Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 26

Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 ✝ Bára Sigrúnfæddist á Bollastöðum í Blöndudal 19. febrúar 1930. Hún lést á krabba- meinslækn- ingadeild Land- spítalans við Hringbraut hinn 31. desember 2011. Foreldrar henn- ar voru Björn Axfjörð Jóns- son, f. 30.4. 1906, d. 18.9. 1980, og Sigurbjörg Tómasdóttir, f. 12.1. 1902, d. 5.6. 1986. Syst- kini Báru voru Sólveig, f. 9.8. 1932, Anna, f. 8.9. 1934, d. 8.10. 1972, og Pétur Bolli, f. 26.3. 1940, d. 1.4. 1996. Bára giftist hinn 14.10. 1967 Sigurði Sigfússyni húsasmíða- meistara, f. 7.8. 1918, d. 8.1. 1997, áttu þau saman þrjú börn: 1) Pétur Þór, f. 1954, kvæntur Jónínu Bjartmarz, Snæland og Ágústu á Túngötu. Einnig fór hún í húsmæðra- skólann á Löngumýri í Skaga- firði. Síðan lá leiðin aftur suð- ur þar sem hún fékk vinnu við símsvörun hjá bifreiðastöð Steindórs. Fljótlega keypti hún svo rekstur þvottahússins Líns og rak það í fjölda ára. Áttu þau hjónin búsetu lengst af í Hvassaleitinu og síðar meir í Safamýri. Þá áttu þau jörð í Gaulverjabæj- arhreppi, V-Loftstaði, þar sem þau dvöldu á sumrin. Bára hélt til á Loftstöðum á sumrin í rúm 25 ár og sinnti þar áhugamáli sínu, hesta- mennsku, af miklum einhug. Einnig átti gulrótarækt hug hennar allan en þar var Bára býsna stórtæk og sá m.a. Hag- kaupum fyrir gulrótum til fjölda ára. Síðustu árin bjó Bára eins og áður sagði í Safa- mýri þar sem börn hennar og barnabörn heimsóttu hana gjarnan og tók hún virkan þátt í lífi þeirra, passaði börn- in, bauð í mat og hjálpaði á annan hátt til eftir bestu getu. Útför Báru fór fram í kyrrþey hinn 16. janúar 2012 að henn- ar ósk. synir þeirra eru Birnir Orri og Ernir Skorri. 2) Birna, f. 1964, börn hennar og fv. sambýlismanns eru Bára og Anna, nú í sambúð með Birni Óla Péturs- syni og eru þeirra börn Linda og Pét- ur. 3) Sigurður Birkir, f. 1969, sonur hans af fyrra sambandi er Ýmir, er nú kvæntur Sig- rúnu Vésteinsdóttur og eiga þau dótturina Sunnevu Elínu. Barnabarnabörnin voru orðin þrjú. Bára ólst sín fyrstu ár upp á Bollastöðum en flutti árið 1938 búferlum að Felli í Sléttuhlíð. Þar bjó hún þar til hún flutti til Reykjavíkur ung að aldri. Vann hún fyrst sem vinnukona hjá Sigrúnu Konráðsdóttur á Bárugötu og síðar hjá Pétri Elsku mamma. Mig langaði til að skrifa hér nokkrar línur til að kveðja þig endanlega og þakka fyrir afar gott æviskeið með þér. Minning- arnar óteljandi byrja í Hvassa- leitinu en þangað var ég fluttur af fæðingardeildinni. Okkar tími var þó bestur á Loftsstöðum þar sem við eyddum saman 12 sumr- um. Þar fór mitt uppeldi að stórum hluta fram og einkennd- ist það af vinnusemi og leik. Við sinntum gulrótaræktinni öll þessi sumur ásamt því að ríða út um Gaulverjabæjarhreppinn. Pabbi kom svo keyrandi austur um helgar, nutum við þá nálægð- ar hans. Þú áttir einstaklega gott með að umgangast og hæna að þér dýr. Þú naust þess að um- gangast hrossin þín og varðir miklum tíma upp í hólfi eða í réttinni, eitthvað að stússast með þeim. Það að fara ríðandi á hest- um á hestamannamótin á Mur- neyrum, þar sem riðið var á bökkum Þjórsár í góðum fé- lagsskap, er eitthvað sem gleym- ist ekki. Ótrúlega margt lærði ég á þessum tímum af þér og bý enn að mörgu. Það að hjálpa 12 ára gömlum syni