Morgunblaðið - 19.01.2012, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012
✝ Elín GuðbjörgJóhannsdóttir
fæddist á Patreks-
firði 23. mars
1943. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 7. janúar
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Pétursson
skpstjóri, f. 18.2.
1894 á Hvassa-
hrauni á Vatnsleysuströnd, d.
1.4. 1961, og Elín Bjarnadóttir
frá Stóru-Vatnsleysu í sömu
sveit, f. 27.7. 1899, d. 18.7.
1982. Elín var yngst fjögurra
systkina, sem öll lifa hana. Þau
eru Kristín B. Jóhannsdóttir, f.
18.9. 1930, Pétur Jóhannsson,
f. 31.7. 1932, og Oddbjörg Á.
Jóhannsdóttir, f. 20.3. 1936.
Elín giftist 18. júlí 1964
Kristni Ragnarssyni bygg-
ingameistara, f. á Flateyri
22.11. 1941. Foreldrar hans
voru Ragnar Jakobsson frá
Æðey í Ísafjarðardjúpi og Mar-
a) Harpa, f. 2002, b) Thelma, f.
2005.
Þegar Elín var sjö ára gömul
flutti hún með fjölskyldu sinni
frá Patreksfirði fyrst til
Reykjavíkur og tveim árum
síðar í Sætún, Lamba-
staðahverfi á Seltjarnarnesi.
Barnaskólanámi lauk hún frá
Mýrarhúsaskóla. Eftir barna-
skóla fór hún í Kvennaskólann
í Reykjavík og lauk þaðan námi
1960. Sumarstörf voru í frysti-
húsi Ísbjarnarins og tvö sumur
aðstoðarstúlka frk. Ragnheiðar
skólastýru Kvennaskólans. Að
loknu kvennaskólaprófi réð
hún sig til skrifstofustarfa hjá
Vinnufatagerð Íslands og síðar
vann hún einnig hjá Nýju
blikkmiðjunni í Ármúla og síð-
ast skólaritari í Hlíðaskóla. En
lengst af eftir að hún giftist
Kristni vann hún við hlið hans í
umsvifamiklum rekstri og sá
um bókhald, launavinnslu og
fleira sem að þeim rekstri
sneri. Heimili þeirra Kristins
stóð lengst af í Melgerði 29 í
Kópavogi. Árið 1996 greinist
Elín með Alzheimer og flytur á
Hrafnistu 2001.
Útför Elínar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 19. jan-
úar 2012, og hefst athöfnin kl.
15.
grét Jónsdóttir frá
Ísafirði. Kristinn
og Elín skildu árið
2009. Börn Elínar
og Kristins eru: 1)
Ragnar J. Krist-
insson mat-
reiðslumeistari, f.
10.11. 1964, var
kvæntur Guðlaugu
S. Sigurðardóttur
viðskiptafræðingi,
þeirra börn eru a)
Viktor, f. 1984, b) Kristinn Við-
ar, f. 1986, í sambúð með Aldísi
Gísladóttur, c) Vera Rut, f.
1990, og d) Jakob Vífill, f.
1996. 2) Elín Birna leikskóla-
kennari, f. 3.12. 1966, gift Ólafi
Péturssyni málarameistara.
Þeirra börn eru a) Anna Mar-
grét, f. 1987, í sambúð með
Hirti Sigurjónssyni, b) Eyþór
Ingi, f. 1990, c) Elín Ósk, f.
1992, og d) Valberg Snær, f.
