Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 25

Morgunblaðið - 19.01.2012, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 hann oft á Leifsgötuna og svo í Barmahlíðina. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn og oft gaukaði Þóra einhverju að okkur. Minnisstætt frá Barma- hlíðinni er, að í kjallaranum var heil verksmiðja. Þar voru marg- ar konur að sauma lífstykki, eða eins og við strákarnir kölluðum það magabelti og brjóstahald- ara. Ég vissi alltaf að Þóra var dugleg og mikil bissnesskona, en ekki vissi ég hvað hún byrj- aði ung fyrr en ég las andlát- stilkynninguna. Þar kemur fram að hún hafi stofnað saumaverk- smiðjuna Lady 1937 og hafið sjálfstæðan atvinnurekstur að- eins 21 árs gömul og það í heimskreppunni miklu. Það lýsir vel hversu kjörkuð og mikill dugnaðarforkur hún var. Það sem nú er kallað frumkvöðull. Vonandi á þjóðin nokkrar Þórur í þeirri kreppu sem nú gengur yfir. Það fer ekki hjá því að maður sé stoltur af að hafa átt hana fyrir frænku. Ég hafði svo ekki mikið sam- band við Þóru fyrr en eftir að hún hélt upp á 90 ára afmælið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún var þá komin í hjólastól. Nokkrum sinnum eftir afmælið heimsótti ég hana á Hrafnistu. Það var mjög gefandi fyrir mig. Hún sagði mér svo margar sögur af Laugavegi 30 og lífsbaráttu Herdísar ömmu, sem ekki var beint velkomin í þennan heim. Þóra var svo minnug og sagði svo vel frá að alltaf var jafn- gaman að koma og hlusta á hana. Hún var ekki mikið fyrir að kvarta. Einhverju sinni ætlaði ég að vorkenna henni að vera komin í hjólastól og þurfa hjálp til að komast í hann. Hún var skjót til svars. Sagði að það væri ekkert að missa fæturna miðað við að missa heilann, eins og svo marg- ir aðrir. Þóru heimsótti ég rétt fyrir jól. Við áttum ágætt sam- tal, en nú heyrði hún ekki eins vel og sagðist vera orðin frekar léleg. Held við bæði höfum haft á tilfinningunni að þetta yrði lík- legast okkar síðasta samtal hérna megin. Við Erla vottum öllum ætt- ingjum Þóru okkar innilegustu samúð. Sigurður Oddsson. „Jú, jú, það var mikið gengið í stórborgunum í verslunarferð- unum hér áður fyrr,“ svaraði hún Þóra aðspurð í áttræðisaf- mælinu um hreyfingu á yngri árum. Athafnakonunni Þóru varð ekki hugsað til fjalla heldur til praktískra hluta. Hún sór sig að öllu leyti í „Laugavegs 30“- ættina, framtakssöm, athafna- söm, vinnusöm, áræðin og ef- laust aðhaldssöm. Enda gerðu þau það gott Laugavegssystk- inin í steypunni, plastinu, blóm- unum, fisknum, lífstykkjunum og eflaust fleiru sem ég veit ekki um. Þóra var í lífsstykkjum og puntkrögum, hannaði, sneið og saumaði þessi fínheit fyrir konur og seldi vel á stríðsárun- um. Hef ég heyrt. Þóra var móðursystir mín en við kynntumst þó ekki að ráði fyrr en hún mælti með því að ég gengi í Soroptimistaklúbb Reykjavíkur árið 1994. Hún var stofnfélagi klúbbsins en þær voru 18 konurnar sem stofnuðu þetta starfsgreinasamband kvenna árið 1959. Markmiðið var og er að stuðla að jafnrétti og jafnræði, skapa öruggt og heilsusamlegt umhverfi, í stuttu máli að bæta þennan heim sem við öll búum í. Með Þóru er genginn síðasti stofnfélagi klúbbsins en stofnfélagarnir átján voru allt virkar konur hver á sínu sviði. Starf sorop- timista felst í því að styðja ýmis verkefni sem þörf er fyrir á hverjum tíma. Fyrsta verkefnið sem Þóra og félagar (soroptim- istasystur) hennar tóku fyrir var að heimsækja og gefa drengjunum á Breiðavíkurheim- ilinu