Morgunblaðið - 19.01.2012, Page 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
MANSTU ÞEGAR ÉG STEIG Á
SKOTTIÐ Á ÞÉR?
ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ
ÞÚ MUNIR ÞANN DAG
ÞEGAR ÞAÐ RIGNIR ÞÁ VERKJAR
MIG ENNÞÁ Í FÓTINN
HANN
LANGAR AÐ VITA
HVORT ÞÚ EIGIR
EINHVERJAR
VALHNETUR SEM ÞÚ
ÞARFT AÐ LÁTA
BRJÓTA
PRÓFAÐU
ÞAÐ BARA
ÉG
GERI ÞAÐ
HVAÐ ÆTLAR HANN
AÐ PRÓFA
ÉG SAGÐI HONUM AÐ EF
HONUM FYNDIST LÍFIÐ ERFITT
ÞÁ HEFÐI HANN GOTT AF ÞVÍ
AÐ LEGGJAST NIÐUR
OG HLUSTA Á GRASIÐ
JÁ, HANN ER TÝPAN SEM
MYNDI HEYRA ÞAÐ TALA
SVONA
NÚ GRÍMUR,
SETTU
ÓLINA UM
HÁLSINN Á
ÞÉR
HEITI
POTTURINN ÞEIRRA
ER TILBÚINN
ÉG VEIT,
HANN SÉST ÚT
UM GLUGGANN
ÞAÐ FER Í TAUGARNAR Á MÉR.
HEITI POTTUR NÁGRANNANA ER
EKKI BEINT ÞAÐ SEM MIG LANGAR
AÐ SJÁ ÚT UM SVEFNHERBERGIS
GLUGGANN MINN
ÆTLI ÞAU
MUNI NOTA
SUNDFÖT?
SVONA
DRAGÐU
FYRIR
ÁSTIN MÍN
ÉG VEIT EKKI HVAÐ
HÚN ER AÐ GERA HÉR
EN ÞETTA
GÆTI HJÁLPAÐ
MÉR AÐ GLEYMA
NEI, ÉG ÆTLA EKKI AÐ
DETTA Í ÞÁ GRYFJU AFTUR
ÞETTA VAR
GOTT HJÁ ÞÉR
VIÐ
ÞURFUM AÐ
TALA
SAMAN
KÓNGU-
LÓAR-
MAÐURINN
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9. Gönguhópur
kl. 10.30. Myndlist/prjónakaffi kl. 13. Bók-
menntakl. kl. 13.15. Jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Botsía
kl. 9.30. Helgistund kl. 10.30. handavinna kl.
12.30. Myndlist kl. 13.30.
Boðinn | Tréútskurður kl. 9.05. Vatns-
leikfimi kl. 9.30. Handavinna/brids kl. 13.
Bingó (byrjar 12.1) kl. 13.30 og annan hvern
fimmtudag en félagsvist hinn (byrjar 19.1).
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband,
tölvunámskeið, hlátur og gleði kl. 15, skart-
gripagerð og handav. allan daginn.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Leik-
fimi kl. 9.05, botsía kl. 13.30.
Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Bænastund
kl. 12.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist
í Boðanum fim. 19. jan. kl. 13.30, félagsvist í
Gjábakka fös. 20. jan. kl. 20. Gleðigjafarnir
syngja í Gullsmára 20. jan. kl. 14. Sturla,
Guðni, Siggi og Gulli spila. Þorrablót FEBK
og félagsstarfsins í Gjábakka laug. 21. jan.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl.
13. Bókmenntaklúbbur kl. 14.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn-
aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silf-
ursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl.
13.30, myndlistarhópur kl. 16.10. Enn eru
nokkrir miðar lausir á þorrablótið á laug-
ardag.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10. Handavinna og
brids kl. 13. Jóga kl. 18.
Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 | Leik-
fimi kl. 9. Dagblöð og kaffi kl. 10.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi
gong kl. 8.10, vatnsleikfimi kl. 12, handa-
vinnuhorn og karlaleikfimi kl. 13, botsía kl.
14, vöfflukaffi frá kl. 14, tónlist kl. 15, kóræf-
ing kl. 16.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Gler kl. 9.
Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Bingó salnum
Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safn-
aðarheimili kl. 14. Billjard í Selinu fellur niður
til mánaðamóta v. endurnýjunar á húsnæði.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl.
10.30. Félag heyrnarlausra kl. 11. Frá hád.
búta/perlusaumur. Alla þri. og fös. kl. 10.30
stafganga og létt ganga um nágrennið.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Leikfimi
kl.09:15. Botsía kl. 10.30, Forskorið gler kl.
13, félagsvist kl. 13.30, tímapant. hár-
greiðslust. s. 894-6856.
Hraunsel | Qi gong kl. 10, dýnuæfingar
Bjarkarhúsi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, pílu-
kast og félagsvist kl. 13.30, vatnsleikfimi kl.
14.40, fim. kl. 14, tréútskurður hefst í gamla
Lækjarskóla 26. jan. kl. 14, kennari Jón
Adólf Steinólfsson, s. 555-0142.