sínum að rafsjóða saman heytinda er sennilega ekki mjög algengt, en það voru yfirleitt engin vandamál, alla- vega voru þau leyst. Mér verður hugsað til dugn- aðar þíns og ósérhlífni þegar þú hugsaðir um pabba heima árum saman í veikindum hans, þar hefðu fáir komist í skóna þína. Eftir að ég flutti norður yfir heiðar héldum við áfram að ræða alla skapaða hluti í síma og plana ýmislegt sem átti að gera. Enn vorum við að plana ýmislegt í desember. Þú ætlaðir að koma norður og vera hjá okkur Sig- rúnu um jólin. Björn frá Hesju- völlum var á leiðinni með nýjan skáp í gamla herbergið mitt, taka átti bílskúrshurðina í gegn og ut- anlandsferð var komin á blað. Þú varst byrjuð að pakka í töskur fyrir norðurferðina til okkar þeg- ar fréttin kom 16. desember að þú værir orðin veik, með krabba. Fórst á sjúkrahús 27. desember og kvaddir okkur þann 31. des- ember. Það er því með trega sem ég kveð þig, að hafa haft þig svo hressa fyrri partinn í þessum sama mánuði, með öll þessi plön, gerir þetta enn erfiðara. Ég er þakklátur að hafa fengið að vera með þér síðustu dagana. Elsku mamma, Guð geymi þig. Þinn sonur, Birkir. Elsku hjartans amma mín. Þú varst mér svo mikið og það er mjög erfitt að þurfa að kveðja þig . Þótt þú hefðir verið tilbúin til að fara á seinni stigum veik- inda þinna var ég alls ekki tilbúin að missa þig. Þú varst ætíð svo skörp og upplýst um alla þá um- ræðu sem átti sér stað í sam- félaginu. Þú varst alltaf svo hisp- urslaus og hreinskilin enda skilur þú eftir mikið af skemmti- legum tilsvörum fyrir okkur. Ég og fjölskyldan mín áttum alltaf greiðan aðgang að þér, þú varst yndisleg amma og alltaf tilbúin með kaffi og brauð þegar við kíktum í heimsókn. Ég man svo vel þegar ég var hjá þér og afa í sveitinni, þar gát- um við Bára systir leikið okkur og eigum við ótal minningar frá þeim tíma . En að koma í sveitina var ekki bara leikur heldur voru þið afi stórtæk í gulróta- og kart- öflurækt. Þið voruð með stóra ræktunargarða og þar skriðum við á milli beða og reyttum arfa og aðstoðuðum ykkur afa. Þó ég, litla mömmustelpan, kynni ekki alltaf að meta dvölina í sveitinni minnist ég þess tíma með þakk- læti og hlýju í hjarta. Það var ómetanlegt að hafa þig í hverfinu þegar við systurn- ar vorum að alast upp. Við löbb- uðum ósjaldan til þín eftir skóla og þú tókst alltaf á móti okkur og varst tilbúin með mat. Við gátum alltaf gengið að þér vísri við eld- húsborðið, annað hvort að hlusta á útvarpið eða ráða krossgátur. Ekki má heldur gleyma þeim tíma sem við mæðgur fengum að búa hjá þér. Einhvern veginn þegar kom að okkur varstu alltaf boðin og búin að aðstoða okkur. Þú hefur reynst okkur ómetan- lega vel og fyrir það er ég þér ævinlega þakklát. Ég elska þig, amma mín. Þín Anna og fjölskylda. Amma Bára var besta amma í öllum heiminum og var mjög góð og skemmtileg. Hún átti sveit rétt hjá Stokkseyri, það var mjög gaman að koma þangað. Hún bjó rétt hjá okkur þannig að við gát- um heimsótt hana þegar við vild- um. Það var mjög gaman að heimsækja hana og koma í mat til hennar, sérstaklega þegar það var grjónagrautur, hún gerði besta grjónagraut í öllum heim- inum. Það var mjög gaman að vera með henni á jólunum, við vorum með henni mörg jól, það var mjög gaman. Við elskuðum hana mjög heitt. Þín Pétur og