Morgunblaðið - 02.02.2012, Side 24

Morgunblaðið - 02.02.2012, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 ✝ Rannveig Matt-híasdóttir fæddist í Fremri Arnardal 24. febr- úar 1941. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 24. janúar 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hall- dóra Friðgerður Katarínusdóttir, fædd í Fremri- húsum í Arnardal 16. nóvember 1906, og Matthías Berg Guð- mundsson, fæddur í Súðavík 6. nóvember 1900. Rannveig var yngst sex systkina sem upp komust, hin eru Guðríður Jó- hanna, f. 12.2. 1928, d. 13.8. 2006, gift Jóhannesi Guðna Jónssyni, þau eiga þrjú börn, Sigríður Guðný, f. 21.6. 1929, hún á einn son, Guðmundur, f. 15.6. 1932, kvæntur Fríðu Ólafs- dóttur, þau eiga fimm börn, Halldór, f. 22.9. 1933, Matthías, f. 8.12. 1935, kvæntur Jónínu Jensdóttur, þau eiga fimm börn. Rannveig á einn son, Jóhann- es Berg, f. 12.8. 1962, með Man- fred Kjær. Jóhannes á dóttur, Rannveigu Hlín, f. 1.9. 1998, með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Steinunni Snorradóttur. Rannveig ólst upp í Arnardal og gekk í barna- og unglingaskóla á Ísafirði. Að námi loknu á Ísafirði fór hún í lýðháskóla í Svíþjóð og eftir eitt ár þar fór hún til Danmerkur þar sem hún fór í Hús- stjórnarskóla. Ófrísk að Jóhann- esi sneri hún aftur til Ísafjarðar þar sem hún vann ýmis störf, m.a. á skrifstofu Hraðfrysti- hússins Norðurtanga. Hún lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðra- skóla Íslands 1970 og varð hér- aðsljósmóðir á Patreksfirði þar sem hún var í tvö ár. Árið 1972 hóf hún nám í Nýja Hjúkr- unarskólanum og útskrifaðist þaðan sem hjúkrunarfræðingur árið 1974. Hún starfaði lengst af starfsferils síns sem ljósmóðir á Landspítalanum, þar sem hún tók m.a. virkan þátt í uppsetn- ingu og starfsemi Hreiðursins. Útför Rannveigar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 2. febrúar 2012, og hefst athöfn- in klukkan 13. Rannveig Matthíasdóttir var meira en bara amma mín, hún var líka góð vinkona mín. Ég og amma mín áttum margar góðar og skemmtilegar stundir, við ferðuðumst mikið, þó oftar utan- lands heldur en innanlands. Í okkar skemmtilegu ferðum var oftast farið að skoða kirkjur, en það var hefð hjá ömmu minni að fara ekki til útlanda nema skoða kirkjur, þó sumar kirkjuheim- sóknirnar væru eyðsla á orku og tíma að hennar sögn. Amma mín undraðist oft af hverju barna- barnið (ég) vildi bara fara til út- landa þar sem væru H&M búðir, hún sagði „maður þarf ekki alltaf að fara til útlanda og versla“ og þrætti ég auðvitað fyrir það. Þar sem ég er eina ömmubarn Rann- veigar hélt hún miklu sambandi við mig og var því annan hvern sunnudagsmatur hjá ömmu Ranný eins og ég kallaði hana. Mér þótti gaman að tala við ömmu mína og ef mig vantaði svör við einhverju spurði ég oft- ast hana og fékk ég alltaf svör. Amma mín hefur alltaf stutt mig í lífinu sama kvað ég var að gera, í menntun eða dansi enda mætti amma mín á flestar ef ekki allar danssýningarnar mínar. Amma mín var mér bæði góð vin- kona og amma. Amma mín hefur alltaf verið stolt af mér frá því hún tók á móti mér og hélt á mér undir skírn. Hún hefur séð mig vaxa og þroskast enda hef ég aldrei efast um stoltið hennar á mér. Þar sem ég og amma mín erum nöfnur fylgir alltaf eitthvað nafninu. Hjá okkur er það að sofa fram að hádegi, lesa, þykja gam- an að fara á kaffihús og margt fleira. Skrýtið verður að geta ekki talað við hana, leitað til hennar eða fá ráðleggingar og verður hennar sárt saknað. Minningin