borða reglulega og muna eftir
millimáltíðunum einkum þegar tekin eru inn grenn-
andi fæðubótarefni. Frekar 6 smáar máltíðir yfir
daginn en 3 stórar. Ef ekki er borðað reglulega er
hætta á að blóðsykurinn lækki sem leiðir til þess að
sætuþörfin tekur völdin. KONJAK innheldur einnig
krómíum pikkólínat sem hjálpar til við að slá á sætu-
þörfina.
Hvernig KONJAK er notað
KONJAK töflurnar eru teknar 30 mínútum fyrir hverja
af þremur aðalmáltíðum dagsins ásamt 1-2 glösum af
vatni. Dagsskammturinn er 2 töflur þrisvar á dag.
Þegar töflurnar leysast upp í vatni fylla þær upp í
magann sem gerir það að verkum að við verðum fyrr
södd og getum því ekki borðað sama magn og áður.
Það er staðreynd sem studd er af rannsóknum! Auk
áhrifa á matarlyst og blóðsykur hefur KONJAK einnig
jákvæð áhrif á meltinguna.
KONJAK er selt í mánaðarpakkningum sem innihalda
180 töflur. Í pakkanum er einnig lítið ílát undir töflur
sem þú notar þegar þú ert á ferðinni, ásamt bæklingi
með góðum ráðum sem gefa þyngdartapinu byr
undir báða vængi.
Glæný grenningarvara, viðurkennd af
sérfræðingum EFSA*, nú fáanleg á Íslandi
VIÐUR-
KENNT
AF EFSA
Umboðsaðili KONJAK á Íslandi er Gengur vel ehf. KONJAK fæst í apótekum, heilsuhillum stórmarkaða, helstu heilsu-
búðum og á www.femin.is. KONJAK er grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd sem nota á samhliða léttu mataræði.
* EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu)
Fréttatilkynning