SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 4

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 4
4 8. janúar 2012 Meryl Streep lagði eins og gjarnan áður líf og sál í hlutverkið sem margir spá að muni færa henni enn fleiri viðurkenningar á glæstum ferli. Hún hef- ur þegar verið tilnefnd til hinna og þessara verð- launa, meðal annars Golden Globe-verðlaunanna. Um það leyti sem tökur hófust í Bretlandi fyrir réttu ári sagði leikkonan: „Það er í senn ögrandi og yfirþyrmandi verkefni að fá tækifæri til að kynna sér þessa stórbrotnu konu og áhrif hennar á söguna. Ég ætla að nálgast hlutverkið af miklu kappi og umhyggju fyrir hverju smáatriði í fari hinnar raunverulegu frú Thatcher – vonandi hef ég þol til að nálgast hana.“ Ekki ber á öðru. Auk þess að setja sig inn í karakterinn, orðfær- ið og taktana, kynnti Streep sér bresk stjórnmál og drakk í sig andann á þingfundum í neðri deild- inni í Westminster. Tökur á The Iron Lady fóru á hinn bóginn fram í ráðhúsinu í Manchester en það er gjarnan notað við gerð kvikmynda um bresk stjórnmál vegna byggingalistarlegra lík- inda. Yfirþyrmandi og ögrandi í senn Meryl Streep hyllt við frumsýninguna í Lundúnum. Reuters Eins og jafnan þegar gerðar eru kvik-myndir um valda- og fyrirferðarmikiðfólk í þessum heimi eru skiptar skoðanirum útkomuna. The Iron Lady, flunkuný bresk mynd um Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að verða nein undantekning frá þeirri reglu en verið er að frumsýna hana vítt og breitt um heiminn þessa dagana. Eins og rækilega hefur komið fram fer bandaríska skapgerðarleikkonan Meryl Streep með hlutverk „járnfrúarinnar“ og enda þótt ein- hverjir Bretar hafi verið skúffaðir yfir því að út- lendingur skyldi veljast í hlutverkið hverfast fyrstu umsagnir ekki síst um frammistöðu Streep. Gagnrýnendur eru á einu máli um að hún fari á kostum, jafnvel með svo afgerandi hætti að það skyggi á sjálfa myndina, eins og segir í umsögn The Telegraph. Gagnrýnandi The Guardian segir frammistöðu Streep hnökralausa og í umsögn the Daily Mail segir hvorki meira né minna: „Aðeins leikkona á borð við Meryl Streep getur tekið Thatcher slíkum heljartökum og skilað því á hvíta tjaldinu. Frammistaða hennar er engu lík, nýtt viðmið hefur verið sett í leiklist.“ Meiri styr stendur um nálgunina og þá ekki síst myndina sem dregin er upp af Thatcher sjálfri. Þegar hefur verið haft eftir börnum hennar, Carol og Mark, að The Iron Lady sé ekkert annað en „órar vinstrimanna“. Þá þykir sumum myndin ekki umgangast heilsubrest Thatcher á umliðnum árum af nægilegri virðingu. Taktleysi eða framsýni? Femínistar hafa löngum tvístigið í kringum Thatc- her og þau tíðindi að myndin sýni „járnfrúna“ sem hetju í baráttunni fyrir jöfnum réttindum konum til handa hafa farið fyrir brjóstið á ýmsum. Þannig segir rithöfundurinn Linda Grant í The Guardian: „Margaret Thatcher varð leiðtogi Íhaldsflokksins þegar kvennahreyfingin reis sem hæst, eigi að síður stóð hún baráttu okkar, hug- sjónum og sjálfsmynd víðsfjarri. Hún var miðaldra kona með hattana, skartið, tennurnar, þvingaða háa róminn og stefnu sem hafði ekkert með mál- stað okkar að gera. Forsætisráðherratíð Thatcher var gjörsamlega misheppnuð frá bæjardyrum femínismans séð. Í okkar augum var hún karl- maður klæddur í pils. Eða kona sem notar gömlu góðu kynjaklækina og daðrið til að ná vilja sínum fram og komast þangað sem hún vill. Kannski var hún bara svona langt á undan sinni samtíð?“ Allt sem við vildum ekki vera Listakonan Tacita Dean tekur í sama streng: „Margaret Thatcher var alltumlykjandi á náms- árum mínum og hafði gríðarleg áhrif á pólitíska þátttöku mína en með öðrum hætti en hún hefði sjálf viljað. Nú fer sagan (og Hollywood) mjúkum höndum um hana en það breytir ekki því að ég fyrirleit hana og fann ekki til neinnar samkenndar með afrekum hennar sem konu. Ég var virkur femínisti á námsárunum og ef eitthvað er var hún and-hetjan okkar. Allt sem við vildum ekki vera. Hún var afturhaldsseggur sem lét sér allan jöfnuð í léttu rúmi liggja og fyrirleit menningu og listir.“ Meryl Streep í hlutverki Margaretar Thatcher í The Iron Lady. Reuters Pilsklæddur karlmaður? Ný mynd um Thatcher umdeild en Streep þykir fara á kostum Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Leikstjóri myndarinnar, Phyllida Lloyd, til vinstri, mætir á frumsýninguna í Lundúnum í vikunni. Reuters Margaret Thatcher er 86 ára að aldri, fædd 13. október 1925. Hún gegndi embætti forsætisráðherra Bretlands, fyrst kvenna, í ellefu ár, frá 1979 til 1990. Thatcher nam upprunalega efnafræði en gerðist síðan lögmaður áður en hún settist á þing fyrir Íhaldsflokkinn árið 1959. Margaret Thatcher í eigin skinni. Reuters Fyrsta konan í embættinu ÞORRI NN 201 2 Þorrahlaðborð Nóatúns Sendum um land allt Gerum verðtilboð fyrir stærri þorrablót (50-500 manna) Upplýsingar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is ÞJÓÐLEG Á ÞORRA

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.