Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 30

Morgunblaðið - 03.02.2012, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Grímuklæddir menn, ekki glæpamenn heldur hetjur, þeysast um götur ... 31 » Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skrímslið litla systir mín nefnist nýtt íslenskt barnaleikrit sem leikhúsið Tíu fingur frumsýnir í Norræna hús- inu á morgun kl. 12. Verkið fjallar um strák sem eignast litla systur og kemst fljótlega að því að hún er ekk- ert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna og jafnvel allan heiminn. Til að bjarga bæði mömmu sinni og heim- inum þarf hann að ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir og alla leið út á heims- enda. Í leiðinni lærir hann að elska litlu systur sína. „Hugmyndin að sýningunni byggir á sögu sem Úlfur sonur minn sagði mér þegar litla systir hans fæddist fyrir þremur árum,“ segir Helga sem leikur í sýningunni, hannar leikmynd- ina og semur textann í samvinnu við Charlotte Bøving sem leikstýrir sýn- ingunni. Að sögn Helgu er sýningin ætluð börnum á aldrinum 3-9 ára. Að- spurð segir hún sýninguna fjalla um afbrýðisemina en sagan er sögð sem ævintýri. „Enda fjalla ævintýri oft um djúpar tilfinningar,“ segir Helga og bendir á að í ævintýrinu um Hans og Grétu sé tekist á við stærsta ótta barna sem er að missa foreldra sína. Í sýningunni notast Helga aðeins við hvítan pappír, nýja tónlist eftir Eivör Pálsdóttur, ljós og skuggaleik- hús til að segja söguna. „Ég býð börnunum inn í hvítan pappírsheim þar sem pappírinn lifnar smám sam- an við og verður að persónum sög- unnar,“ segir Helga sem er menntað- ur myndlistarmaður og hefur starfað sem brúðuleikari sl. tuttugu ár. „Í raun má segja að í þessari sýningu sameini ég í fyrsta sinn þetta tvennt, því þetta er nánast eins og myndlist- argjörningur þar sem ég er að rífa pappírinn, bleyta hann og krumpa til að segja söguna,“ segir Helga og bendir á að aðstandendur sýning- arinnar hafi á æfingaferlinu notið að- stoðar Rene Baker, sem er þekkt bresk brúðulistakona. Að sögn Helgu tekur sýningin um 40 mínútur í flutningi og í framhald- inu er boðið upp á 45 mínútna vinnu- stofu þar sem börnum í áhorf- endahópnum gefst tækifæri til að skapa hluti og eigin persónur úr pappírnum, sem notaður var í sýning- unni, undir handleiðslu Helgu og Evu Signýjar Berger búningarhönnuðar sýningarinnar. Þess má að lokum geta að sýningin verður aðeins sýnd í Norræna húsinu um helgar út febrúarmánuð, en strax í mars leggur hún land undir fót. „Ég mun leika sýninguna á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn á íslensku. Í haust er ætlunin að fara með sýn- inguna til Álandseyja og leika hana þá á skandinavísku og næsta vetur er stefnan svo sett á Færeyjar þar sem ég ætla að leika hana á færeysku,“ segir Helga. Leiksýning spunnin úr pappír  Barnaleikritið Skrímslið litla systir mín frumsýnt í Norræna húsinu á morgun  Farið verður með sýninguna í leikferð til Danmerkur, Færeyja og Álandseyja Ævintýri „Ég býð börnunum inn í hvítan pappírsheim þar sem pappírinn lifnar smám saman við og verður að persónum sögunnar,“ segir Helga. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Barnabókasetur, rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna, við Háskólann á Akureyri verður stofnað formlega á Amts- bókasafninu á Akureyri á morgun kl. 12:00. Markmiðið með setrinu er m.a. að efla rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur hér- lendis, miðla þekkingu og upplýs- ingum um barnabókmenntir á Ís- landi og stuðla að sýnileika þeirra í samfélaginu, vinna að framgangi lestrarmenningar meðal barna og ungmenna á Íslandi, taka þátt í al- þjóðlegri þekkingarsköpun á fræðasviðinu og standa fyrir mál- þingum og stuðla að útgáfu fræði- legs efnis á sviðinu. Til eflingar lesturs  Barnabókasetur stofnað við HA Í dag hefst í húsakynnum Crymogeu á Barónsstíg markaður helgaður myndlistarbókum og bókverki. Á markaðnum, sem ber yfirskriftina Listabókahelgi Crymogea, verða til sýnis og sölu bækur um listamenn og bækur eftir listamenn. Lista- verkabækur frá ýmsum útgefendum verða til sölu og skoðunar á mark- aðnum. Markaðurinn stendur frá deginum í dag og fram á sunnudag, en á laugardag og sunnudag kl. 14 flytja myndlistarmennirnir Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir og Ragn- hildur Jóhanns gjörninga. Margrét Áskelsdóttir kynningar- stjóri Crymogeu setur markaðinn upp. Hún segir að á markaðnum verði ýmis bókverk til sýnis og sölu sem telja megi einstök og eins lista- verkabækur sem margar hafi ekki sést árum saman. „Mörg af þeim verkum sem við verðum með á markaðnum vekja spurningar um hvar mörkin liggja á milli bókar og bókmverks, en þetta er markaður helgaður myndlistarbókum og bók- verki, sem ég nota sem samheiti yfir myndverk sem tengjast bókum að formi eða hugtaki.