SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 8

SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 8
8 8. janúar 2012 Ákvörðun Angelu Merkel um að tefla Wulff fram til forseta 2010 var umdeild á sínum tíma og þótti ákvörðun hennar til marks um að hún gæti ekki hafið sig yfir flokks- línur. Þingið kýs forsetann og það var ekki fyrr en í þriðju atkvæða- greiðslu að hann fékk nægan stuðning í embættið. Þeim, sem gagnrýndu valið á Wulff hvað harðast, þykir sem réttmæti þeirr- ar gagnrýni hafi nú komið fram. Wulff gekk í flokk kristilegra demókrata 1975 og kleif þar upp metorðastigann. Í mars 2003 varð hann forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi og gegndi því embætti til 30. júní 2010 þegar hann var kjörinn forseti. Þingið í Neðra-Saxlandi spurð- ist fyrir um hagsmunaárekstra í sambandi Wulffs við vin sinn, auð- manninn og frumkvöðulinn Egon Geerkens, á meðan hann var þar enn við völd. Hann neitaði því og nefndi ekki 500.000 evra (tæp- lega 80 milljóna króna) lán, sem Edith, eiginkona Geerkens, hafði veitt honum 2008 til húsakaupa. Wulff gaf út yfirlýsingu 22. des- ember þar sem hann baðst afsök- unar og kvaðst hefðu átt að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrr. Pólitískur stuðningur við Wulff hefur minnkað og Merkel hefur látið nægja að gefa út stuttorðar stuðningsyfirlýsingar án þess að fjalla efnislega um málefni Wulffs. Þagði um lánið þegar spurt var um tengsl Hús Christians Wulffs, forseta Þýskalands, í Burgwedel, skammt frá Hannover, höfuðborg Neðra-Saxlands. Hann tók lánið til að kaupa það. Reuters Christian Wulff, forseti Þýskalands, er íeldlínunni þessa dagana. Lán, sem hannfékk hjá eiginkonu auðugs verktaka oggamals vinar á lágum vöxtum til þess að borga fyrir húsnæði, hefur vakið mikla gagnrýni og ekki bætti úr skák þegar upplýstist að hann hefði hringt í Kai Diekmann, ritstjóra dagblaðsins Bild, og haft í hótunum við hann í skilaboðum, sem hann skildi eftir á símsvara hans, ef hann birti frétt um húsnæðislánið í blaði sínu. Húsnæðislánið komst í hámæli snemma í des- ember og síðan hefur fyrirspurnum fjölmiðla rignt yfir forsetaembættið og kröfur um að hann segði af sér farið vaxandi. Á miðvikudag kom Wulff fram í sjónvarpi í því skyni að lægja öldurnar. Í tuttugu mínútna viðtali kvaðst Wulff hafa gert „alvarleg mistök“ þegar hann hringdi í Diekmann. Um leið sagði hann að sér hefði liðið eins og „fórnarlambi“ þegar hann frétti á embættisferð í útlöndum að í Bild ætti að fjalla um lánið frá eiginkonu vinar hans. Hann sagði að um vin- argreiða hefði verið að ræða og bætti við: „Ég myndi ekki vilja vera forseti í landi þar sem ekki er hægt að fá lánað hjá vini sínum.“ Wulff kvaðst hins vegar ekki hafa nein áform um að segja af sér. „Ég mun sinna skyldum mín- um með ánægju, ég tók þær að mér til fimm ára,“ sagði hann. Kvaðst hann vonast til þess að þegar kjörtímabili sínu lyki 2015 myndu verk hans sýna að hann hefði verið „góður og farsæll forseti“. Wulff slapp ekki klakklaust frá sjónvarpsviðtal- inu. Ritstjórn Bild hafnar þeirri útleggingu hans að hann hafi í reiðilestri sínum á símsvaranum aðeins ætlað að koma því til leiðar að umfjöllun blaðsins yrði frestað um einn dag. Hann hefði greinilega ætlað að stöðva fréttina. Blaðið hefur farið fram á að fá að birta skilaboðin þannig að hið rétta komi í ljós, en forsetinn neitar. Wulff benti á að hann hefði síðar beðist afsökunar og ritstjórinn fallist á afsökunarbeiðnina. „Með því var málið afgreitt milli okkar. Og þannig ætti það að minni hyggju að vera,“ skrifaði hann. Nú hafa einnig komið fram fullyrðingar um að hann hafi orðið tvísaga um lánið sjálft. Wulff hélt því fram í sjónvarpsviðtalinu að láninu frá eigin- konu vinar hans hefði verið breytt í bankalán og það hefði verið frágengið í lok nóvember, áður en umfjöllun fjölmiðla um málið hófst. „Á þessu sviði gildir einnig handsal þegar samkomulag er gert við banka,“ sagði Wulff. Nú hefur hlutaðeigandi banki gefið út yfirlýs- ingu um að það sé ekki rétt. Reyndar hafi verið munnlegt samkomulag, en það hafi ekki lagalegt gildi. „Lýsing Wulffs í viðtalinu er röng,“ sagði Günter Hörmann, yfirmaður hjá bankanum, og bætti við að