Linda. Elsku amma, ég sakna þín svo sárt, þú fórst svo snöggt og ég var ekki tilbúin. Ekki það, ég hefði örugglega aldrei orðið tilbúin fyrir líf án þín. Síðan ég man hefur þú verið svo stór hluti af lífi mínu, ég veit varla hvað ég á af mér að gera núna. Öll sumrin sem ég var hjá þér í sveitinni, ég fékk aldrei heimþrá því hjá þér var mitt ann- að heimili og ég grét þegar ég þurfti að fara. Ég get lokað aug- unum og séð okkur saman í garð- inum að reyta arfa, sinna hest- unum eða í eldhúsinu og þú hossandi mér á hnjánum þínum syngjandi barnavísu. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur fór ég í skóla í þínu hverfi, þótt við byggjum ekki þar. Við Anna löbbuðum heim til þín á hverjum degi eftir skóla, fengum góðgæti, hjálp með heimalærdóm og ömmuknús. Þú varst alltaf til staðar, sitjandi á sama stað við eldhúsborðið að bíða eftir okkur. Eftir að ég fermdist og fór að halda hesta í Víðidal þá stóð ekki á þér að skutla mér á hverjum degi í hesthúsið og sækja mig aftur. Þetta gerðir þú fyrir mig þar til ég fékk bílpróf sjálf. Eitt árið datt mér í hug að æfa dans í Hafnafirði tvisvar í viku, ekki stóð á þér að keyra mig og bíða eftir mér meðan æfingin varði. Þú varst mér alltaf svo góð og gerðir allt fyrir mig. Með árunum varstu orðin mín besta vinkona, við töluðum sam- an eða hittumst á hverjum degi. Ég gat leitað til þín með öll mín vandræði og þú hlustaðir alltaf, tilbúin með ráð. Það var oft svo gaman hjá okkur og ég er þakk- lát fyrir allar minningarnar um það sem við gerðum saman. Það var erfiður dagur þegar læknirinn sagði okkur hvers kyns var. Ég lagðist upp í rúm til þín og gróf andlitið í hárinu á þér og grét. Þú, elsku amma, hugg- aðir mig eins og alltaf, þú varst svo sterk og tókst þessu af svo mikilli ró og æðruleysi. En nú er komið að kveðju- stund og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þig sem ömmu í lífinu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allt sem þú kenndir mér. Þar til við sjáumst aftur. Þín elskandi dótturdóttir, Bára. Bára Sigrún Björnsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Ég sakna þín rosa mikið. Mig langar svo að vita hvað þú ert að gera uppi hjá guði. Veit að þú saknar mín líka. Mér þykir rosalega vænt um þig. Vonandi líður þér vel hjá guði. Þín Helga Birna. Fyrir ári kvöddum við Boggu ömmu. Hennar er og verður ætíð saknað en minningarnar eru margar og góðar. Í æskuminning- unum er amma með svuntu í eld- húsinu í Hamrahlíð að baka og alltaf var jafngaman að fá að hjálpa henni við að snúa kleinum og rúlla upp pönnukökum. Til ömmu var alltaf gott að koma, til að spjalla og spila, en oftast var spilaður kappkapall með tilheyr- andi fjöri. Hlé var síðan gert á spilamennskunni til að smakka á ýmiskonar góðgæti, en amma sá alltaf til þess að nóg væri til af Guðrún Björg Jónsdóttir ✝ Guðrún BjörgJónsdóttir fæddist á Vopna- firði 9. janúar 1933. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. des- ember 2010. Jarðarför Guð- rúnar Bjargar var gerð frá Vopna- fjarðarkirkju 5. janúar 2011. kökum og kræsing- um, harðfiskurinn var heldur aldrei langt undan. Við amma bröll- uðum margt skemmtilegt saman og minningar um leiki, grín, gistinæt- ur, sögur, jólaboð og ferðalög eru ótelj- andi. Ferðalag sem ég fór í með ömmu og afa á Vestfirðina þegar ég var níu ára er mér sérstaklega minn- isstætt. Amma var mjög loft- hrædd og helsta afþreying mín í bílnum var að reyna að fá hana til að horfa niður brattar fjallshlíð- arnar þar sem mér þóttu viðbrögð hennar með eindæmum skemmti- leg. Amma var alltaf til staðar og tilbúin að gefa af sér, hún vildi allt fyrir alla gera. Hún gaf sér tíma fyrir barnabörnin og seinna meir barnabarnabörnin, hafði unun af að fá þau í heimsókn og sýndi þeim einlægan áhuga. Hún hafði það fyrir venju að steikja pönnu- kökur fyrir afmæli yngstu barna- og barnabarnanna og þrátt fyrir veikindi var pönnukökudiskur frá Boggu ömmu á afmælisborði eins árs langömmudrengsins stuttu áður en hún kvaddi. Við eigum öll yndislegar minningar um Boggu ömmu og hennar verður minnst með gleði og þakklæti. Sólrún Dögg og fjölskylda. Elsku Bogga langamma. Þú varst mjög góð við mig. Við spiluðum saman, þú gafst mér oft kex, kökur og pönnukökur. Alltaf þegar ég fæ pönnukökur minnir það mig á þig af því að þú gerðir svo góðar pönnukökur. Við fórum stundum saman í boccia í Sunda- búð og það var mjög gaman. Það var svo gaman og gott að koma í heimsókn til þín. Ég man líka að ég kom oft við hjá eldhúsglugganum þínum til að heilsa upp á þig þegar ég átti leið um, þá gafstu mér líka oft súkku- laði eða pening til að kaupa nammi eða setja í baukinn. Þú varst svo blíð, góð og skemmtileg og ég sakna þín sárt. Ég vona að þér líði vel á himninum hjá Guði. Kær kveðja. Þinn langömmustrákur, Aron Logi. Elsku Bogga langamma. Þú varst besta amma í heimi. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín. Mér fannst mjög gaman að fara með þér í boltaleikinn (boccia) í Sunda- búð og ég fékk alltaf að kasta fyrir þig. Þú varst svo skemmtileg og góð, þú gafst okkur Smarties-ís og fleira sem okkur þótti gott. Þú bakaðir kökur handa okkur og gafst okkur þegar við komum í heimsókn, mér fannst brúna og hvíta kakan best. Ég sakna þín mjög mikið, ég veit að Guð passar þig og þú fylgist með okkur. Þín langömmustelpa, Íris Hrönn. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Barðavogur 21, 202-2850, Reykjvík, þingl. eig. Malgorzata Musiato- wicz, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 23. janúar 2012 kl. 11:00. Barmahlíð 9, 203-0014, Reykjavík, þingl. eig. Jónína Ragnh. Kristjáns- dóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 23. janúar 2012 kl. 11:30. Laugarásvegur 1, 201-9577, Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Jónmunds- dóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður bænda, Söfnunarsjóður líf- eyrisréttinda ogTollstjóri, mánudaginn 23. janúar 2012 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 18. janúar 2012. Það eru sannkölluð forréttindi að alast upp í friðsælli sveit, um- kringdur fjöllum í ytri hring og sveitabæjum í innri hring. Íbúar þessara sveitabæja áttu eitt sameiginlegt, samvinnu, allt gekk smurt fyrir sig og börn skip- uðu stóran sess og kynntust snemma íbúum þessa litla sam- félags við hin ýmsu verkefni sem til féllu. Pálína Þórólfsdóttir var ein þessara íbúa og við systkinin í skólanum fórum ófáar ferðirnar yfir að Finnbogastöðum með bréf í pósthúsið, að sækja garn eða selja merki til styrktar Rauða krossin- um og oftast kom Pálína til dyra og hafði hún