“ Morgunblaðið/RAX Bókverk Margrét Áskelsdóttir kynningarstjóri Crymogeu. Listabóka- helgi Crymogea  Markaður helg- aður myndlistarbók- um og bókverki Íslenski saxófónkvartettinn heldur tónleika í sal Tónlistar- skólans í Garðabæ við Kirkju- lund á morgun kl. 13.00. Flutt verða verk eftir Giovanni Gabr- ieli, Jean Baptiste Singelée, Jean River, Astor Piazolla og Karólínu Eiríksdóttur. Með- limir Íslenska saxófón- kvartettsins eru Vigdís Klara Aradóttir á sópran-saxófón, Sigurður Flosason á alt- saxófón, Peter Tompkins á tenór-saxófón og Guido Bäumer á barítón-saxófón. Saxófónnemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar verða sérstakir gestir á tónleikunum og leika með í einu verkanna. Tónlist Tónverk fyrir saxófónkvartett Sigurður Flosason Valgerður Freeland Sigurðar- dóttir opnar sína fyrstu einka- sýningu í Gallerí 002 að Þúfu- barði 17 á morgun kl. 14. Viðfangsefni sýningarinnar eru þrjú, en mynda eina heild. Um er að ræða abstrakt og fíg- úratíf málverk, ljósalampa og plánetur sem lýsa í myrkri og loks risaeðluinnsetningu með 150 risaeðlum sem Valgerður safnaði á síðasta ári. Valgerður hreppti fyrsta sætið í Skúlptúrkeppni Íslands undir lok síðasta árs en í verðlaun var að sýna fyrstu sýningu ársins 2012 í 002 Gallerí. Sýningin er aðeins opin á morgun og hinn milli kl. 14 og 17. Myndlist 150 risaeðlur í Gallerí 002 Valgerður Free- land Sigurðardóttir Möguleikhúsið sýnir barna- leikritið Prumpuhólinn í Gerðubergi sunnudaginn 5. febrúar kl. 14. Leikritið fjallar um stúlkuna Huldu sem kynn- ist Steina, kátum tröllastrák. Hann sýnir henni hól sem gef- ur frá sér dularfull hljóð og segir hólinn vera pabbi sinn. Sá hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað hundasúrugraut. Leikstjóri er Pétur Eggerz sem jafnframt leikur annað tveggja hlutverka á móti Önnu Brynju Baldursdóttur. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum tveggja til 10 ára og tekur 45 mínútur í flutningi. Leiklist Möguleikhúsið sýnir Prumpuhól Pétur Eggerz og Anna Brynja Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikfélagið Hugleikur frumsýnir í dag nýtt íslenskt leikrit er nefnist Sá glataði. Sigríður Lára Sigurjóns- dóttir skrifaði verkið eftir spuna- vinnu leikhópsins með dæmisögur Jesú úr Biblíunni. Líkt og oft áður í sýningum Hug- leiks er tónlist fyrirferðarmikil og er Þorgeir Tryggvason tón- listarstjóri. Þau Ágústa Skúla- dóttir leikstjóri áttu þá hugmynd að Hugleikshópur- inn skapaði verk út frá dæmisög- unum. „Okkur þótti þetta spennandi efni- viður,“ segir Ágústa. „Við byrjuðum á rannsóknarvinnu í tvær, þrjár vik- ur og vorum fyrst með 29 sögur. Við lékum okkur með frásagnar- og leik- aðferðir, til að sjá hvaða leið við vild- um fara. Fyrir valinu varð að búa til verk sem væri sjálfstæð heild og í framhaldi af því skrifaði Sigríður Lára leikrit sem lagt var af stað í að sviðsetja. Sagan um týnda soninn er rauði þráðurinn í verkinu. Í upphafi biður sonurinn, Lúkas að nafni, um föðurarf, lofar að kasta honum ekki á glæ og heldur síðan að heiman eftir að hafa lofað að koma fljótt aftur. Hann þarf að finna týnda sauðinn. Þetta ferðalag spannar langan tíma og er æði viðburðaríkt.“ Á ferðalaginu lendir týndi sonur- inn í þrekraunum og honum mæta bæði harmur og gleði. Ágústa segir að hann „fari gegnum níu dæmisög- ur á þessu ferðalagi“. Hann er til að mynda verkamaður í víngarði og vinnur sem þjónn hjá harðlyndum kaupmönnum. „Leikhópurinn bregður sér í ýmis hlutverk, sem þau góðmenni og ill- menni sem Lúkas rekst á á ferðalag- inu, og öll syngja þau sem englar,“ segir Ágústa. Leikritið Sá glataði er sýnt í hús- næði Hugleiks að Eyjaslóð 9. Sagan um týnda soninn er rauði þráðurinn í verkinu  Hugleikur frumsýnir nýtt íslenskt leikrit Í Þeim glataða „Við höfðum úr mörgum merkilegum dæmisögum að moða,“ segir Ágústa Skúladóttir leikstjóri.Ágústa Skúladóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.