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hann-
yrðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30, kaffisala í
hléi. Böðun fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hár-
snyrting. Svæðanudd uppl. í síma 894-
4054.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50,
morgunandakt kl. 9.30, leikfimi kl. 10, spjall-
hópur Þegar amma var ung kl. 10.50, söng-
hópur kl. 13.30, línudans Ingu kl. 15. Kynn-
ing á Gardavatnsferð kl. 13.30 á föstudag.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 17. Línu-
dans hópur III kl. 18, hópur IV (byrjendur) kl.
19 í Kópavogsskóla.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi kl.
09:30. Listasmiðja á Korpúlfsstöðum kl.
13:30.
Laugarneskirkja | Einar Clausen söngvari
syngur kl. 14. Sigurbjörn Þorkelsson leiðir
stundina og hefur stutta hugvekju. Kaffi og
kökur.
Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Botsía kl.
10. Leirlist kl. 9/13.
Vesturgata 7 | Setustofa kl. 9. Handavinna
kl. 9:15. Tiffany’s kl. 9:15. Leikfimi kl. 10:30.
Kertaskreytingar/kóræfing kl. 13. Kaffiveit-
ingar kl. 14:30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band og postulín kl. 9, morgunstund kl.
9.30, botsía kl. 10, handavinna kl. 9, spilað/
stóladans 13, kvikmyndasýningar annan
hvern fimmtudag kl. 13.45.
Hjálmar Freysteinsson læknirfrétti að Guðbjartur Hannesson
velferðarráðherra hefði verið skor-
inn upp við botnlangabólgu. Hann
stóðst ekki mátið:
Til að gá hvernig Guðbjarti
geðjist hinn nýi siður
væri við botnlangabólgunni
betra að skera hann niður.
Sjálfur er Hjálmar sestur í helgan
stein, en þó fullfrískur og í fanta-
formi – eða næstum því:
Enn er ég fær í flestan sjó
og fábreytt sjúkraskráin.
Eitthvað er farin að eldast þó
önnur stóratáin.
Hallmundur Kristinsson sendi hon-
um kveðju á Leirnum, póstlista hag-
yrðinga, af þessu tilefni:
Undir hrörnun þú ekki munt hallur
þótt Ellin af tánni fái sér bita,
en þegar þú ferð að eldast allur
ættirðu strax að láta okkur vita!
Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum
segist ólatur að fara á hestbak en lat-
ur til göngu og yrkir til Hjálmars:
Á skíðum Hjálmar skemmtir sér
skyldu tel að minna á.
Engu þarna aftur fer
þó ellihrum sé stóratá.
Og hann bætir við:
Stóru tærnar eru að eldast
ævigangan feikna stíf.
Inn á leirinn má þó meldast
milli tánna er ennþá líf.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af stórutá og botnlanga
Tillögur Jóns
Bjarnasonar fyrr-
verandi sjávar-
útvegsráðherra
Nú bregður svo við að
fyrrverandi sjávar-
útvegsráðherra lét af
ráðherraembætti
vegna hreinnar óvildar
sökum afstöðu hans til
ESB-aðildar. Einnig
var það líka vegna þess
hversu víðtækt samráð
og góða samvinnu
hann vildi hafa um
sjávarútvegsmálin. Að
því er virðist fljótt á lit-
ið vildi hann að erlend-
ir aðilar gætu í versta falli átt 33% við
þær aðstæður að um algjöra sjóð-
þurrð væri að ræða til þess að halda
mætti rekstri (útgerð) áfram. Mér
finnst persónulega að 25% eða 1⁄4 væri
í raun yfirdrifið nóg og þá hvort ekki
mætti leita frekar til ríkis, lífeyr-
issjóða eða á almennan markað. t.d. í
kauphöll líkt og Steingrímur J. legg-
ur til við einkavæðingu Landsbank-
ans. Það bendir allt til þess að rík-
isstjórn VG og Samfylkingar sé á
sömu vegferð og fyrri
ríkisstjórnir hvað varð-
ar einkavæðingu bank-
anna, þótt kjósendur
hafi að öllum líkindum
vænst annars. Það
hafa bæst við sex ný
framboð fyrir næstu
kosningar. En það er
líklega ekki furða eftir
það sem er á undan
gengið. Þá er bara að
sjá hvað þessir nýju
flokkar eru að boða.
Hvort þeir eru með
grímu og séu í raun
hallir undir einkavæð-
ingu bankanna líkt og
fyrrverandi stjórn-
málamenn eða hvort þessir nýju
flokkar eru fulltrúar þjóðarinnar allr-
ar og sætti sig við EES? Sem sé hvort
þessi nýju framboð eða flokkar virði
alþjóðalög sem banna hægri öfgar
hvað varðar bankana, einkavæðingu
þeirra og svo hvað varðar einnig aðra
þætti í þjóðlífinu.
Kristján Snæfells Kjartansson.
Velvakandi
Ást er…
… þegar þú ert litli
engillinn hans og hann
er litli púkinn þinn.