1995. 3) Jóhann Gylfi flug-
stjóri, 17.1. 1973, kvæntur
Helgu Garðarsdóttur heilsu-
hagfræðingi, þeirra dætur eru
Í dag kveð ég þig yndislega
mamma mín. Þótt dauðinn sé
sár var mesta sorgin þegar ég
fékk fréttirnar fyrir mörgum ár-
um að þú værir komin með
þennan ömurlega sjúkdóm. Síð-
an er ég búin að fylgjast með
þér fjara út. Alltaf varstu glöð
þótt þú værir löngu hætt að
þekkja okkur og alltaf var hægt
að fá þig til að hlæja, það þurfti
bara að tala pínu dönsku. Ég á
bara góðar og ljúfar minningar
um þig elsku múttan mín, það
var ekki erfitt að vera unglingur
undir þínum verndarvæng, aldr-
ei skiptirðu skapi, aldrei
skammaðistu í mér, aldrei bann-
aðirðu mér neitt, þú sagðir allt-
af: „Ella mín, farðu bara var-
lega, ég treysti þér“ og auðvitað
vildi maður ekki bregðast
trausti þínu. Alltaf var gott að
vera í kringum þig og alltaf fann
maður fyrir væntumþykju þinni
og kærleika og svo hafðirðu ein-
stakt umburðarlyndi.
Við tvær fórum saman til
Amsterdam þegar ég var 16,
það var frábær ferð, mikið
verslað og mikið hlegið og allir
áhugaverðustu staðirnir heim-
sóttir. Við fórum í fleiri svona
ferðir og eru þær mér mjög
kærar, takk fyrir mig mamma
mín. Þú varst frábær kokkur og
gerðir bestu kökur í heimi.
Lambalærið á sunnudögum með
Skorradals-sveppasósunni klikk-
aði aldrei. Ekki má heldur
gleyma heitu eplakökunni eða
súkkulaðikökunni sem þú áttir
mjög oft inni í ísskáp til að
gleðja okkur krakkana.
Þú varst alltaf boðin og búin
að setjast niður og læra með
mér, eða hjálpa mér að sauma,
þú varst mjög myndarleg í
höndunum, hvort sem það var
að prjóna eða sauma á mig eða
dúkkurnar mínar, hún var ynd-
isleg hún mamma! Ég er enda-
laust þakklát fyrir það hvað þú
nenntir að sækja mig og skutla
mér áður en ég fékk bílpróf, það
var bara einhvern veginn þannig
að ég og strætó áttum ekki
mikla samleið og þú skildir það
bara svo vel. Þú varst best!
Mikið varstu líka glöð þegar
ég sagði þér að ég ætti von á
mínu fyrsta barni. Mér fannst
ég vera búin að bíða svo lengi
eftir að fá mitt eigið barn í
hendurnar, enda það skemmti-
legasta sem ég gerði að passa,
og núna, múttan mín, er hún
Anna mín að koma með fyrsta
langömmubarnið þitt í febrúar
og ég loksins að fá þennan eft-
irsótta titil amma. Mikið skal ég
leggja mig fram um að vera góð
amma eins og þú varst börn-
unum okkar yndisleg amma.
Veistu … ég er eiginlega búin
að bíða lengi eftir að Drottinn
myndi kalla þig til sín, því bara
þá værirðu laus við þennan öm-
urlega sjúkdóm og gætir vaknað
heilbrigð hjá honum og séð loks-
ins öll yndislegu barnabörnin
þín sem ég veit að þú værir svo
stolt af, en hefur ekki getað
fylgst með í mörg ár.
Með þakklæti, söknuði og
gleði í hjarta kveð ég þig elsku
múttan mín.
Þín dóttir,
Elín Birna (Ella).
Elsku mamma mín. Ég sit
hérna inni á hótelherbergi og er
að reyna að setja einhver orð
niður á blað. Það fljúga margar
minningar um hugann. Bæði
þegar ég var polli að skottast
með þér á Kanarí eða við á leið í
Skorrann. Brosið kemur líka yf-
ir mig þegar ég rifja upp
dönskukennsluna. Enda dansk-
an lengi verið í uppáhaldi hjá
þér. Eflaust hefur þér sárnað
dönskuáhuginn minn. Ég var
örugglega ekki besti nemandinn
enda meiri áhugi á að fara í fót-
bolta eða út að leika með strák-
unum. Ég gæti skrifað margar
blaðsíður um okkur en stundum
er nóg að láta hugann reika.