einstaklega skemmtilegt fas og tyllti sér gjarnan í tröpp- urnar og spurði frétta. Einn var sá siður hjá skólabörn- um í Finnbogastaðaskóla að vakna eldsnemma að morgni bolludags og vekja húsráðendur á næstu bæjum upp með vænum vöndum og var mikil spenna að læðast inn í húsin og upp í herbergin og flengja hjónin Pálínu og Þorstein og ann- að heimilisfólk. Þessi smáu atriði sem fólust í samskiptum barna og fullorðna í þessu litla samfélagi sýna okkur nú að í raun var uppeldi barna ekki Pálína Þórólfsdóttir ✝ Pálína Þórólfs-dóttir frá Finn- bogastöðum í Ár- neshreppi á Ströndum fæddist 21. febrúar 1921. Hún lést 6. janúar 2012. Útför Pálínu fór fram frá Árnes- kirkju hinni eldri 13. janúar 2012. bara verk foreldr- anna, allir létu sér velferð þeirra sig varða og Pálínu verð- ur minnst fyrir ein- lægan stuðning við æsku þessa lands. Guðmundur, Guð- björg og fjölskyldur, Guð blessi minningu um einstaka konu. Guðbrandur Torfason. 14. janúar sl. var til moldar bor- in Pálína Jenný Þórólfsdóttir eða Palla eins og hún var alltaf kölluð. Fyrstu kynni mín af Pöllu voru sumarið 1976 þegar ég unglings- stúlka ákvað að ráða mig sem kaupakonu til þeirra hjóna Pöllu og Steina, Ég hafði aldrei séð þau hjón og aldrei komið svona langt norður á Strandir. Það var ekki hátt á mér risið þar sem stóð á flugvellinum á Gjögri og vissi ekk- ert hvað ég var að koma mér út í. En sá ótti hvarf fljótlega þegar Steini kom og sótti mig á sínum flotta hvíta og græna rússajeppa og þegar komið var heim að Finn- bogastöðum tók Palla á móti mér og umvafði mig ást og hlýju eins og við hefðum þekkst alla tíð. Þá vissi ég að þarna myndi mér líða vel. Palla mín var alveg sérstaklega lundgóð og gekk til allra verka með bros á vör og var alla tíð jafn góð við þá sem minna máttu sín og þá sem hærra voru settir. Á Finnbogastöðum var margt fólk þetta sumar, bæði heimilis- fólk, skyldmenni þeirra hjóna sem dvöldu þar mestallt sumarið sem og kaupafólk. Það tók mig þó nokkurn tíma að átta mig á því hver átti heima þarna og hver ekki. Símstöð var á bænum og því komu margir að bænum að ræða það sem öll sveitin mátti ekki heyra, því að sveitasíminn var þá og gátu allir hlustað og var það óspart gert þarna sem í öðrum sveitum. Öllu þessu fólki var auðvitað boðið í kaffi og með því ásamt öllu því fólki sem þar bar að garði og því má segja að það hafi alltaf ver- ið fullt hús af gestum. Palla og Steini voru höfðingjar heim að sækja. Steini var þeim eig- inleikum gæddur að segja skemmtilega frá og Palla þessi ljúfa og káta kona. Þetta sumar var alveg yndislegt í alla staði og einkenndist af glaðværð og góð- vild. Palla var alla tíð mjög kvikk í hreyfingum og snögg til allra verka og allt lék í höndunum á henni. Eftir að Steini dó flutti Palla á Akureyri, keypti sér litla og vina- lega íbúð og var þar á veturna en heima á Ströndum á sumrin. Síðastliðin ár hafði Palla dvalið á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Ég kveð þig, elsku Palla mín, með þessum fátæklegu orðum og bið algóðan guð að styðja og styrkja afkomendur þína . Hafðu þökk fyrir allt og allt Sorgin hún svíður og tærir söknuður er í hjarta. En ljósið í myrkrinu færir ástkæra minningu bjarta. (S.Ó.I.) Þín kaupakona, Katrín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.