um þessa skemmti- legu ömmu gleymist aldrei. Nafna og ömmubarn, Rannveig Hlín Jóhannesdóttir. Vinátta, virðing og ráðgjafi eru fyrstu orðin sem koma í hug- ann þegar maður hugsar til Rannveigar Matthíasdóttur eða Rannýjar eins og hún var alltaf kölluð. Ég kynntist Rannýju fyrst árið 1993 þegar ég kom heim til hennar eftir bíóferð með „drengnum“ eins og hún kallaði Jóa son sinn oft. Strax frá fyrsta degi tók hún mér með opnum örmum og á milli okkar tókst mikil vinátta. Alltaf var hægt að leita í reynslubankann hjá henni ef eitthvað þurfti að spyrja um eða ráðfæra sig með. Hún var hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í mörg ár og þótti henni starfið skemmtilegt og gefandi. Oft kom fólk til hennar og gaf sig á tal við hana á förnum vegi, nær alltaf var það tengt starfinu og yfirleitt hafði hún tekið á móti einhverj- um úr fjölskyldunni. Þótti henni vænt um þau samtöl og fannst Rannýju eins og hún ætti svolítið í þessum börnum sem oft voru þó orðin fullorðið fólk. Það var stolt kona sem tók á móti lítilli stúlku á haustdögum 1998 þegar Ranný tók á móti barnabarni sínu og nöfnu. Lengi vel hékk mynd af Rannýju með nöfnu sína ný- fædda á fæðingardeildinni þar sem hún vann og ég held hún hafi alltaf verið stoltari og stoltari eft- ir því sem hún sá myndina oftar. Hún fylgdist vel með sonardótt- urinni allt frá því hún var í móð- urkviði og fram til síðasta dags. Þær nöfnur voru miklar vinkonur og gerðu marga skemmtilega hluti saman sem gott er að eiga minningar um og ylja sér við. Eitt af því sem Rannýju þótti skemmtilegt var að fara menn- ingarferð niður í bæ. Þá gengum við Skólavörðustíginn, skoðuðum í listagalleríin, fórum í Pipar og Salt og alltaf var endað á kaffi- húsi. Þetta gerðum við reglulega þó ferðunum hafi vissulega fækk- að eftir að við Rannveig fluttum úr Kópavoginum. Áhuga á mat- reiðslu áttum við sameiginlegan og þá var oft gott að geta leitað í uppskriftir hjá Rannýju enda húsmæðraskólagengin frá Dan- mörku. Margar utanlandsferðir fórum við saman, fyrst ég, Jói og Ranný en svo bættist Rannveig Hlín við. Ógleymanleg er ein ferðin okkar til Danmerkur þegar við heim- sóttum húsmæðraskólann henn- ar í Sönneborg. Þegar ég eign- aðist litlu krílin mín tvö var gott að geta hringt í Rannýju með spurningar um meðgönguna eða börnin eftir að þau voru fædd. Alltaf voru til svör og ráðlegg- ingar. Stundum hringdi hún líka til að spyrja hvernig gengi með Rannveigu Hlín eða litlu systkini hennar og oftar en ekki bara til að spjalla. Þeirra samtala verður sárt saknað. Þegar Rannveig Hlín sýndi dans kom Ranný alltaf með Jóa til að horfa á augastein- inn sinn og oftar en ekki var kíkt í kaffi til okkar Sævars á eftir. Ég er glöð að hafa verið partur af lífi Rannýjar og mun hún alltaf verða partur af mínu lífi en nú er hún verndarengillinn hennar Rannveigar minnar. Minning um góða konu með stórt hjarta mun lifa með okkur öllum. Blessuð sé minning Rannveigar Matthías- dóttur. Þín vinkona, Steinunn Snorradóttir (Denna). Í dag verður til moldar borin móðursystir mín, Rannveig Matt- híasdóttir eða Ranný, eins og hún var alltaf kölluð. Nöfn systranna úr Arnardal, þ.e. mömmu, Siggu og Rannýjar voru oft nefnd í sömu andrá, enda voru þær mjög samrýmdar og reyndar fjölskyldan öll. Frá því að ég man eftir mér hef ég þekkt Ranný. Fyrst man ég eftir henni á Ísafirði þegar hún og Sigga systir hennar leigðu saman íbúð í Kaupfélaginu en Sigga vann þar á skrifstofunni og Ranný reyndar líka um tíma. Oft