Stundum þarf ekki nema eitt
orð; Mozartkúla. Þá kemur
brosið yfir mig. Skrýtið hvað
eitt orð getur fengið mann til að
brosa og rifjað upp góðar minn-
ingar. Ég man að við fengum
okkur oft Mozartkúlu. Okkur
fannst það ekki leiðinlegt að fá
okkur eitthvað gott. Aðrar
minningar lifa með mér og eru
mér dýrmætar. Þær eiga það
allar sameiginlegt að þú varst
alltaf til staðar fyrir mig. Þú
vildir alltaf allt fyrir alla gera.
Þú varst alltaf í góðu skapi og
yndisleg móðir. Er hægt að
biðja um meira?
Oft er talað um að viðkom-
andi hafi hjartað á réttum stað
og á það svo sannarlega við um
þig, mamma mín. Sem foreldri
varstu alltaf til staðar og studd-
ir mig til dáða. Það er mér helst
þakklæti og stolt að vera sonur
þinn. Ég er búinn að sakna þín
ótrúlega mikið síðustu ár. Ég
veit að þú hefðir haft gaman af
því að vera í brúðkaupinu mínu,
kynnast stelpunum mínum og
leika við þær í Skorranum. Eiga
með okkur skemmtilegar stund-
ir hvar sem er. Ég veit að ykkur
stelpunum mínum hefði komið
svo vel saman. Þín hefur verið
sárt saknað í allri fjölskyldunni
og við finnum það öll, þegar þín
nýtur ekki lengur við, hversu
stórt hlutverk þú lékst. Allir
gátu komið til þín og þú varst
fyrirliðinn í liðinu, sem leystir
öll vandamál sem upp komu. Já,
þú varst hornsteinninn í fjöl-
skyldunni. Það má eiginlega
segja að það hafi verið þú sem
gerðir okkur að fjölskyldu.
Þín veikindi hafa verið löng
og ömurleg. Ég man fyrir
nokkrum árum þegar ég kom í
heimsókn á Hrafnistu og við
gátum enn gert grín og hlegið
saman. Alltaf sagðir þú „Jósi
minn“ þegar ég sagði einhverja
vitleysu og fékk þig til að hlæja.
En heilsunni hrakaði og undir
lokin varst þú mest í rúminu
þínu, með lokuð augun. Mér
fannst mjög erfitt að horfa upp
á þennan ömurlega raunveru-
leika, mér leið ekki vel eftir
slíka heimsókn. Þó svo heim-
sóknum mínum hafi fækkað
undir lokin varst þú alltaf í
hjarta mínu og ég hugsaði til
þín á hverjum degi. Ég veit að
þú skilur mig.
Elsku mamma mín, ég veit að
þér líður vel núna og fylgist með
okkur öllum. Við söknum þín
ótrúlega mikið, guð verði með
þér.
Þinn sonur,
Jóhann Gylfi.
Í dag kveð ég móður mína El-
ínu G. Jóhannsdóttur sem lést
eftir löng veikindi. Mamma var
kærleiksrík og gefandi kona
sem hugsaði meira um okkur
börnin en sjálfa sig. Hún hætti
að vinna er hún gifti sig til að
hugsa um heimilið, hún hafði
unnið skrifstofustörf eftir
kvennaskólapróf. Hún fór ung í
húsmæðraskóla til Danmerkur
og var hún frábær kokkur og
kökugerðarkona. Hún hafði yndi
af eldamennsku og bakstri og
alltaf tilbúin að baka fyrir okkur
börnin. Vegna starfa föður okk-
ar var húsnæði okkar oft lagt
undir og oft var flutt þegar við
vorum yngri og millilendingar
oft hjá Elínu ömmu á Klepps-
vegi 38. Það var yndislegt að
búa hjá ömmu. Þegar pabbi hóf
meistaranám fór mamma að
vinna hálfan daginn í Nýju
blikksmiðjunni í nokkur ár. Eft-
ir að pabbi hóf framleiðslu á
sumarhúsum sá hún um bókhald
og eldaði fyrir vinnuflokkana.
Foreldrar okkar áttu mjög gott
hjónaband sem einkenndist af
virðingu og vináttu og voru hlut-
verkin á hreinu, mamma eldaði,
þvoði, þreif og sinnti þörfum
okkar barnanna, pabbi vann og
sá um annað sem þurfti að gera
en fékk þó það hlutverk að grilla
eftir að grillið kom til sögunnar.
