Morgunblaðið - 03.02.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 03.02.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Sími 555 2992 og 698 7999 VERIÐ VIÐBÚIN VETRINUM Hóstastillandi og mýkjandi hóstasaft frá Ölpunum NÁTTÚRUAFURÐ úr selgraslaufum BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flestar spár benda til þess að heims- markaðsverð á eldsneyti haldi áfram að hækka. Þannig spáir Bloomberg því að verð á Brent-hráolíu haldist áfram hátt, eða vel yfir 100 dollurum tunnan, og fari á næstu árum upp í 125 dollara. Fyrir þremur árum var verðið um 43 dollarar og hefur því hækkað um nærri 160%. Hækkandi heimsmarkaðsverð kemur vel fram í samsetningu útsölu- verðs olíufélaganna hér á landi, sam- anber súluritið hér að ofan, sem byggt er á upplýsingum frá FÍB. Myndin sýnir einnig vel hve skattar ríkisins á hvern bensínlítra hafa hækkað í krónum talið, eða úr 76 kr. í janúar 2009 í 118 krónur í janúar sl. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir þróun álagningar ol- íufélaganna einnig athyglisverða og ekki síst hvað hún hafi sveiflast mikið síðustu árin. Svona sveiflur sjáist ekki í nágrannalöndunum. Langminnst var hún í júní 2010 og mars 2011, en þá geisaði tímabundið „verðstríð“ hjá félögunum. Nú er álagning og flutn- ingsverð í 33 kr. af bensínlítranum en var að jafnaði í um 30 krónum á síð- asta ári. FÍB hefur löngum gagnrýnt félög- in fyrir álagninguna og þann litla verðmun sem er á útsöluverðinu, þar muni aðeins 20-30 aurum. Hefur Samkeppniseftirlitið orðið við beiðni FÍB um fund um málið, sem stefnt er að á næstu dögum. Óvissa á mörkuðum Jón Bjarki Bentsson, hagfræðing- ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir fátt ef nokkuð benda til þess að lækk- anir séu framundan á eldsneytisverði, hvort sem er á heimsmarkaði eða hér á landi. Flestar spár bendi til hækk- unar, hvort sem litið sé til Brent-hrá- olíunnar úr Norðursjó eða eldsneytis á borð við bensín. Í byrjun þessa árs hafi hækkanir á bensíni þó verið mun snarpari en á hráolíunni. „Sé horft ár fram í tímann þá ríma spár um hrá- olíuverð oftast ágætlega við unnið eldsneyti,“ segir Jón Bjarki. Þó að verðspár fyrir framvirka samninga með hráolíu séu lækkandi næstu mánuði bendir hann á að eldsneytis- verð sé ennþá mjög hátt, sögulega séð. Betri birgðastaða í Bandaríkjun- um en talið var haldi aftur af verðinu en skárri hagvaxtarhorfur í Banda- ríkjunum, Kína og Þýskalandi styðji við það. „Einnig er enn mikill órói og óvissa vegna ástands mála í Íran, menn vilja sjá hvort Bandaríkjamenn munu fylgja í kjölfarið á Evrópusamband- inu með að setja hömlur á olíukaup af Íran.“ Veiking krónunnar, og þar með hækkun dollars, hefur auk hækkandi heimsmarkaðsverðs haft sitt að segja með hækkanir ársins hér á landi, að ógleymdum hækkunum á gjöldum til ríkisins. Jón Bjarki segir að sam- kvæmt gengisspám Greiningar Ís- landsbanka verði krónan áfram veik fram eftir vetri. Dollarinn sé líklega ekki að veikjast gagnvart evrunni á næstu ársfjórðungum. En ef krónan braggist með vorinu geti það haldið aftur af hækkunarþörf á eldsneytinu hér heima fyrir. Treystir Jón Bjarki sér, aðspurður, ekki til að spá því að lítraverðið nái hér 300 krónum fyrir árslok, til þess séu óvissuþættir of margir þó að fátt bendi til lækkana. Engar lækkanir í spákortunum  Áfram horfur á hækkandi heimsmarkaðsverði eldsneytis  Bæði ríkið og olíufélögin hafa aukið álög- ur á eldsneyti hér á landi  FÍB fær fund með Samkeppniseftirlitinu um verðlagið og álagninguna Morgunblaðið/Ómar Eldsneyti Bensínið heldur að öllum líkindum áfram að hækka hér á landi. Þróun bensínverðs frá janúar 2009 til janúar 2012 250 200 150 100 50 0 J F M A M J J Á O S N D J F M A M J J Á O S N D J F M A M J J Á O S N D J 2009 2010 2011 2012 Skattar Innkaupsverð Álagning olíufélaga og flutningskostnaður 240,16 Meðalverð hvers mánaðar (kr./lítra) 14 3, 13 18 4, 80 19 5, 0 1 