Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 25

Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 26. janúar. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N - S: Björn Árnas. - Auðunn Guðmundss. 258 Ásgrímur Aðalsteinss. - Jón Lárusson 257 Björn Svavarss. - Óli Gíslason 237 Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 237 Árangur A - V: Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrímss. 251 Helgi Samúelsson - Sigurjón Helgason 246 Hrafnhildur Skúlad. - Guðm. Jóhannss. 227 Bjarnar Ingimars - Albert Þorsteinss 217 Bridsdeild FEB í Rvk Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 30 jan. Spilað var á 14 borðum, meðalskor 312 stig. Árangur N-S Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 374 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 362 Ingibjörg Stefánsd. - Elín Guðmannsd. 330 Valdimar Ásmundss. - Björn Péturss. 323 Árangur A-V Hrólfur Guðmundss. - Karl Loftsson 393 Jón Þór Karlsson - Oddur Jónsson 344 Jórunn Kristinsd. - Sigrún Andrewsd. 343 Bergur Ingimundars. - Axel Lárusson 341 Aðaltvímenningur Bridsfélags Reykjavíkur Að loknum 4 kvöldum af 5 í að- altvímenningi BR er staðan þessi í A-riðli (% skor): Guðjón Sigurjónss. - Vignir Hauksson 57,1 Ísak Örn Sigurðss. - Helgi Sigurðss. 56,3 Hlynur Garðarss. - Hrannar Erlingss. 55,0 B-riðill: Stefán Stefánsson - Bergur Reyniss. 58,6. Guðm. Baldurss. - Steinberg Ríkarðss. 58,2. Baldvin Valdimarss. - Einar Jónsson 58,0. Mjótt er á mununum í báðum riðl- um og allt getur gerst. Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðudaginn 31. janúar var spilað á 18 borðum hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði, með eftirfarandi úrslit- um í N/S: Ólafur Ingvarss. – Óskar Ólafsson 385 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 377 Ólafur Gíslason – Örn Einarsson 364 Albert Þorsteinss. – Ásgr. Aðalsteinss. 350 Ragnar Björnss. – Pétur Antonsson 349 A/V. Skarphéðinn Lýðss. – Birgir Sigurðss. 391 Auðunn Guðmss. – Hlynur Antonss. 375 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 371 Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 355 Tómás Sigurjónss. – Björn Svavarss. 346 Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánudaginn 30. janúar. Úrslit í N/S: Pétur Antonsson - Örn Einarsson 359 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 317 Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 311 Haukur Guðbjartss. - Jón Jóhannss. 308 A/V: Elís Helgason - Gunnar Alexanderss. 327 Haukur Guðmss. - Hrólfur Gunnarss. 315 Ármann J. Láruss. - Guðl. Nielsen 304 Ernst Backman - Tómas Sigurðss. 298 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ✝ SigurlaugJónsdóttir fæddist að Ásólfs- skála, Vestur- Eyjafjöllum, 10. júní 1916. Hún lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 13. janúar 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Pálsson, f. 6.3. 1872, d. 2.2. 1930 og Þorbjörg Bjarnadóttir, f. 12.6. 1877, d. 26.12. 1965. Þau hófu búskap að Efri-Holtum en fluttu að Ásólfsskála árið 1914. Sigurlaug var ellefta í röð þrett- án barna þeirra. Þau voru: Mar- grét, Guðbjörg, Sigurður, Páll, Þórarinn, Jón, Ingibjörg, Sigur- 1953. Sonur þeirra er Grétar, f. 11.12. 1987, í sambúð með Heiðu Ingólfsdóttur, f. 7.9. 1991. b) Guðjón, f. 4.1. 1968. c) Jóna Gréta, f. 3.9. 1984, í sambúð með Sverri M. Jónssyni, f. 10.4. 1981. Sonur þeirra er Guðjón Týr, f. 9.8. 