Mamma var yndisleg amma
og var hún mikið með barna-
börnin og passaði elstu barna-
börnin mikið, hún fór með þau í
Skorradalinn og oft keypti hún
eitthvað fallegt handa þeim án
tilefnis. Barnafjöldinn óx hratt
og fékk mamma fyrstu fimm
barnabörnin á sex árum. Pabbi
og mamma fóru mikið til Kanarí
á veturna, það var sumarfrí
þeirra vegna vinnu pabba og var
Elín amma, sem bjó hjá okkur
síðustu sex árin sín, þeim til
halds og trausts.
Þegar mamma veiktist kom
mér mjög á óvart hversu pabbi
reyndist æðrulaus, skilningsrík-
ur og þolinmóður við hana.
Hann fór að elda og þvo þvotta
ásamt ýmsu sem hann var ekki
vanur að gera og við héldum að
hann kynni ekki, einnig var
hann duglegur að drífa sig í
Skorrann með hana. Margir vin-
ir hurfu, gátu eða kunnu ekki að
höndla veikindi mömmu, en einn
vinahópur stendur upp úr, það
er sundlaugarhópurinn úr
Garðabæ sem fór í margar ferð-
ir með þeim bæði innanlands og
utan og aðstoðaði þau, þá sér-
staklega Gilla og Guðjón og Ás-
gerður og Óli. Einnig hafa vin-
konur mömmu, þær Gunna
Gísla, Edda Gerður, Bjartey,
Dísa og Guðrún H., verið mjög
tryggar og yndislegar við hana
sl. ár. Pabbi eignaðist aftur líf
eftir að mamma var okkur horf-
in andlega þegar hann kynntist
Huldu Ólafsdóttur, það var okk-
ur mikill léttir og gleði, og tóku
fjölskyldur okkar barnanna
henni fagnandi. Þau giftu sig á
síðasta ári og hafa búið sér fal-
legt heimili í Reykjavík og sum-
arhús í Reykjarskógi. Síðustu
árin hefur mamma ekki þekkt
neinn eða sýnt nein viðbrögð við
heimsóknum okkar á Hrafnistu.
Við aðstandendur viljum þakka
starfsfólki á 4B á Hrafnistu í
Hafnarfirði innilega fyrir frá-
bæra umönnun sl. 11 ár.
Með söknuði kveð ég þig
elsku mamma.
Þinn sonur,
Ragnar Jakob (Raggi).
Elsku besta amma okkar.
Þegar við systkinin hugsum um
allar minningarnar sem við eig-
um um þig kemur svo mikið upp
í hugann að við vitum ekki hvar
við eigum að byrja.
Þú varst alveg einstök kona
og kemur alltaf til með að eiga
algjörlega sérstakan sess í huga
okkar. Þrátt fyrir að þú hafir
verið veik í mörg ár hafa minn-
ingarnar ekki fölnað.
Þegar við rifjum upp tímana
okkar með þér þá stendur það
rosalega hátt hjá okkur þegar
við fórum með ykkur afa í
Skorradalinn, vá þvílíka gleðin
sem það var að fara með ykkur
þangað, berja- og sveppatínslan
er nokkuð sem aldrei gleymist
eða bátsferðirnar þar sem ýms-
ar vatnaíþróttir komu oft við
sögu. Þegar við komum svo
blaut og köld í land beiðst þú
með heitt kakó til að ylja okkur
eftir ferðina.
Hvað það var líka alltaf gam-
an að koma til ykkar á Kópa-
vogsbrautina og á Smáraflötina
í pössun, þar var alltaf fullt af
dóti til að leika sér með, lita-
bækur og litir og svo passaðir
þú alltaf upp á að taka upp á
spólur uppáhaldsteiknimyndirn-
ar okkar eða annað sem þú hélst
að við hefðum gaman af.
