Morgunblaðið - 02.02.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Fiskgengd hefur verið stigvaxandi undanfarin
ár, en ég held að þetta sé að verða það allra besta
sem ég man eftir,“ segir Pétur Pétursson, skip-
stjóri og útgerðarmaður á Bárði SH 81.
Í fyrradag komu Pétur og áhöfn hans að
landi með tæplega 24 tonn eftir að hafa dregið að-
eins 3½ trossu. Um metróður er að ræða, en í
fyrravetur fengu þeir á Bárði einu sinni 26 tonn á
einum sólarhring en lönduðu þá tvívegis. Bárður
er skráður 28.6 brúttótonn og 14.94 metrar að
lengd.
„Síðustu 2-3 ár hefur verið mikið og vaxandi
fiskirí hérna á Breiðafirðinum og ég held að þessi
vetur ætli að toppa það,“ segir Pétur. „Ég er bú-
inn að gera þennan bát út síðan 2001 og man ekki
eftir öðru eins og hefur það þó oft verið gott. Þú
mátt skila því til Steingríms að full ástæða er til
að auka þorskkvótann strax um 20-30 þúsund
tonn. Þorskstofninn myndi hiklaust þola það og
slík aukning myndi létta ástandið í sjávarpláss-
unum og í þjóðarbúskapnum í heild.“
Lönduðu tólf tonnum úr einni trossu
Þegar rætt var við Pétur í hádeginu í gær
voru þeir að ljúka við að draga trossu sem þeir
lögðu á þriðjudag. Tólf tonn af góðum fiski voru
komin í lestarnar, 99% þorskur og einn og einn
stórufsi. Stefnan hafði verið tekin í land til að
landa þessum afla, en síðan ætluðu þeir út aftur
til að draga tvær trossur. „Það eru ekki nema um
100 tonn eftir af kvótanum þannig að á fimmtu-
dag ætlum við bara að draga eina trossu og sjá
svo til hvað við gerum.“
Aflann fékk Bárður um 50 mínútur út af
Ólafsvík, skammt frá Búlandshöfða. Aðspurður
um afla annarra sagðist Pétur halda að allir væru
að fiska vel. „Mér sýndust menn vera lengi að
draga þannig að ég held að allir hafi verið að
fiska. Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá
mér að það hefur ekki verið tími fyrir talstöðv-
arspjall.“
Galli hversu hratt gengur á kvótann
„Eini gallinn við svona mikið fiskirí er
hversu hratt gengur á kvótann,“ segir Björn Arn-
aldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, um aflabrögð-
in frá áramótum, sem hann segir hafa verið ein-
staklega góð þrátt fyrir rysjótta tíð.
„Þetta hefur í för með sér að minna berst á
land á öðrum tímum ársins, nema einhver ætli að
auka kvótann. Ég er reyndar passlega trúaður á
það, en kannski er ástæða til. Það hefur veiðst vel
í öll veiðarfæri og óhætt að segja að árið byrji vel
þrátt fyrir ótíð,“ segir Björn.
Hann segir að bátarnir landi ýmist hjá fisk-
mörkuðum eða séu í föstum viðskiptum. Verð á
kíló af óslægðum þorski hefur frá áramótum yf-
irleitt verið um 320-340 krónur á mörkuðunum.
Hvert tonn gæti því lagt sig á um 320 þúsund
krónur og róðurinn stóri hjá Bárði í fyrradag á
7,7 milljónir króna.
Fiskast vel í öll veiðarfæri
Þriðjudagurinn var besti dagur janúarmán-
aðar og það var ekki aðeins Bárður sem kom með
mikinn afla að landi. Tveir stórir línubátar með
beitningavél lönduðu á Rifi eftir þriggja daga úti-
veru, Rifsnesið var með 58 tonn og Örvar með 41
tonn. Magnús, sem er á þorskanetum, landaði þar
30 tonnum úr sex trossum og Ólafur Bjarnason
landaði 19,5 tonnum í Ólafsvík úr fjórum trossum.
Af dragnótabátum má nefna að Steinunn var með
14 tonn, Guðmundur Jensson 15, Gunnar Bjarna-
son 10, Stormur 11 og Sandvík 6 tonn.
„Það fiskast vel í öll veiðarfæri og menn eru
jöfnum höndum á línu, netum og dragnót. Það
verður stöðugt algengara að menn leggi hluta af
netunum og dragi samdægurs þannig að gæðin
eru framúrskarandi. Í dag virðist framhald vera á
góðum aflabrögðum miðað við það sem ég heyri
frá köllunum. Netin bunkuð og nú er loksins
renniblíða,“ sagði Björn Arnaldsson um miðjan
dag í gær.
Metróður og góð byrjun á
vertíðinni á Snæfellsnesi
Bárður með 24 tonn úr 3½ trossu í fyrradag Vaxandi fiskgengd síðustu ár
Ljósmynd/Björn Erlendsson
Góður dagur Bárður SH var hlaðinn þegar komið var í höfn í Ólafsvík á þriðjudag með 24 tonn, lest-
ar fullar og stór vertíðarfiskur á dekki. Verðmæti úr róðrinum gæti hafa verið hátt í átta milljónir.