lánasamningur tæki ekki gildi fyrr en eftir undirritun. Samkvæmt bankanum var samningurinn um lánið ekki sendur út fyrr en 12. desember og hann undirritaði 21. desember, rúmri viku eftir að fjölmiðlafárið hófst. Staða Wulffs skánaði aðeins í augum almenn- ings eftir viðtalið. Samkvæmt könnun Infratest fyrir þýska ríkissjónvarpið, ARD, daginn eftir viðtalið voru 56% á því að hann ætti að sitja áfram, en aðeins 47% voru þeirrar hyggju daginn áður. Wulff situr áfram, en staða hans hefur veikst. Á fréttavef Der Spiegel sagði að alkunna væri að enginn pólitískur leiðtogi vildi láta kjósa á ný um forseta. „Því fær Wulff að sitja áfram. Um sinn.“ Forseti Þýska- lands í eldlínunni Fékk fyrirgreiðslu frá auðug- um vini og hótaði fjölmiðlum Christian Wulff, forseti Þýskalands, tók í gær á móti barnakór, sem nefnist Sternsinger og syngur jólalög, í Bellevue-kastala í Berlín. Reuters Wulff var á forsíðum allra fjölmiðla eftir sjónvarps- viðtalið þar sem hann baðst afsökunar á miðvikudag. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Sá sem ætlar nú að gera mál og vanda forsetans að „valda- baráttu“ á milli æðsta manns ríkisins og stærsta blaðs landsins er sannarlega á al- gerum villigötum,“ sagði Kai Diekmann, ritstjóri Bild, í grein í blaði sínu og bætti við að blaðið væri alls ekki í ein- vígi við Christian Wulff for- seta. Átök milli for- seta og blaðs Verðin gilda f rá 4. ja n. - 5. f eb. www. ILVA.isSAVONA Vasi. H 35 cm . Ýmsir litir. Ve rð 3.99 5,- NÚ 2.395, - JELLYF ISH 9.900 ............ ............ ............ ... sparaðu 5.000 BIRCH Borðst ofustó ll m/dö kkblár ri sess u. Hvít málað birki/M DF. Ve rð 12.90 0,- NÚ 7.500, - 20-60 % afsl áttur glerská pur 59.900 ............ ............ ............ ....... sparaðu 40.000 BIRCH Skápu r. Hvítm álað b irki/MD F. 110x 55x210 cm. Verð 9 9.900, - NÚ 59 .900,- BIRCH Sjónva rpsská pur. Hv ítmála ð birki /MDF. 151x50 x51 cm . Verð 5 9.900, - NÚ 35 .900,- BIRCH Sófab orð m/ 2 skúff um. Hv ítmála ð birki /MDF. 140x8 0x48 c m. Ver ð 39.90 0,- NÚ 23.900 ,- stóll 7.500 ............ ............ ........... sparaðu 5.400 borð 39.900 ............ ............ ............ ........ sparað u 30.00 0 JELLY FISH Stóll m /loftb olta. B lár. H6 1 cm. Verð 14 .900,- NÚ 9.9 00,- BIRCH Borðst ofubo rð m/i nnbyg gðri fra mleng ingu. H vítmál að birki/M DF. 20 0/280 x100x7 8 cm. Verð 6 9.900, - NÚ 39.900 ,- Bjóðu m upp á vaxtal aust lán til 6 mán aða sendu m um a llt land GAUD Y GLO BE Kúluljó s. Ø36 cm. Verð 8 .995,- N Ú 5.99 5,- Ýmsir li tir. GAUDY GLOBE 5.995 ............ ............ ........... sparaðu 3.000 HORS E Hvítur hestur . 17x14, 5 cm. Postul ín. Verð 1.695,- NÚ 99 5,- OWL Sparib aukur, hvít ug la. H18 cm. Verð 3. 495,- N Ú 2.79 5,- 40% ............ ............ ........... af BIRC H Verðin gilda frá 4. jan - 5 f b SAVONAVasi. H35 cm. Ýmsir litir. Verð 3.995,- NÚ 2.395,- JELLYFISH 9.900.......................................sparaðu 5.000 BIRCH Borðstofustóll m/dökkblárri sessu. Hvítmálað birki/MDF. Verð 12.900,- NÚ 7.500,- 20-60% afsláttur glerskápur 59.900...........................................sparaðu 40.000 BIRCH Skápur. Hvítmálað birki/MDF. 110x55x210 cm. Verð 99.900,- NÚ 59.900,- BIRCH Sjónvarpsskápur. Hvítmálað birki/MDF. 151x50x51 cm. Verð 59.900,- NÚ 35.900,- BIRCH Sófaborð m/2 skúffum. Hvítmálað birki/MDF. 140x80x48 cm. Verð 39.900,- NÚ 23.900,- stóll 7.500...................................sparaðu 5.400 borð 39.900............................................sparaðu 30.000 JELLYFISHStóll m/loftbolta. Blár. H61 cm. Verð 14.900,- NÚ 9.900 BIRCH Borðstofuborð m/innbyggðri framlengingu. Hvítmálað birki/MDF. 200/280x100x78 cm. Verð 69.900,- NÚ 39.900,- Bjóðum uppávaxtalaustlán til 6 mánaða sendum um allt land GAUDY GLOBEKúluljós. Ø36 cm.Verð 8.995,- NÚ 5.995,-Ýmsir litir. GAUDY GLOBE5.995...................................sparaðu 3.000 HORSE Hvítur hestur. 17x14,5 cm. Postulín. Verð 1.695,- NÚ 995,- OWL Sparibaukur, hvít ugla. H18 cm. Verð 3.495,- NÚ 2.795,- 40%...................................af BIRCH ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is NÝR ÚTSÖLUBÆK INGUR

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.