2010. Sigurlaug sinnti bústörfum á heimili foreldra sinna þar til hún flutti til Vestmannaeyja og fór að vinna í Hraðfrystistöð Einars Sigurðssonar. Eftir fæð- ingu Jónu var Sigurlaug heima- vinnandi, en eftir lát Guðjóns 1968 fór hún að vinna hjá Ís- félagi Vestmannaeyja. Gosárið 1973 vann hún í nokkra mánuði í fiskvinnu í Kópavogi, en fór aft- ur í Ísfélagið þegar hún flutti aftur heim og vann þar til starfsloka um sjötugt. Sigurlaug var félagi í Slysavarnadeildinni Eykyndli. Útför Sigurlaugar var gerð frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum 28. janúar 2012. björg, Einar, Einar, Ólafur og Kristín. Sigurlaug flutti til Vestmannaeyja árið 1941, og giftist þar 7.1. 1945, Guð- jóni Péturssyni, vélvirkja frá Lambafelli, A- Eyjafjöllum, f. 18.6. 1915, d. 14.10. 1968. Hann var son- ur hjónanna á Lambafelli, Péturs Hróbjarts- sonar og Steinunnar Jónsdóttur. Sigurlaug og Guðjón eignuðust eina dóttur: Jónu, f. 26.9. 1944, gift Grétari Þórarinssyni, f. 14.8. 1941, og eiga þau þrjú börn: a) Sigurlaug, f. 11.6. 1962, gift Stefáni Ó. Jónassyni, f. 9.12. Í dag kveð ég ömmusystur mína Sigurlaugu eða Laugu eins og hún var alltaf kölluð. Það var mjög kært á milli ömmu minnar og Laugu frænku þrátt fyrir mikinn aldursmun. Þannig myndaðist líka einstakt samband milli fjölskyldu minnar og Laugu. Ég á margar góðar minningar um Laugu frænku. Hún dvaldi oft hjá okkur þegar hún kom til Reykjavíkur og þannig tengdumst við sterkum böndum. Ég man eftir því hvað mér fannst gaman þegar hún var hjá okkur í Stuðlaselinu og beið ég þess með eftirvæntingu að hún vaknaði á morgnana því það var svo notalegt að vera í kring- um hana. Þegar ég heimsótti Laugu til Eyja tók fjölskylda hennar alltaf hlýlega á móti mér. Á unglings- árum fórum við frændsystkinin nokkrum sinnum á þjóðhátíð en þá stóð íbúð hennar tilbúin fyrir okkur og á meðan dvaldi hún í Reykjavík. Þetta lýsir Laugu vel því hún hafði svo gaman af því að gleðja aðra. Eftir að ég flutti vestur til Ólafsvíkur heyrðumst við oft í síma og spjölluðum um daginn og veginn. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um hana Laugu mína. Hún var glæsileg kona, alltaf vel til höfð og hélt sér vel enda leit ég á hana sem yngri manneskju. Að lokum vil ég þakka Laugu fyrir allt en hún var stór hluti af lífi mínu. Guðrún Anna Oddsdóttir. Sigurlaug Jónsdóttir Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Fornbókabúð á vefnum 30% afsláttur 20. jan. til og með 7.feb. www.gvendur.is Dýrahald Cavalier King Charles Spaniel til sölu Erum með yndislega Cavalier til sölu. Frábærir fjölskylduhundar. Uppl. í síma 566 8417, www.dalsmynni.is. Bjóðum raðgeiðslur Visa og Master- card. Hundaræktun með leyfi. Yndislegir silky terrier strákar til sölu, tilbúnir til afhendingar í lok feb. Afhendast örmerktir, heilsufars- skoðaðir og með ættbók frá Rex. For- eldrar heilsuhraustir og sýndir. Aðeins góð heimili koma til greina. Nánari upplýsingar í síma 696-9744 - Karólína. Gisting AKUREYRI Höfum til leigu ýmsar gerðir sumar- húsa við Akureyri og á Akureyri. Upplýsingar á www.orlofshus.is. Leó, sími 897 5300. Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir alla hópa. Líka fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Hljóðfæri Hljómfagur flygill Til sölu er vandaður svartur Estonia flygill, 168 cm, smíðaður árið 2003, vel viðhaldið og eins og nýr. Sérlega gott hljóðfæri. Ásett verð 2,5 milljónir, athuga skipti á píanói. Hafið samband við Hilmar í síma 696 8442. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endurvinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðju- vegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta Húsviðhald Tek að mér ýmis smærri verkefni Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Vinur minn Gissur er fallinn frá, að honum er mikill mann- skaði. Ég kynntist Gissuri þegar ég var í sveit hjá fólkinu mínu á Gissur Þórður Jóhannesson ✝ Gissur ÞórðurJóhannesson fæddist 13. desem- ber 1928 á Herjólfs- stöðum í Álftaveri. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 16. janúar 2012. Gissur var jarð- sunginn frá Þykkvabæjar- klausturskirkju 28. janúar 2012. Þykkvabæjar- klaustri. Álftaverið varð mín sveit og ég var svo lánsöm að eignast vini í því góða fólki sem þar bjó og býr. Verið hefur lifað af sambýli við Kötlu sem reglulega hefur skvett úr skálum reiði sinnar og sent íbúum þess jökulhlaup og gjósku, skemmt land- gæði en jafnframt mótað hið ein- staka landslag sem prýðir þessa sveit. Katla er vissulega ógnvaldur, íbúarnir þekkja hana og afleiðingar hennar vel enda hefur saga hennar lifað með þeim mann fram af manni. Hún truflar hins vegar ekki daglegt líf þeirra né eru þeir sífellt að ræða hana. Í jarðlögum, á yfirborði lands og í byggðasög- unni er saga Kötlugosa skráð, en hún er líka greypt í minni íbúanna. Gissur þekkti sögu Kötlu vel og lagði sig fram um að skilja og finna ummerki um hana með því að fara rannsóknarleiðangra frá sjó til jökla. Hann var óbilandi for- vitinn og alltaf tilbúinn að ræða at- huganir sínar og miðla af þekk- ingu sinni. Þegar ég safnaði örnefnum í Álftaveri í tengslum við lokarit- gerð mína við Háskóla Íslands leitaði ég til þeirra Veringa sem gjörst þekktu til, Gissur var einn þeirra. Hann fór með mér um land Herjólfsstaða og víðar að skrá og skýra örnefni. Það var ógleyman- legt að læra t.d. hvar bestu mel- torfurnar voru og hvernig þær höfðu flust til, hvar sofnhúsið sem brann stóð og hve hátt upp í Langasker Kötluhlaupið hafði náð, ummerkin sáust enn í mosanum. Við Gissur urðum miklir mátar. Áhrif Kötlugosa á samfélag urðu síðar eitt af mikilvægum verkefnum mínum við háskólann. Þá var enn leitað til Veringa og Gissurar. Hann varði tímunum saman með mér og framhaldsnem- um mínum, ósínkur á tíma sinn, hvort sem var úti í náttúrunni eða í notalegu eldhúsinu á Herjólfsstöð- um, þar sem Sigurlaug bar fram kaffi og meðlæti, hádegis- og kvöldmat því heimsóknin dróst á langinn. Gestrisnin og áhuginn á að deila þekkingu og hugleiðingum var takmarkalaus. Gissur hafði ákveðnar skoðanir, læddi þeim fram, leit svo á mann kankvís og hló þessum dillandi hlátri. Hann var stríðinn og svo ótrúlega glett- inn. Gissur var sérstaklega athugull og fróður, einn af bændum lands- ins sem eru svo miklir kunnáttu- menn án þess að hafa gengið hinn formlega menntaveg. Maður kom aldrei að tómum kofanum, hann þekkti umhverfi sitt, hafði óbrenn- andi áhuga á því, las allt sem hann komst yfir um náttúruna og sög- una, og kunni. Með því að tengja lýsingar og nákvæma þekkingu á umhverfi sínu gat hann lýst í smá- atriðum hvar Kötluhlaup höfðu farið, hvað stóð upp úr og hvaða leið íbúar völdu til að komast í öruggt skjól fyrir hlaupinu sem var yfirvofandi. Það var eins og hann hefði horft á þetta með eigin augum. Hann hlustaði vel á þá sem höfðu upplifað gosið 1918 og tileinkaði sér þá þekkingu allt frá barnsaldri. Gissur hræddist ekki Kötlu en hann langaði ekki að hún kæmi. Ég þakka mínum kæra vini all- ar gæðastundirnar og sendi Sig- urlaugu og fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Gísladóttir. Til minningar um góða vin- konu. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Með þessum ljóðlínum vil ég minnast Gunnu mágkonu minnar og þakka henni fyrir þær stundir sem við áttum saman í þessu jarð- ríki. Börnum Gunnu og öðrum ást- vinum votta ég mína dýpstu sam- úð og ég bið guð að styrkja þau í sorg sinni. Minning um einstaka konu mun lifa í huga mér um ókomna tíð. Elísabet Sigurðardóttir (Elsa.) Guðrún H. Magn- úsdóttir ✝ Guðrún Halldóra Magn-úsdóttir fæddist 25 júlí 1940. Hún lést 15. janúar 2012. Útför Guðrúnar hefur farið fram í kyrrþey. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upp- lýsingar um innsending- armáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.