Þegar við sem fullorðið fólk
hugsum til þín þá kemur upp í
hugann hvað þú varst ákveðin,
sterk, góð, yndisleg, með ráð í
öllum vanda, falleg kona og allt-
af tilbúin til að hjálpa öllum án
þess að vilja fá nokkuð í staðinn.
Þú varst og verður alltaf
besta amma sem hægt er að
eiga. Þú varst okkur sönn fyr-
irmynd og vonandi náum við,
þegar þar að kemur, að miðla
einhverju af þínum kærleika til
barnanna okkar og gert þeim
kleift að upplifa sömu hluti og
við upplifðum með þér.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar, fyrir að vera eins mögn-
uð og þú varst, takk fyrir
ógleymanlegar minningar.
Hvíldu í friði elsku amma.
Þín barnabörn,
Viktor, Kristinn Viðar,
Vera Rut og Jakob Vífill.
Fallin er frá elskuleg svilkona
mín Elín Jóhannsdóttir. Það var
viss spenningur þegar Kristinn,
yngsti bróðir mannsins míns,
kynnti fyrir okkur fallegu kær-
ustuna sína. Við vorum báðar að
vestan og höfðum báðar verið í
Kvennó, þar áttum við strax
eitthvað sameiginlegt. Það er
ekki sjálfgefið að tilvonandi svil-
konur verði vinkonur en sú varð
raunin. Við Ella urðum strax
vinkonur. Hún ljúf og einstak-
lega hláturmild, sannkallaður
gleðigjafi. Þegar á leið og börn-
in fæddust urðum við ennþá
nánari og samgangur milli heim-
ilanna mikill. Segja má að börn-
in okkar hafi alist upp saman.
Við ferðuðumst um landið og
þegar þau Kristinn voru búin að
koma sér upp sælureitnum í
Skorradal vorum við þar tíðir
gestir. Þá var Ella mín í essinu
sínu, hún elskaði að hafa gesti
og þau góðir gestgjafar. Í þá
daga var ekki gemsinn til þess
að kanna aðstæður, bara keyrt
af stað í Skorrann með börnin
og gist ef vel stóð á. Þá var líka
alltaf gott veður! Börnin nutu
sín og ekki síst þegar Kristinn
frændi þeirra fór með með þau
á báti út á Skorradalsvatn.
Þetta var yndislegur tími sem
við njótum núna að hugsa til.
Ella var einstaklega handlag-
in og listræn, hafði auga fyrir
nýtískulegum hlutum og kunni
að raða saman gömlu og nýju.
Við brölluðum margt saman og
hjálpuðumst að þegar mikið stóð
til.
Í mínum huga var hún eins
og litla systir mín, enda vorum
við oft spurðar að því hvort við
værum systur. Vorum báðar
hæstánægðar með það.
Ella var fædd og uppalin á
Patreksfirði og átti sterkar ræt-
ur þar en flutti ung hingað suð-
ur eins og sagt var. Alla tíð tal-
aði hún um Patró og vinina þar
með mikilli hlýju. Ég á líka ætt-
ir að rekja til Tálknafjarðar og
þekkti Eysteinseyri þar sem
hún dvaldi með fjölskyldu sinni
flest sumur sem barn. Þar var
hennar draumaland. Æskuvin-
konurnar frá Patró hafa sýnt
henni mikinn kærleik og vináttu
í veikindum hennar.
Í mörg ár hafa veikindin herj-
að og sá tími verið fjölskyldunni
erfiður. Hún hefur allan tímann
verið umvafin kærleika þeirra.
Það var svo sárt þegar ljóst
var að Alzheimer-sjúkdómurinn
hafði heltekið Ellu. Hana sem
var svo dugleg og hjálpsöm við
alla og mátti ekkert aumt sjá.
Sárt var að upplifa að finna ekki
andlega nálægð, að handtakið er
ekki lengur endurgoldið og að
ná ekki til vinkonunnar með
röddinni, geta ekki sungið sam-
Elín G.
Jóhannsdóttir
Ég á margar góðar minningar
um hann Einar. Hann var mjög
indæll maður og ég sé eftir því að
hafa ekki farið með honum oftar
að veiða. Hann var algjör snill-
ingur að veiða. Ég vona að þú haf-
ir það gott þarna uppi. Guð blessi
þig.