kom maður við í Kaup- félaginu hjá þeim systrum og þar var oft glatt á hjalla, eldhúsið þar var stundum eins og félagsheimili þegar samstarfsfólk Siggu á kaupfélagsskrifstofunni kom þar í kaffi. Eitt var það við þær systur sem vakti sérstaka athygli mína en það var hvað þær gátu sofið lengi á morgnana. Þeim fannst gott að vaka fram á nótt og ég held að oft hafi verið farið frekar seint að sofa. Jói Berg, sonur Rannýjar, ólst upp heima hjá okkur til átta ára aldurs og eftir það var hann hjá okkur á veturna, meðan hann var í gagnfræðaskóla. Eftir að Ranný lauk námi sem ljósmóðir og flutti til Patreks- fjarðar eru mér minnisstæðar skemmtilegar heimsóknir til hennar og Jóa, sem þá bjó hjá henni. Eftir að Ranný flutti suður og settist að í Holtagerðinu í Kópa- vogi kom maður oft þangað og fékk að gista. Fyrir þann tíma var yfirleitt gist heima hjá Matta bróður hennar og Jónínu, konu hans þannig að maður var góðu vanur. Við Silla fluttum fyrst suður haustið 1974, þegar ég fór í Há- skóla Íslands. Við vorum svo heppin að fá leigða litla íbúð að- eins tveimur húsum frá íbúð Ran- nýjar. Okkur er það ógleyman- legt hvað okkur landsbyggðarfólkinu leiddist óskaplega hér fyrir sunnan. Ef ekki hefði verið fyrir Ranný og Dísu, sem bjó hjá henni, og einnig auðvitað fyrir Matta og Jónínu, þá held ég að við hefðum aldrei haft af veturinn hér fyrir sunnan. Ranný var líka stoð og stytta fjölskyldunnar þegar kom að meðgöngu og barneignum, bæði hjá okkur Sillu og líka hjá okkar börnum, á meðan hún var enn í starfi. Maður var alltaf öruggari þegar hún var nálæg og treysti henni fullkomlega og oft var leit- að ráða hjá henni. Ég minnist Rannýjar sem skemmtilegrar og hlýrrar mann- eskju sem gaman var að umgang- ast og gott að leita til þegar mað- ur þurfti ráðleggingar. Andlát Rannýjar var ótíma- bært og kom okkur öllum í opna skjöldu og að henni er mikil eft- irsjá. Það eitt er víst að hennar verður sárt saknað. Að lokum vil ég, fyrir hönd minnar fjölskyldu, votta Jóa Berg og Rannveigu Hlín okkar dýpstu samúð. Jón og Silla. Kveðja frá Ljósmæðrum í Hreiðri Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Minning þín mun lifa, elsku Rannveig. F.h. vinnufélaga í Hreiðrinu, Rósa Bragadóttir. Hugur okkar MFS ljósmæðra var allur hjá Rannveigu og litlu fjölskyldu hennar er við fréttum að hún hefði fengið heilablóðfall og væri á gjörgæsludeild Land- spítalans. Og mikið var hringt á milli til að spyrja fregna af henni, ávallt í þeirri von að nú væri hún öll að koma til. En æðri máttur hafði annað í huga og kvaddi Rannveig þetta jarðlíf um svipað leyti og Vestfirðingar fagna sól- arkomu. Rannveig var Vestfirð- ingur í húð og hár og stolt af. Hún talaði alltaf fallega um æskuslóðir sínar og í mörg ár fór hún vestur í sauðburð til bróður síns og kom þreytt en endurnærð til baka. Rannveig var ein af þessum einstaklingum sem fara hægt, sagði ekki mikið en þegar hún tjáði sig var eftir því tekið enda var hún rökföst og klár kona. Þegar hún lýsti skoðunum sínum voru orð hennar vel ígrunduð og fordómalaus og henni tókst með sínum alþekktu rólegheitum að vekja hjá manni aðra hugsun og nýja skoðun á málum eiginlega án þess að mað- ur tæki eftir því. Rannveig var líka lúmskt fyndin, það runnu frá henni ógleymanlegar setningar sem aldrei gleymast og hjá okkur MFS ljósmæðrunum heitir það t.d. að „smúkkisera“ sig þegar við tökum okkur til fyrir gleði- stundir en það var hrein „Rann- veigska“. Rannveig var ljósmóðir til margra ára og vann