Mun meiri afli barst á land í þremur höfnum
Snæfellsbæjar í janúarmánuði en í sama
mánuði í fyrra og nemur aukningin rúmum
950 tonnum; 3712 tonn í janúar í ár á móti
2761 tonni í janúar í fyrra.
Í nýliðnum mánuði var landað 1394 tonn-
um í Ólafsvík og nam aukningin 444 tonn-
um. Í Rifi var landað 2080 tonnum í janúar í
ár og nam aukningin 506 tonnum.
Samdráttur var í lönduðum afla á Arnar-
stapa sem nam 142 tonnum, en fáir leggja
þar fast upp yfir vetrartímann, frekar að
menn landi þar leggist veðrið í langvinna
norðanátt.
Mikil aflaaukning
í Rifi og Ólafsvík
GÓÐ VERTÍÐARBYRJUN Í SNÆFELLSBÆ
Nú um mánaðamótin þurfa heimilin
í landinu að greiða kortareikninga
sem stofnað var til fyrir jólin. Mikið
var verslað í jólamánuðinum því
samkvæmt yfirliti frá Seðlabankan-
um voru útgjöld heimilanna um 9
milljörðum meiri í desember en í
nóvember.
Í desember námu heildarúttektir
á debet- og kreditkortareikningum
landsmanna um 68,5 milljörðum
króna, en í nóvember námu úttekt-
irnar 59,6 milljörðum. Samkvæmt
tölunum var jólareikningurinn í ár
um tveimur milljörðum hærri en
reikningurinn fyrir jólin 2010, en
það er um 3% aukning. Aukningin
er meiri í úttektum erlendis en inn-
anlands.
Þeir sem eiga í erfiðleikum með
að greiða jólareikningana hafa að-
allega tvær leiðir til að komast í
gegnum vandann. Annars vegar að
skipta reikningnum og hins vegar
að draga úr útgjöldum eftir jólin.
Ekki fengust upplýsingar um
hversu mikið er um að fólk skipti
jólareikningnum í fleiri en eina
greiðslu. Tölur Seðlabankans sýna
hins vegar að heimilin draga veru-
lega úr útgjöldum eftir jólin. Í des-
ember árið 2010 nam heildarúttekt
á debetreikningum 40,3 milljörðum
króna, en í janúarmánuði lækkuðu
útgjöldin niður í 25,7 milljarða. Hins
vegar jukust úttektir á kreditkort-
areikningum um tvo milljarða á
milli þessara mánaða.
Jólareikningurinn
var 9 milljarðar
68,5 milljarðar á kortin í desember
„Það er hringt í mig á föstudags-
kvöldi frá Valitor og ég spurður
hvort ég sé staddur í Bandaríkj-
unum, sem ég var ekki. Þá kemur í
ljós að það er ein-
hver að versla út
á kreditkortið
mitt úti í Banda-
ríkjunum og þeir
stoppa það,“ seg-
ir Stefán S. Stef-
ánsson tónlist-
armaður.
Alls var hátt í
hálf milljón króna
tekin út af kort-
inu en þegar Stef-
án kom á skrifstofu kortafyrirtæk-
isins á mánudag kom í ljós að byrjað
var að versla út á annað kort sem
hann átti og voru færslurnar komn-
ar upp í nokkur hundruð þúsund.
„Þá kemur í ljós að einhver hafði
verið með afrit af kortinu þannig að
segulröndin hafði verið afrituð líka.
Það eru víst einhver apparöt sem
menn nota sem afrita kortin alger-
lega, segulröndina og númerin. Svo
skilst mér að þetta gangi kaupum og
sölum á netinu,“ segir hann.
Stefán hafði verið í námsferð til
Boston með Tónlistarskóla Árbæjar,
þar sem hann er skólastjóri, í sept-
ember og hefur kortið líklega verið
afritað þá. Hann getur hins vegar
ekki ímyndað sér hvar það gæti hafa
verið þar sem hann hafi aðeins notað
kortin á fjölförnum stöðum.
„Þetta þýðir að núna hefur öllum
kortunum mínum verið lokað og það
eru alls konar óþægindi sem fylgja
þessu,“ segir Stefán.
Korthafinn fær endurgreitt
Bergsveinn Sampsted, fram-
kvæmdastjóri kortalausna Valitors,
segir að kortasvik af þessu tagi séu
ekki algeng en þau þekkist þó.
„Það sem gerist er að viðkomandi
er að greiða og einhver búnaður hef-
ur verið settur við afgreiðslutækið
og þær upplýsingar sem eru á seg-
ulröndinni eru afritaðar,“ segir hann
en einnig séu dæmi um að slíkur
búnaður sé settur á hraðbanka. Síð-
an er búið til kort með upplýsing-
unum og það sett í notkun.
„Þegar korthafinn mótmælir
þessum færslum þá fer verndarkerfi
í gang sem verndar hann fyrir svona
skakkaföllum. Málið fer þá í rann-
sókn og korthafinn fær endurgreitt
á meðan. Sé um sviksamlegar
færslur að ræða er korthafinn laus
allra mála og ber ekki skaða af,“ seg-
ir Bergsveinn. kjartan@mbl.is
Svik með
afrituðum
kortum
Korthafar bera ekki
skaða af kortasvindli
Stefán S.
Stefánsson
Meirapróf
Næsta námskeið byrjar 8. febrúar 2012
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737