gjafir. Það var þeim er enn lifðu því sérlega sorglegt að heyra fréttir af því hversu bág- indi drengjanna reyndust mikil og falin. Helsta verkefni Soroptimista- klúbbs Reykjavíkur undanfarin ár hefur verið að styrkja sum- arbúðir einhverfra barna í Reykjavík. Fjáröflun til þess verkefnis hefur verið stórtæk og að mestu falist í kvennagolfmót- um og „Góðgerði“ sem er skemmtikvöld ætlað konum. Þóra lét þessa viðburði ekki fram hjá sér fara, fylgdist vel með mótunum og mætti á Góð- gerði í mars sl. á 95. aldursári. Hún vissi sem er að ein leið til að bæta heiminn er að njóta hans og lífsins. Elsti meðlimur (elsta systir) klúbbsins er nú rúmlega níræð og sú yngsta rúmlega þrítug. Sú eldri sinnti og sú yngri sinnir ábyrgðar- miklu starfi í okkar íslenska samfélagi. Þær hittast reglulega á mánaðarlegum fundum okkar og segja má að á fundunum blandist saman veröld sem var og veröld sem er. Ég þakka Þóru fyrir að hafa boðið mér þátttöku í þessum samtökum. Ég var nú ekkert upprifin í fyrstu en hef svo sannarlega lært að meta soroptimista og Þóru frænku mína. Það hefur verið missir að henni á fundum undanfarin ár. Við í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur minnumst Þóru af virðingu og með hlýhug. Jóni, Gunnari, Sigurði og fjölskyldum sendum við samúðarkveðjur. Herdís Sveinsdóttir, formaður Soroptimista- klúbbs Reykjavíkur. Þórleif Sigurðardóttir, eða Þóra hans Hjartar eins og hún var ávallt kölluð í minni fjöl- skyldu, fæddist 8. ágúst 1916 í Reykjavík. Hún lést föstudaginn 6. janúar síðastliðinn, 95 ára að aldri. Þóra og Hjörtur voru miklir vinir foreldra minna Báru Sig- urjónsdóttur og Péturs Guð- jónssonar og kynntist ég þeim því strax á unga aldri. Milli mín og Þóru hans Hjartar var alltaf sérstakt samband. Svo sérstakt að hún tók af mér loforð fyrir mörgum árum að ég myndi rita minningargrein um hana þegar hún færi yfir móðuna miklu. Það loforð er mér ljúft að efna. Mörg minningabrot koma upp í hugann. Þóra var mikil lady og svo rak hún saumstofu sem bar það nafn. Fyrstu minn- ingar mínar og þær sem hún ávallt stóð svo vel fyrir eru að hún var mikil húsfreyja, móðir og matmóðir. Heimili þeirra Hjartar voru glæsileg. Minnis- stætt er mér þegar ég kom inn á baðherbergið á Laugaveginum í fyrsta sinn. Í mínum augum risastórt baðherbergi og tveir vaskar. Tveir vaskar. Og þeir voru ekki hvítir eins og öll tæki á baði á Íslandi á þeim tíma heldur í gulum lit. Þetta hafði ég aldrei séð áður og þótti stór- glæsilegt. Já, það var mikill myndarskapur í kringum Þóru og hún var sönn lady. Sagt er að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum mag- ann og þannig er mín fyrsta minning af Þóru. Ég var 11 ára þegar Þóra tók mig með upp í sumarbústað þeirra hjóna við Hólmsá. Þar fékk ég að gróð- ursetja með henni tré og upplifa sumarbústaðalíf. Þegar vinnunni var lokið var síðan sest að snæð- ingi og Þóra bar fram svið sem mér þóttu lostæti. En hún bar þau ekki fram upp á hefðbund- inn máta heldur hafði hún skrælt kjötið utan af hauskúp- unni. Sagði að þannig ætti að bera fram svið. Þessi sviðaveisla stendur upp úr í minningunni. Við Þóra Hrönn sendum Jóni, Sigurði, Gunnari og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Sigurjón Pétursson. ✝ GuðmundurGíslason fædd- ist í Reykjavík 1. janúar 1920. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 7. janúar 2012. Foreldrar Guð- mundar voru hjón- in Sigríður Jó- hannsdóttir húsfreyja, f. 1891, og Gísli Guðmunds- son, f. 1888, skipstjóri og síðar hafnsögumaður í Reykjavík. Guðmundur kvæntist 1946 Ernu Adolphsdóttur, f. 1923. Guðmundur og Erna eignuðust þrjú börn, Gísla, f. 1947, Ingi- gerði Ágústu, f. 1951, og Garð- ar, f. 1953. Barnabörnin eru sex talsins, Erna, Guðmundur og Jó- hanna Margrét Gíslabörn, Helga Ingvarsdóttir, dótt- ir Ingigerðar, og Sigrún Inga og Gunnhildur Garð- arsdætur. Barna- barnabörn þeirra hjóna eru fjögur. Guðmundur lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands 1938 og starfaði um 13 ára skeið hjá Gísla Jónssyni út- gerðarmanni og alþingismanni. Guðmundur stofnaði, ásamt fleirum, Bifreiðar & landbún- aðarvélar hf. árið 1954 og stjórnaði fyrirtækinu frá upp- hafi og til loka starfsævi sinnar. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í dag, 19. janúar 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku afi, margs er að minnast á löngum tíma með ykkur, ömmu og afa á Rönd. Afi var stór og hlýr. Alltaf var hægt að leita til hans og hann gerði allt sem hann gat til að hjálpa. Ég man þegar við fórum sam- an á hvítu löngu Volgunni með rauðu plusssætin norður á Rönd, ég hef verið sjö eða átta ára. Við fórum fyrst í Austurver og þú keyptir mikið af gotteríi sem við fengum okkur svo saman á þess- ari löngu leið en í þá daga gat tek- ið 10 tíma að keyra norður. Það var spennandi að heyra þegar þú kallaðir upp „Gufunes radío“ til að láta ömmu vita hvernig okkur gengi ferðin en þá voru ekki til gsm-símar. Þetta voru góðir tímar sem ég átti með ykkur ömmu á Rönd, farið var í Gjána á hverjum degi og þar fékk ég fyrst að keyra bíl. Allir bílarnir hétu skemmtilegum nöfnum og enn í dag þegar ég sé bíl sem svip- ar til Orra verður mér hugsað til allra samverustundanna fyrir norðan. Þú hafðir svo góða frásagnar- gáfu og gast sagt svo skemmti- lega og myndrænt frá, minnis- stætt er þegar við Jón komum að heimsækja ykkur ömmu í brúð- kaupsferðinni okkar. Sögurnar sem þú sagðir af ykkur vinunum Reinhard, Nonna pabba og fleir- um voru svo skemmtilegar, ég vildi að ég ætti þær teknar upp á band en þær eru fastar í minning- unni. Þið vinirnir hafið margt gert saman sem hægt var að rifja upp. Bessí Þóra og Einar Örn minnast þess þegar þú talaðir um að „skola rörið“ og að það yrði alltaf að passa Vindbelg. Afi naut mikillar velgengni í viðskiptum og kenndi mér margt á því sviði, það var gaman að fylgjast með honum og pabba þegar við vorum að semja um kaup á BMW og Renault fyrir jól- in 1994. Hann var vel liðinn af starfsfólkinu, hagsæll og úrræða- góður. Hann kom oft við í fyrir- tækinu löngu eftir að hann var hættur, en hann hætti í raun aldr- ei því alltaf þegar hann kom eða ef ég hitti hann spurði hann hvernig gengi og hvað væri að seljast. Elsku amma, pabbi, Inga, Garðar og aðrir aðstandendur, megi Guð umvefja og gefa okkur styrk á þessari erfiðu stundu. Hvíl í friði elsku afi. Erna. Guðmundur Gíslason Við kveðjum nú bróður pabba. Minningar okkar um Gústa eins og hann var kallaður eru ljúfar og góðar. Þau skipti sem við hittum Gústa gat hann sagt okkur frá skemmti- legum ferðum sem hann fór með pabba og mömmu, laxveiðiferðum foreldra sinna í Sogið ásamt sveitaferðum um landið. Var hann mikill veiðimaður sjálfur og veiddi hann í flestum ám landsins. Það var mjög gaman að fá að veiða með honum í Soginu, þar gat hann sagt manni frá öllum veiðistöðum og veiðisögum foreldra sinna. Seinni árin var það golfið sem átti hug þeirra hjóna og var Gústi búin að spila flesta velli landsins ásamt nokkrum völlum erlendis. Grafarholtið var eini alvöru völl- urinn hér innanlands í hans huga. Fyrir þremur árum síðan var ákveðið að halda golfmót í ættinni og var mótið nefnt eftir æskuslóð- um þeirra systkina, Víðimelur 52. Og var Gústi gerður að forseta Ágúst Einarsson ✝ Ágúst Ein-arsson, við- skiptafræðingur og fyrrv. forstjóri, fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1948. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut að morgni að- fangadags 2011. Útför Ágústs fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 5. janúar 2012. mótsins þar sem hann var reyndastur okkar en ekki mátti spyrja um golfforgjöfina hjá honum. Hann sagði alltaf við okkur „Mað- ur á að njóta þess að spila vellina“ og þetta munum við hafa að leiðarljósi í komandi framtíð. Ekki náði hann að spila með okkur síðasta sumar vegna veikinda. Alltaf var vel tekið á móti okkur þegar við mættum í Rituhólana að heimsækja fjölskylduna. Verða þær minningar vel varðveittar hjá okkur öllum. Gústi var yndislegur frændi og þökkum við fyrir þær ánægjulegu stundir sem við áttum með honum og minnumst hans um ókomna framtíð. Við sendum Raggý, Jóhannesi, Andreu, Hreini og barnabörnum okkar samúðarkveðjur og megi Guð vera með ykkur á erfiðum tímum. Sigurður, Einar Gunnar og Margrét Björg. Hinsta kveðja til fósturafa. Elsku afi Ágúst, takk fyrir sam- verustundirnar með þér og öll skemmtilegu gamlárskvöldin í Rituhólunum. Við viljum líka þakka þér fyrir að hafa verið til staðar fyrir okkur. Við munum sakna þín. Eva Lena Brabin Ágústsdóttir og Dagur Brabin Hrannarsson. ✝ Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, ERNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyjum. Gunnar Ólafur Eiríksson, Guðríður Hilmarsdóttir, Gísli Guðni Sveinsson, Guðmundur Þórarinn Tómasson, Sigurveig Birgisdóttir, Lilja Þorsteina Tómasdóttir, Jón I. Guðbrandsson, Ásdís Steinunn Tómasdóttir, Sigfús Gunnar Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju, samúð og fallegar kveðjur við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS BÁRÐARSONAR, Kjarrmóa 15, Njarðvík. Þakkir til Frímúrarabræðra í Sindra, séra Baldurs R. Sigurðs- sonar, Gunnars B. Ragnarssonar krabbameinslæknis, Sonju S. Guðjónsdóttur á deild 11B og alls hjúkrunarfólks á 11E. Guð blessi ykkar störf. Halldóra Jóna Guðmundsdóttir og fjölskylda. ✝ Alúðarþakkir færum við þeim fjölmörgu vinum og ættingjum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BJARNEYJAR BJARNADÓTTUR, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- heimilisins Hornbrekku fyrir góða umönnun og hlýju sl. ár. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Sigurjónsdóttir, Magnús Sigursteinsson, Bjarni Sigurjónsson, Sigríður M. Jóhannsdóttir, Jónas Sigurjónsson, Hallfríður Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR STEINDÓRSDÓTTUR frá Skyggni. Guðrún Stefánsdóttir, Þorleifur Guðmundsson, Steindór Stefánsson, Sigurbjörg Grétarsdóttir, Jónína Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Ingveldur D. Halldórsdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÓLÖF HALLDÓRA PÉTURSDÓTTIR kennari, Lóa frá Bergsstöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 10. janúar. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstu- daginn 20. janúar kl. 15.00. Magnea Gunnarsdóttir, Arnar Þorri Arnljótsson, Eyþór Arnarsson, Lóa Bryndís Arnarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.