lengst af á fæðingardeildinni og til skamms tíma sem yfirljósmóðir, ávallt farsæl í starfi. Við MFS ljósmæð- ur voru svo heppnar að fá hana til liðs við okkur því við vissum bæði af reynslu og umtali að hún myndi passa vel í hópinn og það gekk eftir. Við sjáum hana ljóslif- andi fyrir okkur á vaktinni á fæð- ingargangi með fæturna upp á borði, lýsandi því yfir að nú væri hún að hella úr þeim. Hún var greinilega B-týpa því að hún átti það til að vera þögulli og hlé- drægari á morgnana en lifnaði við síðdegis og þá komu gullkorn- in. Mest og best talaði hún þó um einkason sinn Jóa og sonardótt- urina, nöfnu sína Rannveigu, og var alltaf glampi í augunum þeg- ar hún var spurð um þeirra hagi. Missir þeirra er mikill. Að leiðarlokum þökkum við MFS ljósmæður samferðina og vottum fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Fyrir hönd MFS ljósmæðra, Margrét I. Hallgrímsson. Í Spámanninum stendur: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskor- in.“ Þessi orð eiga vel við er við kveðjum Rannveigu Matthías- dóttur, kæra skólasystur og vin- konu. Hún hafði átt við veikindi að stríða að undanförnu, vonir bundnar bata brugðust og nú svífur hún Guðs um geim. Kynni okkar hófust á haustdögum 1968 í húsakynnum Ljósmæðraskóla Íslands þar sem tíu blómarósir hittust og hófu nám. Eins ólíkar og við vorum margar tókst með okkur einlæg vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Við bjugg- um á heimavist tvær og tvær í herbergi, kynnin þar af leiðandi náin. Eyddum tveimur árum saman við nám, starf og leik, allar að undirbúa sig fyrir framtíðina, leita þroska og finna stað í tilver- unni. Alvöru lífsins og gleði var deilt. Heimavistarlífið ljúft og ýmislegt brallað sem geymt er í minningunni. Áhyggjulausar í erli dagsins, glaðværar og gam- ansamar. Nám og vinna fór sam- an, helgar- og næturvinna meiri en mundi líðast í dag, mikið að læra og tíminn leið. Rannveig kom frá Ísafirði, var ættuð frá Arnardal úr „faðmi blárra fjalla þar sem aldan freyðir köld“. Hún átti lítinn dreng, sem var hjá systur hennar og mági á Ísafirði meðan hún stundaði nám í Reykjavík. Hún var full tilhlökk- unar og hljóp um ganga þegar fyrirhuguð var ferð á Ísafjörð, að sama skapi gekk hún hægar um og saknaði þegar til baka var komið. Við höfðum lítinn skilning á líðan hennar og aðstæðum. Eft- ir nám í Ljósmæðraskólanum fór Rannveig til Patreksfjarðar, bjó sér og Jóa sínum gott heimili, vann á sjúkrahúsinu og dvaldi þar í tvö ár. Síðan fluttu þau í Kópavoginn og Rannveig hóf nám í Nýja Hjúkrunarskólanum. Vann síðan við hjúkrun og ljós- móðurstörf hér heima og erlend- is. Rannveig var farsæl í starfi, traust og sterk. Hún var mjög vel að sér faglega og fræðilega, las mikið og fylgdist vel með nýjung- um og framþróun í faginu. Ræddi fagleg málefni af þekkingu, reynslu og rökvísi. Hún var góð- ur námsmaður, en ekki síður góð- ur kennari. Hógvær leiðbeindi hún nemendum sínum, laus við að trana sér fram eða mikla sig af verkum sínum. Hún var eins og vestfirsku fjöllin sterk og jarð- bundin. Hún var góður hlustandi og hafði alltaf eitthvað gott til mála að leggja, laus við öfund og last. Rannveig var bóka- og ljóða- unnandi. Í huganum verða ferð- irnar okkar til London, Barce- lona og Sauðárkróks dýrmætar minningar um mikilvægi vinátt- unnar. Fullvissar þess að við hitt- umst aftur kveðjum við Rann- veigu með djúpri virðingu og þökk. Samúðarkveðjur sendar til sólargeislanna Jóa og Rannveig- ar Hlínar. Einnig samúðarkveðj- ur til systkina Rannveigar og fjölskyldna þeirra. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Farðu í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Skólasysturnar, Anna, Björg, Birgitta, Bóthildur, Elín, Halla, Hildur, Margrét og Ragnheiður. Rannveig Matthíasdóttir Gæfa og gjörvuleiki fara ekki endilega alltaf hönd í hönd. Það er nokkuð sem hann Ingó okkar mátti sanna, nú þegar hann kveður okkur miklu fyrr en nokkurt okkar óraði fyrir. Í öndverðu var allt eins og það átti að vera. Ingó og Valla mynduðu par sem tekið var eftir sakir glæsileiks. Svo komu börn- in og myndin varð ennþá fegurri og Ingó var sem blómi í eggi. Gæfan virtist brosa við þessum gjörvulega manni. Ingimundur Eyjólfsson ✝ IngimundurEyjólfsson fæddist í Reykja- vík 28. júní 1951. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 22. janúar 2012. Útför Ingimund- ar var gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. janúar 2012. En svo tóku óveðursskýin að hrannast upp. Það var sem eitthvað vantaði í líf hans, sem annars var svo áferðarfallegt á yf- irborðinu. Eins og gjarnt er með fólk sem ætti að vera hamingjusamt en er það ekki, þá þurfti Ingó að deyfa þessa nagandi óvissu um hvar ham- ingjan lægi. Sumir kalla slíkar athafnir sjálfseyðingarhvöt, sem mér finnst erfitt í ljósi þess að Ingó hafði litla sem enga stjórn á ferðalagi sínu í burtu frá því lífi sem hann í öndverðu kaus sér. Til að gera langa sögu stutta, þá spilltu púkarnir á öxl Ingó fyrir samlífi hans með Völlu og litla fjölskyldan var ei meir. Þó voru engin bönd slitin og aldrei dó hin gagnkvæma umhyggja og þegar Ingó var ekki að eiga við púkana sína þá var hann til stað- ar. Það voru þó púkarnir sem á endanum náðu yfirhöndinni og fátt annað fyrir Ingó að gera en gefast upp fyrir þeim. Eftir skil- ur hann ást sína á Völlu sinni, Nonna og Elínu, auk minning- arinnar um góðan og gullfalleg- an dreng, sem gæfan vildi ekki dansa við. Hvíldu í friði, kæri vin, og takk fyrir að hafa verið hluti af lífi mínu. Elsku Valla, Nonni og Elín, megi góðu minningarnar um Ingó sefa sárustu sorgina á þessari erfiðu stund. Helga Valdimarsdóttir. Það kom mér ekki mikið á óvart þegar ég frétti af andláti Ingimundar bróður míns. Það sem mig undraði frekar var hve lengi hann þraukaði jafn heilsu- lítill og hann var um margra ára bil og sýndi það hversu þraut- seigur hann var. Ingimundur var lærður húsa- málari og var annálaður fyrir verkkunnáttu og góða verk- skipulagningu. Hann bætti við sig meistara- námi, en einnig lauk hann námi í einkaritun. Ingimundur kom úr átta systkina hópi, kvæntist og eign- aðist þrjú indæl börn. Hjónin byggðu sér fallegt hús i Kópa- voginum, slitu seinna samvistum en ekki vináttuböndum. Ingó tókst á við margt i lífinu og þurfti mjög ungur á öllu sínu að halda. Ég ætla ekki að fara í upptalningu á því, en þeir sem þekktu hann vita hvað átt er við. Mig langar til að nefna það sér- staklega hversu hjartahlýr mað- ur hann var og góður vinur hvernig sem á stóð. Hann hafði góðan húmor og honum var eiginlegt að komast hnyttilega að orði. Hann átti einnig til að vera ljónstríðinn. Það var oft kátt á hjalla i bridsinum þegar við gleymdum stað og stund og spiluðum stundum fram á rauðamorgun og fórum jafnvel beint til vinnu, en við bræður störfuðum oft saman. Ég kveð nú góðan bróð- ur og hugsa með hlýhug til barna hans og aðstandenda. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum.) Arthur Karl Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.