Þinn frændi,
Ástþór Andri.
Upp er runninn sá dagur sem
ég hef kviðið hvað mest fyrir, í
dag geng ég síðustu sporin með
yndislegum vini sem kvaddi okk-
ur alltof snemma.
Elsku Einar minn. Það er svo
margt sem mig langar að segja
við þig en verð að láta þetta
nægja, ég hef þekkt þig hálfa æv-
ina, þú hefur tekið þátt í flestum
af mínum stærstu atburðum og
skipti engu máli hvar þeir voru
haldnir, alltaf mættir þú á svæðið.
Þú ferðaðist hundruð km til að
koma í útskriftina mína, mættir
hálfslappur í barnaafmælin og
Einar Laverne Lee
✝ Einar LaverneLee fæddist í
Reykjavík 18.
mars 1971. Hann
lést á heimilinu
sínu 4. janúar
2012.
Útför Einars fór
fram fimmtudag-
inn 12. janúar
2012 frá Fossvogs-
kirkju.
varst afar veikur í
síðasta vinajóla-
boði.
Strákarnir mínir
hafa umgengist þig
alla ævina og ég veit
að þeir geta ekki
ímyndað sér veisl-
ur, boð eða spila-
kvöld hjá okkur án
þess að Einar komi.
Þú varst alltaf
boðinn og búinn til
að gera allt fyrir vini þína og
varst vinur í raun.
Ég á mikið eftir að sakna rök-
ræðna okkar um öll heimsins
málefni og þá sérstaklega
menntakerfið og heilbrigðiskerfið
á Íslandi, við vissum alltaf hvern-
ig best væri að hafa hlutina og
skildum oft ekki í því hvers vegna
við værum einfaldlega ekki við
stjórnvölinn.
Ég hef notað síðustu daga til
að rifja upp öll árin okkar saman
og gæti skrifað heila ritgerð um
þau og hlustað á öll lögin okkar
sem eru nú orðin frekar mörg.
Með trega og sorg í hjarta segi
ég ekki bless, heldur sjáumst síð-
ar.
Elsku Helga, Heiðar, John,
Susan, Rakel, Edda Gunna, Heið-
ar Andri og aðrir aðstandendur,
ég sendi ykkur innilegar samúð-
arkveðjur með von og trú í hjarta
að honum líði betur á nýjum stað
og fáist við ný ævintýri.
Kveðja,
Júlía og börn.
Mig langar að minnast Einars
með nokkrum orðum. Einar var
einstaklega góður maður sem
vildi öllum vel, hann var skemmti-
legur og vinmargur og það var
ávallt gleði og glens þar sem hann
var. Ég kynntist Einari þegar
hann og Rakel systir fóru að vera
saman, þau voru ung og Rakel var
með Þórð sinn pínulítinn og Ein-
ari þótti ekkert sjálfsagðara en að
ganga honum í föðurstað. Ég veit
að Þórði þótti alla tíð óskaplega
vænt um Einar og tengdist hon-
um á sérstakan hátt, Þórður leit á
hann sem pabba sinn.
Í gegnum Einar kynntist ég
fjölskyldunni hans í Mississippi
og á ég þaðan góðar minningar
sem ég á allar honum að þakka.
Einar var mér eins konar „stóri
bróðir“ og áttum við oftar en ekki
löng samtöl um heima og geima
og það var oft vakað langt fram-
eftir bara til að spjalla. Einar og
Rakel skildu og við það minnkaði
sambandið.
Einar gekk í gegnum mikil
veikindi sem að lokum tóku hann
frá okkur. Hann var ekkert sér-
lega kvartsár en nú undir lokin
var honum farið að líða verulega
illa og var orðinn þreyttur. Hann
hefur nú fengið hvíld og er laus
við verki og vanlíðan. Með trega
kveð ég þig elsku vinur, þú átt
sérstakan stað í hjarta mínu. Fjöl-
skyldunni hér heima og í Missis-
sippi sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ásdís M. Finnbogadóttir.