19 3, 40 21 2, 72 23 9, 0 1 24 0, 16 140 120 100 80 60 40 20 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Spá Verð á Brent-hráolíu og spá til 2015 Miðgildisspá Bloomberg 2012-2015 Heimild: Reuter / BloombergHeimild: FÍB Umferðin í nýliðnum janúar dróst saman um ríflega 10% á landinu öllu miðað við sama mánuð fyrir ári síð- an. Umferðin er mæld á 16 stöðum á hringveginum. Er þetta mesti samdráttur milli janúarmánaða frá því að þessi sam- anburður hófst fyrir sjö árum. Samdráttur í umferð mælist á öll- um landssvæðum og enn dregst um- ferð mest saman á Suðurlandi eða um rúmlega 21% en minnst á Norð- urlandi eða rúmlega 5%. Á Vestur- landi var samdrátturinn tæplega 14%, á höfuðborgarsvæðinu 7,4% og 5,7% á Austurlandi. Búast mátti við samdrætti í um- ferðinni vegna þess að veðurfar og færð voru slæm í mánuðinum, segir á vef Vegagerðarinnar. „En þessi mikli samdráttur er hins vegar óvæntur þrátt fyrir það og einnig sérstaklega þegar horft er til þess að milli janúarmánaða 2010 og 2011 dróst umferð saman um 7,6 prósent á þessum sömu 16 mælipunktum á hringveginum, sem á þeim tíma var mesti samdráttur sem Vegagerðin hafði mælt,“ segir í fréttinni á vef Vegagerðarinnar. Samdráttur milli janúarmánaða 2010 og 2011 var undanfari eins mesta samdráttar sem mælst hefur í þessum 16 mælipunktum á árs- grundvelli. „Hvort þessi mikli samdráttur nú er vísbending um enn eitt samdrátt- arárið í umferðinni skal ósagt látið en vissulega gefa þessar niðurstöður tilefni til hugleiðinga í þá veru,“ seg- ir á vef Vegagerðarinnar. sisi@mbl.is Minnsta umferð í sjö ár  Ófærð setti strik í reikninginn í janúar  Hinn mikli samdráttur engu að síður óvæntur að mati Vegagerðarinnar Ófærð Snjókoma og illviðri settu svip sinn á nýliðinn janúarmánuð. Eldsneytishækkanir hafa ekki að- eins áhrif á almenning heldur ekki síður á atvinnulífið. Þannig jókst ol- íukostnaður útgerðarinnar um 42% á síðasta ári og nam um 22 millj- örðum króna. Er þetta næsthæsti kostnaðarliðurinn á eftir launum, sem námu um 50 milljörðum króna. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur LÍU, fylgist vel með þró- un gasolíuverðs á erlendum mörk- uðum og sér það hækka nánast dag frá degi. Meðalverð það sem af er árinu er komið í nærri 950 dollara tonnið en var 918 dollarar á öllu síðasta ári (sjá kort). „Þetta hefur verið langt viðvar- andi tímabil með miklum olíu- kostnaði og hefur mikil áhrif á rekstur útgerðarinnar. Síðan hafa bæst auknar álögur ríkisins eins og með hækkun kolefnisgjaldsins, sem kostar útgerðina einn og hálfan milljarð króna á þessu ári,“ segir Sveinn Hjörtur. Svipað hljóð er í talsmönnum ferðaþjónustunnar. Hækkandi elds- neytisverð hefur mikil áhrif á flug- félög, bílaleigur, leigubíla og rútu- bílafyrirtæki, sem Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar, segir geta dregið verulega úr eftirspurn innlendra sem erlendra ferða- manna. Tekur Gunnar dæmi af rút- unum, sem kaupi 10-12 milljónir lítra af olíu á ári. Þetta gerir kostn- að upp á um þrjá milljarða króna, og þar af fer helmingur til ríkis- sjóðs. „Allar hækkanir á eldsneyti hafa sýnt sig í því að menn aka styttri ferðir en áður, hvort sem þar er á ferðinni fólk í einkaerindum eða ferðamenn. Menn halda sig næst þeim stöðum sem lent er á, eða þar sem menn búa,“ segir Gunnar og bendir á að aukningin sem varð í ferðaþjónustunni á síðasta ári skil- aði sér að litlu leyti á landsbyggð- inni. Suðvesturhorn landsins og Suðurlandið hafi borið mest úr být- um. Brýnast sé að ríkið dragi úr sínum álögum á eldsneyti, það skili sér margfalt til baka. bjb@mbl.is Olíukostnaður út- gerðar upp um 42%  Hækkanir hafa einnig mikil áhrif á ferðaþjónustuna Gasolía á Rotterdammarkaði USD/tonn 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 200 7 200 8 200 9 201 0 201 1 201 2 63 9, 8 8 94 ,6 51 2, 5 66 4, 2 91 8, 6 94 5, 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.