Morgunblaðið - 19.01.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.01.2012, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræðanum tillöguum aftur- köllun á pólitískri ákæru á hendur Geir H. Haarde verður sífellt dap- urlegri. Ekki síst vegna þess hversu sérkennilega mynd hún dregur upp af sið- ferði þeirra þingmanna sem þóttust ætla að siðvæða landið eftir bankahrun. Þingmenn, sem stóðu að því að mynda hinn nauma meiri- hluta fyrir ákærunni, segja nú að þeir hafi „ekki hugmynd um“ hvort Geir sé sekur um þau atriði sem þeir samþykktu að dygðu til að draga hann fyr- ir Landsdóm. Sumir þeirra segja glaðbeittir að þeir séu að gefa Geir tækifæri til að „sanna sakleysi“ sitt fyrir dóminum! Um leið afhjúpa þeir sjálfa sig sem utangátta menn varðandi grundvall- arþætti réttarríkisins. Og sumir þeir sem greiddu atkvæði á móti ákærunni á sín- um tíma, væntanlega vegna þess að þeir sáu ekki grund- völl hennar, gefa í skyn að nú ætli þeir að greiða atkvæði gegn því að frá ákærunni verði fallið, þótt þeir séu enn á móti henni! Augljóst er að með því eru þeir þingmenn, jafnvel forsætisráðherrann, aðeins að leggjast flatir fyrir pólitískum kröfum í stjórnarflokkunum og virða almenn siðferðisgildi einskis. Það gerir þetta háttalag enn ógeðfelldara að nú þegar er upplýst að sá meirihluti, sem var fyrir ákærunum, er fyrir löngu brostinn. Allmargir þingmenn, sem greiddu at- kvæði með ákæru á sínum tíma, hafa upplýst að þeim þyki ljóst að forsendubrestur hafi orðið í málinu með at- kvæðagreiðslunni um það, þar sem aðeins fjórðungur tillagna sérstakrar nefndar hlaut sam- þykki. Stefán Már Stefánsson pró- fessor hefur í grein hér í blaðinu fært fram sann- færandi lagaleg rök fyrir sömu nið- urstöðu. Formleg aðalmeðferð hins einstæða lands- dómsmáls er ekki hafin. Og áð- ur en það gerist er komið fram, svo ekki fer á milli mála, að sá naumi meirihluti sem var fyrir ákærunni sem til með- ferðar verður er ekki lengur fyrir hendi. Hópur þingmanna hefur lýst því eindregið yfir og af fullum drengskap að þeir hafi fallið frá stuðningi við ákæru. Enginn þingmaður, sem áður greiddi atkvæði með ákæru, hefur lýst því yfir að honum hafi snúist hugur í þeim efnum. Staðan er því mjög skýr. En uppi eru furðulegir til- burðir til að koma í veg fyrir að sú niðurstaða að meirihluti þingmanna sé andvígur ákæru fái að koma fram. Annars veg- ar með því að reyna fyrst að koma í veg fyrir efnislega af- greiðslu málsins og hins veg- ar, dugi það ekki til, með þeirri fráleitu afstöðu að Alþingi væri þá að blanda sér í saka- dómsmál, sem sé óviðeigandi. Það gerði Alþingi að sjálf- sögðu ekki, ef um almennt dómsmál væri að ræða, sem höfðað hefði verið af sjálf- stæðum óháðum saksóknara. Þá hina almennu reglu um al- menn sakamál geta menn ekki flutt yfir á hið einstaka saka- mál þegar Alþingi ákveður sjálft með atkvæðagreiðslu hvort einstaklingur skuli ákærður eða ekki. Nema kannski þeir þingmenn sem telja að einstaklingar í þessu landi séu ákærðir í sérstöku greiðaskyni við þá, svo þeir fái gullið tækifæri til að sanna sakleysi sitt, eins og þeir sem gengu sömu erinda berfættir á glóðum forðum tíð. Ekki er lengur meiri- hluti á þingi fyrir ákæru á hendur Geir H. Haarde. Loddarabrögð breyta ekki þeirri staðreynd} Mál er að linni Ríkisstjórninkannast ekki við að hafa svikið loforð sín við aðila vinnumarkaðarins en hvert verka- lýðsfélagið á fætur öðru tjáir sig þessa dagana og hefur aðra skoðun. Eitt telur „ólíðandi að kjarasamningar skuli vera í uppnámi vegna vanefnda rík- isstjórnarinnar“, annað segir að það vanti „mikið upp á að ríkisstjórnin standi við loforð sín“, það þriðja segir mikla óánægju vegna vanefnda á lof- orðum í tengslum við síðustu kjara- samninga og tals- maður þess fjórða nefnir gríðarlega mikla gremju „vegna síend- urtekinna svika ríkisstjórn- arinnar“. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörgum um álit við- semjenda ríkisstjórnarinnar á efndum hennar, en rík- isstjórnin kannast ekki við að hafa svikið nokkurt loforð. Ríkisstjórnin kann- ast ekki við að hafa svikið loforð við kjarasamningagerð} Ódýr loforð M eryl Streep sýnir stórfeng- legan leik sem Margaret Thatcher í kvikmyndinni Járnfrúin og á skilið öll verð- laun og viðurkenningar sem hægt er að veita fyrir leik. Hún ER Thatcher. Íhaldsmenn sýna skammsýni þegar þeir láta það fara í taugarnar á sér að Thatcher sé í stórum hluta myndarinnar sýnd sem elliært gamalmenni. Það er einmitt hin dapurlega, og reyndar stundum kómíska heilabilun, sem ger- ir Thatcher svo mannlega í túlkun Meryl Streep og skapar samúð með henni. Nokkuð sem virðist fara mjög í taugarnar á ákveðnum hópi sem kvartar undan því að í kvikmyndinni sé of samúðarfull mynd dregin upp af Thatch- er. Sjálfsagt finnst andstæðingum Thatcher þægilegast að ímynda sér hana sem grimma og hörku- lega konu með stálhjarta og járnvilja og hættulegar skoð- anir. Kvikmyndin um Margaret Thatcher vekur sterk og mismunandi viðbrögð hjá áhorfendum. Er það mjög við hæfi þegar um er að ræða jafn umdeildan og fyrirferðar- mikinn stjórnmálaforingja og Margaret Thatcher var. Andúðin á Thatcher er nokkuð forvitnilegt fyrirbæri. Femínistar hafa til dæmis löngum haft megna andúð á Thatcher, sem er nokkuð merkilegt miðað við að hún var kona sem komst á toppinn í karlasamfélagi. Ég man eftir því að hafa fyrir mörgum árum setið fyrir framan sjónvarpið og heyrt íslenskan femínista halda því fram að Margaret Thatcher væri ekki kona. Ofstækið í þessum orðum vakti með mér nokkurn óhug. Það var eins og femínistinn sem þarna talaði tilheyrði sértrúarsöfnuði og miðaði allar skoðanir sínar við ákveðna kenni- setningu. Í hugum femínista var Margaret Thatcher ekki rétt gerð af konu. Hugmyndafræði henn- ar þótti þeim fyrirlitleg. Þeim fannst beinlínis skelfilegt að hún skyldi ná frama og koma stefnumálum sínum í framkvæmd því þau þóttu ekki hin réttu. Femínistar hötuðu og fyrirlitu Thatcher og í stað þess að viðurkenna að hún væri dæmi um konu sem komst til valda vegna eigin verðleika og sýndi seiglu og þrjósku í karlasamfélagi afgreiddu þeir hana sem karl-konu. Töldu hana semsagt ekki marktæka konu heldur sérkennilegt afbrigði af konu. Það er dálítið kaldhæðnislegt að femínistar hafa gert sitt til að skapa staðlaða mynd af hinni æskilegu konu. Hún á að vera vinstrisinnuð, hafa hæfilega andúð á fjár- magni og stóriðju og vera lítið upptekin af útliti. Hún á svo vitanlega að kunna réttu stöðluðu femínistafrasana og nota þá óspart. Ef hún gerir það ekki er hún ekki á réttri hugmyndafræðilegri línu og er mjög sennilega að vinna á forsendum karla. Þannig hafa femínistar skapað sína draumakonu. En það eru til annars konar konur og þær eiga fullan tilverurétt. Femínistar ættu ekki að vinna gegn þeim, heldur fagna fjölbreytileikanum. Það er ekki til ein rétt gerð af konu. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ekki rétt gerð af konu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Margir tugir þúsundatonna af salti hafa veriðfluttir inn á ári hverjuundanfarinn áratug. Magnið hefur verið allt frá 65 þúsund tonnum upp í 113 þúsund tonn á ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir innflutning á salti. Það er þá allt salt, hvort heldur er matarsalt, fóðursalt, iðnaðarsalt eða götusalt. Íslendingar hafa saltað fisk frá aldaöðli og vafalaust eru saltfisk- framleiðendur stórtækastir saltnot- enda í matvælaframleiðslu hér á landi. Helgi Már Reynisson, fram- kvæmdastjóri Stólpavíkur, sem flyt- ur inn salt, telur að fiskframleið- endur noti 40-50 þúsund tonn af salti á ári. Hann segir að sveiflur í salt- innflutningi skýrist fyrst og fremst af veðráttunni og innflutningi á götu- salti til hálkuvarna. Miklar kröfur til fiskisalts Sjávarútvegsfyrirtækið Fiskkaup hf. í Reykjavík framleiðir m.a. salt- aðan fisk til útflutnings. Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fisk- kaupa hf., sagði miklar kröfur gerðar til saltsins. „Við getum aldrei notað iðn- aðarsalt í okkar vörur. Við notum sjávarsalt sem stenst ströngustu kröfur sem gerðar eru til salts,“ sagði Ásbjörn. Saltið kemur til Fiskkaupa í eins tonns stórsekkjum sem fóðraðir eru með þykku plasti og sekkirnir kirfilega lokaðir og bæði vatns- og vindþéttir. Saltinu fylgir staðfest gæðavottorð frá innflytjanda og sagði Ásbjörn að Matvælastofnun gengi eftir því að vottorðið væri fyrir hendi. Það var ekki fyrr en eftir að salt- umræðan hófst hér á landi nýverið að kaupandi hafði samband við Fisk- kaup hf. og spurði hvaða salt hefði verið notað í grásleppuhrogn fyr- irtækisins. Sá var þýskur og hafði heyrt af umræðunni. Ásbjörn sagði gæði saltsins koma fram í saltfiskinum. Hágæðasalt þyrfti til að saltfiskurinn yrði hvítur og fallegur. Þannig saltfisk þyrfti til að geta selt fisk á kröfuhörðustu mörkuðunum. Hann sagði að í iðn- aðarsalti væri tífalt meira af kopar en í saltinu sem Fiskkaup nota. Sé kop- ar í saltinu verður salfiskurinn gul- eða rauðleitur sem verðfellir fiskinn. Salt til saltfiskframleiðslu er ekki verksmiðjuframleitt heldur hrein náttúruafurð, að sögn Helga Más Reynissonar, framkvæmdastjóra Stólpavíkur, sem er annar helsti salt- innflytjandi landsins. Hinn stóri salt- innflytjandinn er Saltkaup „Þetta er sólarsalt og miklu meiri kröfur gerðar til þess en Codex 150- staðallinn kveður á um,“ sagði Helgi. Codex 150 er alþjóðlegur staðall um efnasamsetningu matarsalts. Helgi sagði t.d. að iðnaðarsalt, sem hér var selt til matvælaiðju og mikið hefur verið til umræðu, hefði inni- haldið mest 0,4 milligrömm af kopar á kíló salts en Codex 150-mörkin væru tvö milligrömm af kopar á kíló salts. Staðallinn fyrir saltfisksaltið segði að kopar skyldi ekki fara yfir 0,03 milligrömm á kíló salts. „Matvælastofnun fylgist mjög vel með þessu hjá fiskvinnslunni,“ sagði Helgi. „Innflytjendur vita hvað þetta er mikilvægt og eru að sjálfsögðu með öll vottorð í lagi. Framleiðendur verða að vera með þessi saltvottorð í sínum gæðahandbókum til þess að fá ekki athugasemdir frá Matvæla- stofnun.“ Stólpavík vottar saltið gagnvart hverjum kaupanda og er með vottorð frá framleiðandanum. Saltið er fram- leitt með sólþurrkun í Túnis án þess að notuð séu nokkur aukaefni við framleiðsluna. Aðeins hágæðasalt notað í saltfiskinn Saltinnflutningur til Íslands 2002-2011 Morgunblaðið/Jim Smart 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 87 .2 71 kg 96 .7 0 0 kg 84 .2 42 kg 10 4. 56 7 kg 95 .6 38 kg 99 .8 67 kg 11 2. 93 2 kg 97 .9 23 kg 65 .0 76 kg 82 .6 61 kg Heimild: Hagstofa Íslands Katla, sem selur vottað matar- salt til matvælaframleiðslu og neytenda, sendi út tilkynningu: „Umræðan síðustu daga hef- ur gefið til kynna að íslensk matvælaframleiðslufyrirtæki hafi „öll“ og „eingöngu“ notað iðnaðarsalt í vörur sínar en staðreyndin er að Katla seldi yf- ir 2.500 tonn af vottuðu matar- salti á árinu á móti 500 tonnum af iðnaðarsalti frá Ölgerðinni. Þannig má ljóst vera að umræð- an er ekki alls kostar rétt og að varast beri alhæfingar í þessu máli sem öðrum.“ Varast ber alhæfingar MEIRA SELT AF MATAR- SALTI EN IÐNAÐARSALTI Salt Matarsalt gefur matnum bragð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.